Morgunblaðið - 29.12.1994, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.12.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 23 AÐSENPAR GREINAR Hundahald og Alþingfi ER AÐ undra að virðing Alþingis hafí beðið hnekki í augum almenn- ings? Síðasta fréttin, sem berst út um hugkvæmni alþingismanna til að bjarga þjóðinni er, að „þingsályktun- arfrumvarp" sé komið fram um það mikla framfaramál að leyfa hunda- hald í fjölbýlishúsum. — Hvers konar fólk er eiginlega samankomið á þjóð- arsamkundu Islendinga? Hefur það ekki annað þarfara að gera á tímum þrenginga og atvinnuleysis hjá þjóð- inni en að eyða starfskröftunum í að dunda við að semja frumvarp eða álykta um að koma „gæludýrum" fyrir þar, sem þau eru vísust til að skapa ófrið, óþrifnað og spilla frið- helgi heimilanna? Vita þeir alþingismenn, sem að þessu standa, ekkert um friðhelgi heimilanna og ákvæði stjómar- skrárinnar um þau efni? Er fólki eins og al- þingismönnum, sem eiga að vera vemdarar réttar og friðar í þjóðfé- laginu, ekki ljóst, að hundahald eins og það var innleitt hér hefur þegar- skapað ófrið, óþrif og ýmsan vanda? Er þessu fólki ekki ljóst líka að þessari heimild til hundahalds almennt var þrengt upp á al- menning af harðsnún- um minnihlutahópi, sem áður hafði brotið lög og skapað vandamál með þeim hætti, sem undanlátssömum stjómmálamönnum fannst auðveldast að leysa með uppgjöf, í stað þess að halda stefnunni og vama þeim vanda sem hundahald í þéttbýli leiðir af sér? Og svo var hundahald leyft með skil- yrðum, sem því miður er eins með, hvað hundaeigendur snertir, að þeir lofa öllu fögra, en hika svo ekki við mjög margir að bijóta þau þegar þeim hentar og láta hunda sína vera lausa, gera sín stykki bæði í húsa- görðum annarra, á almannafæri og jafnvel í sandkössum þar sem böm ieika sér. Ef svona á að halda á málum, þá er greinilega ekkert annað að gera fyrir þá sem vilja veijast þessum ósvífna ágangi, en að stofna vamar- samtök, gagnþrystihóp til að beijast á móti taumlausri ásókn. Félagið mætti heita „Félag andstæðinga hundahalds“ og það yrði án efa fjöl- mennt, því vitað er að mikill meiri- hluti þjóðarinnar er á móti hunda- haldi almennt, þótt þeir sem ráða hafí ekki þorað að láta á slíkt reyna. Því mætti bæta við að hundafólkið ætti frekar að hafa hægt um sig og mætti í raun þakka fyrir, að þegar ákomin „ólög“ um hundahald fengju að vera óbreytt, fremur en að bjóða því heim að andstæðingar þess færu vegna vaxandi ágengni að hugsa til alvarlegra vamaraðgerða, með tilliti til fenginnar reynslu, bæði af hunda- haldi og ófyrirleitni og óorðheldni margra hundaeigenda. Ég, sem þetta rita, hef, síðan hundahald var leyft, oft orðið fyrir því á opnum svæðum í og við borg- ina, að lausir hundar hafa ráðist að mér óvænti geltandi og gjammandi. — Þegar eigandinn svo var spurður hví hundurinn væri laus, þá var gjam- an svarið „þetta er alveg meinlaus hundur!“ — eins og þetta mætti sjá á hundinum! Sér er nú hvert meinleys- ið! Síðan fer ég ekki í göngutúr án stafs mér til varnar. — Og hundar hafa reynt að sækja að mér og það hefur nægt að ota stafnum að hundin- um, svo þeir reyna ekki frekari að- sókn. En manni finnst „fjandi" hart að þurfa að vopna sig gegn svona ófögnuði, vegna ólöghlýðni og ósvífni hundaeigenda. — Þeir era ábyrgðar- lausir og ekki vegur að koma fram ábyrgð á hendur þeim. Lögreglan má ekkert gera gegn brotunum, því þá er hún bara kærð eða því hótað og engin leið heldur að sanna brot og hundaeigendur skáka í því skjóli. Hundaeftirlitsmenn era „hvergi" og eftirlit ekki að sjá nema á yfírborð- inu. Brotin líðast og frekjan helzt og sá, sem er á móti þessum ófögnuði, fær gjamam þá niðrandi spurningu, hvort hann sé „hundaóvinur". Svo á að fara að innleiða þennan ófögnuð í fjölbýlishús. Era alþingi- menn hreinlega ekki með öllum mjalla að ljá máls á málflutningi í þessa vera? Vita þeir ekki eins og nefnt var, að stjómarskráin