Morgunblaðið - 29.01.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. JANÚAR1995 B 17
ATVIN WnMAUGL YSINGAR
-bakar brauðiðþitt!
VERKSMIÐJUSTJÓRI
Samsölubakarí hf óskar eftir að róða
tœknimenntaðan stjórnanda í starf
verksmiðjustjóra.
STARFSSVIÐ VERKSMIÐJUSTJÓRA:
□
□
□
□
□
□
Verksmiðjusijóri er ábyrgur fyrir ölium
verksmiðjurekstri og framleiðslustarfsemi
Samsölubakarís hf.
Verksmiðjustjóri annast yfirstjórn og skipu-
lagningu framleiðslumála og ber ábyrgð
á daglegri stjórnun verksmiðjunnar.
Verksmiðjustjóri ber ábyrgð á innkaupum
aðfanga til framleiðslu og lagerstjómun
aðfanga og fullunninna vara.
Verksmiðjustjóri ber ábyrgð á stjórnun
vöruflœðis framleiðslunnar, hagnýtingu
upplýsingatœkni og skipulagningu vinnuferla.
Verksmlðjustjóri tekur virkan þátt í vöruþróun
og gceðastjórnun fyrirtœklsins.
Verksmiðjustjóri heyrir þelnt undlr
framkvœmdastjóra Samsölubakarís hf.
RAÐNINGARSKILMÁLAR:
Við leitum að starfsmanni með háskólapróf í
iðnaðar-, rekstrar- eða vélaverkfrœði eða með
sambœrilega menntun í þetta mikilvœga starf.
Vlðkomandi þarf að hafa góða starfsreynslu í
framleiðslu- og starfsmannastjómun, samskipta
og sklpulagshœfileika, frumkvœðl, þjónustulund
og mikla fagþekkingu. Góð tungumálakunnátta
og haldgóð þekking I tölvu- og upplýslngatcekni
nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veltir Benjamín Axel Ámason
ráðningastjóri Ábendls. Farið verður með allar
umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Vlnsamlegast scekið um á eyðublöðum sem
liggja frammi á skrifstofu okkar fyrir 9. feb.1995
rjDenc
RÁÐGJÖF 0G RÁÐNINGAR
Laugavegi 178 105 Reykjavík Sími (91) 68 90 99
Tæknifræðingur
- rafeindavirki
Stórt sölu- og þjónustufyrirtæki á sviði
upplýsingatækni óskar að ráða rafeinda-
virkja eða tæknifræðing til starfa á þjónustu-
sviði.
Um er að ræða framtíðarstarf.
Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt
nánara samkomulagi.
Starfið felst í þjónustu og viðgerðum á vél-
búnaði og stýrikerfum einmenningstölva til
öflugra fjölörgjörva netþjóna.
Gerð er krafa um starfsreynslu á PC sam-
hæfðum einmenningstölvum og góða ensku-
kunnáttu.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk.
CUÐNT ÍÓNSSON
RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA
HÁTEIGSVEGI7,105 REYKjAVÍK, SÍMI62 13 22
Sölufólk
Ert þú drífandi og sjálfstæð(ur) og ert tilbú-
in(n) til að takast á við spennandi sölustarf
hvar sem er á landinu. Leggðu þá inn nafn
og símanúmer á afgreiðslu Mbl. merkt:
„S - 3971".
Kerfisfræðingur
Stór þjónustustofnun í borginni óskar að
ráða kerfisfræðing til starfa í tölvudeild til
að annast þróun, uppsetningu og rekstur
upplýsingakerfa.
Æskilegt er að viðkomandi sé kunnugur
rekstri staðarneta og algengustu gagna-
grunnskerfum.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnað-
armál.
Nánari upplýsingar veitirTorfi Markússonfrá
kl. 9-12.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs merktar: „Kerfisfræðingur - þjón-
ustustofnun" fyrir 8. febrúar nk.
RÁÐGARÐUR hf.
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17105 REYKJAVÍK SÍMI616688
Starf
safnaðarprests
við Óháða söfnuðinn er laust til umsóknar.
Um er að ræða 1/2 starf.
Umsóknarfrestur er til 30. mars nk.
Umsóknir sendist til Óháða safnaðarins,
pósthólf 248, 121 Reykjavík.
Safnaðarstjórn.
m BORGARSPÍTALINN
Hjúkrunarfræðingar
Svæfingahjúkrunarfræðinga vantar nú þegar
til starfa á svæfingadeild E-5.
Um er að ræða bæði fjölbreytt og krefjandi
starf. Gert er ráð fyrir aðlögunartíma fyrstu
6 vikurnar.
Einnig vantar hjúkrunarfræðinga í fullt starf
á „vöknun barna".
Vinnutími er frá kl. 8.00-16.00 virka daga.
Nánari upplýsingar veitir Ágerður Tryggva-
dóttir, deildarstjóri, í síma 696345 eða Mar-
grét Tómasdóttir, hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, í síma 696364.
0
Norræna ráðherranefndin
Norræna ráðherranefndin er samstarfsvettvangur ríkisstjómanna á Norðurlöndum.
Skrifstofa nefndarinnai; sem staðsett er í Kaupmannahöfn, auglýsir nú
eftirf arandi stöður lausar til umsóknar
Tvær stöður skrifstofustjóra
Skrifstofustjóramir vinna í nánu
sambandi við framkvæmdastjórann
og sitja í framkvæmdastjóm
stofnunarinnar. Einn af alls fimm
skrifstofustjórum er staðgengill
framkvæmdastjórans. Starfið krefst
breiðrar faglegar þekkingar,
forystueiginleika og hæfileika til að
vinna þverfaglega. Þekkingá
málefnum Norðurlandanna telst til
tekna.
