Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 B 27 , Smiðjan B Y GGIN G ARFLOKKURINN 1898. GANGUR í hinum gamla skóla. \ílltíll Og *»jö áia gamalthús Byggingasaga Miðbæjarskólans í Reykjavík er merkilegt og fróðlegt viðfangsefni. Bjarni Ólafs- sonrekurhér sögu hans í máli og myndum. MIÐBÆJARSKÓLI séður frá Tjörninni. eflir B|oma Ólofsson ÞAÐ ERU þrjú ár þar til hús Miðbæjarskólans verður 100 ára gamalt. Það var byggt 1898. Skólaskyldu allra barna var þó ekki komið á fyrr en 1908. Eftir ■■■■■■■■■■ það varð skóla- gangan ókeypis og fjölgaði börnum þá mikið í Barnaskóla Reykjavíkur, um 300 börn, frá því að vera 472 upp í 772 böm. 3. febrúar sl. birtist smiðjugrein hér í blaðinu um fyrsta barnaskóla- húsið sem byggt var í Reykjavík. í því húsi var lögreglustöðin um langt árabil. Nú er það notað af Pósti og síma. Ákvörðunin um byggingu þess húss olli heitum deilum og miklum umræðum í bæjarstjórn. Bygging þess húss varð til mikilla bóta miðað við gamla húsið sem áður var notað fyrir Barnaskólann í Reykjavík og var heilsuspillandi, kalt og rakt. Leiksvæði sem börnin höfðu þar á bakvið húsið var einnig afar sóða- legt því að vestantil á svæðinu var mikil sorpgryfja sem vonda Iykt lagði frá. Bygging steinhússins var því virðingarvert átak enda þótt menn gætu ekki þá gert sér grein fyrir þeirri öru fjölgun barna er hér varð á þessum árum og sem olli því að skólahúsið varð á fáum ámm alltof lítið. Þá hófust aftur umræður og deilur um byggingu nýs skólahúss. í Árbókum Jóns Helgasonar bisk- ups segir svo: „Varð niðurstaðan sú að afráðið var að kaupa undir nýjan skóla sneið af túni séra Ei- ríks Briems fyrir austan tjamarós- inn, reisa skólann þar og láta smíða hann úr timbri, því að enn voru jarðskjálftamir haustið 1896 ráð- andi mönnum í bæjarstjórn í of fersku minni til þess, að þeir teldu hættandi á að byggja steinhús handa skólanum." Þar sem Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir frá aðdraganda skólabyggingar- innar við tjamarósinn í Sögu Reykjavíkur, getur hann þess að ástæða þess að ákveðið hafi verið að byggja nýja skólann úr timbri hafí verið sú að talið var að holl- usta væri meiri í timburhúsum, öfugt við niðurstöðu frá 1882. GRUNNTEIKNING 1. hæðar í Barnaskóla Reykjavíkur, sem nú nefnist Miðbæjarskóli. Stórhýsi byggt Þegar hafist var handa við bygg- ingu barnaskólahússins austanvið tjarnarósinn gengu framkvæmdir hratt og vel. í bókinni Saga Reykjavíkur eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing er birt ein mynd af stórum flokki manna er unnu við byggingu skóla- hússins. Þetta er enginn smáflokk- ur, þeir eru 37 á myndinni og sér á einn vagnhest. Myndin er tekin af Sigfúsi Eymundssyni og fékk ég keypt eintak af myndinni hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Það er skemmtilegt að skoða nánar þessa mynd af vinnuhópnum. Við húsbyggingar er töluverð verka- skipting og ég sé ekki betur en að greina megi á myndinni merki um hveijir þessara manna eru tré- smiðir, hveijir steinsmiðir eða múrarar og svonefndir verkamenn, sem er samheiti aðstoðarmanna, sem einnig eru nefndir handlang- arar. Auk þess má gera ráð fyrir að tveir til þrír á myndinni séu meistarar eða verkstjórar. Það er athyglisvert að trésmið- irnir eru margir auðkenndir með því að þeir halda á trésmiðaverk- færi. Greina má um 9 skaraxir í höndum manna og 2 sagir sjást á myndinni og