Morgunblaðið - 29.12.1994, Síða 16

Morgunblaðið - 29.12.1994, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ESB og Bandaríkin gera bráðabirgða- samkomulag um tollamál Sennilega ekki samið við Island fyrr en í janúar EVRÓPUSAMBANDIÐ og Banda- ríkin hafa náð bráðabirgðasam- komulagi um að Bandaríkjamönnum verði bætt það óhagræði, sem þeir hefðu orðið fyrir vegna tollahækk- ana við inngöngu Svíþjóðar, Finn- lands og Austurríkis í Evrópusam- bandið. íslendingar hafa sótzt eftir svipuðu bráðabirgðasamkomulagi, en tæplega vinnst tími til að ganga frá því fyrr en í janúar. Bandaríkjamenn höfðu óttazt að tollar á ýmsum vörum, allt frá kröbbum til bifreiða, myndu hækka er EFTA-ríkin þtjú gengju í ESB. Nú hefur hins vegar náðst sam- komulag um að Bandaríkjamenn fái innflutningskvóta á lægri tollum fyrir iðnvarning, eða álíka fyrir- komulag og aður gilti um saltfisk- innflutning íslendinga á Evrópu- markað. Landbúnaðarvörur eru undanskildar samkomulaginu. Samkomulagið gildir í hæsta lagi í hálft ár, en fellur úr gildi semjist fyrr um varanlegt fyrirkomulag tollamála. íslendingar og Norðmenn hafa óskað eftir svipuðu samkomulagi til bráðabirgða vegna hærri tolla, sem munu um áramót leggjast á ýmsar útflutningsafurðir þeirra til EFTA- ríkjanna þriggja, til dæmis síld, sem Svíar og Finnar kaupa mikið af. Listi yfir forgangs- kröfur hjá ESB Að sögn Kristins F. Árnasonar, skrifstofustjóra viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, eru íslend- ingar heldur lengra komnir en Norðmenn í viðræðum við Evrópu- sambandið, þar sem þeir óskuðu eftir viðræðum um tollamálin strax síðastliðið sumar. Listi yfir for- gangskröfur íslendinga er nú til skoðunar hjá ESB og hafa viðræður einkum verið óformlegar og í gegn- um síma, að sögn Kristins. Stofnanir Evrópusambandsins eru lokaðar fram yfir nýár og sagð- ist Kristinn ekki búast við að geng- ið yrði frá bráðabirgðasamkomulagi um tollamál fyrr en í janúar. íslend- ingar vonast til að varanlegt sam- komulag verði í formi yiðbótar við fn'verzlunarsamning íslands og Efnahagsbandalagsins, sem gerður var 1972. Bráðabirgðasamkomulag myndi hins vegar fela í sér innflutn- ingskvóta, líkt og samningurinn við B andaríkj amenn. LEYLA Zana, 33 ára tveggja barna móðir, var einn þingmann- anna sem dæmdir voru í desember. Hún hlaut 15 ára fangelsi. ESB óttast þróun- ina í Tyrklandi ÞRÓUN mála í Tyrklandi undanfarið hefur verið evrópskum stjórnvöldum mikið áhyggjuefni. Áhrif íslamskra heittrúarmanna vaxa dag frá degi og stjórn landsins ber takmarkaða virðingu fyrir mannréttindum. í sveitarstjórnarkosningum í vor vann Velferðarflokkurinn, sem er flokkur heittrúaðra múslima, sigur í mörgum af stærstu borgum lands- ins þar á meðal Istanbul og höfuð- borginni, Ankara. Umræðu um umsókn frestað Kosningaúrslitin í vor vöktu upp ótta annars staðar í Evrópu um að Tyrkir (sem eiga t.d. aðild að Evr- ópuráðinu og NATO) væru að snúa baki við Vesturlöndum. • Árið 1987 sóttu Tyrkir um aðild að ESB en umfjöllun um umsókn þeirra var frestað um óákveðinn tíma árið 1989. Tyrkir eru ein fjölmenn- asta þjóð Evrópu og óttast menn mjög afleiðingarnar af sameiginleg- um vinnumarkaði með Tyrkjum. Hins vegar hefur verið rætt um tollabandalag og nánari samvinnu á viðskiptasviðinu frá árinu 1970. Átti að undirrita samkomulag um slíkt bandalag í Brussel fyrir jól. Af því varð hins vegar ekki. Grikkir neituðu að samþykkja bandalag en þeir og Tyrkir hafa löngum eldað grátt silfur. Grikkir og Tyrkir deila t.d. um hvar draga eigi landamæri ríkjanna í Eyjahafi og enn hefur ekki tekist að leysa Kýpurdeiluna. Þá olli það mikilli reiði í öðrum ESB-ríkjum er átta kúrdísk- ir þingmenn voru dæmdir til langrar fangelsisvistar fyrri hluta desember vegna meintra samskipta við Kúr- díska verkamannaflokkinn (PKK). Sagði Jacques Delors, fráfarandi forseti framkvæmdastjórnarinnar, dómana vera hneyksli og að hann myndi beijast gegn tollabandalagi við Tyrki á meðan þeir virtu ekki