Morgunblaðið - 29.01.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 B 7
MANNLÍFSSTRAUMAR
UlWHVERFISlWALÆr hægt ai samrœma hagvöxt og
vardveislu náttúrulegra auölinda?
Tvenns konar hússtjórn
SKÖMMU fyrir jól kom út bókin Náttúrusýn á vegum Rannsóknar-
stofnunar í siðfræði við Háskóla íslands. í henni er safn greina sem
eru að stofni til byggðar á erindum sem flutt voru á ráðstefnu í
Háskólabíói árið 1993. Þarna er fjallað um umhverfismál frá mörg-
um sjónarhornum, t.d. trúarlegum og siðfræðilegum og frá sjónar-
miðum lista og vísinda. Freistandi væri að gera heildarefni bókarinn-
ar skil, en hér verður aðeins staldrað við grein eftir Björn Guðbrand
Jónsson líffræðing sem hann nefnir: Hagkerfi og vistkerfi: tvenns
konar hússtjóm. Þetta viðfangsefni er einmitt ofarlega á baugi
meðal stjómmála og vísindamanna um allan hinn vestræna heim.
Um þetta eru skiptar skoðanir og varla við því að búast að hin
endanlega lausn finnist í bráð á því hvemig hagfræðikenningar um
stöðugan hagvöxt samræmíst vernd og varðveislu hinna náttúmlegu
auðlinda.
öfundur skilgreinir vel hvað
hann á við með „tvenns
konar hússtjórn": í vistkerfi er
flæði efna í stöðugri hringrás,
hraðri eða hægri eftir atvikum.
Heildarbreyting
í vistkerfi er eig-
indleg (qualitat-
ive) og einkenn-
ist af þróun
fremur en vexti.
Magnbundnar
(quantitative)
breytingar em
tímabundnar. í
iðnvæddu hagkerfí flæða efni í
gegn eftir línulegu ferli frá auð-
lindum til úrgangs. Breytingar
eru bæði eigindlegar og magn-
bundnar. Hinar magnbundnu em
afar mikils metnar í iðnaðarsam-
félaginu. Hugmyndin um hag-
vöxt er hornsteinninn að efna-
hagsstarfseminni.
Þessar mismunandi hússtjóm-
araðferðir eiga ekki vel saman.
Hin línulega aðferð í hagkerfínu
gengur hratt á auðlindir jarðar
og losar mikið magn úrgangs-
efna út í náttúmna. Þegar saman
fara slíkar aðferðir og hug-
myndafræði hagvaxtar má búast
við vandamálum í sambúð manns
og náttúru.
í vistkerfi er ekkert til sem
heitir úrgangur. Einstakar teg-
undir og lífsform gefa frá sér
úrgangsefni sem verða jafnharð-
an hráefni og orkuuppspretta
(fæða) fyrir aðrar tegundir innan
kerfísins. Efni em þess vegna í
stöðugri hringrás sem drifin er
af sólarljósi... Úrgangur er
óskilgreindur í vistkerfi og auð-
lindir raunar líka þar sem hrin-
grásin sem slík er upphaf og
endir þeirra gæða sem þar
finnast. Ekkert vistkerfi gæti
viðhaldist með hinni iínulegu
hússtjórnaraðferð.
Höfundur ber fram þijár
spurningar sem hyggja ber að
við stefnumörkun í stóm sam-
hengi.
1. Er mögulegt að hringrás
og endumýting efna verði meg-
instef í búskap efnahagskerfis-
ins?
2. Er hægt að kveða niður
hugmyndina um efnislegan vöxt
sem meginviðmiðun í hagkerfínu
og taka upp hugmyndafræði sem
byggist fremur á þróun og eig-
indlegum breytingum?
3. Getur hinn „iðnvæddi“ mað-
ur verið án hugmyndarinnar um
vöxt?
Hann svarar sjálfur tveim
fyrstu spuringunum játandi —
telur að með því að beita ha-
grænum hvötum á markvissan
hátt megi gera endurvinnslu og
afurðir hennar fýsilegan kost,
hvort heldur er fyrir framleið-
endur eða neytendur. Til þess
þurfí að koma álögur og ívilnan-
ir opinberra aðila, ríkisstjórna
og jafnvel yfírþjóðlegra stofn-
ana.
Hann telur hugmyndina um
hinn efnislega vöxt vera orðna
svo fasta í sessi að það verði
ekki áhlaupaverk að kveða hana
niður. Þó eru ákveðin teikn á
lofti um að hagkerfíð geti starfað
án hins efnislega vaxtar. Hag-
kerfið hefur þegar færst veru-
lega í átt til minni efnisnotkunar
og hlutfallslega meiri þjónustu.
Neytendur eru í æ ríkara mæli
reiðubúnir til að borga fyrir
hvers kyns þjónustu sem mark-
aðurinn býður upp á, s.s.
skemmtanir, listviðburði, mennt-
un, ferðalög og nýjar upplifanir.
