Morgunblaðið - 29.12.1994, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
GPETTIR. 0e AP VEL-JA SEf?) lyÖNllNG FVRif? GAML'AKfr) KVG LP y NEI.NE/, DoppÓTT Kí-ÆPIR Þlö EKK|. PRlbFAPU RÖNPdXTAN \ y (íVLLKOMIP\
© 1993 United Feature Syndicatt M At\ \7
-A—útM ÚAVfe /2-30 -4. 3
Tommi og Jenni
MEN ARE FROM
MAR5, WOMEN
„Karlmenn eru
frá Mars, konur
eru frá Venus“
poqs Are From
Jupiter..Cats Are
From the Moon
Petta er góð bók, þú ættir Hundar eru frá Júpiter
að skrifa svona bók ... kettir eru frá tunglinu
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Siðmenningin,
„kakan“
og Hannes
Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni:
HINN opinberi og vinnuskyldulitli
ríkisstarfsmaður Hannes Gissurar-
son hefur í allnokkur misseri hamr-
að á því í ræðu og riti hér á landi
að misskipting launa og annarra
lífsins gæða í heimi hér sé í full-
komnu lagi. Og ekki bara það,
heldur sé í raun bráðnauðsynlegt
að hafa mikla misskiptingu í laun-
um og öðrum efnahagslegum gæð-
um fyrir þegna samfélagsins eigi
það að geta kallast „lýðræðisríki“
eins og hægri menn orða það
stundum í málflutningi sínum.
Núna síðast hamraði þessi helsti
styrkjakóngur fyrirtækja Reykja-
víkurborgar á því í Stöð 2 á mið-
vikudaginn 30. nóvember sl. í þætti
sínum og Marðar Árnasonar í við-
tölum við Jóhönnu Sigurðardóttur
að það væri allt í lagi að kökunni
væri misskipt (þ.e.a.s. þjóðarfram-
' leiðslunni). Það væri ekki vanda-
mál samfélagsins hér frekar en
annarra samfélaga í veröldinni.
Vandinn væri bara sá að kakan
væri ekki nógu stór. Það þyrfti
miklu fremur að stækka kökuna
en að vera að eyða tíma og hugviti
í að skipta henni jafnar en gert er
í dag. Áður hefiir komið fram í
málflutningi þessa kennsluskyldu-
litla kennara Háskólans að hin
mikla misskipting launa hér á landi
væri frekar en ekki hvati á félags-
lífið hér ef eitthvað væri.
Ég er ekki viss um að allir geri
sér ljóst hvað þessi helsti hug-
myndafræðingur Sjálfstæðis-
flokksins á raunverulega við með
þessari saklausu en ómannúðlegu
fullyrðingu sinni.
í fyrsta lagi þá ber að nefna að
það brýtur í grundvallaratriðum á
móti réttlætiskennd flest heilbrigðs
fólks að kjörum manna í heimi hér
sé mjög misskipt. Ekki síst þegar
þeim er svo 'misskipt að hinn opin-
beri launamunur hér á landi er
orðinn um tuttugu og fimm faldur
og eykst stöðugt. Kassaliðið í hag-
kaupum landsins hefur sínar skitnu
50 þúsund krónur í mánaðarlaun,
á sama tíma og, svo dæmi sé tek-
ið, einn af veisluhöldurum fyrr-
nefnds Hannesar, Hörður nokkur
Sigurgestsson forstjóri Eimskips,
hefur um 1,2 milljónir í laun á
mánuði. Enn og mun hærri eru
allnokkrir læknar og aðrir sérfræð-
ingar sem komið hafa sér notalega
fyrir í svikamyllu heilbrigðiskerfis-
ins og maka krókinn þar vel og
dyggilega í skjóli ótrúlegrar fjár-
plógsstöðu sinnar á kostnað al-
mennings og samfélagsins. Og
þetta er meira en í ljómandi lagi
segir þessi helsti talsmaður Sjálf-
stæðisflokksins hér á landi.
I öðru lagi þá eru takmörk fyrir
því hvað „kakan“ getur orðið stór.
Það eru til dæmis takmörk fyrir
því hvað hægt er að bjóða náttúr-
unni upp á mikinn „hagvöxt“ hér
í heimi okkar manndýrsins. Ég
nefni í því sambandi aðeins sem
dæmi takmörk lofthjúps jarðar, og
þá staðreynd sem kapítalistar allra
landa og allra tíma neita yfirleitt
að horfast í augu við að það er sem
dæmi ekki hægt að spúa öllu frá-
kasti hagvaxtarins endalaust út í
andrúmsloftið án eftirmála. Og ég
veit það vel Hannes minn að þú
og flestir aðrir tilfinningalausir
hægri menn hristið alltaf höfuðið
við þeim röksemdum okkar nátt-
úruvinanna að það þurfi líka að
fara gætilegar með hin dýrin sem
þurfa að þola oftar en ekki ólýsan-
legar þjáningar á altari aukins
hagvaxtar og framleiðslu okkar
mannanna. Þau eru engu að síður
lifandi verur og hafa tilfinningar
rétt eins og við og fjölskyldur okk-
ar. Þó mörg þúsundir slíkra tilfinn-
ingaríkra dæma af handahófi væru
rakin fyrir Hannesum Gissurarson-
um allra landa þá snerti það þetta
fólk lítið sem ekkert ef hugtökin
hagvöxtur, arður og vellystingar
eru nokkurs staðar í nánd. Það er
a.m.k. reynsla okkar hér sem reynt
höfum að tala fyrir ögn meiri
mannúð og varkárni í þessum
málum.
Þessi helsti PR-ráðgjafi forsæt-
isráðherrans fyrrnefndi talaði einn-
ig í sjónvarpsþættinum allnokkrum
sinnum um það að launajöfnuður
hér á landi væri meira en nægur
þar sem samkvæmt skýrslum
OECD (Efnahags- og framfara-
stofnunar SÞ) þá væri hann
minnstur á íslandi miðað við öll
hin aðildarlöndin.
Það þarf ekki að gefa mikið
fyrir svona röksemdir þótt stað-
reyndir væru. Því í landi sem hef-
ur að minnsta kosti 25-faldan lau-
namun er borin von um að friður
verði á meðal þegnanna. Slíkt
ástand verður heldur aldrei ásætt-
anlegt ef menn ætla á annað borð
að burðast með hugtakið jafnrétti
(sem er reyndar heldur ekkert að
þvælast fyrir flestum kapítalistum
heimsins að jafnaði). Ég nefni nú
ekki ef munurinn væri margfalt
meiri eins og er í flestum öðrum
löndum heimsins og er ein af
óskaniðurstöðum Hannesa heims-
ins fyrir litla íslandið líka. Það
eitt segir okkur það aðeins hvers
konar hörmung þar er, miklu frek-
ar en hversu dásamlegt ástandið
hér á landi er. Þessum svörtu hlið-
um á málflutningi helsta hug-
myndafræðings markaðshyggj-
unnar á Islandi má enginn hugs-
andi maður gleyma. Ekki ef sá
hinn sami vill búa í siðmenntuðu
samfélagi þar sem friður og vellíð-
an þegnanna er einhvers metið.
MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON
Grettisgötu 40b, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.