Morgunblaðið - 24.02.1995, Side 30

Morgunblaðið - 24.02.1995, Side 30
30 B FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Miklar vonir bundnar vii> átaksverkefnl gegn bfluóum vatnslögnum Fimmtánda hver ffjölskylda verd- Það er mikii þörf á nýj- ur ffyrir vatnstjóni á hverju ári um íausnum og nýjum Á undanfömum árum hafa komið í ljós miklar og vaxandi bilanir í vatnslögn- um í húsum hér á landi, sem í mörgum eða flestum tilfellum má rekja til ryðskemmda. Talið er, að tjón á húsum og innanstokksmunum af völdum bilaðra vatnslagna sé nálægt einum milljarði kr. á ári. Þeir, sem hafa húseig- endatryggingu og heimilistryggingu fá tjón sitt bætt, en hinir verða að bera tjón sitt sjálfir. Ekki má samt gleyma því, að þeir vátryggðu bera á endan- um tjónið sjálfir með hærri iðgjöldum, eftir því sem tjónin verða fleiri og meiri. Þó að margir hafi gert sér grein fyrir þessu vandamáli, eru þeir býsna margir, sem hafa leitt það hjá sér. Ástæðumar eru fleiri en ein. Islenzk hús eru tiltölulega ný og því hafa margir talið, að minni hætta væri á vandamál- um af þessu tagi af þeim sökum. Rík afneitun gagnvart hættunni á sjálf- sagt sinn þátt í að móta afstöðu margra. Þeir segja eftir Magnús Sigurðsson sem svo: “Það kemur aldrei neitt fyrir mig.“ En hættan á vatnstjónum er til staðar og- hún fer vaxandi. Reynslan sýnir, að fimmtánda hver fjölskylda verður fyrir vatnstjóni á hveiju ári. Það má líka orða þetta þannig, að hver fjölskylda verði fyrir vatnstjóni á fimmtán ára fresti. Vitund fólks gagnvart þessu vandamáli hefur samt verið að auk- ast og undanfarin þijú ár hefur ver- ið í gangi átaksverkefni á vegum Rannsóknarstofnunar byggingariðn- aðarins, Sambands íslenzkra trygg- ingafélaga, hita- og vatnsveitna auk lagnaefnissala um athugun á orsök- um og afleiðingum vatnstjóna og um forvarnir á því sviði. Til grundvallar liggur athugun, sem náði til vatns- tjóna á höfuðborgarsvæðinu síðustu þijá mánuði ársins 1993. Flest Ijón vegna huldra lagna — Athugun þessi leiddi í ljós, að flest vatnstjón verða vegna bilana á lagnakerfum og eru innsteyptar lagnir og aðrar huldar lagnir, hvort heldur í gólfi, undir baðkeijum eða í einangrun útveggja helztu orsakir þeirra, segir Einar Þorsteinsson, byggingartæknifræðingur og deild- arstjóri hjá Rb., en hann hefur stjóm- að þessu átaksverkefni. — Algeng- ustu biianimar em þær, að lagnimar ryðga í sundur vegna raka í umhverf- inu og fara að leka og valda þannig vatnstjóni. Þær ryðga ekki að innan. Vatnið sem rennur í gegnum rörin er yfirleitt svo súrefnissnautt, að það tærir þau ekki. — Hér á landi verða geigvænleg tjón af völdum vatnsskaða á hveiju ári, heldur Einar áfram. — Tjóna- greiðslur tryggingarfélagana vegna vatnstjóna em svimandi og hærri en fyrir nokkur önnur tjón að undan- skildum þeim tjónum, sem verða í umferðinni. 1 — Þegar litið er á afleiðingar vatnstjóna, þarf þetta ekki að koma á óvart, en íbúð getur farið ver í vatnstjóni heldur en í branatjóni, heldur Einar áfram. — Það þarf ekki að flæða úr heitu röri nema í nokkra klukkutíma til þess allt skemmist í íbúðinni, bæði innréttingar og annað. Innréttingar em yfirleitt úr óvatns- vörðum efnum að miklu leyti og eld- húsinnréttingamar gliðna í sundur og liggja eins og hráviði á gólfínu á eftir. Sjálf er íbúðin svo skemmd, að hún er nánast eins og fokheld eftir suma vatnsskaðana. I flestum Qölbýlishúsum á vatnið svo greiða leið á miili hæða. Vatnsleki í einni íbúð getur valdið stórtjóni í mörgum öðmm íbúðum. Að sögn Einars eykur það mjög á vandann, að lagnir era ekki lagðar sem skyldi. — Lagnir era lagðar inni í veggjum en ekki utan á, segir