sennilega 1 múröxi. Mér þykir merkilegt að greina svo margar axir á myndinni. Ástæða þess getur varla verið sú að menn þessir hafi allir hlaupið úr starfí sínu til myndatökunnar í svo mikl- um flýti að ekki hafi gefíst tími til að leggja frá sér verkfæri sem þeir voru að vinna með, líklegra er að ljósmyndarinn hafí beðið mennina að hafa smíðaverkfæri í höndum svo að sjá mætti hver staða þeirra væri við húsbygging- una. Einnig er athyglisvert að ég get ekki greint nema einn einasta hamar en 1 hefíl og 2 sagir má sjá. Mennirnir hljóta að hafa verið beðnir um að halda á öxunum. Ef tilgáta mín er rétt hafa verið a.m.k. 12 trésmiðir úr þessum 37 OFAN við fimleikasalinn var þakbrúnin en síðar var byggð hæð þar yfir. manna flokki sem unnu við að höggva og telgja til viðina í þetta stóra hús sem byggt var á ótrúlega skömmum tíma, 9 mánuðum. Skólahúsið var vígt og tekið í notk- un 1. október á sama ári og smíð- in hófst, eða 1898. Rétt er að taka fram að húsið var ekki byggt í einum áfanga 1898 heldur voru aðeins byggðar tvær álmur í vinkil, þ.e. álman við Fríkirkjuveg og norðurálman sem var nokkuð lægri í fyrstu en nú er. Þakið var þá byggt yfir fím- leikasalinn en síðar var þakið yfír fimleikasalnum hækkað jafnt öðr- um hluta hússins. Gert var ráð fyrir að þetta skóla- hús, sem reist var 1898, rúmaði 300 böm en á fyrsta starfsári barnaskólans við tjörnina voru 285 böm í skólanum svo að hann varð strax fullsetinn. Síðar, 1908 er skólaskyldan komst á, var byggð þriðja álman og taldist húsið þá rúma 600 börn. Barnaskóli Reykjavíkur Svo hét skólinn fram til 1930 er nýtt og vel búið skólahús hafði j verið byggt austantil í Skólavörðu- \ holtinu. Sá skóli var nefndur ; Austurbæjarskólinn en hinn eldri í fékk þá heitið Miðbæjarskólinn. Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur rekur nokkuð skólagöngu barna í Reykjavík á síðari hluta 19. aldar. Það er mjög fróðlegt að lesa um skólahaldið og hver fjöldi sótti skólann. Mörg börn gátu ekki stundað nám sökum fátæktar og þegar bæjarstjórnin aulýsti hækkun skólagjalda úr 12 kr. fyrir hvert barn upp í 20 krónur fækkaði börnum stórlega í skólanum. Vet- urinn 1872-73 höfðu 90 böm sótt skólann en eftir hækkun gjaldsins í október 1875 komu aðeins 28 börn í skólann. Oft voru erfíðleikar í sambandi við skólann og skólagöngu barna. Stærsta framförin varð þó með ákvörðun um skólaskyldu 1908. Mikil þróun hefur átt sér stað og menntun hefur batnað, skóla- húsnæðið er víðast hvar allgott og kennslutækjabúnaður hefur aukist og batnað. Miklar framfarir urðu í barna- skólunum á öðrum og þriðja ára- tug aldarinnar og risu framfarir I; einna hæst í kringum 1930 er j Austurbæjarskólinn tók til starfa. ? Hann var vel búinn og framúr- < stefnulegur, með sundlaug og margskonar nýjungar en auk þess var kennaraliðið þá betur og betur menntað til kennslustarfsins. Tækniþættir Ég hefði viljað vita meira um hvernig skólahús Miðbæjarskólans er úr garði gert. Gaman væri að vita hver teiknaði húsið, hvemig það er einangrað og er það rétt sem ég hefi heyrt að á milliloftum sé leir eða sandlag sem gefur hljóðeinangrun og er um leið eld- tefjandi. Sjá má af gömlum skólamynd- um að veggir hafa verið klæddir að innan með kúlupanel. Nú er búið að klæða veggi að innanverðu með plötum sem vafalaust em festar innan á panel klæðninguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.