Morgunblaðið - 29.12.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.12.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tilvist Nætur verður sönnuð með blóðprófi Orðrómur um að heiðursverðlaunahryssan Nótt frá Kröggólfsstöðum væri fallin hefur verið á sveimi frá því hryssan kom fram með afkvæmum á landsmótinu í sumar. Hefur getum verið að því leitt að hryssan á mótinu hafí ekki verið Nótt. Valdimar Krist- insson ræddi við menn um Nótt. BÆRING Sigurbjömsson sem hefur umsjón með stóðinu í Stóra-Hofi sagði að í þessum orð- rómi fælust alvarlegar ásakanir sem illt væri að sitja undir. Hann sagðist taka þessar ásakanir alvar- lega, því að þær væru runnar und- an rifjum búfræðimenntaðs manns og kynbótadómara sem hefði auk þess orð á sér fyrir að vera minnug- ur á hross og ættartölur þeirra. Hér á hann við Jón Finn Hansson sem meðal annars var í dómnefnd á vormóti á Gaddstaðaflötum. „Ef hér hefði verið um að ræða óbreytt- an brekkudómara hefði ég ekki látið þetta raska ró minni,“ sagði Bæring ennfremur. Sannfærður um að um sé að ræða sömu hryssuna Jón Vilmundarson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og kynbótadómari sagði að Jón Finnur hafi komið að máli við sig og bent sér á að hryssa sú sem fram kom á lándsmótinu hafi ekki verið Nótt. Sagðist Jón ekki hafa lagt trúnað á þessa fullyrðingu og benti á að hann hafi farið með Þorkeli Bjarnasyni að Stóra-Hofi fyrir um tveimur árum að skoða ungviðið og þá hafí hann fyrir forvitnisakir grandskoðað hryss- una. Kvaðst Jón alveg sannfærður um að hryssan sem hann skoðaði á Stóra-Hofi sé sama hryssan og kom fram á landsmótinu. Þorkell Bjarnason tók í sama streng og Jón, sagðist ekki hafa hugmynd um annað en þetta væri rétta hryssan. „Ég var ekkert að velta henni fyrir mér sem hæpnum hlut á landsmótinu enda óraði mig ekki fyrir að þetta mál kæmi upp. Ég hafði hins vegar orð á því hversu vel hryssan liti út þama á mótinu,“ sagði Þorkell, og bætti við: „Þegar ég talaði við Bæring í vor kom mjög flatt upp á hann þegar ég sagði honujn að þeim væri heímilt að mæta með Nótt á mótið þar sem hún stæði efst af heiðursverðlaunahryssum. Áður hafði ég spurt hvort hún Væri lif- andi og sagði hann hana heldur betur á lífi og í raun við mjög góða heilsu eins og mótsgestir sáu.“ Ragnar Hinriksson tamninga- maður tamdi Nótt þegar hann var við nám á Bændaskófanum á Hvanneyri. Ragnar kveðst hafa heilsað upp á hana á landsmótinu og hefði hann ekki betur séð en þar færi sama Nótt og hann hafði tamið fyrir rúmum tveimur ára- tugum. Þegar haft var samband við Jón Finn Hansson sagðist hann ekki vilja láta hafa neitt eftir sér um þetta mál en bins vegar væri hann tilbúinn að ræða málið við Bæring sjálfan. SÚ Nótt sem skoðuð var á Hellu fyrir jól er greinilega háöldruð ef marka má tenn- umar, efri gómur talsvert slitinn og mikill halli á neðri góm. Eigi að síður vel brúk- legar tennur. Blóðsýni tekin Blóðsýni voru tekin úr meintri Nótt skömmu fyrir jól og hafa nú verið send til rannsóknar til Upp- sála í Svíþjóð. Fyrir liggja niður- stöður úr blóðsýnum iimm af- kvæma hinnar sönnu Nætur og feðrum þeirra allra og mun koma í ljós eftir þrjár til fjórar vikur hvort hin meinta Nótt