Morgunblaðið - 29.01.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 29.01.1995, Síða 6
6 B SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MANIMLÍFSSRAUMAR MORGUNBLAÐIÐ Menning, menning, kynning! Gárur eftir Elínu Pálmadóttur bættu óperuhúsi og undirstöðu- borg Evrópu án þess að hafa komið upp einu stykki fullkomnu tónlist- arhúsi, endur- BORGARYFIR- VÖLD hafa síðan í vor kannað möguleika á að Reykjavík verði út- nefnd menningar- borg Evrópu árið 2000. Stórt orð Hákot! sagði karlinn. Til að ná upp í það hefur ekki dugað það sem til var í gömlu menningar- borgunum, sem fengið hafa þetta hlutverk síðan ráðherraráð Evrópu tók að sæma 1-2 borgir þessari menningarorðu. Þær hafa því rembst við að reisa nýjar menningarbyggingar og útvega fé. Átakið nýst á ýmsa vegu. Sú fyrsta, Glasgow, hvíts- kúraði t.d. allar sínar byggingar og undan margra alda sóti komu hin glæsilegustu menningarhús. Metnaðurinn kom 80% borg- arbúa í kynni við sína eigin menningu heima. Lissabon var menningarborgin 1994 og veitti samkvæmt áætlun í menningar- árið 2,8 milljörðum kr. Menning- arborgin 1995, Lúxemborg, hyggst aðeins eyða 1,8 milljarði, við efasemdarraddir heima- manna. 1996 hefur Kaupmanna- höfn titilinn. Þótt undirbúningur hafi byijað fyrir tveimur árum er vafasamt að náist að byggja áformaðar viðbyjggingar og ný- byggingar, enda tregt um fé. Al- dagömlu menningar- höfuðborgina okkar þótti vanta ýmislegt til að standa undir nafni, tónlistarhús sem á að reisa við höfnina, viðbygging- ar við Konunglega bókasafnið og Stat- ens Museum, nýtt nútímalistasafn sunnan við borgina o.fl. Fjárhagsáætlun hátíðarinnar sjálfrar er upp á 8 milljarða króna. Undirbúning- ur er löngu hafinn í Stokkhólmi fyrir 1998. Nanna Her- mannsson þurfti í fyrra að flýta sér heim til að fylgja eftir fjár- hagsáætlun Borgarminjasafns Stokkhólmsborgar, sem þarf aukafé til að verða til sóma 1998. Reykjavík og ríkið þurfa því al- deilis að bretta upp ermamar til að skaffa það sern við á að eta í menningarborg. Á fimm árum! Þetta er nú bara grín! varð að orði framkvæmdastjóra eins af söfnum íslands, sem í heila öld hefur barist fyrir sýningarhús- næði. Nei, fúlasta alvara, sýnist af ummæium formanns viðkom- andi nefndar að flármögnun yrði ekkert stórmál. Við þyrftum ekk- ert að eyða eins miklu og „dýru borgimar". Kannski hleypur mönnum ekki svo kapp í kinn áður en umsóknarfrestur rennur út nú í júní, að lofað verði upp í ermina á bömunum okkar, eins og henti vini handboltakappanna. Farið á stað án íjárhagsáætlunar eða hugsað að við getum bara gert þetta með kotungsbrag. Hvað getum við ekki komist hjá að gera á þessum fimm ámm? Hér er blómlegt menning- arlíf, en botninn vantar eðlilega í svo ungri systur menningar- borga Evrópu. Við emm búin að slefa upp einu nútíma bóka- safni. Og fyrir stafni að endur- bæta og gera við menningar- byggingamar sem byrja á þjóð, Þjóðminjasafn, Þjóðleikhús og Þjóðskjalasafn. Endurgerð Bessastaða upp á milljarð hegg- ur í þann sjóð. Innrétting Lista- háskólahússins er brýn. Nú, varla telst ein borg menningar- söfnum, svo sem Náttúmgripa- safni til fræðslu um náttúra sem ku draga að útlendingana o.fl. Gaman verður að sjá þetta bráð- nauðsynlega rjúka upp á engum tíma eftir öll árin! Grunnspurningin hlýtur að vera til hvers sækjumst