Morgunblaðið - 29.01.1995, Síða 8
8 B SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
'"''KV IKMYNDI Rvwxxv
Hverjir verba útnefndir til Óskarsins?
Reyfamkennt úrval
ÞAÐ er komið að því að spá í Óskarsspilin eina ferðina enn. Eftir tæpan mánuð
verður tilkynnt hverjir hljóta útnefningar til eftirsóttustu verðlauna kvikmyndaheims-
ins, sem afhent verða 27. mars, og að þessu sinni er alls óvíst hvemig spilin raðast
upp ólíkt því sem gerðist í fyrra þegar nokkuð öruggt þótti að Steven Spielberg
rakaði saman styttum útá Lista Schindlers og Júragarðinn.
HIN og þessi gagnrýn-
endasamtök og stofn-
anir vestra hafa þegar verð-
launað myndir síðasta árs og
sýnt með því hveijar helst
mmmmmmmmmmm eru í um-
ræðunni.
Gagnrýn-
endur í
bæði Los
Angeles og
New York
hafa valið
Quentin
Tarantino
eftir Arnald
Indriðason
sem besta leikstjóra ársins
og besta handritshöfund auk
þess sem myndin hans, Reyf-
ari, er víðast á toppnum yfir
bestu myndir síðasta árs.
Tarantino mun því koma
mjög sterklega til greina og
leikararnir hans, sérstaklega
Samuel L. Jackson fyrir
„Eldmessuna" í lok Reyfara
og jafnvel diskógoðið Tra-
volta, sem átt hefur mögnuð-
ustu endurkomu síðustu ára-
tuga.
Þá er 100% öruggt að
„Forrest Gump“ mun hljóta
Qöldann allan af útnefning-
um; Robert Zemeckis fyrir
leikstjórn, Tom Hanks fyrir
Gump, einnig handritið, kvik-
myndatakan og tónlistin.
Robert Redford kom enn á
óvart sem leikstjóri með
myndinni „Quiz Show“, sem
spáð er nokkrum útnefning-
um. Aðrar myndir sem enn
hafa ekki náð hingað en
þykja verðugir keppinautar
eru fangamyndin „The
Shawshank Redemption“
eftir Frank Darabont, „Little
Women“ eftir Gillian Arms-
trongog„Legends of the
Fall“ eftir Edward Zwick.
Það má vera að Oliver
Stone hafi verið full
grófur
akademíuna í
myndinni
Fæddir morð-
ingjar en
Woody Harrel-
son og Juli-
ette Lewis
að ógleymd-
um Robert
Downey eða
Tommy Lee
Jones eiga skil-
ið að fá útnefn-
ingu. Og Jan
De Bont mætti
vel fá útnefn-
ingu fyrir Leift-
urhraða en lík-
lega er hún of
reyfarakennd
fyrir Óskar.
Hanks stóð
fremstur í flokki
karlleikara síðasta
ár en aðrir sem til
A HANN ekki
skilið að fá Ósk-
ar?; Samuel L.
Jackson í Reyfara.
greina koma eru m.a. Martin
Landau fyrir „Ed Wood“,
Gary Oldman fyrir Beetho-
venrulluna í „Immortal
Beloved", Lee Jones fyrir
hafnaboltahetjuna Ty Cobb,
Ralph Fiennes í „Quiz
Show“ og vonandi Terence
Stamp fyrir eyðimerkur-
drottninguna Pricillu.
Erfiðara er að spá í leik-
konurnar enda
lítið um bitastæð kvenhlut-
verk í Hollywood nema þau
séu lespísk morðkvendi.
Meryl Streep fær varla Óskar
fyrir ofurmömmuna í Ógnar-
fljótinu en Jodie Foster er
orðin fastur liður og fær út-
nefningu fyrir„Nell“. Þá þykir
Jessica Lange góð í „Blue
Sky“ og Sigoumey Weaver
hefur verið nefnd fyrir leikinn
í Polanskimyndinni Dauðinn
og stúlkan. Einnig Miranda
Richardson fyrir að leika Viv
í Tom og Viv, annarri bíó-
mynd byggðri á leikriti.
Liam Neeson
ískotapilsi
IRSKI leikarinn Liam Neeson leikur skoska
þjóðhetju í nýjustu mynd sinni sem heitir
„Rob Roy“ og segir frá samnefndum vini litla
, mannsins, einskonar Hróa hetti Skotanna, frá
því fyrr á öldum.
Leikstjóri er Skotinn Michael Caton-Jones
en móttleikkona Neesons er Jessica Lange,
sem ekki hefur verið mjög áberandi á hvíta
tjaldinu að undanfömu. Aðrir leikarar era
John Hurt, Tim Roth, sem báðir koma frá
Bretlandi, og bandaríski leikarinn Eric Stoltz.
Verður fróðlegt að sjá hvemig þetta sambland
virkar á skosku heiðunum.
Neeson þykir taka sig sérlega vel út í skota-
pilsi a.m.k. er leikstjórinn í sjöunda himni.
„Það var ekki fyrr en ég sá hann í pilsi sem
ég skildi hvað í hann er spunnið,“ er haft eftir
Caton-Jones.
SKOSK
hetja;
Neeson-
í„Rob
Roy“.
SÝND á næstunni; Robbins og
Meg Ryan í„I.Q“.
8000 hafa
séð Skógarlíf
ALLS höfðu um 8.000 manns séð ævintýra-
myndina Skógarlíf í Laugarásbíói eftir síð-
ustu helgi.
