Morgunblaðið - 29.12.1994, Page 48
RISC System / 6000
<Ö> NÝHERJI
Í
m
HEWLETT
PACKARD
H P Á iSLANDI HF
Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000
Frá möguleika til veruleika
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVtK, SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Vestmaimaeyjar
Sex ára
telpa lést
BANASLYS varð í Vestmannaeyj-
um í gær. Sex ára telpa lést þegar
snörp vindhviða skellti útihurð fjöl-
býlishúss aftur, en telpan varð milli
stafs og hurðar.
Slysið varð um kl. 15 í gær, en
að sögn lögreglunnar í Vestmanna-
eyjum var þá allhvasst og gekk á
með mjög snörpum vindhviðum.
Telpan var strax flutt á sjúkra-
húsið í Vestmannaeyjum, en talið
er að hún hafí látist samstundis.
Ekki er unnt að birta nafn litlu
telpunnar að svo stöddu.
♦ ♦ ♦-----
Flugleiðir
ekki í Holi-
dayInn
NÚ LÍTUR út fyrir að ekkert verði
af kaupum Þróunarfélags íslands á
Holiday Inn hótelinu við Sigtún, en
félagið ætlaði að leigja Flugleiðum
hótelið.
Samvinnulífeyrissjóðurinn, sem
eignast að öllum líkindum hótelið
með makaskiptum á því og Sam-
bandshúsinu, er nú í viðræðum við
Kaupgarð hf. um kaup á því.
Kaupgarður hf. á Hótel Reykja-
vík á Rauðarárstíg og hefur einnig
átt í viðræðum við eigendur Skíða-
skálans í Hveradölum um kaup á
skálanum.
■ Rætt við Kaupgarð/Bl
Flugeldar fyrir
LANDSMENN skjóta flugeldum
á loft um áramót fyrir um hálfan
milljarð króna. Margir eru að
berjast um hituna í flugeldasölu
og samkeppnin hefur gert það
að verkum að verðið hefur sums
Morgunblaðið/Árni Sæberg
hálfan milljarð
staðar lækkað frá því í fyrra.
Myndin var tekin síðdegis í gær,
þegar flugeldasýning var haldin
við Perluna.
■ Ljósadýrð/14
Síðasti fundur í sjúkraliðadeilu
fyrir áramót var árangurslaus
Sjúkraliðar segja
kröfurnar breyt-
ast á nýju ári
SEINASTA samningafundi ársins í
deilu sjúkraliða lauk án árangurs í
gær. Viðsemjendur hittast að nýju
2. janúar nk., en Kristín Á. Guð-
mundsdóttir, formaður Félags
sjúkraliða, kveðst ekki sjá mikinn
tilgang með boðuðum fundi.
„Kröfur okkar hljóta að verða
skoðaðar eftir áramót með tilliti til
þess að við erum að fara að semja
á sama tíma og aðrir viðsemjendur
ríkisvaldsins og að ekki hefur verið
samið við okkur í tvö ár, sem kallar
væntanlega á þá breytingu á kröfum
að eitthvað komi inn sem vegi upp
á móti þeim tíma sem við höfum
verið samningslausar,“ segir Kristín
og kveðst telja sjúkraliða geta hald-
ið út alllangt verkfall til viðbótar.
Málið breytt eftir áramót
Á fundinum í gær var lagt fram
ítrekað tilboð frá 9. desember um
að sjúkraliðar gengju frá kjarasamn-
ingi sem gilda mundi til áramóta og
eftir það færi launadeila sjúkraliða
fyrir nefnd sem úrskurða myndi um
launakjör í samræmi við aðrar heil-
brigðisstéttir. Sjúkraliðar höfnuðu
endanlega þessu tilboði. Þorsteinn
Geirsson, formaður samninganefnd-
ar ríkisins, kveðst hafa kosið að leysa
deiluna á grundvelli þeirra hug-
mynda sem lagðar voru fram 9.
desember, og um farsælli kost hafí
verið að ræða en þann sem blasir
við á nýju ári. Niðurstaðan nú sé
vissulega vonbrigði. Ljóst sé að
málið í heild mun breytast eftir ára-
mót. „Þá verðum við að miða við
samning til lengri tíma og skamm-
tímalausnir eru þar með úr sögunni.
Einnig erum við komnir með samn-
ingsgerð á tíma sem svo til allir
aðrir samningar eru einnig lausir,
sem veldur auðvitað vanda,“ segir
Þorsteinn. Vinna sú sem fram hafi
farið til þessa muni þó vonandi skila
sér í mörgu tilliti.
Kristín segir sjúkraliða hafa skoð-
að hvort þeir gætu nálgast tilboð
ríkisins frekar þegar bryddað var
upp á hugmyndum um að frumvarp
um lögverndun til handa sjúkraliðum
yrði lagt fram að nýju. Reyndar sé
búið að ganga frá því að lögverndun
yrði tekin úr frumvarpinu, þar sem
sýnt þótti að það ákvæði væri í al-
gjörri andstöðu við hugmyndir
verkalýðshreyfingarinnar. I frum-
varpinu sé aftur á móti grein sem
geri sjúkraliðum kleift að starfa með
læknum, jafnframt störfum á hjúkr-
unarsviði, er gæti stuðlað að lausn.
„Við lögðum til þann möguleika að
úrskurður gerðardóms gæti bæst
ofan á þann samning sem liggur
fyrir, sem skila myndi 8-10% launa-
hækkun í heildina, og að tryggt
væri að frumvarpið færi fram. Mér
skiist að fjármálaráðherra sé alfarið
á móti því að hreyfa sig í þá átt,“
segir Kristín. Þorsteinn segir þessar
hugmyndir sjúkraliða óraunhæfar.
