Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 B 11 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLSKYLDUFJÁRMÁL Gieiðsludreifing möguleg í sex mánuði Öðlist skiln- ing á fjármála- markaði ■ Mikilvægt er að gera neytend- um kleift að öðlast innsýn og skilning á fjármálamarkaðnum og auka hreyfanleika, svo öll starfsemi verði skilvirkari. Helstu einkenni markaðarins nú eru ófullnægjandi og ósambær- legar upplýsingar, ennfremur skortur á hreyfanleika sem meðal annars má rekja til mikillar sér- hæfingar, heildarlausna, flókinn- ar verðlagningar og þess að fé neytenda er í raun fast. Norræn samvinna á sviði neyt- endamála verður að taka mið af þeirri umræðu sem nú fer fram á alþjóðlegum vettvangi og lýtur að opnari fjármálastarfsemi og aukinni upplýsingaskyldu, í sam- ræmi við lýðræðisleg og siðferði- leg sjónarmið. Fjárhagsleg útgjöld eru stór langtímaliður í heimilisrekstri en á sama tima eru vandkvæði á þvi að almennir neytendur geti öðlast fulla innsýn í markaðinn. Þetta hefur i för með sér að stöðugt verður að tryggja að almennt sé gætt hófsemi í auglýsingum þann- ig að tryggt sé að aðstöðumunur neytenda og seljenda þjónustunn- ar sé ekki neytendum í óhag. Markmið: Auglýsingar eiga að gera mönnum kleift að bera sam- an ýmsar tegundir þjónustu, með tilliti til verðs og gæða. Neytend- um skulu tryggðar betri upplýs- ingar um fjármálamarkaðinn og betri aðgangur að upplýsingum. Framkvæmd: Skipst verði á upplýsingum og þróaðar aðferðir til að byggja upp og viðhalda gagnagrunnum með upplýsing- um um verð og skilmála hjá pen- ingastofnunum og tryggingafé- lögum. Stuðlað verði að því að fólk geti haft heildaryfirsýn yfir tryggingamarkaðinn, ef til vill með því að þróa upplýsingamódel sem séu sambærileg fyrir öll tryggingafélög og staðla þær upplýsingar sem er að finna í tryggingaskilmálum, þannig að þær séu í sem bestu samræmi við réttmætar væntingar neytandans um það bil hvers einstakar trygg- ingar taka. Kannaðir verði kostir og mögu- leikar á að koma á fót ráðgjafar- skrifstofum í þeim norrænu ríkj- um þar sem engar slíkar eru fyrir. Kannaðir verði möguleikar á að auka hreyfanleika. Það verði gert með því að koma á opnum og stöðluðum aðferðum við mat á viðskiptavinum, sem geri þeim kleift að bera saman hvaða mögu- leika þeir eiga hjá hinum ýmsu stofnunum og fyrirtækjum. Stuðlað verði að því að auka innsýn í fjármálamarkaðin> og gera hann skiljanlegri \ almenningi. Þetta verði gert með því að auka hlut neytendamála í menntun blaða- manna. Koma má á framfæri 11 í réttum og mik- ilvægum upplýsing- um um fjármálaþjónustu með því að hafa hönd í bagga með kennslu blaðamannaháskóla um þessi efni, þ.e. fjármál og heimilisrekstur; ennfremur með því að fjármagna og gera tilraun- ir með blaðamannanámskeið og aðra endurmenntun. Könnuð verði skaðleg áhrif, harðrar auglýsingamennsku og miðlað reynslu manna af mismun- andi aðferðum til að tryggja hóf- semi í auglýsingum. Skilmálar séu sanngjarnir ■ Hver neytandi verður að geta treyst því að umsamdir skilmálar sem í gildi eru hverju sinni í fjár- málaviðskiptum séu sanngjarnir. Leikreglur á fjármálamarkaðn- um verða að styrkja stöðu ein- staklingsins og ekki síst að skapa meira jafnræði með aðilum, þ.e. seljendum þjónustunnar, sem er fólk með sérþekkingu, og