Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLSKYLDUFJÁRMÁL SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 B 13 Dæmi um greiðsluáætlun útgjaldareiknings Jan. Feb. Mars Apr. Maí Júní Júlí Ág. Sep. Okt. Nóv. Des. Samt. 1 Fasteignagj. 10.000 10.000 10.000 10.000 10.000 10.000 ■ ' 60.ÖÖÓ Rpfmagn 3.000 3.000 3.000 3.000 3.000 3.000 16.000 Margir sjá lausnina í útgialdadreifingu Allir bankamir bjóða nú upp á eða em að undirbúa greiðsluþjónustu þar sem föstum útgjöldum heimilisins er deilt niður á jafnar mánaðarlegar greiðslur. Bankinn sér síðan um að jafna sveiflumar. Mikil gróska er í þessari þjónustu einmitt um þessar mundir enda margir að hugsa um fjármálin þegar skattskýrslan er gerð. JÓNUSTA bankanna er að færast sífellt meira yfír í heildarlausnir fyrir ein- staklinga, að sögn Guðnýj- ar Benediktsdóttur sérfræðings á markaðssviði Landsbankans. Mesta aukningin hefur verið í svokallaðri útgjaldadreifingu þar sem bankarnir hafa tekið að sér að annast fastar greiðslur fyrir viðskiptavini sína og dreifa þeim jafnt á árið. Búnaðar- bankinn hóf þessa þjónustu seint á árinu 1993 og á síðasta ári kynntu Landsbankinn og sparisjóðimir svip- aða þjónustu. Verið er að undirbúa málið hjá íslandsbanka. Starfsmönn- um bankanna ber saman um að þessi þjónusta hafi mælst vel fyrir. Búnaðarbankinn fyrstur Búnaðarbankinn kynnti þessa nýju fjármálaþjónustu á sínum tíma undir heitinu Heimilislínan og tekur hún bæði til greiðslna og sparnaðar. í greiðsluþjónustunni er föstum út- gjöldum ársins dreift á jafnar mánað- argreiðslur sem dregnar eru af launareikningi viðskiptamannsins. Viðskiptavinurinn ákveður hvaða út- gjöld hann vill að bankinn annist greiðslu á og eftir það eru greiðslu- seðlamir sendir beint til bankans sem sér um að greiða á réttum tíma. Þegar mánaðargreiðslan dugir ekki fyrir útgjöldum brúar bankinn bilið með reikningsláni sem er ódýrara en hefðbundið yfirdráttarlán á tékka- reikningi. Aðeins eru greiddir vextir þá daga sem skuld er á reikningnum, aðra daga eru reiknaðir innlánsvext- ir. Yfírlit er síðan sent mánaðarlega. Ásgerður Káradóttir í markaðs- deild bankans segir að meðalaldur þeirra sem nýta sér útgjaldadreifíng- una sé rétt innan við fertugt. Segir hún algengt að um sé að ræða fólk sem búið er að koma sér fyrir en er enn í reikningasúpunni. Vlllt í f rumskógi fjármálanna Greiðsluþjónusta Landsbankans er liður í Vörðunni sem er víðtæk fjár- málaþjónusta bankans. Á sama hátt og í Búnaðarbankanum er gerð greiðsluáætlun yfir útgjöld ársins og reiknuð meðalútgjöld sem skuldfærð em mánaðarlega á launareikning. Þessi þjónusta hefur verið mikið kynnt að undanfömu. Guðný Benediktsdótt- ir, sérfræðingur á markaðssviði, segir að fólk hafi tekið vel undir, þetta sé greinilega þörf þjónusta enda væri fólk orðið svolítið villt í fmmskógi fjármálaj)jónustunnar. Hún tekur fram að þjónustufulltrúar í öllum útibúum Landsbankans aðstoði fólk við að gera greiðsluáætlanir þó fólk nýti sér ekki útgjaldadreifinguna. Fólk sem vill hafa góða yfirsýn Margir sparisjóðir em með út- gjaldadreifingu með svipuðum hætti og bankamir tveir, undir heitinu Greiðsluþjónusta sparisjóðsins. Greiðsluþjónustan er kynnt þannig að hún sé fjölþætt þjónusta sem henti mismunandi þörfum viðskiptavina. Ólafur Haraldsson, aðstoðarspari- sjóðsstjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, segir reyndar að spari- sjóðurinn hafi verið með svipað kerfí allt frá árinu 1984 en það hefði eink- um verið nýtt af íslenskum náms- mönnum erlendis. í fyrra hafi þjón- ustan verið endurskoðuð og kynnt betur undir lok ársins. Eftirspurnin hafi aukist jafnt og þétt. Ólafur segir að fólk í beinum fjár- hagsvandræðum sé ekki áberandi í þeim hópi sem sæki þessa þjónustu. Þetta virtist fyrst og fremst vera fólk sem vildi hafa fulla yfirsýn yfir fjármál sín. Þörfin að minnka Innan íslandsbanka er verið að þróa útgjaldadreifingu. Geir Þórð- arson, sérfræðingur í markaðs- og þjónustudeild, telurað fólk sé einkum að sækjast eftir því aðhaldi sem slíkt greiðslukerfí veitir. Hann bendir á að töluverð þróun hafi verið í greiðsludreifingu