er sú eina og sanna Nótt frá Kröggólfsstöð- um. En öll sagan af Nótt er ekki sögð því fram til þessa hefur ætt Nætur ekki verið rétt skráð að því er Sigurbjörg Jóhannesdóttir sem lengi bjó á Kröggólfsstöðum full- yrðir. Segir hún að Nótt sé ekki undan Öldu frá Reykjum eða Reykjabrúnku eins og hún var allt- af kölluð. Segir hún að móðir Nætur sé brún hryssa sem Páll heitinn á Kröggólfsstöðum og Gunnar heitinn Tryggvason frá Skrauthólum á Kjalarnesi áttu saman og ætluðu að skipta með sér tilvonandi afkvæmum hennar. Sigurbjörg segist ekki muna til þess að hryssan hafi hlotið neitt Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson BÆRING Sigurbjörnsson með Nótt á landsmótinu í sumar sem ýmsir telja ekki hina réttu Nótt. HÉR er Bæring kominn með Nótt til blóðtöku hjá Grétari Harðarsyni dýralækni á Hellu. Eru þetta sömu hryssurnar? Er þetta hin rétta Nótt? sérstakt nafn en alltaf kölluð Brúnka. Hún átti aðeins eitt folald sem Páll fékk og var það Nött. Eftir það drapst hryssan. Ekki segist Sigurbjörg vita neitt frekar um þessa hryssu annað en það að hún á ættir að rekja af Kjalarnes- inu. Faðir Nætur er Hörður 591 frá Kröggólfsstöðum eins og skráð er og ekki um deilt. Segist Sigur- björg hafa ítrekað bent á þessa vitleysu en af einhveijum sökum hafi þetta ekki verið leiðrétt. Ber ekki brigður á fullyrðingar Sigurbjargar Kristinn Hugason hrossa- ræktarráðunautur segist engar brigður bera á fullyrðingu Sigur- bjargar í þessum efnum en hins vegar sé erfitt að breyta gamalli skráningu sem átti að vera hægt að leiðrétta strax í upphafi. „Mað- ur botnar ekkert í því að hlutunum skuli ekki þegar í upphafi hafa verið kippt í liðinn. Annars skiptir ætterni hryssunnar ekki höfuð- máli því hún er búinn að sanna sig sem góður einstaklingur og það sem er meira um vert sem mikil ættmóðir,“ sagði Kristinn. Þá sagðist hann fagna því að Bæring skuli að eigin frumkvæði gera eitthvað til að uppræta þann orðróm sem verið hefur í gangi. Ennfremur kvaðst hann aldrei hafa dregið í efa orð manna um tilvist hryssunnar. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra um ríkísábyrgð til Silfurlax hf. LANDBÚNAÐARÁÐHERRA seg- ir, að ef ekki hefði komið til ríkis- ábyrgð á 50 milljóna króna lán til Silfurlax hf. hefði mikilvægt þróunarverkefni í hafbeit verið í hættu. Ábyrgðin var mjög umdeild á Alþingi og í atkvæðagreiðslu í gær um lánsfjárlög næsta árs greiddu nokkrir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins atkvæði gegn ábyrgðinni á þeirri forsendu að verið væri að mismuna fiskeldis- fyrirtækjum. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra sagði við Morgunblaðið að á sínum tíma hefði verið gerður samningur um þróunarverkefni í hafbeit milli Silfurlax og Stofnfisks hf. sem er rannsóknarstöð í laxeldi í tengslum við Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. I ljós hafi komið að endurheimtur voru ekki þær sem vonast var til og það hafi valdið því að fyrirtækið tapaði stjarn- fræðilegum fjármunum. Forsvarsmenn Silfurlax hf. rit- uðu landbúnaðarráðherra bréf 3. nóvember þar sem þeir óskuðu eftir 100 milljóna króna lánsfyrir- greiðslu. Áður höfðu þeir óskað eftir því að fjármálaráðherra breytti. kröfum