Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 18
18 D FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BRÆÐURNIR Sigurður og Kristján Sigurgeirssynir. f baksýn sést platan á húsi þvi, sem þeir hafa þegar hafið smíði á við Gullsmára 10. Meiri bjart- sýni á nýbygg- ingamarkaðnum HVERGI á höfuðborgarsvæðinu hefur uppbyggingin verið jafn mik- il og hröð á undanfömum árum og ' í Kópavogi og vart líður svo ár, að þar sé ekki tekið nýtt land- svæði undir nýbyggingar. Nú er byggðin tekin að teygja sig austur fyrir Reykjanesbraut, en þar á að rísa stórt hverfi í framtíðinni. Upp- byggingin hefur annars verið mest á Nónhæð og í austurhluta Kópa- vogsdal á síðustu árum. Nú eru enn einu sinni hafnar miklar íbúð- arbyggingar á þessu svæði. Þar er að verki byggingafyrirtækið Jámbending hf, sem hyggst reisa 52 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við Gullsmára 8 og 10 í Smára- hvammslandi, þar sem Nónhæð og Kópavogsdalur mætast. Þessi staður hlýtur að vera ákjósanlegur fyrir marga. Hann er í miðju höfuðborgarsvæðisins með góðri aðkomu og greiðum samgöngum í allar áttir. Góð fé- iagsleg aðstaða er þama þegar fyrir hendi. Nýr leikskóli fyrir börn er á gatnamótum Lækjarsmára og Dalsmára og það er stutt í grunn- skólann. Öllu helztu íþróttamann- virki Kópavogsbæjar em aðeins skammt frá fyrir alla þá, sem þau vilja nota og aðstaða til útivistar er einnig mjög góð, en göngustígar liggja um allan Kópavogsdalinn. Ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða er að rísa í aðeins 50 metra fjar- lægð og hún verður væntanlega tekin í notkun næsta vor. Enn má nefna, að fyrirhugað er að reisa heilsugæzlustöð og miklar verzlun- armiðstöðvar nærri þessum stað. Sjö hæða lyftuhús f fyrsta áfanga hyggst Járn- bending byggja sjö hæða lyftuhús með 28 íbúðum við Gullsmára 10. Framkvæmdir era þegar hafnar af krafti. Húsið verður steypt upp í sumar og væntanlega fokhelt fyrir 1. desember nk., en íbúðimar afhentar fullbúnar í apríl á næsta ári. Á hverri hæð era fjórar íbúð- ir, þar af er ein 2ja herbergja, tvær 3ja herbergja og ein með 4 her- bergjum. Ibúðimar eru því mjög mismunandi að stærð, en 2ja herb. íbúðimar era 76 ferm., 3ja herb. íbúðimar era 86 og 88 ferm. og 4ra herb. íbúðirnar era 107 ferm. . Þetta eru því fremur stórar íbúðir. Efst era íbúðimar á tveimur hæð- Nú gildir að byggja góðar en ódýrar íbúðir, segir Sigurður Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri byggingafyrirtækisins Jám- bendingar hf., í viðtali við Magnús Sigurðs- son. Fyrírtæki hans áformar að byggja 52 íbúðir við Gullsmára í Kópavogi. um. Það era svokallaðar þakíbúðir (penthouse) með svölum báðum megin og útsýnisgluggum. Suðursvalir eru annars á öllum íbúðunum nema þeim, sem era á jarðhæð, en þær hafa aftur á móti sér garð. Útsýnisáttmar era aðal- lega til vesturs út yfir Kópavogs- dal og voginn og svo til Snæfells- jökuls. í austurátt sést vel til Skálafells. Þessar íbúðir eru til sölu hjá UNSHöa íflNCAVÖUUR rtUSSSVfWg* VWNUWÓU // ÍBNGAVSU.UR KOPAVOGS- V&tUR c TENNISHOU IÞRÓTTAHÚI SMARASKÓLt HÚSIN eiga að rísa við Gullsmára, sem er neðst í Nónhæðinni austarlega í Kópavogsdal. Á þessu svæði, sem er afmarkað sem þríhyrningur á miðri myndinni, eiga að rísa mörg stór fjölbýlishús og eru sum þeirra þegar vel á veg komin. Þessi staður er í miðju höfuðborgarsvæðisins með góðri aðkomu og greiðum samgöngum í allar áttir. Myndin er hluti af korti eftir Gylfa Gíslason myndlistarmann. fasteignasölunni Skeifunni. Verð þeirra verður að teljast hagstætt, en 2ja herb. íbúðimar kosta 6,2 millj. kr., 3ja herb. ýmist 6.950.000 kr. eða 7,2 millj. kr. og 4ra herb. íbúðirnar kosta 8,2 millj. kr. Þak- íbúðirnar eru dýrastar, en þær kosta frá 8,9 millj. kr. Mikill áhugi er á þessum íbúðum og era fimm þeirra þegar seldar. — Þessi sala er vonum framar og enn betri en á þeim íbúðum, sem við byggðum við Arnarsmára í fyrra, en þær seldust samt allar á þremur mánuðum, sagði Sigurður Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Járnbendingar hf, í viðtali við Morgunblaðið, en hann og bróðir hans, Kristján Sigurgeirsson bygg- ingatæknifræðingur, eru aðaleig- endur fyrirtækisins. — Það er því greinilega góð eftirspurn eftir nýj- um íbúðum nú, þegar hægt er að fá þær nánast á sama verði og notaðar íbúðir hafa verið seldar á. Nú gildir að byggja góðar en ódýrar íbúðir. En hver er ástæðan fyrir svo lágu verði? — Við náum fram góðu verði hjá efnissölum og látum kaupendur njóta þess, segir Sig- urður. — Við leggjum líka mikla áherzlu á hagkvæmni í rekstri fyr- irtækisins. Yfírbygging þess er lít- ii, en við bræðumir notum kvöldin til þess að fara yfir reikninga og skipuleggja næsta starfsdag. Við erum ekki með mikinn mannskap en afar duglegan. Hjá okkur vinna nú tíu manns, þar af fjórir smiðir °g við göngum allir í öll verk. Það skapast því aldrei eyður í vinn- unni. Allur mannskapurinn er á svæðinu frá kl. 7.30 á morgnana til kl. 7 á kvöldin og engum fellur verk úr hendi. Ég tel einmitt, að byggingafyrirtæki af þessari stærð °g byggð upp á þennan hátt, standi bezt að vígi á nýbyggingamark- aðnum nú. Járnbending hf. var stofnuð 1984 og þá sem jámalagnafyrir- tæki og starfaði sem slíkt fram til 1989. — Þá ákváðum við að fara út í nýbyggingar, segir Sigurður. — En á þessum árum tókumst við á hendur mörg stór verkefni í járnalögnum. Við lögðum m. a. jám í virkjanir eins og Hrauneyjar- foss og Blönduvirkjun ’og einnig í stórbyggingar eins og Flugstöðina og Ráðhúsið. Við höfðum því tals-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.