Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 21
ÚRVERINU
Morgunblaðið/Sverrir
GEIR Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels, og Haraldur
Böðvarsson, framkvæmdasljóri Haraldar Böðvarssonar hf., hand-
sala samning um kaup HB á fiskskurðarvél ásamt flæðilínum.
Skurðarvél með
tölvusjón til
HB á Akranesi
GEIR Gunnlaugsson framkvæmda-
stjóri Marels hf. og Haraldur Stur-
laugsson framkvæmdastjóri Har-
aldar Böðvarsonar hf. undirrituðu
í gær samning um kaup HB á fyrstu
Marel-skurðarvélinni sem hér er
sett upp ásamt flæðilínum sem
Marel hefur hannað í samvinnu við
HB og Ingólf Árnason tæknifræð-
ing. Vélin gerir fiskvinnslu kleift
að stórauka afköst og nákvæmni í
framleiðslu á fiskbitum og á sama
tíma minnka hlutfall afskurðar eða
blokkarefnis úr hverju flaki veru-
lega.
Geir segir að þetta sé einn stærsti
samningur sem Marel hafi gert til
þessa. Skurðarvélin er með svo-
nefndri tölvusjón sem metur og
vegur fiskflakið áður en það er
skorið en hægt er að skera allt að
10 skurði á sekúndu. Kaupverð fisk-
vinnslubúnaðarins er um 54 milljón-
ir króna og segja stjórnendur HB
að stefnt sé að því að láta búnaðinn
borga sig upp á tveimur árum með
sparnaði í vinnuafli, minni yfirvigt
í pakkningum og hærra afurðar-
verði. Átta slík fiskvinnslukerfi eru
í smíðum hjá Marel um þessar
mundir.
Um er að ræða tvær flæðilínur
með framleiðslueftirlitskerfi ásamt
niðurskurðarvél samtengdri við tvö-
falda vigtareiningu og 14 stöðva
flokkunar- og pökkunarlínu.
Eykur heildarafköst
Haraldur sagði að nýja vinnslu-
línan byggðist upp á fjórum megin-
þáttum, þ.e. nýjum vinnslu- og
eftirlitshugbúnaði, nýrri snyrtilínu
á flökunum, niðurskurðarvél á
fiökunum og svo vogar- og pökkun-
arlínu. Hann sagði helstu ástæðum-
ar fyrir kaupum HB á nýja búnaðin-
um þær að framleiðslan verður
sveigjanlegri sem gefi væntingar
um hærra meðalverð, auðveldara
verði að koma til móts við markað-
inn með meiri nákvæmni í niður-
skurði og flokkun, betra eftirlit með
vörunni tryggi gæði og nýja
vinnslulínan bæti starfsaðstöðu
starfsfólks. Haraldur sagði að
grunnþátturinn í uppbyggingu
vinnslulínunnar væri sá að upplýs-
ingaöflun væri fyrir hendi til
vinnslustýringar og vinnslueftirlits.
Þá auðveldi búnaðurinn hugsanlega
þróun á kaupaukakerfum fisk-
vinnslunnar. Nýja vinnslulínan
muni auka heildarafköst frystihúss-
ins og stefnt sé að því að setja eldri
línu upp í vinnslusal Heimaskaga-
hússins til vinnslu á úthafskarfa en
reiknað er með auknu framboði af
honum á næsta ári.
Samstarf hófst með fyrirtækjun-
um tveimur um þróun skurðarvélar
til vinnslu á fiskflökum árið 1993
og hefur vélin verið í fiskvinnslusal
HB frá því í ágúst 1994. Skurðar-
vélin á að mæta þörfum meðal-
stórra og smærri fyrirtækja í fisk-
iðnaði og skera fiskflök í bita með
STARFSMAÐUR HB matar
færibandið flökum sem berast
til skurðarvélarinnar.
nákvæmni og afköstum sem
mannshöndin ræður ekki við.
Hámarksfrávik 6% af þyngd
bitans
Skurðarvélin sker allt að 10
skurði á sekúndu og algengt er að
hún skeri frá 1.000 til 2.000 kg á
klukkustund. Hún sker bita allt að
75 gramma þunga með 5 gramma
nákvæmni. Stærri bita sker vélin
með hámarksfráviki frá 6% af
þyngd bitans.