Framkvæm.dasjóðs. á hendur fyrirtækinu í víkjandi lán en því var hafnað. Ríkisstjórnin samþykkti síðan ríkisábyrgð fyrir 50 milljóna króna láni gegn því að hluthafar útveguðu jafnháa fjárhaið. Halldór Blöndal sagði að legið hefði fyrir að ef ekki hefði komið til þessarar ábyrgðar hefði Silfur- lax beðið um gjaldþrotaskipti. Því hafi rannsóknarverkefnið verið í hættu. „Það er engin önnur haf- beitarstöð hér, sem er sambærileg að vexti við. Silfurlax. Ég tel það mjög mikils virði að geta lokið þessu verkefni og ef Silfurlax hefði orðið gjaldþrota hefði ekki orðið framhald í sama mæli í fyrirsjáan- legri framtíð," sagði Halldór. Fjármálaráðuneytið óskaði eftir því við efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis .21. /iesember að. taka inn í lánsfjárlög heimildar- grein um ríkisábyrgðina og sú til- laga kom fyrir þingið á þriðjudag. Afbrigðilegt veð Fjármálaráðuneytið setti þau skil- yrði fyrir ábyrgðinni að hún verði tryggð í 1. veðrétti í seiðum og hafbeitarlaxi félagsins, sem aflast 1996, en aflinn á næsta ári er þegar veðsettur. Þá semji landbún- aðarráðuneytið við veðhafa Silfur- lax um afnot móttökumannvirkja til að tryggja að hægt verði að taka á móti fiski, ef félagið verði gjaldþrota áður en endurgreiðsla ábyrgðarinnar fer fram. Magnús Pétursson ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins sagði að veðið fyrir ábyrgðinni væri vissulega nokkuð afbrigðilegt en á móti kæmi aðýsetk.væru. stí| skil- yrði til að tryggja hagsmuni ríkis- ins. Halldór Blöndal sagði að því mætti heldur ekki gleyma, að Stofnfiskur hefði verulegar tekjur af umræddu rannsóknarverkefni og margvíslegar tekjur aðrar rynnu inn í þjóðarbúið í tengslum við starfsemi Silfurlax. Sænskir eigendur Sölutekjur af þeim 183 tonnum af hafbeitarlaxi, sem endurheimt- ist hjá Silfurlaxi í ár, námu 89 milljónum. Heimtur voru um 3% en á næsta ári er miðað við að heimtur batni og tekjurnar tvöfald- ist. Er þá miðað við að um 50-60% meira var sleppt af seiðum í ár en venjulega. Silfurlax var stofnað árið 1984, eft hafbcit. í stöð • lyrirtækisins í Hraunsfirði á Snæfellsnesi hófst ekki fyrir alvöru fyrr en upp úr 1987. Fyrirtækið er að rúmlega 2/3 hlutum í eigu sænskra iðju- hölda, þar á meðal Curts Nicolins, fyrrverandi stjórnarformanns SAS. Sænsku eigendurnir hafa lagt fyirtækinu til áhættufjármagn sem nemur vel á annan milljarð króna frá því það tók til starfa. Hlutafé Silfurlax er um 480 milljónir, en Friðrik Sophusson Ijármálaráðherra sagði á Álþingi í gær, að samkvæmt áætlunum eig- enda fyrirtækisins yrði hlutafé fært niður í 240 milljónir, reynt yrði að fá afskrifuð lán og skuld- bindingar að upphæð 440 milljónir króna, 340 milljónum yrði breytt í hlutafé og nýtt hlutafé til fjár- mögnunar yrði 230 milljónir króna. Július Birgir Kristinsson fram- kvæmdastjóri Silfurlax sagði að verið værí að reyna til þrautar að koma fyrirtækinu á legg og byggja UPP nýjan atvinnuveg hér á landi, hafbeitina. Því væri það sitt mat að stjórnvöld væru að sinna lög- mætum þjóðhagslegum hagsmun- um með því að ábyrgjast lán til fyrirtækisius. . fi i ! € i I ý I « < V e < < < € € < < í í i e i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.