Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 B 7 SKATTFRAMT ALIÐ Þúsundir una áætlun skattstjorans FRAMTALSFRESTUR einstaklinga sem ekki eru með rekstur rennur út næstkom- andi föstudag, 10. febrúar. Skattstjórar hafa heimild til að veita fólki lengri frest, „ef sérstaklega stendur á“, en þó ekki lengur en til febrúarloka. Einstaklingar með rekstur hafa heldur lengri frest, eða til 15. mars, og ríkisskattstjóri heimilar skattstjórum að veita endurskoð- endum, lögfræðingum og öðrum þeim sem hafa atvinnu af framtalsgerð lengri fresti til að vinna sína vinnu. SKILADAGUR ÁFÖSTUDAG Áður þurfti fólk yfirleitt að sækja form- lega um frestinn en nú hefur skattstjórinn í Reykjavík að minnsta kosti hætt að krefj- ast þess, fólk sem hringir eða kemur til að biðja um frest er einfaldlega skrifað niður á lista. Gestur Steinþórsson skattstjóri segir að með þessu sé verið að reyna að minnka erfiði fólks við að nálgast frestina en því sé treyst að fólk sé ekki að gera þetta nema nauðsyn beri til og þeir skili framtölum sem getið lokið þeim á rétt- um tíma. Ef menn af óviðráðanlegum ástæðum geta ekki skilað framtali áður en framtals- frestir renna út verða menn að láta skýring- ar fylgja til að komast hjá álagi. Berist fram- tal ekki í tæka tíð má skattstjóri bæta 15% álagi á gjaldstofna. Álagið er minna ef fram- talið berst fyrir álagningu, eða 10% að há- marki. Áætlað á 7.700 manns Á síðasta ári áætluðu skattstjórar lands- ins skatta á tæplega 7.700 framteljendur. Þar af skiluðu rúmlega 2.500 skattframtali til skattstjóra fyrir lok kærufrests. Hluti þeirra sem eftir eru fékk skatta sína leið- rétta hjá ríkisskattstjóra en nokkur þúsund manns hafa ekki reynt að fá áætlun skatt- stjóra breytt. Gestur Steinþórsson segir að í þeim hópi séu m.a. einhveijir vistmenn á meðferðar- stofnunum sem aldrei skili skattframtali. í þessum hópi eru síðan vafalaust einnig ein- hveijir sem eru sáttir við sinn hlut, þó að skattstjórum beri að áætla tekjur og eignir svo ríflega að ekki sé hætt við að fjárhæðir séu áætlaðar lægri en þær í raun eru. Villur skekkja bóta- greiðslur Tryggingastofnun leggur áherslu á mikilvægi þess að fólk færi tekjur sínar á rétta staði í framtalinu. Stofn- unin er nú komin í beint tölvusam- band við ríkisskattstjóra og færast upplýsingar úr skattskýrslum beint inn í útreikninga Tryggingastofnun- ar á tekjutengdum bótum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, deildarstjóri upplýsíngadeildar Tryggingastofnunar, vekur athygli á því að þar sem lífeyrisgreiðsiur al- mannatrygginga séu tekjutengdar og ekki gildi sömu skerðingareglur um almennar tekjur og greiðslur úr lífeyrissjóði, sé mikilvægt að tekjurn- ar séu færðar í rétta reiti. Greiðslur úr viðurkenndum lífeyrissjóði eigi að færa í reit 43 og þeir sem fái greitt úr fleiri en einum sjóði eigi að nota auðu reitina fyrir neðan 43. Greiðslur frá Tryggingastofnun eigi hins vegar að færast í reit 40 í kafla 7.3. Eftirlaun frá fyrirtækjum skal telja fram sem venjuleg laun, í reit 21 undir kafla 7.1. Ásta segir að það hafi viljað brenna við að slíkar eftirla- unagreiðslur hafi verið færðar inn í lífeyrissjóðareitinn. Hafi það valdið ruglingi og leitt til þess að lífeyris- þegar hafi fengið of miklar bætur frá Tryggingastofnun og þurft að endurgreiða þegar hið rétta hefði komið í Ijós. Hún bendir á mikilvægi þess að skila skattskýrslum lífeyrisþega á réttum tíma. Það valdi vandræðum við greiðslu bóta þegar tekjur þeirra hafi verið áætláðar. Loks bendir Ásta Ragnheiður líf- eyrisþegum sem hafa úr litlu að spila að mögulegt sé að sækja um lækkun á tekjuskatts- og eignarskattsstofni á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá skattstjóra. Það geti einnig átt við í fleiri tilvikum, til dæmis þegar um væri að ræða veikindi, slys, elli- hrumleika eð andlát maka. Taktu markvissa stefhu i spamabi 1995 Tími Sýndu fyrírhyggju og sparaöu reglubundiö Fjölbreyttir möguleikar í sparnabi á Sparileiöum Islandsbanka Megineinkenni Sparileiöa íslandsbanka er ab ávöxtun eykst eftir því sem sparifé stendur lengur óhreyft. Sparifjáreigendum bjóöast fjölbreyttir val- kostir. Verbtryggöar Sparileibir Hægt er aö velja um Sparileiöir fyrir sparnaö sem geturstaöiö óhreyföurí 12, 24 eöa 48 mánuöi, allt eftir því hvaö hentar hverjum og einum. Langtíma- sparnaöur nýtur þess öryggis sem verötrygging veitir. Óbundnar Sparileibir Fyrir þá sem kjósa aö hafa greiöan aögang aö sparifé sínu bjóöast einnig óbundnar Sparileiöir. Þœr henta vel fyrir sparnaö sem standa á skemur en eitt ár. Efþú gerir samning um reglubundinn sparnaö á Sparileiöum 12, 24 eöa 48, þá er öll sparnaöarupp- hœöin laus aö loknum binditíma reikningsins. Öll upphœöin nýtur verötryggingar óháö því hvaö hvert innlegg hefur staöiö lengi á reikningnum. Ánœgjuleg „útgjöld" Þaö ánœgjulega viö reglubundinn sparnaö er aö jafnvel smáar upphœöir eru fljótar aö vaxa ef þœr eru lagöar reglulega til hliöar. Þaö hefur því reynst fólki vel aö gera sparnaöinn aö föstum, ófrávíkjan- legum hluta af „útgjöldum" hvers mánaöar. Þaö er auöveldara en margur heldur. Nú er rétti tíminn til ab taka markvissa stefnu í sparnabi. Reglubundinn sparnabur kemur sér vel Til þess aö láta drauma sína rœtast eöa til aö eiga fyrir óvœntum útgjöldum er nauösynlegt aö sýna fyrirhyggju og spara reglubundiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.