kveður á um friðhelgi heimilanna. Og það sem Þóra Emilsdóttir lýsir átakanlega í grein í Morgunblaðinu í dag, 20. des- ember, um reynslu af hundahaldi í sambýli, er hreint brot á þessu stjóm- arskráratriði. Hundar skildir eftir ein- ir í íbúð eða húsum, gelt- andi allan liðlangan dag- inn, er ekki skemmtileg lífsreynsla, en slíkt þekk- ist og er nágrönnum til næstum óþolandi ama. Era menn algjörlega vamarlausir gegn svona? Já, lögreglan má ekki skipta sér af neinu! Hún hefur jafnvel fengið skaðabótakröfur fyrir afskipti þar sem keyrði um þverbak. — Samband við hundaeftirlitsmenn næst svo varla almennt nema með höppum og glöppum eða eftir dúk og disk, það hef ég reynt sjálfur. Takist það, þá er oftast allt um garð gengið. Og heimilisfang hunds eða nafn eiganda er hvergi að hafa. Sem sé enginn réttur og engin vöm fyrir almenna borgara, þótt látið sé í veðri vaka, að reynt sé að hafa strangt aðhald. Slíkt hlýtur líka vera nánast ófram- kvæmanlegt og getur aldrei orðið annað en sýndarmennska, a.m.k. bijóta hundeigendur alltaf reglur áfram meira og minna. Aðfínnslum að gefnu tilefni er oft svarað með ónotum, svo flestir kjósa að þegja þó að þeim gremjist. Þarna ættu sannar- lega að koma til sektir, sem menn Friður fyrir hávaða í heimahúsum er mann- réttindamál. Sveinn Olafsson mælir í grein þessari gegn hundahaldi í fjölbýlishúsum. fínna fyrir, en þama er sama linkind- in og í öðru í þessu blessuðu þjóðfé- lagi, þeim seku vorkennt og hlíft, en þeir saklausu jafnvel látnir líða og réttur þeirra ekki verndaður sem skyldi og vemdandanum, lögreglunni, sett svo þröng skilyrði að hún er nán- ast gerð óvirk og leggur ekki í að skipta sér af ósvinnunni. Friður fyrir hávaða í heimahúsum er hreinlega mannréttindamál. Menn geta einfaldlega ekki látið troða á þeim rétti aðgerðalaust. Nóg er samt komið með yfírgengilegan hávaða, t.d. á skemmtistöðum, þar sem varla er orðið komandi fyrir „djöfulgangi“, þar sem enginn fær rönd við reist. í raun ætti Alþingi að vera skylt, að leita umsagnar dómara um svona mál. Eða jafnvel ætti t.d. Húseigenda- félagið, sem nýlega hefur fengið mjög skynsamleg lög um fjöleignahús (frið- arins vegna) samþykkt á Alþingi, að leita álits dómstóla, því það er skilyrð- islaust þörf á því, að fá úrskurð um það, hvort ákvæði stjómarskrárinnar um friðhelgi heimilisins heldur, — þ.e. hvort menn eiga rétt á að hafa frið heima hjá sér. Það er ekki hægt að láta þrystihópa eins og hundaeigendur vaða uppi aðgerðalaust með svona til- tæki. — Hér verður að skera upp he- rör og snúast til varnar gegn svona ósvinnu með öllum ráðum, þar sem full ástæða ætti að vera til að taka mið af þeim ráðum sem tiltæk era. Höfundur er fyrrverandi fulltrúi hjá Eimskip. Sveinn Ólafsson k/owm W á lácfrui cwí/ pt.M- 799r 891 tlý sviðin Lambasviö 7 99 ■M' Kindafile 09 lundit 1.198:5 NOATUN Nauta-lnnralæri "Roastbeef' 1.398 pr.kg. ■ Nautalundir 1 =899. Nautafile 1.598: Laxaflök í smjördegi Tilbúið í ofninn ^•■yddlegin Lambalæri 699; 899... „ Jyfna Kotiiettur 998.k* Nautatungur Rits kex 69- • Saltstangir Nýtt Maarud Snack SPRÖ MIX 200 gr 219.- H0TTAC0 NUTS150 gr. 169.- 2 Itr. 139.- jölaöl Áramótaknöll og hattar!! O & Humar í skel 999 pt.kg. Úrvals rækja 1kg. 699.- iiih;m:$ Lúxus vínber blá og græn ostur Urbeinað lambalæri fyllt m/döðlum og gráðosti Algert lostæti! Uppskritt fylgir Frá ÍSLENSKUM MATVÆLUM H/F: Reykturlax Graflax 1.398 Graflaxsósa • Glænýr Sjóeldislax o pr.kg. 189 og Lemmon 2 Itr. 139.- Blandaðuf súrmatur f fötu Áramúta Hákarl • Lúxus sfld SS - Waldorfsalat SS - Kartöflusalat Opið á morgun til kl. 21. Opið á Gamlársdag til kl.12 Hr A'j o * NOATUN Nóatún 17 - S. 617000, Rofabæ 39 - S. 671200, Laugavegi 116 - S. 23456, Hamraborg 14, Kóp. - 43888, Furugrund 3, Kóp. - S.42062, Þverholti 6, Mos. - S 666656, JL-húsinu vestur í bæ - S. 28511, Kleifarseli 18 - S. 670900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.