Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLSKYLDUFJÁRMÁL SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 B 9 Eignakarfan Laustfé iaust,“ segir hún. Fríeignarmörkin eru það lág, eða rúmlega 3.650 þúsund kr. hjá einstaklingi og 7,3 milljónir hjá hjónum, að fólk sem á skuldlaust hús og bíl fer auðveldlega yfir þau. 1,2% skattur leggst á eign- arskattsstofn yfir þessum mörkum og 1,45% á eignir yfír tæplega 5,3 milljónir og 10,5 milljónir hjá hjón- um. Elli- og örorkulífeyrisþegar eru þó alltaf í lægra skattþrepinu. Eignarskattsfrjáls verðbréf Sem dæmi um skuldabréf sem ekki reiknast inn í eignarskattsstofn má nefna húsbréf og ríkisverðbréf eins og spariskírteini, ríkisbréf og ríkisvíxla. Einnig skuldabréf verð- bréfasjóða sem myndaðir eru úr rík- istryggðum skuldabréfum. Þá geta hlutabréf og bankainnstæður verið skattfijálsar eignir að því marki sem þær eru umfram skuldir. Bankainn- stæður umfram skuldir eru eignar- skattsfríar, einnig hlutabréf en þó að ákveðnu hámarki sem er tæplega 1.230 þúsund kr. hjá einstaklingi og 2.459 þúsund kr. hjá hjónum. Sigrún bendir einnig á að ákveðið skattalegt hagræði sé af hlutabréfa- eign vegna þess að þau séu færð til eignar á nafnverði, jafnvel þótt kaupverð þeirra sé hugsanlega margfalt hærra. Þá er arður af hlutabréfum skattfijáls að ákveðnu marki. Skattfrelsi arðsins takmark- ast við 10% af nafnverði hvers hluta- bréfs og hámarkið er um 131 þús- und krónur hjá einhleypingi og 262 þúsund hjá hjónum. HEIMIUSBÓKHALD Frá kr. 4.980.- g]KERFISÞRÓUNHF. FÁKAFENI 11 - SÍMI 568-8055 r Pantaðu áskrift í slma 562 6040 Askrift er SStíll „Einhver mesta kjarabót sídustu ára“ LÍTILL áhugi hefur verið á húsaleigubótum sem teknar voru upp í byijun þessa árs. Áætlað var að greiddar yrðu 650 milljónir í bætur á árinu en við fyrstu útborgun í Reykjavík voru aðeins greiddar út 6 milljónir. Elín S. Jónsdóttir, deildar- sérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, segir að áhuginn sé ótrúlega lítill miðað við þá kjarabót sem fjölskyldur geta fengið með bótunum. Elín segir að tekju- og eignalitlar barnafjöl- skyldur geti átt rétt á allt að 21 þúsundi kr. mánaðarlega eða samtals liðlega 250 þúsund kr. á ári. Þetta sé einhver mesta kjarabót sem um getur á síðustu árum. Hún segir að Þjóðhags- stofnun hafi áætlað að húsaleigubætur muni hækka tekjur hjóna og einhleypra um 10% að meðaltali og einstæðra foreldra um 17%. Þrátt fyrir þá staðreynd að mörg stór sveit- Áhugi á húsaleigubótum minni en búist var við arfélög hafi ákveðið að vera utan húsaleigubóta- kerfisins á þessu ári er talið að kerfið nái til um 80% af almenna húsaleigumarkaðnum, enda er Reykjavík innan kerfisins. Elín býst við að ásókn í bæturnar aukist smám saman. Á hún von á að stórir hópar leigjenda, til dæmis öryrkjar, muni sækja um bætur við næstu úthlutun. Grunnstofn til útreiknings bóta er 7 þúsund krónur á hveija íbúð. Við bætast 4.500 kr. fyrir fyrsta barn, 3.500 kr. fyrir annað og 3 þúsund kr. fyrir þriðja barn. Til viðbótar þessu kemur 12% þess hluta leigufjárhæðar sem er frá 20 þúsund til 45 þúsund. Bætur skerðast óháð fjölskyldustærð um 2% árstekna umfram 1,5 milljónir. Húsaleigubætur geta þó aldrei orðið hærri en sem nemur 50% af leigufjárhæð, að hámarki 21 þúsund kr. á mánuði. Bætur skerðast einnig vegna eigna. Hjón með eitt barn, með innan við 1,5 milljónir í árstekjur sem greiða 20 þúsund í leigu á mán- uði eiga rétt á 7 þúsund kr. húsaleigubótum en 10 þúsundum ef börnin eru fleiri. Þetta gera sam- tals 84 þúsund og 120 þúsund kr. á ári. Fjöl- skylda með tvö börn, hefur innan við 1,5 milljónir í árstekjur og greiðir 40 þúsund kr. í leigu fær 17.400 kr. bætur á mánuði eða liðlega 208 þús- und á ári. Ef tekjurnar eru 2 milljónir fær fjöl- skyldan 7.400 kr. eða tæp 89 þúsund á ári. HVER HELEXJR ÞÉR UPPI eftir að þú hættir að vinna? FRJALSI LÍFEYRISSJÓÐURINN - tií fíðnjóta Hfsins BKANDIA • LAUQAVKQI «170 • Blf I B1 87 OO Skandia tytmu bömin þín halda þér uppi eða sýnir þú þáfyrirhyggju að greiða í lífeyrissjóð? Frjálsi lífeyrissjóður- inn erhugsaðurfyrirþá sem ekki em skyldaðir til að greiða í hefðbundna lífeyris- sjóði og þá sem gera kröfu um hœrri lífeyri en fœst úr tryggingakerfinu og almennum lífeyrissjóðum. Sjóðurinn er þín eign, þú rœður iðgjaldinu og þú rœður hvernig greiðslum úr sjóðnum er háttað. Hafðu samband við okkur hjá Skandia og fáðu sendan bœkling ogforritsem reiknar út þínar lífeyris- greiðslur. Haltu vel á þínum lífeyrismálum og njóttu lífsins með Frjálsa lífeyrissjóðnuni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.