Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Undarleg og spenn-
andi ástarsaga
BÓKMENNTIR
Skáldsaga
AUGU ÞÍN SÁU MIG
eftir Sjón. Mál og menning, 1994.
G. Ben/Edda prentstofa — 231 bls.
3.380 kr.
„Ég verð að lýsa öllu eins og það
gerðist, annars er sagan ekki sönn
og framhaldið út í hött. “
„Komdu þá með sannleikann!
Ég hlusta“ (157).
Þarna ræða þeir saman sögu-
maður Augu þín sáu migog áheyr-
andi hans. Sögumaður þessi kepp-
ist við að lýsa öllu sem nákvæmast
en um leið út frá eigin forsendum;
hann er sonur aðalpersónanna og
málið honum því skylt. En hvað
er satt og hverju er logið, hvað er
fantasía og hvað draumur, við því
fær lesandinn engin svör. Hann
verður einfaldlega að gangast inná
lögmál frásagnarinnar, hrífast
með, og það er ekki mikill vandi
því Sjón hefur hér skrifað bráð-
skemmtilega og lifandi skáldsögu,
þá vönduðustu sem hann hefur
sent frá sér.
Augu þín sáu mig er ástarsaga.
Og hún er allt í senn: fyndin, spenn-
andi, dramatísk, uppátektarsöm,
dularfull og söguleg. Hún gerist í
þýskum smábæ í heimsstyijöldinni
síðari. Sögusviðið er gistihús og
aðalpersónumar eru vinnukonan
Marie-Sophie og ve-
sæll flóttamaður sem
komið er fyrir í leyni-
herbergi í húsinu og
henni falið að annast.
í aukahlutverkum eru
eigendur gistihússins
og aðrir starfsmenn,
og svo Karl Maus, unn-
usti vinnukonunnar.
Allar persónur eru
dregnar skýrum drátt-
um og sögumaðurinn
hefur gaman af að
draga fram sérkenni
þeirra svo þær verða
allt að því farsakennd-
ar. Engillinn Freude
(þýðir gleði á þýsku og
vísar einnig til Freuds) leikur einn-
ig stórt hlutverk, en hann skráir
niður draumfarir manna í bænum
og hefur jafnvel áhrif þar á; lesend-
ur fá að lesa nokkra draumana.
Þá fjallar hliðarsvið sögunnar um
Gabríel erkiengil og verkefni sem
honum er falið, persónulegrar upp-
götvanir hans og glímu við myrkra-
öflin. Tengslin milli smábæjarins
og Gabríels eru frekar óviss framan
af en styrkjast í lokin og þá skipta
gerðir erkiengilsins máli fyrir
ástarsöguna.
Sögumaður lætur áheyranda
sinn strax vita af því að ævi hans
hafi hafist í gistihúsinu og að aðal-
persónurnar séu foreldrar hans og
síðan byijar hann að útskýra hvern-
ig það kom til og les-
andinn fær að fylgjast
með. Sögumaðurinn
beitir öllum brögðum
til að halda athyglinni
og finnst gaman að
koma með vísanir í
bókmenntir - á einum
stað umskapar hann
upphaf Hamskipta
Kafka og ræðir femín-
íska persónusköpun
annars staðar - að
segja hliðarsögur og
vera með útúrdúra.
Hlustandinn vill hins
vegar söguþráðinn í
sinni tærustu mynd og
drífur þessi togstreita
þeirra á milli frásögnina sérlega
vel áfram. Þar birtast þó englar
og púkar, prinsar og ástríðufullir
draugar, á áhrifaríkan hátt er skipt
yfir í leikritsform þegar Marie-Sop-
hie er beitt ofbeldi og þar á eftir
tekur hrollvekjandi martröð við.
Hraða frásagnarinnar er stjórnað
á öruggan hátt og allir útúrdúrar
renna liðlega inn í aðalsöguna.
Tengingar við ísland eru ekki
miklar í sögunni, en þó ganga um
gistihúsið gamansögur um íslensk-
an rithöfundi sem síðar varð fræg-
ur, eldabuskan starfaði áður hjá
Wagner í Beyreuth en var rekin
fyrir að sofa hjá íslenskum tenór,
Garðari Hólm (!), og svo kemur
Goðafoss Eimskipafélagsins inn í
myndina. þar fyrir utan eru marg-
ar bráðskemmtilegar vísanir í ís-
lenskar bókmenntir og dægurlíf,
misáberandi að vísu, en jafnvel
sóttar í íslendingasögurnar eins
og tilsvar tófu nokkurrar í ævin-
týri: „Það skaltu muna vesæll
maður að skynlaus skepna hefur
leikið á þig“ (77).
Nóg er af góðum hugmyndum
í fyrri skáldsögum Sjóns, en oft
er eins og ekki hafi verið unnið
úr þeim, að hann hafi eki i náð að
halda utan um söguheiminn. Hér
hefur höfundur hins vegar ákaf-
lega traust tök á efninu, hefur
vandað vel til verka án þess að
hemja hugmyndaflugið á nokkurn
hátt, og á ekki í minnstu vandræð-
um með að hrífa lesandann með
inn í ævintýrið.
Hönnun og frágangur eru til
fyrirmyndar ef frá er talið 'að efst
á síðu 87 vantar einhvetjar línur.