hann. — Þær eru lagðar innmúraðar í veggjum og niðri í gólfum, þrátt fyr- viðhorfum varðandi vatnslagnir, segja tæknifræðingarnir Einar Þorsteinsson og Daníel Hafsteins- son. Tjón af völdum bilana í vatnslögnum eru orðin geigvænleg og fara sífellt vaxandi.. ir það að byggingarhiutamir, sem lagnimar era lagðar inni í, endist í 50-100 ár en lagnimar mun skemur. Hönnuðir og pípulagningamenn komast hjá þeirri skyldu, sem þeim er lögð á herðar samkvæmt bygging- arreglugerð, en þar segir, að leiðslur skuli þannig hannaðar og fyrir kom- ið, að aðgangur sé til hreinsunar og viðgerða án þess að bijóta þurfi gólf eða veggi. Það er h'ka töluvert af lélegu lagnaefni á markaðnum, enda er verðið nánast eini mælikvarðinn, sem húsbyggjendur og iðnaðarmenn hafa. Efnissalar komast líka hjá þeirri skyldu, sem þeim er lögð á herðar samkvæmt byggingareglu- gerð að leggja fram vottorð um gæðaprófun. — Ástæðan er sú, að það er eng- inn, sem fylgir þessu eftir, heldur Einar áfram. — Byggingarfulltrúarn- ir líta ekki á sig sem lögreglu, held- ur sem eftirlitsaðila, sem fram- kvæma lögbundnar úttektir á bygg- ingum. Þá skoða þeir lagnaverkið og ættu að gera kröfu um, að þessari reglu sé framfylgt. Ný viðhorf og nýjar lausnir. Einar hefur samið tvær skýrslur, sem nefnast Vatnstjón í húsum og Ný viðhorf og nýjar lausnir., sem EINAR Þorsteinsson og Daníel Hafsteinsson. varpa miklu ljósi á þetta vandamál. Hann segir, að reynslan hafi sýnt, að draga megi stórlega úr tjónum af völdum bilaðra lagna með því að hafa þær utan á en ekki innmúraðar. — En vandinn þar er sá, að hér hefur það tíðkazt lengi að hafa lagn- ir innan á og mörgum finnst það til mikilla lýta að hafa þær utan á, seg- ir hann. — Það er vel hægt að leggja lagnir utan á á snyrtilegan hátt. Norðmenn era einum tíu áram á undan okkur í vatnstjónavömum og í nóvember sl. gengu í gildi þær regl- ur þar í þar í landi, að framvegis megi ekki leggja lagnir í þunga bygg- ingarhluta og samskeyti á lögnum megi hvergi vera innan í veggjum. Norðmenn eru jafnframt famir að nota tvöföld plaströr í lagnir í ríkum mæli, þar sem þau ryðga ekki. Þá eru rörin lögð inn í veggina líkt og rafmagnsrör. Fyrst er lagt fóðurrör í veggina og síðan er annað rör dreg- ið í gegnum það. Þetta era því tvö plaströr, annað inni í hinu. I sjálfu vatnsrörinu er plastefni, sem hefur meira hita og þrýstiþol en önnur plastefni. f Danmörku er bannað að leggja lagnir þannig, að þær séu óaðgengi- legar og einnig er framfylgt þar þeirri kröfu, að allt efni vatnslagna sé samþykkt af byggingaryfirvöld- um. Af þessum sökum er mun minna um vatnstjón þar vegna tærðra lagna en hér. — Það þarf að hanna hús hér á landi þannig, að hugsað sé fyrir lagnaleiðum frá upphafi, segir Einar ennfremur. — Þær vantar yfirleitt í hönnun húsa. Þá væri hægt að fela lagnir undir gluggakistum, köppum eða undir einhveijum öðrum hlutum, sem hafa hlutverk í húsinu og til era mjög snyrtilegir gólflistar úr plast- - NÝJAR ÍBÚÐIR A NONHÆÐ KOPAVOGS ' t 1"t ’v'v'V' ' . ' ‘w'■„’w’ ‘"wj ' ' W\ j . ' , « ' *» ' ' ' ; FRÁBÆRT ÚTSÝNI - FRABÆRT VERÐ - GOÐUR STAÐUR ! Allar íbúöir meb óvenju íburðarmiklum og vönduðum mahogny innréttingum Innrétting úr ibúS BYGG 3ja herb. íbúSir frá 6.950.000 kr og 4ra herb. íbúðir frá 9.000.000 kr i Grunnmvnd of 3. hæ5 i Arnarsmáro 20 JD° | “fl hn-for Útlit norðaustur T n 1 § ~p B otx |a» | BDfj Arnarsmári 20 4ra herbergja íbúðir, 124,2 m7 í& BYGG Byggingafélag Gylfa og Gunnars Útsýni IBUÐIR AFHENDAST FULLBÚNAR Ibúðir með sérinngangi ■ Baðherbergi með fallegum flísum ■ Sér þvottaherbergi ■ Stórar svalir eða sólverönd ■ Húsin verða fullfrágengin