Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 ------------—— FJOLSKYLDUFJARMAL MORGUNBLAÐIÐ SIGRÚN Bjamadóttir segir að fjölskyldur þurfi að hafa nokkur gmndvallaratriði í huga þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar. í fyrsta lagi bendir hún á að þó mikil- vægt sé fyrir fólk að eiga húsnæði verði það að vara sig á að binda ekki of stóran hluta eigna sinna í fasteignum. Það felist áhætta í að eiga fasteignir, engu síður en aðrar eignir, þar sem verð á þeim sveiflist frá einum tíma til annars eins og gerst hafí erlendis þar sem fast- eignamarkaðir hafí bókstaflega hranið. Hérlendis hafi slíkt gerst með ákveðnar tegundir fasteigna. í öðru lagi bendir Sigrún á að fólk þurfi að hafa lífeyrismál sín í lagi. Þeir sem séu varkárastir greiði í fleiri en einn sjóð, til dæmis frjáls- an lífeyrissjóð sem flest verðbréfa- fyrirtækin bjóða upp á, auk þess að greiða í sinn lögbundna sjóð. Með því að greiða í fleiri en einn lífeyrissjóð minnki fólk hættuna á tekjuskerðingu í framtíðinni ef illa fer fyrir lífeyrissjóðnum, sem vissu- lega geti gerst. „Hluti af sjálfsagðri ráðstöfun teknanna er að íjárfesta í líf- og heilsutryggingu. Það má alls ekki gleymast. Fólk þarf að hafa áframhaldandi tekjur þó það veikist eða slasist og maki og börn verða að geta búið við íjárhagslegt öryggi þó fjölskyldan verði fyrir tekjuskerðingu, t.d. vegna andláts annarrar eða jafnvel einu fyrirvinn- unnar á heimilinu," segir hún. Persónuleg og fjárhagsleg atriði metln Þegar þessum grandvallaratrið- um er fullnægt, þ.e. fólk er búið að koma sér þaki yfír höfuðið, er með lífeyrismál sín í lagi og hefur fjár- fest í líf- eða heiisutryggingu, þarf fjölskyldan að ákveða ramma frek- ari fjárfestinga. Þá er hægt að huga að verðbréfunum. Við val á verð- bréfum þarf að ákveða hvað íjár- festingar til langs tíma megi vera hátt hlutfall verðbréfaeigrtarinnar, hvert eigi að vera hlutfall skamm- tímafjárfestinga og hve mikið laust fé þurfi að vera fyrir hendi. Skipt- ingin fer eftir viðhorfum fólks og persónulegum högum. Sigrún segir að við ákvörðun eignakörfunnar þurfí íjárfestirinn og ráðgjafí hans að meta ýmis atriði, bæði persónu- legs og ijárhagslegs eðlis. Persónu- Mikilvægt að halda jaín- vægi í eignakðrfunni Þarfír fólks eru mismunandi þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar í verðbréfum. Að mati Sigrúnar Bjamadóttur, verðbréfamiðlara hjá Handsali hf., þurfa þó allir að seija sér skýr markmið. Nauðsynlegt er fyrir alla að dreifa áhættunni og viðhaldajafnvægi í eignakörfunni en með því er átt við samsetningu eigna hveiju sinni. Einnig er mikilvægt að gera greiðsluáætlan- ir og huga vel að áhrifum skatta á arðsemi. Slgrún Bjarnadóttir legu þættirnir era m.a. aldur, heilsa og fjölskylduhagir. Þeir Qárhags- legu era tekjur, eignir, skuldir, fjár- festingar sem fyrir era og skatta- legt umhverfi. Sem dæmi um þetta nefnir hún að gullna reglan sé sú að eftir því sem íjárfestirinn sé eldri þeim mun lægra hlutfall verðbréfa- eignar skuli hann binda til langs tíma og hafa þeim mun meira fé laust og í skammtímaíjárfestingum. Þetta eigi einnig við um þá sem hafi minni fjárráð. Lægri aldur og meiri fjárráð fjárfestis gefí tækifæri til að hækka hlutfall langtímafjár- festingar á kostnað skammtímaflár- festinga. Það skýrir sig sjálft að eftir því sem fjárfestir hefur meiri fjárráð, hefur hann frekar ráð á að taka áhættu með því að fjárfesta í verð- bréfum til langs tíma. Slík verðbréf verða fyrir mun meiri verðsveiflum sökum tímalengdar, það er að segja ef breytingar verða á vöxtum eða öðram þáttum á markaðnum. Varð- andi aldurinn segir Sigrún að vegna