Morgunblaðið - 29.01.1995, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. JANÚAR1995 B 27
Skoðanakönnun meðal skrifstofufólks í Kína
Bylting í verðmætamati
Peking. The Daily Telegraph.
KÖNNUN sem gerð var á meðal
sístækkandi hóps þeirra sem vinna
skrifstofuvinnu af ýmsum toga í
Kína bendir til byltingar í verð-
mætamati sem gæti orðið til að
gjörbreyta kínverska þjóðfélaginu
á næstu áratugum. Niðurstöðurn-
ar koma á óvart, í ljós kom m.a.
að þeir sem rætt var við, töldu að
fjölskyldu- og ættartengsl hefðu
minni áhrif á starfsframa en eigin
dugnaður og menntun.
I könnuninni kom í ljós að hinir
nýríku borgarbúar reykja fæstir,
eiga nána vini af hinu kyninu, eru
mótfallnir því að búa hjá foreldrum
sínum og vilja frekar horfa á er-
lendar en innlendar fréttir. Þá telja
þeir skilnað lausnina fyrir óham-
ingjusöm hjón og virðast vera
fylgjandi hugmyndinni um það að
eiga sér elskhuga.
Könnunin var birt í dagblaðinu
Ungdómur og var gerð á meðal
fólks sem vinnur ýmiss konar
skrifstofustörf í Shanghai en það
eru um 40% vinnuafls í borginni.
Segir blaðið þennan þjóðfélagshóp
vera nauðsynlegt afl í iðnvæðingu
um heim allan en þeir sem fram-
kvæmdu könnunina skilgreina
þátttakendur sem tekjuháa, vel
menntaða og hátt setta. Þeir
fimmtíu kennarar sem þátt tóku
í könnuninni telja sig ekki eiga
heima í þessum hóp vegna þess
hversu lág laun þeirra eru.
Yfir tveir þriðju hlutar þátttak-
enda eru með sem svarar frá 6.600
til 12.500 ísl. kr. á mánuði. Þeir
hafa áhyggjur af stjórn landsins,
efnahagsmálum og lífskjörum.
Yfir 60% reykja ekki þar sem þeir
telja reykingar hættulegar heils-
unni og 70% sögðust eiga einn eða
fleiri góða vini af hinu kyninu. sér elskhuga" sem þýðir einfald-
Segir í blaðinu að „yfir 20% að- lega að mikill meirihluti þeirra
spurðra fannst ekki rétt að eiga hefur ekkert á móti því.
Det INIodvendige Seminarium
I" |>on•nnrln ■ GETUR ENN TEKIÐ INN 3 ÍSLENSKA
1/alllIIUnvU NEMENDUR HINN 1. SEPT. 1995
4ra ára alþjóðlegt, nútíma kennaranám, sem veitir réttindi til kennslu í mörgum
skólum og uppeldisstofnunum í Evrópu og þriðja heiminum.
Námið er:
• 1 ár með alþjóðlegu námsefni, innifalin er 4ra mánaða námsferð til Asíu.
• 1 ár námsefni innanlands, innifalin er 6 mán. þátttaka í dönsku atvinnulífi.
• 2ja ára fagnám, innifalið er 2x6 mánaða starfsnám i grunnskóla og öðrum
skólum innanlands og utan.
Eftir útskrift tekur við eins árs vinna í skóla í Afríku.
Allir nemendur búa í skólanum. Kynningarfundur um skólann verður haldinn
í Reykjavíklaugard. 1 l.febrúar kl. 16á Hótel íslandi, Ármúla9,108 Reykjavík.
Ef þú hefur áhuga, hringdu þá eða sendu símbréf og fáðu bækling áður en
kynningarfundurinn er haldinn.
Det Nodvendige Seminarium, Tvind, DK-6990 Ulfborg
Sími 00 45 43 99 55 44, símbréf 00 45 43 99 59 82.
HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ
Qssl Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð?
QQ Viltu margfalda afköst í námi um alla framtíð?
QQ Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju?
Ef svar þitt er jákvætt skaltu skrá þig strax á næsta
hraðlestrarnámskeið sem hefst miðvikudaginn 8. febrúar.
Skráning í símum 564-2100 og 564-1091.
HRAÐLESTRARSKÓLINN
Internet
Upplýsingahraðbrautm
Verið þátttakendur í þeim þjóðfélagsbreytingum sem
Intemetið orsakar með því að tengjast Upplýsingahraðbraut
Margmiðlunar.
Einföld uppsetning, enginn stofnkostnaður. Fast mánaðar-
gjald 1.000 kr. á mánuði (allt að 5 tengitímar) auk mínútna-
gjalds, 2,5 kr. á mínútu, ef notkun er yfir 5 tímar á mánuði.
Margmiðlun hf. býður upp á alhliða Internetþjónustu:
Tengingu við Upplýsingahraðbrautina, ráðgjöf, rekstur vef-
síðna (WWW) og gerð vefsíðna.
Upplýsingahraðbrautinni er dreift án endurgjalds með
kaupum á mótaldi hjá eftirtöldum söluaðilum:
Boðeind og Tæknivali.
Margmiðlun hf. Sími 551-3533 Netfang: uhh@mmedia.is.
Félag járniðnaðarmanna
Allsherjarathvæðagreiðsla
Ákveðið er að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu
við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs félags
járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár.
Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmanna-
ráðs félagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins
á skrifstofu þess að Suðurlandsbraut 30,
Reykjavík, ásamt meðmælum a.m.k. 75 full-
gildra félagsmanna.
Tillögur skulu vera um 7 menn í stjórn félagsins
og auk þess um 21 mann í trúnaðarmannaráð
félagsins og 7 varamenn þeirra.
Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar
og trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 17.00
fimmtudaginn 9. febrúar 1995.
Stjórn félags járniðnaðarmanna.
BENIDORM
iBW8arowB»___________
10. apríl - 2 vikur
Gisting a TORPA.
4 í íbúð - 2 fullorðnir og 2 börn kr. 44.005 pr. mann.
2 í íbúð kr. 58.675 pr. mann.
VORFERÐ
24. apríl - 4 vikur I
Gistinga a TORPA.
2 í íbúð kr. 66.655 pr. mann.
Gistingá TORPA/GEMELOSII.
2 í íbúð kr. 60.005 pr. mann.
Staðgreiðsluverð.
Innifalið: Flug, gisting, flutningur til og frá flugvelli erlendis,
íslensk fararstjórn og flugvallarskattar.
Höfum einnig til ráðstöfunar takmarkaðan
Jjölda íbúða á LES DUNES SUITES við
Levante ströndinga.
Nánari upplýsingar hjá okkur.
Pantaðu í síma 552-3200.
FERÐASKRI FSTOFA
REYKJAVÍKUR
Aðalstræti 16, sími 552-3200.