Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HALLDÓRA VETURLIÐADÓTTIR j + Halldóra Vet- urliðadóttlr fæddist í Hnífsdal 24. mars 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 5. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Veturliði Guð- bjartssonj verk- stjóri á ísafirði, f. 1888, d. '1966, og kona hans, Guðrún Halldórsdóttir hús- móðir, f. 1889, d. 1959. Halldóra var elst 19 systkina, þrettán komust til fullorðinsára og eru níu þeirra á lífi. Hinn 24. október 1937 giftist Halldóra Karvel Lindberg OI- geirssyni vélsljóra, f. 18.1.1907, d. 12.11.1968, en foreidrar hans voru Olgeir Oliversson sjómað- ur og María Guðmundsdóttir húsmóðir. Fósturforeldrar Kar- vels voru Jónína Jónsdóttir og Einar Hákonarson frá Kletta- búð á Hellissandi. Börn Hall- dóru og Karvels eru: 1) Sverrir Oliver, fiskmatsmaður, f. 1938. Hann var giftur Ósk Arnadótt- ur og áttu þau tvo syni. Þau slitu samvistir. 2) Halldóra Guð- rún, sjúkraliði, f. 1939, gift Brynjari Ivarssyni skipasölu- manni. Þau eiga fimm börn. 3) Jónína Sigfríður, skrifstof- ustúlka, gift Edward Scott verkamanni. Þau eiga fimm börn. 4) Hafdís, sjúkraliði, f. 1946, gift Sigurði Vésteinssyni trésmið. Þau eiga fjögur börn. 5) Júlíana, verkakona, f. 1947, gift Hinriki Líndal Hinrikssyni útgerð- armanni. Þau eiga þrjú börn. 6) Karvel Lindberg, pípulagn- ingameistari, _ f. 1952, _var giftur Ól- afíu Ólafsdóttur, d. 1992, og eru börn þeirra þrjú. Karvel á tvö börn með seinni konu sinni, Hrefnu Sigurðar- dóttur. Barnabarna- börn Halldóru eru 21 talsins. Halldóra lauk barnaskólaprófi frá Barnaskóia Isafjarðar 1924. Hún vann í fiski hjá Samvinnu- félagi Isfirðinga meðan hún var enn í foreldrahúsum, en eftir að hún fór sjálf að búa árið 1933 vann húnjmis störf, I fiski, á Sjúkrahúsi Isafjarðar og við Fatahreinsun Halldórs Gunn- arssonar á Isafirði, auk þess sem hún starfaði að félagsmál- um á Isafirði og var einn af stofnendum Sjálfstæðiskvenna- félags ísafjarðar. Halldóra og fjölskylda hennar fluttust til Akraness árið 1964, þar sem Halldóra afgreiddi í mjólkur- búðinni við Stillholt um árabil, eða til ársins 1978. Þó hóf hún störf hjá Artic og vann þar þangað til hún varð 73 ára göm- ul. A Akranesi starfaði Halldóra mikið í félagsmálum. Hún bjó lengst af á Vesturgötu 154, en fluttist í einbýlishús á vegum aldraðra á Akranesi árið 1985. Útför Halldóru fer fram frá Akraneskirkju í dag. MEÐ ÖRFÁUM orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar Halldóru Veturliðadóttur. Þar er gengin ein af þeim manneskjum sem guð og mönnum eru kærastar, ein af þeim sem hafa það að leiðar- ljósi í lífinu að veita ást, birtu og yl öllum samferðamönnum sínum. Hún ólst upp í stórum systkinahópi og var elst af 19 systkinum, en 13 þeirra komust til fullorðinsára. Húsakynnin voru ekki stór eins og algengt var á þeim tíma en þó var alltaf nægt pláss fyrir allan hópinn. Á Halldóru sannast og hennar systkinum að ekki þarf vissan fer- metrafjölda á barn til að fólk nái eðlilegri lífsgleði, þroska og ham- ingju í lífinu. Gunnar Dal segir í nýrri bók sinni: Að elska er að lifa. Það var einmitt þannig sem Halldóra lifði, allt hennar líf var fullt af gleði- og kærleika, vegna þess að hún var alltaf að gefa. Aldrei hef ég séð glaðari hóp en systurnar þegar þær komu saman á góðri stundu. í þeim hópi er ekki setið og rætt um ófar- ir náungans, heldur allt það skemmtilega sem þær upplifa, og gleðin skín af hverri brá. Það er eins og sumt fólk hafi einhveija sérgáfu til að gera lífið skemmtilegt þrátt fyrir alls konar erfiðleika og sorgir sem það verður fyrir. Halldóra giftist Karvel Lindberg Olgeirssyni 1937, sem hún missti í blóma lífsins. Aldrei hef ég séð sannari kærleika og ást en ást hennar á manni sínum. Mörg mann- eskjan hefur fallið saman við minna. En einmitt í þessari miklu sorg sinni kom í ljós hvað styrkur hennar og þroski var mikill, í stað þess sem okkur . mörgum er svo tamt að sökkva okkur niður í sorgir okkar, þakkaði hún guði sínum fyrir þær hamingjustundir sem hún átti með manni sínum. Halldóra hafði mjög gaman af að ferðast, og ferðaðist