kaup- endum hennar sem hafa allt aðr- ar forsendur. Hefðbundna neyt- endavernd í þessu skyni verður að þróa og fullkomna i takt við nýjungar í söluvörum og söluað- ferðum. Markaður fyrir ýmiss konar rafræna greiðslumiðlun fer ört stækkandi og gerir þörf- ina fyrir skýrar reglur, sem tryggja stöðu neytenda, enn brýnni en áður. Markmið: Að styrkja réttar- stöðu neytenda gagnvart aðilum á fjármálamarkaðnum. Framkvæmd: Menn beri saman bækur sínar um mikilvægi þess að uppfylltar séu ákveðnar grundvallarkröfur þegar samið er um skilmála fyrir einstakar tegundir fjármálaþjónustu. Menn beri saman mismunandi reynslu og áætlanir að þvi er varðar ábyrgð á ráðgjöf, sem m.a. tekur til verðbréfasala og annarra fjármálaráðgjafa. Könnuð verði ábyrgðar- og sönnunarskylda fjármálastofn- ana í tilvikum þar sem tæknileg bilun á sér stað, svo sem þegar viðskiptavinur tekur út úr hrað- banka án þess að fá peningana i hendur. Könnuð verði vandamál sem neytendur geta staðið frammi fyrir við bótauppgjör trygginga- félaga. ÞEIR sem hafa tekið jólakostnað- inn út á greiðslukortið treysta margir á að nýta sér greiðsludreif- ingu greiðslukortafyrirtækjanna nú um mánaðamótin. Mögulegt er að dreifa greiðslukortareikningi á sex mánuði í stað þriggja áður. En það gildir í þessu eins og öðru að það er dýrt að vera blankur, því útreikningar sem birtir hafa verið á undanförnum árum sýna að greiðsludreif- ing er tiltölulega dýr þjónusta. Kostnaður við greiðsludreif- ingu Visa-reikninga er mismun- andi á milli banka enda er samið um hana beint við viðkomandi bankastofnun. Hins vegar gefur Kreditkort hf., sem gefur út Eurocard, út gjaldskrá á hveiju ári. Þar er miðað við meðaltal yfirdráttarvaxta bankanna með 2% álagi. í báðum tilvikum þarf að greiða útskriftargjöld, 150 á hveija afborgun hjá Euro og 145 til 250 kr. hjá Visa. í útreikningum á kostnaði við sex mánaða greiðsludreifíngu sem birtir voru hér í blaðinu um jólin kom í ljós að lægsti kostnaðurinn var hjá sparisjóðunum, 6.266 kr. fyrir sex mánaða jafna dreifíngu, en dýrust var greiðsludreifingin hjá Búnaðarbankanum, 7.184 kr. Eurocard tók 7.037 kr. Þetta mið- ast við þau kjör sem þá voru í gildi. Sýna þessar tölur að um umtalsverðan mun á kjörum getur verið að ræða. Greiðsludreifíng er háð ýmsum skilyrðum, til dæmis um lágmarks- tíma í viðskiptum, vanskil og fjölda greiðsludreifíngarsamninga á ári. Þá er nauðsynlegt að óska eftir greiðsludreifíngu fyrir eindaga greiðslukortareikningsins. Greiðsludreifíng er mjög þægi- legt form á því að leysa tímabund- inn greiðslukortavanda því gengið er frá málinu á staðnum án skrif- fínnsku. Þetta getur hins vegar verið dýr þjón- usta. Aðrir kostir kunna að vera ódýrari og getur borgað sig að athuga þá. Aðrlr möguleikar Skuldabréfalán, víxlar og aukn- ing yfírdráttar um tíma eru kostir sem geta hentað fólki. Vextir á þessum lánaformum eru mismun- andi eftir bönkum. Sumir reyna að leysa málið öðruvísi, til dæmis með stífum spamaði, frestun annarra greiðslna og með því að létta á þessum tilteknu mánaðarmótum með því að nota greiðslukortið meira envenjulega við nauðsynleg útgjöld. í þessu sambandi verður þó að hafa í huga að sá hluti greiðslukortareikningsins sem frestað hefur verið greiðslu á skerðir aðra möguleika á úttekt ef úttektarheimild er ekki þeim