við svona eftir því að fá strax nafnið menn- ingarborg Evrópu? Helstu rökin að í nafninu sé svo mikil kynning að ferðafólk muni streyma hing- að og það lyfti undir menninguna á heimaslóðum. Sömu rökin og vom í upphafi Listahátíða. Gekk eftir, nema aðstreymi útlend- inga. Kynning ótiltekið er orðið að tískuorði eins og laxeldi og refarækt á sínum tíma. Því var trúað um leiðtogafundinn um árið að næsta sumar mundi streyma ferðafólk í þeim mæli að rokið var til að byggja hótel, sem ekki nýttust.Væntingin of mikil. Þurfum við ekki fyrst að skil- greina „kynninguna“ og fá hug- mynd um tilkostnað? Hvað vilj- um við kynna? Við eigum gey- simikið af góðu listafólki. Það er rjóminn á tertunni í okkar listalífí, en þarf ekki líka undir- stöðuna, tertubotninn? Lofar ekki góðu að ný kynslóð skyldi taka á málum með öðm hugar- fari en „draumóra-kynslóðin ’68“, sem nú ræður mestu, þeg- ar háskólastúdentar sáu kjarna málsins, undirstöðuna, að ný bókhlöðubygging þjóðarinnar þyrfti bækur og hófu söfnun að eigin fmmkvæði. Þarf ekki að taka töfraorðið „kynning" til skoðunar og endur- mats? Auðvitað þurfum við ís- lendingar mikla kynningu. En ætti ekki að vanda til þess hvert átakið beinist? Á undanfömum ámm virðist tiltækt fjármagn í ríkum mæli fara í að kynna ís- lenska menningu fyrir íslending- um — erlendis. Námsmaður í London kveðst nýlega hafa feng- ið upp undir 20 boðskort til að kynnast íslenskri menningu, sem var voða gaman því þar lyfti hann glasi með allri islendinga- nýlendunni og listamönnum að heiman, en varla heyrðist annað mál en íslenska. Raunar ekki nýtt að sendiráðin smali íslend- ingum til að fá aðsókn, sem gott er til afspumar. Ætli þurfi ekki að skilgreina betur markmiðið og markhópinn? Hvort dregur t.d. fleiri túrista til íslands menning- arlífið hér eða íslensk náttúra? Við höfum nóg fram að færa og kynna. Gaman ef leynist einhvers staðar glás af peningum! VERALDARVAFSTUR/£r „stölvan “ svaribf Dauði sjónvarps og síma SALA og þróun í sjónvarps- og síma- iðnaði hefur aldrei verið meiri en nú. Þannig jókst veltan á þeim svið- um innan OECD-landanna úr 225 milljörðum dollara 1980 í 360 millj- arða dollara tíu ámm seinna. Er nokkur ástæða til þess að ætla að hér verði afgerandi breyting á? Iþví virta blaði The Economist fjall- ar tæknirannsakandinn Georg Gilder um almenna tækniþróun á sviði samskipta: Líf og dauði á tæknisviðinu er ekki spurning um tmmmmmm^m fjármuni heldur spurning um möguleika. Þegar sími og sjónvarp er borið saman við tölvuna bæði tæknilega séð og einnig sem aðferð til samskipta fólks, þá verður niður- eftir Einar Þorstein staðan óumdeilanlega sú, að tvennt það fyrra er dauðadæmt. Orðin sími og sjónvarp munu þá lenda á bekk með „hestlausi hestvagninn" eða „mynda útvarpið". En í stað þess munum við nota orð sem lýsa sam- skiptatækjum framtíðarinnar eina og „stölva“ (teleputer). Gilder byggir mál sitt á skoðun tæknimöguleikanna: Nú em að opn- ast tæknimöguleikar á því að auka svið samskiptaorkunnar (band- breiddar) þannig að hún verður óþijótandi. Örgjövar sem nota svo- kölluð CDMA-tengsl gera þetta mögulegt. Það þýðir að útvarps- og sjónvarpstækni sem er byggð á mið- stöðvum (sendingarstöðum) vegna skorts á bandbreidd, verður úrelt. Réttlætingin á útvörpun frá miðstöð- um er þar með horfín. Móttkandinn