Morgunblaðið - 29.01.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. JÁNÚAR 1995 B 25
Vín og drykkir
í Perlunni
MATUR OG
FYRSTA íslenska vínsýn-
ingin, „Vín og drykkir
1995“, var haldin í Perl-
unni helgina 13.-15 jan-
úar. Mikið var lagt í sýningarbása
og margar skemmtilegar nýjungar
kynntar. Það er greinilegt að það
er mikil getjun í þessum geira.
Sýning af þessu tagi hefði vart
verið framkvæmanleg fyrir ári.
Ahugi almennings var einnig veru-
legur og sóttu nokkur þúsund
manns Perluna heim þessa helgi.
Það er kannski tímanna tákn
að þrátt fýrir að þeim þúsundum
sem þarna komu gæfist fræðilega
séð kostur á að innbyrða eins
mikið áfengi og þau lysti í þrjá
daga samfleytt sást varla vín á
nokkrum manni. Gestir, hvort sem
um var að ræða fagfólk eða
áhugasama einstaklinga, nutu
þess að ganga um básana, spá í
nýjungar, ræða við fulltrúa þeirra
fyrirtækja er voru með bása á
sýningunni og hitta aðra áhuga-
menn um góð vín.
Það eina við sýninguna, sem
að minu mati var umdeilanlegt,
er sú aðferð að blanda saman öllu:
Rauðvíni, hvítvíni, bjór, styrktum
vínum, líkjörum, koníaki, vískýi,
vodka og svo framvegis. Auðvitað
væri skynsamlegast að hafa hrein-
ræktaða vínsýningu því að eftir
að hafa smakkað eitt koníak eða
tvö eru bragðlaukamir orðnir
ónæmir fyrir öllum þeim góðu
rauðvínum sem kunna að koma á
eftir.
Staðreyndin er samt sú að eins
lítill og vanþróaður (í þeim skiln-
ingi að hefðir fyrir sýningum og
uppákomum af þessu tagi eru
vart til staðar) og íslenski mark-
aðurinn er ennþá, þó að hlutirnir
gerist nú hratt, þá er annað vart
raunhæft en að blanda þessu sam-
an. Annað væri fjárhagslega
óframkvæmanlegt. En ágætt var
úrvalið samt og hér á eftir gefst
einungis tækifæri að tæpa á því
Sýningin Vín og drykkir var vel heppnuð,
segir Steingrímur Sigurgeirsson, og
ljóst að mikil gerjun á sér stað í íslenskum
vínmálum.
helsta. Ýmislegt sem þama bar
fyrir augu verður að bíða betri
tíma og ítarlegri umfjöllunar.
ítalskt ljúfmeti
í bás Rolfs Johansens bar hæst
fjölmörg vín frá ítalska fyrirtæk-
inu Pasqua í Verona en einhver
þeirra munu vonandi verða fáan-
leg hér á landi í framtíðinni. Kom
forstjóri fyrirtækisins, Carlo
Pasqua, hingað til lands vegna
sýningarinnar og kynnti gestum
vín sín.
Þrjú vín frá Pasqua hafa raunar
verið fáanleg í ÁTVR undanfarið
og þó um sé að ræða einföldustu
vín Pasqua-fjölskyldunnar em þau
samt sem áður ágæt kaup miðað
við verð. Auk þessara þriggja vína
(Pinot Grigio, Merlot og Negarine
Valpolicella Classico) mátti á sýn-
ingunni smakka úrval annarra
sem vonandi verða fáanleg á frí-
svæði í framtíðinni. í hvítu vil ég
nefna Lugana (skarpt og
skemmtilegt Trebbiano-vín í góðu
jafnvægi) og Valdari Pinot Grigio
(fallega rúnnað, skemmtilegur (sí-
trus)ávöxtur) og í rauðu Cabernet-
Merlot (alþjóðlegt en ljúft með
kirsubeijum í öndvegi), Vigneti
Castema Valpolicella Classico Su-
periore (fínlegt og létt), Morago
Riserva (vel þroskað með þægi-
legri sým, gæti verið léttur Borde-
aux eða Cab. Sauv frá t.d. Chile)
og loks Vigneti Casterna Amarone
Recioto (hindber og blábeijasulta,
vel áfengt vín sem á töluverðan
líftíma fyrir höndum). Tilhlökkun-
arefni!
Ensk vín og sænsk
Ensk vín verða ekki á vegi
manns á hveijum degi. Breska
sendiráðið var með bás á sýning-
unni þar sem hægt var að smakka
á nokkrum enskum vínum, m.a.
frá framleiðandanum Denbies. Þó
að vingerð hafi borist til Englands
líkt og fleiri landa með Rómveijum
var það ekki fyrr en á sjötta ára-
tug þessarar aldar sem vísir að
enskum víniðnaði komst á laggirn-
ar. England er með nyrstu vín-
framleiðslulöndum veraldar og
vínunum svipar um margt til
þýskra vína. Flest þau vín sem
voru á sýningunni reyndust ágæt,
komu skemmtilega á óvart og
vöktu það mikla forvitni gesta að
þau kláruðust löngu áður en sýn-
ingunni lauk.