mun rýmri. Kvartanir og kærur ■ Möguleikar neytenda til að koma kvörtunum og kærum á framfærí skipta miklu máli, ann- ars vegar sem liður í réttaröryggi hvers einstaklings og hins vegar til að réttar og sanngjamar venjur séu viðhafðar í fjármálaviðskipt- um. Þau atríði sem nefnd eru hér að framan, ekki síst um alþjóða- væðingu og aukna sérhæfingu, sýna glöggt fram á nauðsyn þess að halda fast í og þróa frekar norrænar hefðir í þessum efnum. Markmið: Að fyrirbyggja vandamál með bættri upplýsinga- dreifingu og bættum aðferðum við málsmeðferð hjá fjármála- stofnunum. Að varðveita og þróa skilvirk kerfi kæru- og úrskurðarnefnda sem neytendur geta leitað til vegna fjármálaviðskipta. Framkvæmd: Menn beri saman mismunandi reynslu og áætlanir hvað varðar að fylgja eftir ákvörðunum úrskurðar- nefnda og notfæra sér þær ákvarðanir við setningu laga og reglugerða er lúta að markaðs- setningu. Aðstoð við fólk í greiðslu- erfíðleikum ■ Einn helsti vandinn sem við er að etja í neytendamálum er sá hvemig eigi að hjálpa fólki í greiðsluerfiðleikum og fyrir- byggja slík vandamál. Samdrátt- ur undanfarinna ára og aukið frelsi á lánamarkaði gerir það enn brýnna en áður að fundin verði lausn á þessum vanda. Hér verða að koma til nýjar aðgerðir sem samræmast nútímastefnu í neytendamálum, en einnig er þörf fyrir stöðuga þróun og end- urmat út frá þeirri reynslu sem fyrir er. Markmið: Að fyrirbyggja skuldavanda og reyna að leysa vandamál sem af honum hljótast, t.d. varðandi ábyrgðir. Framkvæmd: Safnað verði saman upplýsingum um reynslu af skuldbreytingum og fyrír- byggjandi aðgerðum, meðal ann- ars til að ganga úr skugga um að áþekk mál fái sambærilega meðferð. Þróaðar verði aðferðir og tæki til að ráðgjafar í fjármálum án miðstýringar. Unnið verði áð því að koma kennslu í fjármálum einstaklinga inn í námsáætlanir. Unnar verði tillögur um það hvernig tryggja megi stöðu neyt- enda í sambandi við ábyrgðir. GREIÐSLUKORTA- REIKNINGAR Við viljum minna á að tilkynna þátttöku fyrir 10. febrúar. Námsstefna VIB um bestu ávöxtun og uppbyggingu eigna fyrir einstaklinga og fjölskyldur, sérstaklega ætluð fjrir þá sem vilja tryggja sér góða afkomu á eftirlaunaárunum. / Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 18. fetmiar 1995, kl. 11:00-17:00 Á námsstefnunni. birtast í fyrsta sinn niðurstöður skoðana- könnunar Gallups um hugmyndir fólks um fjármál á eftirlaunaárunum. Hvað þarft þú að eiga mikla peninga til að geta hætt að vinna? Flytjendur erinda; Sigurður B. Stefánsson, Ásgeir Þórðarson, Hrafn Magnússon, Gunnar Baldvinsson, Margrét Sveinsdóttir. Hádegisverðarerindi flytur Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. Frekari upplýsingar og þátttökutilkynning: Þátttaka tilkynnist til Hildar Kr. Þorbjörnsdóttur eða Önnu Karenar Hauksdóttur hjá VÍB eigi síðar en föstudaginn 10. febrúar 1995. Sími: 560-8920, myndsendir 560-8910. Verð: Viðskiptavinir VÍB: Einstaklingar 3.900 krónur og hjón 5.900 krónur. Almennt verð: Einstaklingar 5.900 krónur og hjón 7.900 krónur. Innifalið er námskeiðsgögn, hádegisverður og aðrar veitingar. Þátttaka greiðist við skráningu. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréíaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavik. Simi 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.