Vélin býður upp á sveigjanleika
þar sem hugbúnaðurinn, það er að
segja skurðarforritin geta verið
margvísleg. Setja má skilyrði um
þyngdarmörk bita og lengd þeirra
auk skilyrða um val milli skurðar-
mynstra við mismunandi verðmæt-
is- og nýtingarniðurstöður. Reikni
vélin út að nýting í ákveðnu
skurðarmynstri verði lök, til dæmis
vegna óhagstæðrar þyngdar eða
lögunar flaksins getur hún valið
annað fyrir fram ákveðið skurðar-
mynstur sem gefur meiri nýtingu.
Við þróun vélarinnar var þess
gætt að vinna að fyrirkomulagi fyr-
ir framan og aftan vélina, það er
að segja aðfærslu flaka og frátöku
bita. Við vélina má tengja flokkun-
arband sem skilar ákveðnum afurð-
um völdum ksaman á fyrir fram
valda staði, til lausfrystingar til
dæmis eða í skömmtum til pökkun-
ar.
Haraldur Sturlaugsson sagði að
síðast hefði verið skipt um fisk-
vinnslubúnað í fyrirtækinu fyrir
fimm árum og það lýsti kannski
best þeirri öru tækniþróun sem nú
ætti sér stað. Hann sagði nýja
skurðarvélin myndi auðvelda það
að gera landvinnsluna samkeppni-
hæfa við sjófrystingu. Geir Gunn-
laugsson sagði að margir hafi horft
til Haraldar Böðvarssonar hf. sem
framsækins fyrirtækis í fullvinnslu
sjávarafurða.
40 - 60%
*
I
afsláttur
dag og á morgun -
Áður Nú
Jakkapeysa 4.990 2.990
Bómullarpeysa 4.850 1.990
Bómullarbolir 2.950 1.490
Sítt pils 3.700 1.990
Skyrtur 2.950 1.800
Síð vesti 4.800 1.990
Vesti 2.950 1.800
Silkiskyrta 4.250 1.950
Leggings 990 600
Einnig mikið úrval af fatnaði á
kr. 990
fizieríOáŒ
Sfðumúla 13, Sími 682870.
Opnunartími: kl. 10.00-18.00.
Aðyentutilboð!
r^/olunum fylgir bakstur, þrif og uppþvottur.
Við viljum létta þér störfin og bjóðum því þessi fjögur gæða-heimilistæki
frá Siemens og Bosch á sérstöku tilboðsverði.
SIEMENS BOSCH
Hrærivél
MUM 4555EU
Fjölvirkur Siemens baksturofn. Yfir- og undirhiti, blástur,
glóðarsteiking með og án blásturs. Rafeindaklukka,
létthreinsikerfi, sökkhnappar. Gaeði hvert sem litið er.
Og verðið er einstakt. Tilboðsverð kr. 49.900 stgr.
Fjölhæf Bosch hrærivél sem gegnir dyggu hlutverki á mörg
þúsund íslenskum heimilum. Uklega mest selda hrærivélin
á íslandi undanfarin ár. Blandari, hakkavél og grænmetis-
kvörn fylgja með. Og verðið slær enginn út.
Tilboðsverð kr. 17.900 stgr.
Uppþvottavél
Létt og lipur Siemens ryksuga sem auðveldar þér að halda
híbýlunum hreinum. 1200 W, sjálfinndregin snúra, fylgihlutir
geymdir I vél, hleðsluljós. Og þær gerast vart ódýrari.
Tilboðsverð kr. 12.900 stgr.
Veivirk, sparneytin og hljóðlát Siemens uppþvottavél.
Tekur borðbúnað fyrir 12 manns.
Og Kttu á verðið.
Tilboðsverð kr. 59.900 stgr.
Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru:
• Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir • Borgarfjöröur Rafstofan
Hvitárskála • Hellissandur Blómsturvellir • Grundarfjörður Guöni Hallgrimsson
Stykkishólmur. Skipavík Búöardalur. Ásubúð ísafjörður Póllinn Hvammstangi:
Skjanni • Sauðárkrókur. Rafsjá • Siglufjörður. Torgið ■ Akureyri: Ljósgjafinn ■
Húsavík: öryggi Þórshöfn: Noröurraf Neskaupstaður Rafalda Reyðarfjörður
Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvík: Stefán N.
Stefánsson • Höfn í Hornafirði: Kristall Vestmannaeyjar. Tréverk Hvolsvöllur
Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn • Garður. Raftækjav. Sig. Ingvarss. •
Keflavik: Ljósboginn • Hafnarfjörður Rafbúð Skúla, Álfaskeiði
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 ■ Sími 628300
Viljirðu endingu og gæði-j
velurðu Siemens