Vinnslustöðin gagnrýnir afgreiðslu skráningar á Yerðbréfaþingi
Óskað eftir að viðskipta-
ráðherra rannsaki málið
VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmannaeyjum og verðbréfafyrirtækið Handsal
hf., sem hefur umsjón með 300 millj. kr. hlutafjárútboði Vinnslustöðvarinn-
ar, hafa gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu stjómar Verðbréfaþings
íslands á umsókn um skráningu Vinns'ustöðvarinnar á Verðbréfaþingi. Eirík-
ur Guðnason, stjórnarformaður Verðbréfaþingsins, vísar gagnrýninni á bug
og segir að umijöllun stjórnarinnar hafí verið með eðlilegum hætti. Hún
hafí þegar samþykkt að skrá Vinnslustöðina á Verðbréfaþingi en vilji hins
vegar ekki taka hlutabréfín á skrá fyrr en hlutabréfaútboðinu sé lokið.
Alþjóðaviðskiptastofnunin
Island stofnaðili
ÍSLAND verður stofnaðili að Al-
þjóðaviðskiptastofnuninni sam-
kvæmt samkomulagi sem tekist
hefur meðal allra stjórnmálaflokk-
anna á Alþingi. Þingsályktunartil-
laga verður lögð fyrir Alþingi í
dag, þar sem ríkisstjórninni er
heimilað að fullgilda samning þessa
efnis. í tillögunni er ennfremur
kveðið á um að óbreytt fyrirkomu-
lag gildi um innflutning landbúnað-
arvara þar til lagabreytingar hafí
verið gerðar
Halldór Blöndal, landbúnaðar-
ráðherra, lýsir yfír ánægju með
samkomulagið og segir að það sé
í samræmi við fyrri samþykktir og
stefnu ríkisstjórnarinnar. Jón Bald-
vin Hannibalsson, utanríkisráð-
herra, sagði að samkomulagið
tryggði að Island yrði stofnaðili og
það væri sögulegur viðburður sem
myndi hafa áhrif fram á næstu öld.
■ Landbúnaðarráðherra/25
Sighvatur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar,
segir að stjórn Verðbréfaþingsins
hafi meðhöndlað fyrirtækið á
ósanngjarnan hátt. Hann segir að
Vinnslustöðin bíði verulegan skaða
af því að fá ekki hlutabréfin skráð
á þinginu fyrir áramót. Hafa Sig-
hvatur og fulltrúar Handsals sent
viðskiptaráðherra bréf og farið fram
á rannsókn á málinu. Að sögn Sig-
hvats gerði stjórn Verðbréfaþings
athugasemdir við útboðsgögn, sem
voru strax teknar til greina, en í
framhaldi af því hefðu komið fram
nýjar og sérkennilegar athugasemd-
ir, m.a. ,um lágt eiginfjárhlutfall.
Gagnrýnir samsetningu
stjórnar Verðbréfaþings
Sighvatur sagði að samsetning
stjórnar Verðbréfaþingsins vekti upp
spurningar, en þar væru aðilar sem
væru kannski ekki vilhallir Vinnslu-
stöðinni. „Við teljum að það sé ekki
rétt, í ljósi atburðarásarinnar undan-
farna mánuði, að það séu þarna
ákveðnir aðilar í stjórninni sem eru
að fjalla um okkar umsókn," segir
hann. „Við vildum fá þetta afgreitt
fyrir áramót til þess að taka þátt í
áramótasölunni á hlutabréfum og ég
hef áhyggjur af því að Verðbréfa-
þingið hafí beinlínis verið að reyna
að ftesta afgreiðslu málsins til þess
að draga úr sölu," segir Sighvatur.
„Ég hef enga ástæðu til að ætla
annað en að hver einasti maður í
stjórn Verðbréfaþingsins fjalli um
skráningu hlutabréfa málefnalega og
eingöngu með hagsmuni verðbréfa-
markaðarins í huga,“ segir Eiríkur
Guðnason. í stjórninni sitja, auk Ei-
ríks, Guðmundur Hauksson og Gunn-
ar Helgi Hálfdánarson, skipaðir af
þingaðilum, Árni Vilhjálmsson og
Þorkell Sigurlaugsson, skipaðir af
hlutafélögum, Þorgeir Eyjólfsson,
skipaður af lífeyrissjóðasambönd-
unum og Erna Bryndís Halldórsdótt-
ir, skipuð af viðskiptaráðherra.
Aðspurður livort fordæmi væru
fyrir því að allt hlutafé í útboði þyrfti
að seljast áður en skráning þess
gæti hafist sagði Eiríkur að ekki
væri löng reynsla af skráningu hluta-
bréfa, síst af öllu á sama tíma og
útboð stæði yfír.
Sighvatur Björgvinsson viðskipta-
ráðherra staðfesti í gærkvöldi að
hann hefði fengið umrædd bréf en
væri ekki búinn að kynna sér málið.
Morgunbtaðið/Sigurður Jónsson
Gekk 1 km á
náttfötunum
ájólanótt
ANDRI Einarsson, þriggja ára
drengur á Selfossi, reis úr rekkju
á miðri jólanótt, fór í stígvélin
sín og gekk á náttfötunum heim
til vinar síns, um eins kílómetra
leið. Faðir Andra, Einar Gunnar
Sigurðsson, telur víst að hann
hafi gengið í svefni hluta af leið-
inni. Á myndinni er Andri á
tröppunum hcima hjá vini sínum,
Skarphéðni Njálssyni.
■ Sá jólaljósið/4