Sænsk vín eru enn sjaldgæfari
en ensk. Fyrirtækið S.K. Ingi-
mundarson kynnti m.a. þijú vín
frá Hasslö Vinmakare. í raun eru
þessi vín ekki sænsk að öllu ieyti.
Þrúgusafínn er fluttur inn frá
Suður-Afríku og getjaður og sett-
ur á flöskur í Svíþjóð. Sænska fjöl-
skyldan, sem framleiðir þessi vín,
stundaði víngerð í Kaliforníu um
margra ára skeið.
Vínin þijú, Röd Calle (Cabemet
Sauvignon með 5% sólbeija-
blöndul), Chenin Blanc og „Blush“
eru öll lítil og nett. Ekki vín sem
maður hrífst beinlínis af en samt
ekki fráhrindandi. Ég hafði mest
gaman af hugmyndinni og flösk-
umar em mjög smartar og gætu
einar og sér eflaust aflað þessum
vínum vinsælda. Verðið er heldur
ekki slæmt eða 655-690 krónur
fyrir 50 cl flösku.
Einna mest úrval góðra léttvína
var að fínna hjá Austurbakka.
Nefna má mjög skemmtileg Rioja-
vín frá fyrirtækinu Beronia, sem
væntanleg eru á reynslulista með
vorinu, og fjölda Búrgundarvína
frá Pierre Ándré, m.a. ágætan
Pouilly-Fuissé, glæsilegan Pul-
igny-Montrachet og í rauðu allt
frá einföldum en stílhreinum og
gallalausum Pinot Noir uppi í
magnaðan Corton-Pouget.
Persónulega fannst mér þó
meira koma til Bordeaux-vínanna
hjá þeim ef tekið er mið af verði.
Indæl St. Emilon vín: Chateau Roc
St. Michel og ekki síður Chateau
Gaillard de la Gorce. Chateau
Pape Clement (Graves) var yndis-
legt en dýrt. Aftur á móti sýndist
mér Moulin de T („deuxiem“-vínið
frá Talbot) gefa frábærlega mikið
fyrir hóflegt verð.
Glóbus er annað mjög umsvifa-
mikið og framsækið fyrirtæki á
þessu sviði. Höfuðáherslan hjá
þeim var á nýtt Bristol Cream og
Morgunblaðið/Þorkell
CARLO Pasqua frá Verona kynnir vín sín.
LÆKNARNIR Einar Thoroddssen og Börkur Aðalsteinsson
héldu fræðslunámskeið fyrir gesti á sýningunni.
Finlandia Cranberry, sem vænt-
anleg eru á markað innan tíðar.
Á sýningunni var einnig staddur
hinn welski Terry Price frá Bouc-
hard Ainé & Fils (þekktastir hér
á landi fyrir m.a. Pouiliy Fuissé
og Beaujolais Nouveau og nú síð-
ast Hospice de Beaune og Fixin á
sérlista) og hjá honum var m.a.
hægt að bragða á jafnt hvítvíni
sem rauðvíni frá Mercury. Þessi
Búrgundarvín hefur verið hægt
að fá á veitingahúsum undanfarið
ár og hafa þau fallið mér mjög vel
í geð. Góð Búrgundarvín fyrir
gott verð.
Moltó kynnti úrval þýskra vína,
sem því miður eru einungis fáan-
leg á frísvæði og í dýrara lagi
(1.200-1.600 krónur). Fyrir unn-
endur þýskra gæðavína eru þetta
þó líklega þau bestu, sem hér
standa til boða. Af þeim sem ég
smakkaði hreifst ég sérstaklega
af Schliengener Burg Neuenfels
Gewúrztraminer 1992 Spátlese og
Schliengener Sonnenstuck Muska-
teller Trocken. Skemmtilega á
óvart kom líka rauðvínið Schlieng-
ener Sonnenstuck Spátburgunder
1990. Þó að litur og ilmur hafi
gefíð til kynna ákveðið léttvægi
reyndist bragðið mun þyngra.
Milliþungt rauðvín sem gæti pass-
að mjög vel með forréttum eða
léttum aðalréttum.
Hagstæð Eiswein
Annað fyrirtæki sem bauð upp
á skemmtileg vín úr hinum þýsku-
mælandi hluta Evrópu var Suður-
nesjafyrirtækið Bassi. Hjá þeim
voru kynnt Beaujolaisvín frá
Pierre Ferraud, Elsass-vín frá
Pfaffenheim og austurrísk vín frá
Weinkellerei Burgenland.
Hin síðarnefndu reyndust mjög
frambærileg. Þurru vínin Muscat
og Pinot Blanc vönduð og þétt og
sætu dessertvínin tvö Beerenaus-
lese og Eiswein voru hreinasta
ljúfmeti, ekki síst þar sem verðið
reyndist vera mjög viðráðanlegt
miðað við mörg sambærileg þýsk
vín.