mikið bæði utanlands og innan. Hún var virkur félagi í sjálfstæðiskvennafélaginu Bárunni á Akranesi, enda mjög fé- lagslynd. Að lokum vil ég þakka henni allt það góða sem hún gaf mér bæði í gleði og andstreymi og ég veit að það hefur verið tekið vel á móti henni í hinum nýju heimkynnum. Blessuð sé minning_ hennar. Brynjar ívarsson. Elsku amma mín, mig langar að minnast þín með örfáum orðum. Amma hét fullu nafni Halldóra Sig- urlína Guðrún, hún var frá ísafirði, en bjó sl. 30 ár á Akranesi. Til hennar ömmu var nú alltaf gott að koma, hún var ætíð svq góð og glöð. Aldrei sá maður ömmu skipta skapi, hún var líka svo bjartsýn á allt og alla. Hún var ekki bara amma barn- anna sinna, því önnur böm í fjöl- skyldunni fengu líka að hafa hana fyrir ömmu sína. Amma vann í mörg ár í mjólkurbúð og þekktist hún sem Dóra í mjólkurbúðinni. Síðan vann hún í Artic í nokkur ár, þar til hún var rúmlega sjötug. Þegar ég var 13 ára gömul bjó ég hjá ömmu í nokkra mánuði með- an mamma var í skóla í Reykjavík, og fannst mér mjög gaman að fá að vera hjá henni. Síðustu árin bjó hún á Dvalar- heimilinu Höfða og þar fannst henni gott að vera eins og raunar alls staðar. Þar var hún mikið í handa- vinnu, og bjó sjálf til allar gjafír handa fjölskyldu sinni. Ég á marga fallega muni eftir hana sem mér þykir mjög vænt um. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allar þær ánægjustundir sem við áttum saman. Að lokum langar mig svo að kveðja þig með erindi eftir móður þína, Guðrúnu Halldórs- dóttur. Þegar húmar og hallar að degi, heimur hverfur og eilífðin rís. oris Sjáumst aftur á sólfögrum ströndum, þar sem sælan er ástvinum vís. Elfur Sif Sigurðardóttir. Við minnumst okkar ástkæru ömmu Halldóru með gleði og hlýju. Amma var alltaf í góðu skapi og hún tók alltaf vel á móti okkur krökkunum þegar við komum í heimsókn og þá átti hún alltaf eitt- hvað til að stinga upp í okkur. Amma var mikill dýravinur, og þeg- ar hún bjó á Vesturgötunni átti hún kött sem fylgdi henni alltaf í vinn- una í mjólkurbúðinni. Amma var alltaf svo ung í anda. Þegar við krakkarnir voru hjá henni lék hún oft við okkur í bílaleik eða dúkku- leik eða sagði okkur sögur. Hún var alltaf til í að vera með í hvaða leik sem var. Einu sinni fór hún með okkur út á ieikvöll og þá vildi hún endilega vera með að róla og vegasalt með okkur. Eitt sinn fórum við með hana á hjóli og hafði hún mikið gaman af. Það var alltaf stutt í prakkarann í ömmu okkar, en hún gat líka ver- ið alvarleg og huggað okkur ef eitt- hvað kom fyrir. Amma kenndi okkur bænir. Þég- ar við sváfum heima hjá henni fór hún alltaf með bænirnar með okkur áður en við fórum að sofa. Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir allar samverustundimar sem við áttum með þér. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi. Og gæfan var það öllum sem fengu að kynnast þér. (L.S.) Karvel, Ása og Olga. Stundum þegar rigndi var mjólk- urbúðin við Stillholt full af börnum með tossamiða. Þar afgreiddi amma Halldóra sem af mörgum þeirra var kölluð góða konan með bóluna. En hún var svo ofur ofur góð kona og lengi með vörtu á bak við annan nasavænginn. Kannski áttu börnin að kaupa fáeina potta af mjólk og dálítið af skyri. Og þá sem oftar var amma Halldóra iðin við að lauma örlitlu góðgæti að börnunum og um leið styttist leiðin heim í rigning- unni. Fýrir mér var brúna veskið henn- ar ömmu Halldóru nokkurs konar gullkista þar sem fjársjóðurinn var appelsínugulur bijóstsykur. Amma mín hét fullu nafni Hall- dóra Sigurlína Guðrún og bar hún nöfnin þrjú með reisn. Ég mun ekki einungis minnast góðsemi ömmu Halldóru, heldur skapmildi hennar og kímni. Að öllu þessu var hún svo rík. Amma Halldóra ólst upp í stórum systkinahópi á Lækjarmótum á ísafirði og fara af því sögur hversu mikil gleði og kátína var þar. Nú geri ég ráð fyrir að einhvers konar Lækjarmótagleði ríki hinum megin við komu ömmu Halldóru, þar sem hún hittir systkini sín og ættingja, svo ekki sé minnst á Karvel afa, sem yfirgaf þennan heim fyrir 26 árum. María Karen Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.