Morgunblaðið - 29.12.1994, Page 1
72 SIÐUR B/C/D
297. TBL. 82. ÁRG.
Arabar
vilja efla
samstöðu
Alexandríu. Reuter.
LEIÐTOGAR Egyptalands, Sýr-
lands og Saudi-Arabíu hittust óvænt
og fyrirvaralaust í gær til þess að
vega og meta stöðu friðarumleitana
í Miðausturlöndum og freista þess
að auka samstöðu með arabaríkjum.
Áformað var að fundir leiðtog-
anna héldu áfram í dag. Egypskir
ráðamenn sögðu að megin tilgangur
leiðtogafundarins væri að vinna
gegn innbyrðis sundurþykkju araba-
ríkja.
„Þeir munu ræða málefni araba-
ríkjanna og hvers vegna friðarum-
leitanir eru komnar í öngstræti,"
sagði Faropuq al-Shara utanríkis-
ráðherra Sýrlands.
Sýrlendingum finnst sem önnur
arabaríki hafi skilið þá eftir með því
að þau hafa tekið upp eðlilegt sam-
band við Ísraela.
------4 4 4-----
Segir upp
hjá CIA
Washington. Reuter.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti til-
kynnti í gærkvöldi, að James Wools-
ey hefði sagt af sér sem yfirmaður
leyniþjónustunn-
ar CIA.
Afsögnin kom
ekki öllum á óvart
því orðrómur um
að hún væri yfir-
vofandi hefur
verið á sveimi í
Washington.
Fullyrt hefur
verið að and-
rúmsloft innan
CIA hafi verið þrúgað frá því leyni-
þjónustumaðurinn Aldrich Ámes var
afhjúpaður sem rússneskur njósnari
fyrr á árinu.
Woolsey
STOFNAÐ 1913
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
BOSNÍSK flóttakona ræðir við pólskan friðargæsluliða í Velika Kladusa á landamærum Króatíu, en þangað vildi hún
komast í gær til þess að leita sjúku barni sínu læknishjálpar á sjúkrahúsinu í Karlovac.
Zagreb. Reuter.
Reuter
Heita Rose að
hætta átökum
MICHAEL Rose, yfirmaður friðar-
gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ)
í Bosníu, tók í gær loforð af Fikret
Abdic, leiðtoga uppreisnarsveita
múslima í Bihac, um að hætta bar-
dögum.
Átti Rose fund með Abdic í stöðv-
um hans í Velika Kladusa á landa-
mærum Bosníu og Króatíu í gær í
þeim tilgangi að tryggja framgang
vopnahlés í Bosníu sem Jimmy Cart-
er fyrrverandi Bandaríkjaforseti
kom til leiðar skömmu fyrir jól.
Rose ræddi einnig við Atif Dud-
akovic, yfirmann hersveita stjórnar-
innar í Sarajevo, sem barist hafa við
sveitir Serba og uppreisnarsveitir
Abdics við Bihac.
Átök í kringum Bihac hafa ógnað
vopnahléinu í Bosníu. Stjórnin í
Sarajevo hefur hótað því að tjúfa
vopnahléð, linni ekki árásum Serba
og bandamanna þeirra í Bihac.
Rose flaug með þyrlu frá króa-
tísku hafnarborginni Spiit til Bihac
og var þetta önnur tilraun hans til
að komast þangað. í fyrra skiptið
komu Króatíu-Serbar, sem sitja urh
Bihac, í veg fyrir að hann kæmist á
leiðarenda.
Rose hugðist fara til fundar við
leiðtoga Króatíu-Serba í Knin en
komst ekki vegna þoku. Þeir áttu
ekki aðild að vopnahléssamkomulag-
inu sem Carter kom í kring.
Þrátt fyrir spennuna í Bihac virð-
ist vopnahléið standast í Sarajevo.
Serbnesk leyniskytta særði þó rúm-
lega sextuga konu með riffilskotum
í fótinn á þriðjudag.
Rússneski herinn sækir
af miklu afli að Grosní
Sljórnin kveðst beita eins
miklu hervaldi og þörf krefur
Grosní, Moskvu. Reuter.
RÚSSNESKAR hersveitir sóttu í
gær að Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju,
og náðu mikilvægum flugvelli í
grennd við borgina á sitt vald.
Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði að rússneska
stjórnin myndi beita eins miklu her-
valdi og nauðsynlegt væri til að
binda enda á deiluna um uppreisnar-
héraðið. Hann sagði þó rússneska
ráðamenn ljá máls á viðræðum um
friðsamlega lausn.
Oleg Lobov, ritari Öryggisráðs
Rússlands, sagði að rússneski herinn
myndi smám saman hrekja hersveit-
ir Tsjetsjena frá Grosní en neitaði
því að rússnesku hersveitirnar yrðu
látnar ráðast inn í borgina.
„Við ætlum að losa Grosní við
ólöglegar hersveitir, málaliða og
glæpamenn. Ekki verður ráðist inn
í borgina, en hún verður frelsuð,"
sagði Lobov á blaðamannafundi í
Moskvu en útskýrði ekki frekar
hvernig ætlunin væri að hrekja her-
sveitirnar á brott.
Sprengjuárásir
Fréttaritari Reuters í héraðinu
sagði að rússneskar herþotur hefðu
varpað sprengjum á Argun, um 15
km austan við Grosní, og að blossað
hefðu upp harðir bardagar um mik-
ilvægan þjóðveg við höfuðstaðinn.
Tsjetsjenskur blaðamaður í Grosní
sagði að rússneskar herþotur hefðu
einnig gert árásir á úthverfi Grosní,
en því vísuðu Rússar á bug. Hann
sagði að herþoturnar hefðu m.a.
varpað sprengju á munaðarleys-
ingjahæli, en mannfall hefði ekki
orðið þar sem börnin hefðu komist
í kjallara hælisins. Rússneskar her-
sveitir hefðu einnig gert stórskota-
árásir í grennd við borgina.
„Rússneski herinn er að reyna að
ráðast inn í höfuðborg Tsjetsjníu í
dag,“ sagði Movíadí Udúgov, yfir-
maður upplýsingaþjónustu Tsjetsj-
níu, og bætti við að gerðar væru
stórskotaárásir á Grosní úr öllum
áttum og skriðdrekar væru að reyna
að rjúfa varnir Tsjetsjena.
Stjórnin í Moskvu sagði að rúss-
neskar hersveitir væru að sækja í
átt að Grosní og hefðu náð Khank-
ala-flugvellinum í grennd við borg-
ina á sitt vald. Hún vísaði því hins
vegar á bug að gerðar hefðu verið
loftárásir á úthverfi borgarinnar og
að hersveitum hefði verið skipað að
ráðast inn í Grosní.
Fréttastofan Tass hafði eftir emb-
ættismönnum í Tsjetsjníu að gerðar
hefðu verið sprengjuárásir á bæinn
Urus-Martan, um 25 km suðvestur
af Grosní. Hann er einn af stærstu
bæjum Tsjetsjníju og flóttamenn frá
höfuðstaðnum hafa streymt þangað.
Tass sagði bæinn „vígi“ hersveita
sem berjast fyrir Dzhokhar Dúdajev,
leiðtoga Tsjetsjníu.
■ Varar við hermdarverkum/18
Löndtmar-
bannekki
leyfilegt
ÞórshBfn. Morgunblaðið.
VIÐRÆÐUR Færeyinga og Norð-
manna um fiskveiðiréttindi eru enn
í hnút en fulltrúar þjóðanna hafa
átt tvo fundi í mánuðinum. Norð-
menn krefjast þess að sett verði lög
sem banni að fiski úr Smugunni
verði landað í Færeyjum.
Stjórnvöld í Þórshöfn hafa hafn-
að kröfum Norðmanna og fengu
utanríkisráðuneytið í Kaupmanna-
höfn til að kanna málið. Niðurstað-
an er sú að samkvæmt GATT-
samningum frá 1965 geti Færey-
ingar ekki sett lög af þvi tagi sem
Norðmenn fara fram á.
Kjartan Hoydal fiskimálastjóri
segist í viðtali við Dimmalætting í
dag, fímmtudag, hafa í gærmorgun
skýrt norskum yfirvöldum frá nið-
urstöðunni í Kaupmannahöfn og
jafnframt að landsstjórnin muni
hlíta henni.