Þá á forsíðumynd vel við; málverk
af stúlku sem sefur og dreymir lík-
lega og eitthvað undarlegt er á
seyði, rétt eins og í sögunni sjálfri.
Einar Falur Ingólfsson
MYNDLIST
Norræna húsið
MÁLVERK
SIGURÐUR EINARSSON
Opið alla daga frá 14-19. Til 18.
desember. Aðgangur ókeypis.
ÞEIR eru margir sem munda
pentskúfinn á landi hér og gera
það með sínu lagi. Mála eins og
hugurinn býður hveiju sinni, þann-
ig að hvert málverk getur verið
sem ferðalag um ófreskar lendur,
þó vettvangurinn sé hvunndagur-
inn, næsta umhverfi og lífsreynsla
gerandans.
Einn áf þeim er Sigurður Ein-
arsson, sem ég veit lítil deili á,
hann virðist nokkuð við aldur og
veðurbarinn eins og landið, sem
aftur ber vott um að hann hafi
unnið þjóðnytjastörf til lands og
sjávar, eins og það heitir.
Sigurður mun eftir málverkun-
um að dæma naumast hafa komið
inn fyrir dyr listaskóla, sem í
mörgum tilvikum er einungis af
hinu góða þegar málað er sér til
hugarhægðar og listiðkun fróun
og dægradvöl.
Menn hafa nefnt þessa tegund
myndlistarmanna „sunnudagsmál-
ara“ og hef ég áður og endurtekið
útskýrt hugtakið í skrifum mínum,
en í því felst engin neikvæð tilvís-
un og þeir njóta sumir mikillar
virðingar.
Það er landið sem blasir við í
myndum Sigurðar, þó fremur sem
uppspretta tjáþarfar en hann sé
að kortleggja útlínur þess. Þannig
miðlar hann skoðandanum hinum
ýmsu Iifunum sínum frá degi til
dags og vafalítið fortíðarinnar í
bland.
Hið ófreska, sem býr í holtum
og hæðum er áleitið í myndheimi
listamannsins og þannig sér hann
andlitum bregða fyrir í hinum ólík-
ustu formunum ytri byrðar lands-
ins og sér þess stað í flestum verk-
anna. Maðurinn er alltaf nærri
landslaginu og landslagið mannin-
um, - landslag með augu.
Fijálst ímyndunaraflið og mjög
bernskt hugarþel virðist þannig
vaki allra athafna á myndfletinum,
og Sigurður ber ólíkt meiri virð-
ingu fyrir því en sjálfu handverk-
inu, eða nákvæmt dregnum og
afmörkuðum pensilstrokum. Af
því leiðir svo aftur að formin verða
giska laus í sér, eru á reki eða
eins og fljóta um myndflötin.
Það er mikil mergð dúka á
veggjunum og þeim svipar mjög
hveijum til annars, þannig að sýn-
ingin er líkust myndrænni fram-
haldssögu. Nokkrar skera sig þó
úr og einkum vegna þess að fleiri
atriðum er stefnt saman á mynd-
fletinum, sem skapar meiri átök,
og vil ég einkum vísa til þriggja:
„Draumur fjallaijúpunnar" (10),
„Fagrifoss" (12) og „Hugarflug"
(13). Á stundum renna formin á
þann hátt saman, að svo er sem
um hreinar landslagsmyndir sé að
ræða, en svo tekur maður eftir
andlitum einhvers staðar á fletin-
um, sem eiga síður við og eru lík-
ust framandi gestum og nefni ég
hér einkum „Öræfí“ (15) og „Hirn-
an“ (34).
Anddyri Norræna hússins hefur
verið myndskreytt af börnum und-
ir handleiðslu listakonunnar Guð-
bjargar Lind Jónsdóttur og hefur
hér vel tekist til á þann veg að
rík jólastemmning mætir gesti og
gangandi, og svo eru myndirnar
hinar athyglisverðustu.
Þannig ríkir bernskan innan
dyra Norræna hússins á aðventu
og vegna þess að listamennirnir
litlu hafa dijúgan sóma af er rétt
að geta nafna þeirra sem eru; El-
ísabet, Kjartan, Sigrún, Kolbjörn,
Haraldur, Oddný Rósa, Dagný
Hrönn, Olafur, Helgi, Ingiberg,
Rán, Þóra, Ragnheiður, Sandra
Borg, Halla Oddný, Þórey, Manu-
ela, Auður og Helgi Steinar.
Bragi Ásgeirsson.
19
Reglulegir fundir
Borgarstjórnar Reykjavíkur
eru haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur
fyrsta og þriðja fimmtudag
hvers mánaðar kl. 17:00.
Fundirnir eru opnir almenningi og
er þeim jafnframt útvarpað á
AÐALSTÖÐINNI FM 90.9.
SkPilstofa
borgarstjóra
Bemsk kvíka
QQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQ
^nS nnS /7^ 'W" ^nS ^7^ ^7V> ^nS <nS ^
JOLIBENETTON, LAUGAVEGI97
HLYJAR OG GLÆSILEGAR
PEYSUR í JÓLAPAKKAN OG
ÚRVAL AF ÖÐRUM FATNAÐI
Á ALLA FJÖLSKYLDUNA.
012
ene
enenon
URVALSMYND
** '21 ' LAUGAVEGI 97, SIMI 55 22 555
QQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQ
nnS <RS <nS <nS rnS <nS ^nS <nS ?nS ^RS <nS