að undanfömu, hægt sé að greiða mánaðarlega af húsbréfum og í mörgum tilvikum iðgjöld til tryggingafélaganna. Þá séu greiðslukortafyrirtækin komin með allt að sex mánaða greiðsludreif- ingu af einstaka reikningum. Því virtist þörfin fyrir þessa þjónustu í bönkunum hafa minnkað. Kostnaður mismunandi Kostnaður við greiðsludreifinguna er nokkuð mismunandi milli bank- anna. Búnaðarbankinn tekur 1.000 kr. fyrir að gera greiðsluáætlun í upphafi og síðan 150 kr. á mánuði. Viðskiptavinimir fá möppu fyrir heimilisbókhaldið og skipulagsbók. í upphafi var áætlað að innheimta 1.200 kr. innritunargjald en það hef- ur enn ekki verið gert. Stofngjald greiðsluþjónustu í SPRON er 1.000 kr. og síðan þarf að greiða 120 kr. á /nánuði. Mögulegt er að kaupa bókhaldsmöppu með ýmsum gögnum á 500 kr. í Landsbankanum er inn- heimt 2.900 kr. árgjald fyrir aðild að Vörðunni sem tekur yfir greiðslu- þjónustu og ýmsa aðra þjónustu við einstaklinga. Þetta þarf að vera til staðar REGLUSEMI með kvittanir og reikninga sem safnast að öllum fjölskyldum yfir árið er f|jót að borga sig þegar þegar kemur að gerð skattframtalsins. Til þess að geta gert framtalið þarf fólk mis- munandi gögn, allt eftir umsvif- um. Hér á eftir fer listi yfir flest þau plögg sem þurfa að vera til staðar hjá launafólki, hvort sem fólk gerir skattframtalið sjálft eða leitar aðstoðar endurskoðenda, lögfræðinga eða annarra. Þeir sem eru með meiri umsvif, til dæmis sjálfstæðan rekstur eða standa í húsbyggingu, þurfa að huga að enn fleiri þáttum. ■ Aliar kvittanir sem varða eigna- breytingu. Sem dæmi má nefna kaup eða sölu á fasteign, bifreið, bát, sumarbústað eða kaup eða sölu á hlutabréfuin. ■ Allir launaseðlar eða kvittanir sem þú hefur fengið á árinu. Seðl- unum er nauðsynlegt að halda til haga til að bera þá saman við launamiða sem sendir eru frá vinnuveitanda eða því opinbera vegna skattframtalsins. Þarna er um að ræða öll laun, hvort sem það cru veqjuleg vinnulaun, bón- usgreiðslur eða laun í formi at- vinnuleysisbóta eða bóta frá Tryggingastofnun ríkisins, svo sem ellilífeyrir, fæðingarorlof o.fl. ■ Seðlar frá Fasteignamati ríkis- ins um fasteignamat, eigir þú fast- eign. ■ Bankayfirlit, þ.e. yfirlit frá bankastofnunum sem sýna inn- stæður í árslok ásamt vöxtum. ■ Eigir þú ríkistryggð verðbréf, til dæmis húsbréf, þurfa að liggja fyrir allar kvittanir fyrir kaupum á þeim. Á kvittununum þarf að koma fram flokkur bréfanna, ártal og nafnverð. Sama gildir um öll önnur verbréf sem þú átt. ■ Hafir þú veitt öðrum lán á árinu, t.d. selt fasteign og lánað hluta af söluandvirði hennar með skulda- bréfi, þurfa að Iiggja fyrir kvittan- ir fyrir innborgunum af skulda- bréfinu, sem sýna einnig vexti og verðbætur. ■ Eigir þú lilutabréf, þurfa að liggja fyrir kvittanir fyrir fengnum jöfnunarhlutabréfum og/eða arði. ■ Allar greiðslukvittanir af skuld- um þínum verða að liggja fyrir. Með öðrum orðum, það er ekki nóg að halda aðeins síðustu greiðslu- kvittun ársins til haga. Hafir þú til dæmis greitt fjórum sinnum á árinu af láni frá Byggingasjóði rikisins þurfa fjórar greiðslukvitt- anir að liggja fyrir. Hafi verið greitt mánaðarlega af bankaláni eiga tólf greiðslukvittanir að liggja fyrir, o.s.frv. Og ef þú hefur til dæmis tekið víxil hjá banka og fengið hann tvisvar sinnum fram- lengdan þá eiga að liggja fyrir þijár kvittanir. ■ Ef þú ert með bílastyrk eða hef- ur fengið greitt eftir kílómetra- gjaldi fyrir notkun á eigin bíl í þágu vinnuveitanda þarft þú að halda til haga öllum kostnaði við rekstur bílsins yfir árið. Þú þarft að hafa upplýsingar um notkun bílsins og akstursdagbók eða ann- að yfirlit um akstur i þágu vinnu- veitanda. SKATTFRAMTALIÐ HANDSALŒ -------> Z ö oo > HANDSALŒ > KIVSQNVH KIVSQNVH HANDSAL HF. VERÐBRÉFAMIÐLUN FJÁRVARSLA -f FJÁRMÁLARÁÐGJÖF ^ERLEND VERÐBRÉF # VIÐSKIPTAVAKIHÚSBRÉFA HANDSALŒ > < oo Q Z SlVSCINVH Z ö oo > r1 HANDSALI > I ENGJATEIGI 9 • SÍMI 588-0050 105 REYKJAVIK • FAX 588-0058 t-4 < 1 Q Z < nVSQNVH LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI • AÐILI AÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.