- Annar skrifstofustjórinn er
yfirmaður menningar-, mennta- og
rannsóknaskrifstofu
í samvinnu við 24 starfsmenn ber
skrif stofustjórinn ábyrgð á undir-
búningi og framkvæmd á samstarfi
ráðherranefndar og embættismanna
á ofannefndum sviðum. Þar á meðal
telst starf 22 norrænna stofnana og
fjöldi samstarfsverkefna.
Fjárlög geirans nema rúmlega 340
miÚjónum d.kr., þar af fer 2/3 til
menntamála og rannsóknastarfa, en
sú deild lýtur stjóm deildarstjóra.
Stærsta eining menningarsamstarfs-
ins er Norræni menningarsjóðurinn,
en yfir honum situr framkvæmda-
stjóri.
Skrifstofustjórinn ber ábyigð á
starfinu í heild með sérstaka áherslu
á menningarmál. Ráðning frá 1.
september 1995.
- Hinn skrifstofustjórinn er
yfirmaður umhverf ismála-, við-
skipta- og iðnaðarmálaskrifstofu
í samvinnu við 15 starfsmenn ber
skrifstofustjórinn ábyrgð á undir-
búningi og framkvæmd á samstarfi
ráðherranefndar og embættismanna
á ofannefndum sviðum. Þ.á.m. telst
starf nokkurra norrænna stofhana.
Deildin ber ábyrgð á norrænu
samstarfi sem varðar: Umhverfis-
mál, orkumál, viðskipta- og
iðnaðarmál, landbúnað, sjávar-
útveg, byggðastefnu, samgöngur,
efnahagsmál og húsnæðismál.
Skrifstofustjórinn ber ábyrgð á
skipulagningu og stjómun starfsins.
Ráðningartími hefst eftir nánara
samkomulagi.
Staða deildarstjóra
Alþjóðleg samskipti
Deildarstjórinn stjómar og skipu-
leggur starfsemi ráðherranefndar-
innar á grannsvæðum Norðurlanda
(Eystrasaltsríkjum og Rússlandi), og
nema fjárlög þeirrar starfsemi 50
milljónum d.kr. Þá sér deildarstjóri
um að kynna norræna samvinnu á
meginlandi Evrópu.
Starfið krefst sérlega góðrar
málakunnáttu í sem flestum
Norðurlandatungum, ensku,
frönsku og helst rússnesku.
Umsækjandi þarf að hafa reynslu af
stjómunarstörfum í stærri sam-
tökum eða stofnunum. Deildar-
stjórinn vinnur í nánu sambandi við
framkvæmdastjórann. Umsækjandi
þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Tvær
deildarsérfræðingastöður
- Jafnréttismál
Starfið felst m.a. í því að imdirbúa
og fylgja eftir ákvörðunum
ráðherranefndar og annarra
norrænna nefnda, sjá um undir-
búning funda samstarfsnefnda auk
þess að annast upplýsingastarf og
önnur samskipti við samstarfsaðila í
aðildarríkjunum og á alþjóða-
vettvangi. Staðan er á skrifstofu 3,
en hún annast m.a. atvinnumarkað,
félags- og heilbrigðismál. Umsækj-
andi þarf að geta hafið störf sem
fyrst.
- Menningarsvið
Starfið er unnið í nánu samstarfi við
aðra deildarsérfræðinga og felst í
því að fjalla um mál sem snerta
menningarsamstarfið og samræma
mál sem snerta bæði menningar- og
menntasvið. Deildarsérfræðingur-
inn aðstoðar skrifstofustjórann við
undirbúning og framkvæmd á
samstarfi ráðherra og embættis-
manna. Starfið krefst langrar
reynslu af menningarstörfum eða
stjómsýslu þar að lútandi.
Staðan er á mennta-, menningar- og
rannsóknarskrifstofu. Ráðningartími
hefst eftir nánara samkomulagi.
Þijár fulltrúastöður
Fulltrúastöðumar felast allar í
tilfallandi skrifstofustörfum hver á
sínu sviði.
- fulltrúi á mennta-, menningar- og
rannsóknaskrifstofu
með áherslu á fjölmiðla- og kvik-
myndasamstarf. Ráðningartími hefct
eftir nánari samkomulagi.
- fulltrúi á umhverfismála-,
viðskipta- og iðnaðarmálaskrifstofu
með áherslu á orku-, viðskipta- og
iðnaðarmál. Umsækjandi þarf að geta
hafið störf sem fyrst.
- fulltrúi á fjármála- og rekstrar-
skrifstofu
með áherslu á bókfærslu og greiðslur
á reikningum. Ráðningartími hefst
eftir nánari samkomulagi.
Upplýsingar um allar stöðun
Ráðningin er tímabundin til fjögurra
ára. Opinberir starfsmenn eiga rétt á
orlofi sem ráðningartímabilinu
nemur.
Umsækjandi þarf að hafa góða
fræðilega menntun og maigra ára
starfsreynslu hjá hinu opinbera eða í
einkageiranum. Skrifleg og munnleg
fæmi í dönsku, norsku eða sænsku er
forsenda fyrir ráðningu. Þekking á
öðrum tungumálum er æskileg.
Skrifstofa norrænu ráðherranefndar-
innar vill stuðla að jafnri skiptingu
starfcfólks eftir þjóðemum og
kynskiptingu.
Nánari skriflegar upplýsingar um
ofannefndar stöður og umsóknar-
eyðublöð má panta hjá: Nordisk
Ministerrád, Box 3035, DK-1021
Kabenhavn K eða í bréfasíma +45-
33 % 02 02 eða +45-33 96 02 16. Þar
eru gefin upp nöfn á fólki sem getur
sagt nánar frá hverju starfi fyrir sig.
Umsóknarfrestur um allar stöðumar
rennur út 17. febrúar 1995.