Þá sáu um 5.000 manns spennumyndina
Tímalögguna eða „TimeCop“ fyrstu sýningar-
helgina bæði í Laugarásbíói og Bíóhöllinni og
meira en 34.000 hafa séð Grímuna.
Næstu myndir Laugarásbíós eru„Corrina,
Corrina" með Whoopi Goldberg, „Milk Money“
með Melanie Griffith og fljótlega í mars fram-
sýnir bíóið Jim Carrey-myndina „Dumb and
Dumber“.
I enn lengri framtíð bíða myndir eins og
Dauðinn og stúlkan eftir Roman Polanski, „I.Q“
með Tim Robbins eftir Fred Schepisi og hryll-
ingsmyndin „Demon Knights" ásamt víkinga-
myndinni sem tekin var upp hér á landi í fyrra
og heitir nú Víkingasaga.
ER möguleiki að sigra
Gump?; Hanks í líklegu ósk-
arsverðlaunahlutverki.
Litlar fregnir eru af
myndum sem koma til
greina sem besta erlenda
myndin. Bíódagar er út-
nefnd af íslands hálfu. Kín-
vetjar munu eiga eina að
venju en Frakkar sigra með
Þremur litum: Rauðum. Ann-
ars hefur Óskar aldrei skipt
sér af frelsi, réttlæti og
bræðralagi við verðlaunaaf-
hendinguna.
Jeremy
Irons í
„Die Hard 3“
TÖKUR standa nú yfír á hasarmyndinni „Die
Hard 3: With a Vengeance" og það er eng-
inn annar en breski leikarinn Jeremy Irons sem
fer með hlutverk óþokkans á móti Bruce Willis,
sem leikur lögguna John McClane í þriðja skiptið.
Samuel L. Jackson fer einnig með stórt hlut-
verk og leikstjóri er John McTiernan, sem varð
eftirsóttasti hasarmyndaleikstjóri Bandaríkjanna
eftir fyrstu myndina. Irons leikur bróður skærul-
iðans sem Alan Rickman lék í fyrstu myndinni
og Willis henti fram af Fox-byggingunni í Los
Angeles. Nú er hann kominn til New York og
ætlar að hefna sín ógurlega.
Willis hefur byggt feril sinn í kvikmyndunum
á John McClane og gerir líklega ráð fyrir að þriðja
myndin tryggi hann enn í sessi í draumaverksmiðj-
unni. Irons er happafengur í illingjahlutverkinu
og Jackson er óborganlegur leikari, sérstaklega
eftirminnilegur í Reyfara.
IBIO
NÝBYLGJAN í ástr-
alskri kvikmynda-
gerð er dauð enda forkólf-
ar hennar fluttir til Holly-
wood. En nú þegar mörg
ár eru frá jarðarförinni
sprettur upp draugur for-
tíðar í undurfurðulegri og
frábærlega skemmtilegri
ástralskri gamanmynd um
karlmenn í kjólum. '
Þetta er Pricilla drottn-
ing eyðimerkurinnar sem
sýnd er í Háskólabíói og
jafnast hún á við það besta
sem gert var þegar ný-
bylgjan var og hét. Hún
er skemmtilegasta vega-
mynd sem sýnd hefur ver-
ið í mörg herrans ár og
óborganleg lýsing á lífí
þriggja kyn- og klæðskipt-
inga úti á heimsenda ástr-
ölsku óbyggðanna. Þeir
dýrka sænsku súpersveit-
ina ABBA og eiga saurug-
an minjagrip frá Agnethu
Faltskog (Abbaafurðin
mun reyndar vera til í al-
vörunni) en myndin er eitt
draggrín út í gegn undir
forystu Terence Stamp,
sem er í framan eins og
norðlensk bóndakona
komin af léttasta skeiði.
• Þú færð ekkert frumlegra
í bíó.
ALLT er þegar þrennt er; McTiernan,
Willis og Jackson við tökur á „Die Hard
3“ í New York.
■ Vestrar eru að komast aft-
ur í tísku, sérstaklega þeir
sem byggðir eru á bandarísk-
um sjónvarpsþáttum og nú
er móðir allra sjónvarps-
vestra að verða bíómynd því
áform eru uppi um að kvik-
mynda „Bonanza“, eina
langlífustu sjónvarpsþætti
veraldar. Universal-kvik-
myndaverið ætlar að fram-
leiða. Enn á eftir að ráða í
hlutverkin sem Michael
Landon og Lome Green
og félagar fylltu í gamla
daga.
MHún hefur ekki riðið feitum
hesti frá kvikmyndunum að
undanförnu en Sharon
Stone er alltaf jafn eftirsótt
og fær sex milljónir dollara
fyrir hveija mynd. Tvær era
í burðarliðnum. Önnur er
gerð af Warner Bros. og
byggist á myndinni „Les
Diaboliques“ frá 1955 er
segir af eiginkonu og hjá-
konu skólastjóra sem báðar
ætla að myrða sinn heittelsk-
aða. Hin myndin er framleidd
af Touchstone og heitir
„Last Dance“. Hún segir af
morðkvendi sem bíður aftöku
í fangelsi en lögfræðingur
hennar, Rob Morrow, fær
henni frestað og verður yfir
sig ástfanginn í leiðinni.
Hann ætti að athuga síðustu
myndir Michael Douglas
áður en hann flækist frekar
í málið.
■Gus Van Sant sendir á
næstunni frá sér myndina
„2 Die 4“ með Nicole Kid-
man í aðalhlutverki konu
sem reynir allt til að verða
fræg sjónvarpsstjarna.