mannréttindi. Það má þó búast við að þessi ákvörðun verði endurskoðuð á næsta ári. Þó að aðildarríki ESB hafi viljað mótmæla mannréttindabrotum vilja þáu ekki veita vatni á myllu heittrú- armanna með því að einangra Tyrki enn frekar í Evrópu. Nú þegar nota þeir afstöðu ESB sem röksemd fyrir því að Tyrkir eigi að snúa sér til hins íslamska heims en ekki Evrópu. ERLENT Reuter Etja spörfuglum saman MEÐAL tómstundaáhugamála gamla fólksins í Tashkent í Úzbekístan er spörfuglaslagur. Var mynd- in tekin er tveir menn öttu fuglum sínum saman. Nota þeir handabendingar til að hvetjá þá til dáða. Veðmál eru snar þáttur í leiknum. Slagur af þessu tagi stendur að jafnaði í 10-15 sekúndur. Fjórir prestar frá Frakklandi og Belgíu myrtir í Alsír íslamska vopnasveitin að baki verknaðinum París, Nikosíu. Reuter. SAMTÖKIN íslamska vopnasveitin, GIA, í Alsír sagðist í gær bera ábyrgð á morði fjögurra kaþólskra presta, þriggja franskra og eins belgísks, í bænum Tizi-Ouzou í Kabýlahéraði landsins á þriðjudag. í yfirlýsingu samtakanna sagði að morðin hefðu verið þáttur í barátt- unni fyrir því að „útrýma kristnu krossförunum". Frönsk yfirvöld hófu í gær að kanna hvort flugræn- ingjar, sem náðu á sitt vald farþega- vél en voru yfirbugaðir á sunnudag í Marseille, hafi notið aðstoðar vit- orðsmanna meðal farþega í vélinni eða í Frakklandi. Á sunnudag gerðu franskir sér- sveitarmenn áhlaup á farþegaflug- vélina sem fjórir félagar í GIA höfðu telcið í gíslingu og felldu mennina í skotbardaga; gíslarnir slúppu að mestu óskaddaðir. GIA segir flug- ræningjana hafa verið félaga í sama hóp og morðingjar prestanna. „íslamska vopnasveitin mun halda áfram heilögu stríði sínu, ef Guð lofar, gegn öllum sem reyna að koma í veg fyrir að lög Guðs verði ríkjandi á jörðunni og stofnun ríkis íslams", sagði í yfirlýsingu GIA. Flugræningjarnir myrtu þijá af farþegum vélarinnar og meðal þeirra var matsveinn franska sendi- ráðsins í Algeirsborg. Hann var frá smábæ í vesturhluta Frakklands, Chemille. Fyrir einskæra tilviljun var einn prestanna ljögurra einnig þaðan og ríkir mikil sorg í bænum. Myrða útlendinga GIA er nú talinn einhver hættu- legasti öfgahópurinn í Alsír þar sem tugþúsundir manna hafa fallið í átökum stjórnvalda og heittrúar- manna undanfarin ár eftir að kosn- ingum var aflýst 1992. Þá var sigur flokks heittrúarmanna, FIS, talinn í augsýn. 76 útlendingar, þar af 26 Frakkar, hafa einnig verið myrt- ir og munu liðsmenn GIA oft hafa verið að verki, samtökin hótuðu fyrir ári öllum útlendingum lífláti ef þeir færu ekki úr landi. Talið er að einn af fyrrverandi leiðtbgum þeirra, sem nýlega féll í bardaga við stjórnarhermenn, hafi sjálfur skorið marga útlendinga á háls. Alsír var frönsk nýlenda í meira en öld en hlaut sjálfstæði 1962 eft- ir blóðugt frelsisstríð. Til skamms tíma störfuðu mörg þúsund Frakkar í landinu en munu nú vera fáein hundruð. Rannsókn hafin Embætti saksóknara í París hóf í gær að kanna hvort „óþekktir menn“ hefðu veitt alsírsku flugræn- ingjunum aðstoð en ekki er ljóst hvort átt er við fólk í Frakklandi, þar sem þijár milljónir múslima búa, eða farþega í vélinni. Orðróm- ur var á kreiki skömmu eftir að sérsveitirnar réðust á vélina um að einhveijir farþeganna hefðu verið í vitorði með mönnunum íjórum en Charles Pasqua innanríkisráðherra sagðist telja það ósennilegt. Reuter VÖRUR liggja á gólfi verslunar í Hachinohe í Japan. Jarð- skjálfti í Japan AÐ minnsta kosti þrír létust og yfir 150 manns slösuðust er öflugur jarðskjálfti reið yfir norðurhluta Japáns í gær. Þetta er í annað sinn á þremur mánuðum sem stór jarðskjálfti verður á þessum slóðum. Skjálftinn, sem átti upp- tök sín undan ströndum Japans, mældist 7,5 á Richter. Mest varð tjónið í Hachinohe, um 400 km norður af Tókýó en myndin var tekin í einni stórverslun þar. Var skjálftinn svo öflugur að hann fannst í höfuðborg- inni. Ekki er ljóst hversu miklar skemmdir urðu í skjálftanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.