Önnur athyglisverð vín, sem
þama voru kynnt og vel em þess
virði að gefa gaum, vom til dæm-
is Mirafiore Barolo 1988 og Ca-
stello Gancia'” Brat, sem EÍdhaka
kynnti; ágætt Mouton Cadet rósa-
vín frá Vínlandi; Domaine Saint
Benoit Chataeuneuf de Pape frá
Vínlist; Martini Asti frá G. Helga-
syni og Melsteð og ljúffengir Ástr-
alir framleiddir af Wolf Blass, sem
Júlíus P. Guðjónsson flytur inn.
Ekki síst Shiraz President’s
Collection er vel þess virði að
leggja á sig umstangið í kringum
frísvæðispantanir.
Þetta ER ógeðslegt!
GAMLAR hefðir þurfa ekki endilega að
vera góðar. Sumar era þess eðlis að
þær mættu vel falla í gleymsku. Ég geri
mér fyllilega grein fyrir að ég tilheyri mjög
fámennum minnihluta þessarar þjóðar þeg-
ar ég held því fram að þorramatur sé slík
hefð. En það verður bara að hafa það.
Þorra„matnum“ verður liklega ekki út-
rýmt úr íslenskum fæðuvenjum úr þessu.
En hann skánar ekki við það. Auðvitað er
það sem borið er fram á þorratrogunum
ekki alvont. Harðfiskur og hangikjöt era
til dæmis ágætis matur. Jafnvel sviðatung-
ur geta verið ljúffengar ef hráefnið er gott
(hins vegar er framsetningin ekki lystauk-
andi). Þetta er samt matur sem íslendingar
borða meira og minna allt árið. Það eru
súrmetið, selshreifarnir, hákarlinn og annað
af því tagi sem fá magann á mér til að
herpast saman.
Ég ætla að gera stuttlega grein fyrir
hvers vegna. Matur er heildarupplifun.
Hann er menningarlegt fyrirbæri og hann
höfðar til allra okkar skynfæra:
•ÚTLIT. Það skiptir miklu máli hvernig
matur lítur út. Fagurgrænt grænmeti, blóð-
rautt nautakjöt eða litríkir ávextir endur-
spegla líf og ferskleika. Það gerir þorramat-
urinn ekki. Hann er litlaus, náfölur, grár
°g gugginn og hefur yfír sér skemmt og
óheilbrigt yfírbragð.
•ILMUR. Áður en maður tekur fyrsta bit-
ann nemur maður oftast ilm matarins.
Hann segir meira en margt annað enda
lyktarskynið mun fullkomnara en bragð-
skynið. Þorramatur ilmar ekki. Það er af
honum óþefur. Hrútspungar, súrt slátur og
annað af því tagi lyktar líkt og mjólkurvara
sem gleymdist í ísskápnum áður en maður
hélt í langt frí til útlanda. Skápurinn bilaði
degi síðar og það kom hitabylgja. Annar
þorramatur, s.s. hákarl, minnir aftur á
móti einna helst á einhver efni sem hægt
væri að nota ef salernið stíflaðist.
•BRAGÐ. Það er nautn að finna bragðið
af góðum mat. Þorramatur bragðast hins
vegar þannig að menn sjá sig tilknúna til
að skola því burtu með brennivíni. Miklu
brennivíni og helst áður en þeir fínna bragð-
ið.
•LÍKAMLEG ÁHRIF. Að lokinni góðri
máltíð líður manni vel á líkama og sál og
maður er sáttur við Guð og menn. Að lok-
inni þorramáltíð hefur maður ónotatilfínn-
ingu og það er greinilegt að líkamanum
hefur verið misboðið. Slíkt getur ekki haft
góð sálræn áhrif.
•MENNINGARLEGI ÞÁTTURINN. Hver
er menningin á bak við vinsældir þorramat-
arins? Ég held að hluti skýringarinnar sé
að hann höfði til frumeðlisins, einhverrar
víkingataugar í þjóðarsálinni.
Eitt af því helsta sem skilur manninn frá
dýranum er siðmenningin við matarborðið.
í þorraveislu er hægt að strika þá siðmenn-
ingu út með einu pennastriki, grípa sviðakj-
amma með höndunum, plokka út augun
með puttunum, ropa, kneyfa öl og hafa
hátt. Mannasiðir verða afkáralegir í þessu
umhverfi.
Það hversu illa þessi matur bragðast
gerir hann einnig að mannraun. Menn sanna
eitthvað fyrir sjálfum sér og öðrum með
því að háma í sig. Eitthvað frumstætt og
„macho". Þorramatur skipar því svipaðan
sess og það að drekka vodkaflösku í einum
teyg eða vera raddalegur við kvenfólk.
Hjá mörgum virðist þorramaturinn fyrst
og fremst vera afsökun fyrir því að drekka
ótæpilega mikið af áfengi. Og raunar skil
ég vel að fáir geti hugsað sér að láta svona
lagað ofan í sig ef þeir eru ekki undir áhrif-
um.
En er þá ekki betra að viðurkenna það
hreinlega að manni þyki gott að fá sér
áfengi með matnum og borða og drekka i
staðinn eitthvað sem að auki bragðast vel?
Ég hefði haldið það.