við hinn endann, sem er orðinn van- ur og þreyttur að láta mata sig á Símasamskipti einhveiju efni, sem aðrir ákveða, getur því með nýrri tækni fengið nákvæmlega það sem hann óskar. Sú tækni byggist á jafnvægi milli efnisútveganda og kaupanda efnis og það er tölvutæknin. Hann bendir einnig á það, að mannleg samskipti séu í gmnninn byggð á því að menn skiptist á skoð- unum, en skoðanir séu ekki mataðar frá toppnum niður. Og enda þótt við höfum nú haft nokkuð tímabil, þar sem miðlunin var í eina átt, þá sé meginþörfin svo sterk í manninum, að tækni sem lagar sig ekki að henni, sé dauðadæmd. Tölvan er sú tækni og möguleikar hennar em rétt að byija að koma í ljós. Hraði tölvukerfanna á eftir að margfaldast allt að 4 milljarða sinn- um á komandi árum, segir Gilder. Þetta kemur tvíhliða samskiptum til óða en einhliða samskiptum ekki. stað farsíma á stærð við vasa- reikni, sér hann fartölvur, sem munu skilja talað mál og rata um allt lands- lag eða götur, opna dyr, starta bíl- um, safna í sig, póstinum og fréttun- um og borga reikninga og síðast en ekki síst tengjast tölvumiðstöðvum með öllum upplýsingum, filmum, skemmtiefni og túristastöðvum að ósk notandans. í þannig heimi verða sjónvarp og sími einungis notuð af þeim sem hafa vanist á þá tækni, og vilja því ekki skipta, hvað sem í boði er. Það mun koma þeim fyrirtækjum á haus- inn. Það hefur komið þó nokkuð oft fyrir í veraldarsögunni, að það sem okkur órar ekki fyrir gerist. Á tækni- sviðinu er nokkuð auðvelt að sjá breytingar fyrir, en þó trúir sá sem við málefnið sjálft fæst, þó sjaldnast því, að neitt komi fyrir hjá sér. Þan- ig var það t.d. með rekstur járnbraut- anna í Bandaríkjunum: Samgöngur á því sviði vom orðnar algjörlega einráðar þar í landi. Eigendur þeirra hlógu að þessum litlu rellum, sem einstaka ævintýramaður hafði til sýnis fyrir almenning. En flugrell- urnar komu þeim nú samt á hausinn eins og við vitum öll nú. Það er ekkert öruggt í heiminum, nema það að við getum átt von á breytingum. Skyldi Árbæjarsafn vera farið að viða að sér sjónvörpum og símtækjum? ÞJÓÐLÍFSÞANKARV/íy/í) er hcegt ab gera til ab libsinna syrgjandi hami? __________ SORGIN hefur sett mark sitt á sálar- líf íslendinga að undanfömu. Mitt í skammdegismyrkri og óveðrum er- um við hastarlega minnt á fallvalt- leika lífsins þegar böm og fólk á besta aldri ferst í snjóflóðum á Vest- fjörðum. Margir eiga um sárt að binda vegna þessara óhugnanlegu atburða og þurfa að vinna úr sárri sorg, jafnt fullorðnir sem böm. Sorg- arferli hjá bömum mun þó að ýmsu leyti lúta öðrum lögmálum en hjá hinum fullorðnu eins og t.d. er kom- ið inn á í grein Helgu Hanndesdótt- ur bamageðlæknis í tímaritinu Upp- eldi. Þar segir: „Börn skynja hins vegar alvarleg veikindi og dauða öðmvísi en fullorðnir." Og einnig: „Böm eiga jafnframt erfiðara með að syrgja og tjá sorg sína en full- orðnir. Börn sýna sorgarviðbrögð vanalega skemur en fullorðnir." Helga segir í grein sinni að það sé börnum vanalega fyrir bestu að vita allan sannleikann og horfast í augu við hann, en ekki flýja hann eða bæla jafnvel þótt sannleik- i urinn geti verið ógnvekjandi eða sársaukafullur. Jafnframt bendir hún á að flestir sem missi foreldra sína í bernsku verði ekki þunglyndir eða komi til með að þjást af sjálfs- n eftir Guðrúnu