Morgunblaðið - 29.01.1995, Qupperneq 1
Meö
annan
fótinn
í veruleikanum **
SUNNUDAGUR
SUNNUUAGUR
29. JANUAR 1995
BLAÐ
B
jA
r|'
i ÍJ
• ÞRÁTT fyrir alla þá tækni,
sem samtíminn býr yfir, eru sér-
fræðingar komnir lítt áleiðis í
rannsóknum á starfsemi og
stjórnun mannslíkamans. Eitt af
því sem augu manna beinast
að í æ ríkari mæli eru hugsanleg
áhrif rafsegulsviós á heilsu og
vellíðan manna. Jóhanna
Ingvarsdóttir fjallar um
þennan nýja „heilsuspilli“, sem
sumir vilja meina að sé í beinum
tengslum við húsasótt og sí-
þreytu.
• VÍÐAST hvar er til fólk, sem
er sannfært um aó rafsegul-
mengun hafi einhver áhrif á lík-
amann og það jafnvel töluverð.
Rafsvið og segulsvið mynda
rafsegulsvið, sem er allt í kring-
um okkur, mismikið þó og fer
eftir því hversu sterkur straumur-
inn er. Yfir 30 ár eru nú liðin
síðan menn fóru fyrst að velta
vöngum yfir hugsanlegum áhrif-
um rafsegulsviós á heilsu manna
og á síðari árum hafa grun-
semdir einkum beinst að
krabbameinshættu. Ekki hefur
neitt verið sannað í því efni þó
norrænar, bandarískar og
breskar rannsóknir hafi sýnt fram
á tengsl milli hvítblæðis í börnum
og búsetu í nálægð við raf-
magnsmannvirki. I kjölfarið
brugðu dönsk yfirvöld á það
ráð að skipuleggja raforkuver
og raflínur með tilliti til grun-
semda, sem uppi voru. Þá hafa
Norðmenn nýlega sett í reglu-
gerð að leikvelli og skóla megi
ekki byggja í námunda við
spennistöðvar.
• SJÓNUM hefur verið beint
aó ónæmiskerfinu hvað varðar
tengslin milli líkamskvilla og raf-
segulsviðs, en að mati margra
rannsakenda virðist sem segul-
svið hafi neikvæð áhrif á getu
líkamans til að bregðast við sjúk-
dómum auk þess sem það virð-
ist viðhalda bakteríum og mat-
aróþoli af ýmsum toga.
• RAFSEGULÓÞOL er sagt lýsa
sér m.a. með útbrotum, kláða
og sviða í húð, þreytu, öndun-
arerfiðleikum, höfuðverk og
svitaköstum. Einnig getur borið
á þurrki í munni, rauðum augum
og tárum.