sveiflna á markaðnum geti lang- tímafjárfestingar komið illa út til skemmri tíma litið og eftir því sem fjárfestirinn sé eldri þeim mun minna svigrúm hafí hann tii að bíða eftir rétta tímanum til að seija verðbréf sín. Hann geti hugsan- iega neyðst til að selja á óheppileg- um tíma þar sem hann verði að losa pening vegna þess að hann sé að öðra leyti tekjulítill og þurfí að nota spariféð að hluta til að lifa á. Hólfaskipting elgnakörfunnar Þegar fólk á miðjum aldri á skuld- laust eigið húsnæði og er með lífeyr- is- og tryggingamál í góðu lagi get- ur skipting verðbréfaeignarinnar til dæmis verið þessi, að því er fram kemur hjá Sigrúnu: 10-15% laust fé, 40-45% skammtímafjárfesting- ar og 40-45% langtímafjárfesting- ar. Hver og einn ætti að setja upp sína eigin eignakörfu og er það fyrst og fremst aldur og efnahagur sem ræður hlutfallslegri skiptingu henn- ar. Hún segir rétt að byrja á fyrsta þættinum sem nefndur er laust fé, að taka frá nægilegt fé sem hægt verði að grípa til með skömmum fyrirvara til að mæta óvæntum út- gjöldum. Mögulegt sé að vera með peningana á banka, í bankavíxlum, ríkisvíxlum eða skammtímasjóðum. Fjárfestingarnar verði að fullnægja þeim skilyrðum að hægt sé að losa féð með stuttum fyrirvara með litl- um eða helst engum tilkostnaði. Næst er hugað að skammtíma- ijárfestingum. Með þeim er fjárfe'st- irinn að sækjast eftir sveigjanleika og stöðugleika í verðbréfaeign sinni. Því eru keypt verðbréf sem unnt á að vera að leysa út án veralegs gengistaps og era með meðalbindi- tíma undir fimm áram. Sigrún nefn- ir fimm ára spariskírteini ríkissjóðs, bankabréf, skuldabréf fjármögnun- arleiga og skuldabréf verðbréfa- sjóða sem fjárfestingarvalkosti sem uppfylli þessi skilyrði. FJÁRFESTINGAR í VERÐBRÉFUM Ráð að dreifa áhættunnl Þá er komið að síðasta hlutanum, langtímafjárfestingum. Sigrún segir að markmið þessa þáttar sé að bæta við höfuðstól eignanna, því sé leitað eftir hærri ávöxtun til lengri tíma litið með því að taka meiri áhættu. Mikilvægt sé að fólk fari ekki út í fjárfestingar á þessu sviði nema það sé fyrir með eitthvert fé laust og í skammtímafjárfestingum. Hún nefnir hlutabréf, erlend verð- bréf, húsbréf og tíu ára spariskír- teini ríkissjóðs sem dæmi um vai- kosti í þessum flokki verðbréfa. Telur raunar eðlilegt að miða við að erlend verðbréf geti verið þriðj- ungur af langtímafjárfestingum. Við val á einstökum verðbréfum innan hólfaskiptingar eignakörf- unnar gildir gamla lífsreglan um að hafa ekki öll eggin í sömu körf- unni. Sigrún ráðleggur fólki að fjár- festa í hlutabréfum í nokkram hluta- félögum í mismunandi atvinnugrein- um. Sömuleiðis sé rétt að dreifa skuldabréfaeigninni milli mismun- andi skuldara, eftir því hvaða bréf eru á markaðnum á hveijum tíma, og milli gjaldmiðla en það er gert með hlut erlendra verðbréfa í eigna- körfunni. „Fólk þarf að horfa fram á veg- inn, hættulegt er að treysta á að ávöxtun sem fólk þekkir frá liðnum tíma skili sér með sama hætti í framtíðinni," segir Sigrún. Skatturlnn getur ráðlð úrslitum Fjárfestar þurfa að fylgjast vel með skattamálum því þau geta haft úrslitaáhrif við ákvörðun ijárfest- inga, að mati Sigrúnar. Vaxtatekjur era enn skattfrjálsar hér á landi en flest bendir til að til þess komi fyrr en seinna, eins reynd- ar í flestum nágrannalöndum okkar, að skattur verði á þær lagður. Mögulegt er að fá tekjuskatt lækk- aðan með fjárfestingum í hlutabréf- um og spamaði á sérstökum hús- næðisspamaðarreikningum, eins og sagt er frá annars staðar í þessu blaði. En einnig er hægt að hafa áhrif á eignarskattinn eins og Sig- rún víkur að. „Ákveðin bréf era eignarskatts- frjáls og