að utan Fullfrágengnar lóðir ásamt mal- bikuðum bílastæðum. DÆ.MI UM KAUPTILBOÐ KauptilboS í 3ja herb. íbú5.6.950.000 kr ViS undirskr. kaupsamnings:.1.000.000 kr Húsbréf:.......................4.500.000 kr Eftir ó. mán. frá kaups.:........360.000 kr Eftir 9. mán. frá kaups.:...360.000 kr Eftir 12. mán. frá kaups.:.......360.000 kr Eftir 16. mán. frá kaups.:.......370.000 kr Ú FJARFESTING FASTEIGNASALA HF. Borgartún 31 62-42-50 Hilmar Óskarsson, Pétur Þ. Sigurðsson hdl. efnum með sérstökum festingum fyrir lagnir, þannig að þær eru alls ekki til lýta. En Einar telur, að ekki sé hægt að kenna hönnuðum um allt. — Is- lendingar vilja ekki borga fyrir hönn- un, segir hann. — Þeir gera sér ekki grein fyrir því, að góð hönnun skilar þeim betra húsi og það jafnvel á lægra verði. Hér þekkist það, að hönnunarkostnaður við 15 millj. kr. hús sé ekki meiri en 200.000- 300.000 kr. Þetta geta ekki talizt rétt hlutföll, enda er árangurinn gjaman eftir því. Ekki væri óeðli- legt, að hönnunarkostnaðurinn næmi um 5-10% af byggingarkostnaðinum. Slík vinna myndi skila sér til baka og þá einkum og sér í lagi, að því er varðar lagnahönnunina. En fleira þarf að koma til. Flestir pípulagningamenn eru ekki vanir því að leggja lagnir utan á. Þeir þurfa að læra það, þannig að þessi vinnu- brögð verði þeim sjálfsögð og eðlileg. Þá þarf jafnframt að endurhæfa menn, sem hafa unnið með allt öðru lagi allan sinn starfsferil. Það þarf því töluvert átak til. Vatnstjón um einn miHjarður á ári En hvernig eru íslenzk heimili vátryggð fyrir vatnstjónum? Fyrir svörum verður Daníel Hafsteinsson, tæknifræðingur hjá Sambandi ísl. tryggingarfélaga (S. í. T.). — Sam- kvæmt nýlegri könnun S. í. T. era 2/3 heimila í landinu með einhvers konar innbústryggingar en aðeins rúmlega helmingur íbúðar- og hús- eigenda með húseigendatryggingu, segir Hafsteinn. — Flestir kannast eflaust við setninguna, sem heyrist oft í fjölmiðlum og hljóðar svona: Innbú var ótryggt. Vátryggingarfélögin greiða um 600 millj. kr. á ári í bætur vegna vatnstjóna. Ef gengið er út frá því, að tjónatíðni sé sú sama hjá þeim ótryggðu og hjá þeim, sem tryggðir era og að umfang tjónanna sé svip- að, má reikna með því, að þeir sem ekki hafa vátryggingar gegn vatns- tjónum þurfi sjálfir að greiða um 400 millj. kr. á ári hveiju í viðgerðar- kostnað vegna vatnstjóna. Af þessu má sjá, að tjón þjóðfélagsins af völd- um vatnstjóna er varlega áætlaður um einn milljarður kr. Að sögn Daníels er það algeng- ast, að fólk kaupi vatnstjónstrygg- ingar sem hluta af stærri trygginga- pakka, annars vegar innbústrygging- ar eða heimilistryggingar og hins vegar húseigendatryggingar eða fasteign atryggi ngar. — Innbústrygging og húseigenda- trygging eiga það sameiginlegt að vernda híbýli og heimili manna fyrir algengustu tjónum hins daglega lífs, segir Daníel. — Þessar tryggingar eru alls óskyldar innbyrðis, því að innbústryggingin nær til tjóns á inn- búi, t. d. af völdum bruna, vatns eða innbrotsþjófnaðar. Húseigenda- trygging nær aftur á móti til tjóns á sjálfri húseigninni ásamt skaða- bótaskyldu, sem fallið getur á hús- eiganda vegna húseignarinnar. Mörkin á milli þessara trygginga liggja meðal annars í því, að innbús- tryggingin bætir tjón á öllu lausu, en húseigendatryggingin skemmdir á öllu föstu, það er því sem tilheyrir húsinu. — Húseigendatryggingin er sam- sett úr nokkram vátryggingum og á að ná til flestra almennra tjónstilvika á fasteignum, heldur Daníel áfram. — Eins og fram er komið, tekur húseigendatryggingin til tjóns á hús- inu sjálfu. Ef skyndilegur vatnsleki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.