Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ H LISTIR Listasafn íslands Síðasta sýn- ingarhelgi á verkum Asgerðar LISTASAFN íslands hefur tekið þá stefnu að velja verk starfandi listamanna til kynningar og er þessi sýning önnur í röðinni. Með sýningunni gefst tækifæri til að kanna stöðu hennar í ís- lenskri myndlist og þar með árétta brautryðendastarf hennar á sviði nútíma veflistar, segir í kynningu. Verkin eru 13 að tölu og flest unnin á síðastliðnum 10 árum, Myndlist Ásgerðar hefur vakið athygli og staðfest styrk listakon- unnar á sviði klassískrar abstrak- sjónar og skipað henni í röð helstu listamanna okkar í dag. Með öguð- um vinnubrögðum sem lúta lög- málum vefsins auk efnisins, ullar og hrosshára, tekst henni að laða fram þokka og mýkt þrátt fyrir konstrúktífa uppbyggingu verk- anna, segir ennfremur í kynningu. Sýningunni lýkur nk. sunnudag og er opið frá kl. 12-18. -----♦.......... Opið bók- menntakvöld á Kaffi Reykjavík TVÖ ný bókmenntatímarit hafa litið dagsins ljós á þessu hausti; Andblær sem flytur frumsaminn skáldskap og draumbókmenntir og Jón á Bægisá sem er tímarit þýðenda og birtir þýddar sögur og ljóð, auk fræðilegra greina um þýðingar og þýðendur. Útgefendur beggja rita hafa ákveðið að kynna þau sameigin- lega á opnu bókmenntakvöldi á Kaffi Reykjavík (í Koníaksstofu, niðri) í dag, fímmtudag, kl. 20.30. Dagskrá: Andblær: Bjarni Bjarnason ritstjóri kynnir ritið. Gunnar Hersveinn, Steinunn Ás- mundsdóttir og Þórarinn Torfason lesa úr efni þess. Jón á Bægisá: Ingibjörg Haraldsdóttir kynnir en Þorsteinn Gylfason og Karl Guð- mundsson lesa upp. Sigríður Frið- jónsdóttir syngur texta í þýðingu Kristjáns Árnasonar við lög eftir Míkís Þeoðorakís við undirleik Halldórs Ólafssonar gítarleikara. BÖKMENNTIR Skáldsaga MEIRA VIT eftir Þorstein Marelsson, Mál og menning 1994.164 bls. UNGIR lesendur halda áfram að fylgjast með þroska og vexti hins unga og upprennandi skálds Þránd- ar Hreins í þriðju frásögn Þorsteins Marelssonar af hugsuðinum unga. Sagan heitir Meira vit og víst er að Þrándur hefur vitkast töluvert frá því í fyrri bókunum tveimur. Hann er samt í töluverðu uppnámi þegar sagan hefst enda kannski ekki nema von því hann hefur þurft að skilja við kærustuna Ósk fyrir austan til þess að sækja fjölbrautar- skóla í borginni. Ekki bætir heldur hugarástandið að til stendur að Ósk flytjist með fjölskyldu sinni til Dan- merkur. Ofan á allt bætist svo að foreldrar Þrándar hafa ákveðið að skilja og Helga systir hans og vand- ræðagemlingurinn Benni kærastinn hennar halda áfram að baka sjálfum sér og sínum nánustu vandræði. Þrándur vill ölium vel og er gjarn á að taka vandamál annarra inn á sig. Sú viðleitni veldur því að hann veit um tíma ekki sitt ijúkandi ráð. Hann reynir að kryfja sam- band sitt við Ósk til mergjar og verður að lokum svo viðþolslaus að komast til hennar að hann er tilbúinn til að gera nærri hvað sem er til að vera með henni. En samviskan nagar og eins gott að ekkert verður úr fyrri áformum. Eins og í öll- um góðum bókum virð- ist allt að lokum fara á hinn besta veg. Ja, reyndar ekki alveg allt. Ein saga á augljóslega ekki eftir að fara vel. Sú augljósa staðreynd fel- ur að mínu mati í sér einn mesta kost sögunnar. Hún hefst þar sem aðrar sögur enda. - Strákurinn er búinn að hitta stelpuna eða öfugt. Þau eru búin að sofa saman. En hvað gerist þá? Ósk finnst hún eðli- lega of ung til að bindast. Öðru máli gegnir um Lísu og Palla, æsku- vin Þrándar. Þau hætta í skóla. hefla sambúð og til að byrja með öfundar Þrándur þau. En ekki er allt sem sýnist. Palli fer að drekka úr hófi og léggur hendur á Lísu. Ofan á ástandið bætist svo að Lísa verður ólétt og getur ekki leitað til foreldra sinna því þeir eru að skilja. Því miður verð- um við vör við alltof mörg svipuð dæmi um heimilisofbeldi í raun- veruleikanum og ein- m: t þess vegna ætti ekki að úthýsa þeim úr unglingabókum. Ekki frekar en eitur- lyfjavandanum. Þrátt fyrir að hann sé þegar orðinn staðreynd í íslensku þjóðfélagi er of oft farið með hann í felur á þessum vettvangi. Þó und- antekningarnar séu til eins og í sögunni af Þrándi þar sem skilaboð- in til unglinganna eru, eins og þau ættu að vera, augljós: eiturlyf geta aldrei gert annað en illt. Þrándur með sinn Jónas Hall- grímsson og Fjölnismenn á heilan- um er óneitanlega dálítið sér á báti og eflaust mætti gera athugasemd við hvað hugsanagangur hans minnir um margt á hugsanagang eldri manns, líkast til af kynslóð föður hans. Hann hefur fremur íhaldssama afstöðu til kvenhlut- verksins og kann ekki að meta sömu tónlist og félagar hans, svo dæmi sé tekið. Samt er Þrándur skemmti- legur og íhaldssöm gildi geta staðið fyrir sínu eins og sannast með af- stöðu hans til sambands þeirra Ósk- ar. Sérstaða söguhetjunnar felur líka í sér þann kost að hún sýnir unglingum fram á að þeir þurfi ekki endilega að gera alltaf eins og hinir. Það er allt í lagi að vera aðeins öðruvísi og allt í lagi að skipta um skoðun. Eftir því sem líður á söguna minnkar óeirðin í Þrándi og að lok- um virðist hann vera kominn í ákveðið jafnvægi. Hann hefur þroskast og hann gerir sér grein fyrir því að honum er ofviða að bjarga heiminum. Þó sárt sé að sjá á eftir gömlum vin getur slík ákvörðun ekki alltaf verið umflúin. Mestu máli skiptir að varðveita sjálfan sig og hugsa um sína. Eins og áður segir felst meginkostur sögunnar í raunsæi hennar. Þrátt fyrir það er atburðarásin hröð og sagan skemmtileg áflestrar. Hún stendur ágætlega ein og er alls ekki síðri en hinar tvær. Anna G. Ólafsdóttir. Enn af Þrándi Hreini Þorsteinn Marelsson gæðanmvegna! að sjálfsögðu! Gleðileg íslensk jól —já takk ,' * I ( f I I E í L I I E Í t i i i » i I i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.