Morgunblaðið - 29.01.1995, Page 18

Morgunblaðið - 29.01.1995, Page 18
18 B SUNNUDAGUR 29. JANÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGAR Sjúkrahúsið Vogur Læknir SÁÁ, Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, auglýsa eftir lækni til afleysingastarfa sem fyrst, til a.m.k. sex mánaða, á sjúkrahúsinu Vogi. Sérfræðimenntun æskileg. Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir, í síma 567-6633. Umsóknir sendist til skrifstofu SÁÁ, Ármúla 20,108 Reykjavík, merktar: „Vogur- læknir". Verkfræðingur/ tæknifræðingur Verktakafyrirtæki óskar að ráða verkfræðing eða tæknifræðing til starfa við tilboðsgerð, stjórnun og eftirlit verklegra framkvæmda. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af stjórnun verklegra framkvæmda. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 6. febrúar merktar: „V - 5692“. Veiðistjóraembættið óskar að ráða starfsmann Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfsvettvangur er í Hafnarstræti 97 á Akureyri. Starfið felst meðal annars í útgáfu veiði- korta, tölvuvinnslu veiðiskýrslna og annarra gagna, kynningu á lögum og reglugerðum um veiðar og aðrar nytjar af villtum fuglum og spendýrum á íslandi, svo og almennum samskiptum við veiðimenn um allt land. Einn- ig uppgjör á endurgreiðslum til sveitarfélaga á kostnaðarhlut ríkisins vegna eyðingar refa og minka. Reynsla af tölvuvinnslu (gagnagrunnum) og staðgóð þekking á íslenskri náttúru er skilyrði. Háskólapróf í raungreinum er æskilegt. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist Veiðistjóraembættinu, pósthólf465, 602Akureyri, fyrir 14. febrúar 1995. Öflugur framleiðslustjóri Til að stuðia að öflugum íslenskum iðnaði, leitum við að dugmiklum framleiðslu- og rekstrarstjóra til starfa hjá þekktu fram- leiðslufyrirtæki f borginni. Skilyrði að viðkomandi sé með verkfræði- menntun (vélaverkfræði/rekstrarverkfræði) eða aðra sambærilega menntun er ætti að auðvelda viðkomandi heildarsýn yfir rekstur- inn. Sá er við leitum að þarf að vera traustur og ábyggilegur og hafa frumkvæði/sjálfstæði og metnað til að gera rekstur fyrirtækisins enn öflugri en hann er f dag. Miklir framtíðarmöguleikar fyrir réttan ein- stakling. Verksvið er m.a. verkefna- og áætlana- stjórnun, samningagerð, gæðastjórnun, útflutningur, sala. Farið verður með allar fýrirspurnir og um- sóknir sem algjört trúnaðarmál. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar nk. GuðniIónssqn RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Viðskiptafræðingur Eftirlitsskrifstofa ríkisskattstjóra óskar að ráða viðskiptafræðing til starfa. Um er að ræða starf, sem lýtur að ýmis konar stoðvinnu við þróun og skipulag eftir- lits ásamt framkvæmd skattaeftirlits. Leitað er að traustum einstaklingi, sem hefur áhuga og kunnáttu til að fást við krefjandi verkefni á þessu sviði. Launakjör taka mið af samningum BHMR. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 2. febrúar nk. Guðnt Tónsson RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Örtölvutækni óskar eftir að ráða starfsmann í sölu á rekstr- arvörum. Aðalstarfssvið er sala og þjónusta við viðskiptavini okkar, ýmist í verslun eða í síma. Örtölvutækni óskar eftir að ráða starfsmann í sölu á PC tölvum. Aðalstarfssvið er sala á PC tölvum og tengdum búnaði, ýmist í síma eða í verslun. Við leitum að hressum og jákvæðum starfs- mönnum með góða framkomu. Umsækjendur þurfa að geta starfað sjálfstætt, vera reiðubún- ir til að læra eitthvað nýtt og mega gjarnan hafa einhverja reynslu á tölvusviði. Nánari upplýsingar veitir Áslaug Ösp Aðal- steinsdóttir í síma 687 220 eða í Skeifunni 17. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Hjá Örtölvutækni starfa 40 einstaklingar viö sölu og þjónustu á tölvu- búnaði frá viöurkenndum framleiðendum, svo sem Digital, Hewlett- Packard, Microsoft, Borland, SynOptics, Cisco, Creative Labs, Micropolis, 3Com, Emerald o.fl. M ÖRTÖLVUTÆKNI M Tölvukaup hf., Skeifan 17, 108 Reykjavík. "jj ST. JÓSEFSSPfTALI LANDAKOTI Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á Landa- kotsspítala. Hjúkrunardeild Hafnarbúðum Staða aðstoðardeildarstjóra er laus til um- sóknar. Einnig vantar hjúkrunaríræðii'tg. Upplýsingar veitir Guðbjörg Jóna Hermanns- dóttir, deildarstjóri, síma 14182. Hjúkrunardeild 1A Hjúkrunarfræðing vantar aðallega á dagvakt- ir. Upplýsingar veitir Bryndís Gestsdóttir, deild- arstjóri, síma 604321. Barnadeild Hjúkrunaríræðing vantar á allar vaktir. Upplýsingar veitir Auður Ragnarsdóttir, deildarstjóri, síma 604326. Dagdeild 3C Hjúkrunarfræðing vantar. Deildin er opin frá kl. 8.00-16.00 virka daga. Upplýsingar veitir Kolbrún Sigurðardóttir, deildarstjóri, síma 604314. Lyflækningadeild 3B Hjúkrunarfræðing vantar á allar vaktir. Upplýsingar veitir Þórunn Kristjánsdóttir, deildarstjóri, síma 604330. Handlækningadeild 2B Hjúkrunarfræðing vantar á allar vaktir. Upplýsingar veitir Hjördís Jóhannsdóttir, deildarstjóri, síma 604325. TÖIvuvædd útgáfa Mál og menning auglýsir eftir starfsmanni við ýmis konar tölvuvinnu hjá fyrirtækinu. Meðal verkefna verður: - Að annast útgáfu efnis á tölvutæku formi (electronic publishing) og þá einkum á sviði orðabóka, handbóka og fræðilegrar útgáfu. - Að tengja fyrirtækið alþjóðlegum netum á þessu sviði eftir því sem þurfa þykir. - Að hafa eftirlit með tölvukosti fyrirtækis- ins. Óskað er eftir traustrl kunnáttu í tölvunar- fræðum, þar með talinni forritun og stað- góðri þekkingu á íslensku máli. Umsækjendur eru beðnir um að senda upp- lýsingar um menntun og fyrri störf til Máls og menningar, Laugavegi 18, Reykjavík, merktar: „Tölvuútgáfa". Starfið er laust nú þegar. Mál :-!.;'iog menning Laus staða Laus er til umsóknar staða forstöðumanns Dalshúss, unglingamiðstöðvar Félagsmála- stofnunar Kópavogs. Um er að ræða 75% stöðu, þó þannig að fyrst um sinn er stöðu- hlutfall 50%. Leitað er eftir jákvæðri og hressri mann- eskju, sem á gott með og hefur reynslu af vinnu með unglingum og foreldrum þeirra. Starfið krefst auk þess frumkvæðis og sjálf- stæðis í vinnubrögðum. Æskileg menntun er félagsráðgjafamenntun eða sambærileg menntun. Frekari upplýsingar gefur Gunnar Klængur Gunnarsson, deildarfulltrúi fjölskyldudeildar. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar nk. og umsóknum skal skilað inn á sérstökum eyðu- blöðum, sem fást á skrifstofu Félagsmála- stofnunar Kópavogs. Starfsmannastjóri. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Öldrunarþjónustudeild Forstöðumaður Dvalar- og hjúkrunarheimilinu DROPLAUGARSTÖÐUM, Snorrabraut 58 Staða forstöðumanns við dvalar- og hjúkrun- arheimili aldraðra á Droplaugarstöðum er laus til umsóknar. í starfinu er fólgin ábyrgð og umsjón með allri starfsemi er fram fer á stofnuninni bæði að því er varðar daglegan rekstur og yfir- stjórn hjúkrunar við íbúa stofnunarinnar. Krafist er hjúkrunarfræðimenntunar, reynslu á sviði stjórnunar og reksturs og góðrar þekkingar og reynslu á málefnum aldraðra og öldrunarþjónustu. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborg- ar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Umsóknum skal skila til aðalskrifstofu öldr- unarþjónustudeildar á Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar í Síðumúla 39 á umsókn- areyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir yfirmaður öldrunar- þjónustudeildar, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, í síma 888500.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.