geta þau verið góður kost- ur fyrir fólk, ef það á annað borð greiðir eignarskatt. Ekki síst á þetta við um eldra fólk sem orðið er skuld- Ahersla á eignar- skattsfijáls skammtímabréf EIGNAKARFAN tekur mið af við- horfum fólks og markmiðum, per- sónulegum högum þess og fjár- hag. Hér hefur Sigrún Bjarnadótt- ir verðbréfamiðlari sett upp ímyndað dæmi um hjón sem áskotnast óvænt um 5 milljónir kr. í arf og ráðleggur þeim við ákvarðanir um fjárfestingarkosti. Hjónin eru komin hátt á sex- tugsaldur og eiga tvö uppkomin börn. Þau eiga nánast skuldlaust einbýlishús og tvo bíla. Hvort um sig greiðir í _____________________ einn lífeyris- sjóð og bæði eru Iíf- og heilsutryggð. Þau hafa bæði atvinnu, laun í meðallagi en hafa hug á því að minnka við sig vinnu. Hjónin hafa unnið hörðum höndum alla sína ævi. Þrátt fyrir að leggja ríka áherslu á að kosta menntun barna sinna og standa að baki þeim fjárhagslega hafa þau náð að leggja til hliðar um 1,5 milljónir sem þau geyma á bankabók. Þau eru nægjusöm og tekjur þeirra duga fyrir útgjöld- um heimilisins en þau eru samt ekki tilbúin að taka mikla áhættu. Með arfinum er heildarsparnaður DÆMI UM ELDRI HJON SEM ERU AÐ MINNKA VIÐ SIG VINNU þeirra orðinn 6,5 milljónir. Sigrún telur að þau eigi að leggja höfuðáherslu á skamm- tímafjárfestingar, einkum eignar- skattsfrjáls verðbréf þar sem þau greiða eignarskatt. Hún telur að skammtímaverðbréf henti þeim þar sem þau eru farin að fullorðn- ast og hafi hug á að minnka við sig vinnu. Þar fyrir utan hafi þau alltaf dreymt um að eignast sum- arhús á Spáni og ef til vill myndu þau Iáta þann draum rætast þegar _________________ vinnan minnk- aði. Hún segir skynsamlegt að skipta þess- um flokki _________________ verðbréfa milli nokkurra tegunda til að dreifa áhættunni, til dæmis fimm ára spariskirteina, bankabréfa, fjármögnunarleigu- bréfa, styttri sveitarfélagabréfa og verðbréfasjóða. Markmið þeirra um að lágmarka eignar- skattinn bindi hendur þeirra nokkuð í þessu efni en meta verði hveiju sinni þá viðbótarávöxtun sem möguleg er á móti þeirri skerðingu sem orðið getur á ávöxtun vegna eignarskatts. Sig- rún telur hæfilegt að binda í kringum 3 milljónir í skammtíma- Skammtímafjárfestingíir Langtíma- fjárfestingar Eignir eldri hjona Laust fé, bréfum eða um 45% af eignakörf- unni. Ráðlegt er fyrir hjónin að hafa 250 til 500 þúsund kr. eða 5-10%, í lausu fé, svo sem i bankainnstæð- um, banka-, ríkis- eða sveit- arfélagavíxlum eða skamm- timasjóðum tU þess að mæta óvæntum útgjöldum. Dýr viðgerð á bílunum gæti ver- ið dæmi um slík tilfelli. Þar sem þau eiga fyrir laust fé á bankabók þarf ekki að bæta í þetta hólf eignakörf- unnar og ekki vifja þau minnka bankainnstæðuna þar sem það eykur öryggls- tilfinningu þeirra að vita af peningunum þar. Hjónin hafa því mjög hátt hlutfall eigna sinn í lausu fé, eða rúmlega 20%. Hins vegar segir Sigrún að gott væri að benda þeim á aðra kosti til að ávaxta lausa féð, til dæmis víxla eða skammtímasjóði. Langtímafjárfesting hjónanna ætti að nema 35% af eignakörf- unni, eða um 2 milljónir kr. Sigrún segir að fólk verði að gera það vandlega upp við sig hvaða áhættu það vill taka við val á fjárfesting- arkostum. Umrædd þjón séu ekki tilbúin til að taka mikla áhættu og því væri skynsamlegt að erlendi hluti langtimafjárfestinga, um það bil þriðjungur, færi í erlenda verð- bréfasjóði. lnnlendi hlutinn ætti síðan að skiptast bróðurlega milli helstu tegunda verðbréfa sem í boði væru hveiju sinni, svo sem tíu ára spariskírteina, húsbréfa, hluta- bréfa, langtíma verðbréfasjóða og annarra langtímabréfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.