Stór hluti hagvaxtar iðnríkja síð-
asta áratug er vegna aukningar
á slíkri þjónustu sem boðin er
ýmist á markaði eða á vegum
hins opinbera.
Hann telur nútímafólk svo
aðlagað hreyfanleika og sprengi-
krafti 20. aldarinnar að hug-
myndin um vöxt í hagkerfinu
muni standa — þó ekki endilega
um efnislegan vöxt. Nútíma- og
framtíðarfólk muni gera kröfu
um vöxt í merkingu — merkingu
hluta og atburða. Mat á efnisleg-
um gæðum fer eftir því hvaða
merkingu þau hafa fyrir okkur.
Skák er ágætt dæmi til að út-
skýra hvað við er átt. Fyrir þann
sem ekki kann mannganginn eru
taflmennirnir og skákborðið
varla annað en lítt forvitnilegur
skúlptúr án teljandi merkingar.
Kunni menn mannganginn er
öðru máli að gegna. Þá vakna
taflmennirnir til lífs og fyrir þá
sem hafa dýpri skilning er fátt
skemmtilegra eða meira örvandi
fyrir vitsmunalífið en skák.
Sama má í raun segja um t.a.m.
ritað mál. Bækur verða ekki
metnar eftir massa eða öðrum
efnislegum mælikvarða heldur
að verðleikum.
Greininni lýkur eitthvað á
þessa leið: Efnahagsbúskapur
vistkerfis náttúrunnar er sú fyr-
irmynd sem hagkerfí mannsins
þarf að nema af, til að fullnægja
þörfum sínum. Sé frumþörfum
fullnægt beinist eftirspurn okkar
að merkingu og tilgangi með líf-
inu. Slíkur vöxtur virðist í fljótu
bragði vera án takmarkana.
eftir Huldu
Voltýsdóftur
SAMKEPPNIUM ÚTVARPSLEIKRIT
UtvarpsleikhúsiÖ,
Leikskáldafélag íslands og
Rithöfundasamband íslands
eína til samkeppni um útvarpsleikrit árið 1995.
Tvenn verðlaun að upphæð 200.000 verða veitt
íyrir 60 mín. verk eða framhaldsleikrit í 15 eða 30
mínútna þáttum.
Verkin geta verið ætluð
a. fullorðnum,
b. unglingum,
c. börnum.
Skilafrestur er til 1. maí 1995. Verkin sendist undir
dulnefni, en nafn höfundar fylgi með í lokuðu
umslagi, til Útvarpsleikhússins, Efstaleiti 1,
150 Reykjavík, merkt: „Leikri tasamkeppni".
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fecst á Kastrupflugvelli
og Rábhústorginu
-kjarni málsins!
KYNNING A NYJUM BRUÐARKJOLUM i
miðvikudagmn 1. febrúar frá kl. 14-18.
Heiðar Jónsson verður á staðnum.
Fataleiga Garðabæjar,
Garðatorgi 3, sími 656680.
Internet
****** '•
**£#!*'
$*£*■$*'
i*t*t*.
„ Tæknin sem er að halda innreið sína
er svo ævintýraleg að henni verður
naumast lýst í orðum."
-Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
úr Nýársávarpi til íslensku þjóðarinnar.
•5*:**i
******
Z’1'*
*$*%*-i<
í***í*.
**<**%*■
ii|i
tjSÍt*:
m
:***»*■
•*;***:
Nú er leiðin greið frá íslandi inn á ævintýralega
upplýsingahraðbrautina. Fáðu allar heimsins
upplýsingar í texta, myndum, tali og tónum í
tölvuna þína, í vinnunni eða heima.
Ifiíi?:
Kynntu fyrirtæki þitt og auglýstu á Internetinu.
Við komum fyrirtæki þfnu inn á netið og
tengjum það inn á 30 milljóna manna markað.
Aðgangur að Internetinu kostar kr. 1.992,- á
mánuði og er þá innífalin einnar klukkustundar
notkun daglega. Umframgjald er kr. 2.50,-
mínútan. Taktu strax þátt í framtíðinni og settu
þig í samband við umheiminn með innanbæjar-
símtali.
Vikuleg Internet námskeið
Námskeiðin verða haldin á miðvikudags-
kvöldum frá kl. 20-23.
Fyrsta námskeiðið verður miðvikudaginn 1.
febrúar og síðan vikulega þaðan frá.
Leiðbeinandi er Sigmundur Halldórsson, MA í
alþjóðastjórnmálum, BS í fjölmiðlum og dag-
skrárgerðarmaður á Rás 2 . Hann hefur áralanga
reynslu af notkun Internetsins, jafnt í námi og
starfi.
Þátttökugjald er kr. 3,500.- Skráning og nánari
upplýsingar fást í síma 569 4929.
Tæknigarði. S: 569 4933 - kynning
@centrum.is
heimasíða: http://www.centrum.is/
í*:*;*:
T * ** *■»'