Guðlaugssdóttur vígshugleiðingum á fullorðinsárum. Sorgarferli barna skiptir Helga í stig. Fyrst koma mótmæli. Það stig getur staðið allt frá fáeinum klukku- stundum upp í nokkra daga. Barnið grætur eftir hinu látna foreldri og reynir að standa nálægt dyrum í þeirri von að foreldrið birtist loks. Næsta stig er örvænting. Það stig getur varað í nokkrar vikur. Hegðun bams á þessu stigi einkennist enn af söknuði, en ber þó vott um vax- andi vonleysi. Bamið verður innhvef- ara og afskiptalausara. Oft er þetta ranglega túlkað af ættingjum, ef barnið hefur róast, þeir telja að barn- ið sé nú búið að aðlagast aðskilnaðin- um og breytingunni. Þriðja stigið er afneitun. Bamið fer að sýna meiri áhuga á umhverfi sínu á yfírborð- inu. Það hrindir ekki lengur frá sér aðkomufólki og brosir jafnvel. Þetta er oft tekið sem góðs viti en er í raun hættumerki. Helga segir einnig grein sinni: „Aðlögunarhæfileiki bama er mis- munandi. Hann er kominn undir greindarfari bamsins sem oft og tíð- um er samofið persónuleikaþroska þess. Einnig era eldri börn færari um að tjá sorgartilfinningarnar og vinna úr þeim í tilfinningalegum samskiptum við ættingja og um- hverfi. Böm sem verða fyrir sorg eiga sorgarviðbrögð sameiginleg með öðrum í fjölskyldunni. Eigin sorgarviðbrögð og önnur álagasein- kenni innan fjölskyldunnar geta ein- mitt komið í veg fyrir að aðrir í fjöl- skyldunni hjálpi barninu.“ Samkvæmt upplýsingum Helgu Hannesdóttur hafa rannsóknir gefið til kynna að allmörg einkenni geti komið fram í kjölfar sorgarviðbragða hjá börnum. Algengust eru eftirfar- andi einkenni: Væg taugaveikluna- reinkenni, t.d. grátur, kvíði og vanl- íðan. Svefntruflanir og lystarleysi er algengt. Afturhvarf til fyrra þroskaskeiðs er ekki óalgengt hjá ungum börnum. Loks getur þung- lyndi þróast með börnunum, vana- lega þó eldri bömum en tíu til tólf ára. Hvemig bömum gengur að vinna úr sorg sinni er mikið komið undir flölskylduaðstæðum. Mikilvægt er að þeir sem í kring em geri sér grein fyrir hvenær sorgarviðbrögð hjá heil- brigðum bömum fara að taka á sig sjúklega mynd. Við mat á geðrænum erfiðleikum í kjölfar sorgarviðbragða í kjölfar sorgarviðbragða er mikil- vægt að gera sér grein fyrir því, hvort framþörfum bamsins sé mætt og þá hvemig. Þ.e.a.s. fullnægt sé næringarþörf, barninu sé sýnd um- hyggja og nærgætni, uppeldi þess sé sinnt og það fái að vera nægilega mikið í nærvera þess sem annast það. Ættingjar bama sem verða fyr- ir sorg ættu að mati Helgu að leggja áherslu á að reyna fyrst og fremst að taka tillit til þarfa barnsins og fullnægja þeim fram yfir þarfir full- orðinna á heimilinu. Þá kemur fram í umræddri grein að álitið er að þeir sem bregðast sjúk- lega við sorg á fullorðinsámm hafi oft þurft að reyna sársaukafullan missi í bemsku, eða hafi áður upplif- að þunglyndi, en ekki tekist að veita tilfinningum sínum rétta útrás á rétt- um tíma. Einnig segir Helga: „Mörg tilfinningaleg vandamál, sem fram geta komið eftir sorgarviðbrögð og aðskilnað, má koma í veg fyrir með því að bregðast strax við framþörfum bamsins og reyna að láta einhvem koma í stað þess sem lést.“ Að lokum getur Helga um mikilvægi þess að bamið fái að tjá sig um það álag sem á því hvílir, bæði í leik og í samræð- um við fullorðna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.