Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 D 19 ÚTLITSTEIKNING af fjölbýlishúsum þeim, sem Járnbending hf. áformar að byggja við Gullsmára 8 og 10 í Kópavogi. Framkvæmdir eru þegar hafnar við Gullsmára 10, en það er húsið til vinstri á myndinni. I því verða 28 íbúðir. Gert er ráð fyrir, að húsið verði orðið fokhelt fyrir 1. desember, en íbúðirnar afhentar fullbúnar í apríl á næsta ári. Hönnuður er Einar V. Tryggvason arkitekt, en íbúðirnar eru til sölu hjá fasteignasölunni Skeifunni. göngu á meðal eldra fólks, heldur einnig innan um þá, sem yngri eru. Samkeppni frá íslandsbanka Sigurður segir það mjög gagn- rýnisvert, þegar bankarnir taka upp á því að stofna eigin bygging- arfyrirtæki og hefja síðan sam- keppni við viðskiptamenn sína úr röðum byggingafyrirtækja um sölu á nýjum íbúðum. — íslandsbanki er okkar viðskiptabanki, segir Sig- urður. — Nú hefur bankinn stofnað byggingafyrirtækið Steinvirki, sem er alfarið í eigu bankans og það er langt komið með tvær stór- ar blokkir með 24_ nýjum íbúðum við Klapparstíg. Ibúðir þar eru seldar með húsbréfum ákomnum, sem nánast enginn byggingaraðili getur leikið eftir. Til þess þarf bankatryggingu og bankar veita byggingarfyrirtækjum að jafnaði ekki slíka tryggingu. íslandsbanki veitir hins vegar Steinvirki þessa tryggingu og býð- ur þar að auki öruggum kaupend- um lán til viðbótar frá 1 millj. kr. til þess að gera þeim auðveldar um vik með að kaupa íbúðirnar. Okkur sem erum í viðskiptum við bankann, mislíkar það að sjálf- sögðu stórlega, að bankinn skuli með þessu taka upp beina sam- keppni við okkur, viðskiptamenn sína, á okkar sviði og notfæra sér aðstöðu sína til þess að ná for- skoti á okkur með því að selja íbúð- ir Steinvirkis með húsbréfunum áhvílandi. Hjá okkur eru það kaupendum- ir, sem sækja um húsbréfalánin og þeir þurfa auðvitað að bera kostnaðinn af því. Ef við fengjum hins vegar bankatryggingu, gæt- um við sótt um húsbréfalán strax og þá notað peningana til enn hag- stæðari innkaupa en nú og síðan selt íbúðirnar með húsbréfunum áhvílandi. Á þennan hátt værijafn- vel hægt að lækka íbúðir okkar enn meira en nú er gert. íslandsbanki er því kominn í samkeppni við okkur, sem gæti hugsanlega orðið varanleg, því að bankinn á líka lóðir í Smára- hvammslandi, sem biða þess að byggt verði á þeim. Meiri bjartsýni — Það er meiri bjartsýni yfir nýbyggingamarkaðnum en var, en kröfurnar eru orðnar meiri en áð- ur, heldur Sigurður áfram. — Nú komast byggingarfyrirtækin ekki lengur upp með það fúsk, sem oft var svo áberandi hjá sumum þeirra hér áður fyrr. Fólk er vandfysnara og tilfinning þess fyrir gæðum er orðin meiri og sterkari. Það kemur jafnvel með fagmenn með sér til þess að skoða íbúðimar, áður en þær eru afhentar og ef eitthvað * þarf að laga, þá verður að gera það strax. Nú er mikið um það rætt, að stjómvöld muni lengja lánstíma húsbréfanna og við kaup á fyrstu íbúð hækka lánshlutfall þeirra upp í 75% af kaupverðinu. — Þetta yrði til þess að hvetja fleira ungt fólk til þess að kaupa sína eigin íbúð og bæta samkeppnisaðstöðu eiginaríbúða gagnvart félagslegum íbúðum, segir Sigurður. — Þessu ber að fagna, ef af yrði. En stjóm- völd mega ekki bíða með þessa ákvörðun, heldur verða að taka hana sem fyrst. Ella er hætta á, að fólk haldi að sér höndum, á meðan þessi ákvörðun hefur ekki verið tekin. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil, því að slík bið gæti haft mjög neikvæð áhrif ekki bara á nýbyggingamarkaðinn heldur á allan fasteignamarkaðinn í heild. — Það er að mörgu leyti gott að byggja í Kópavogi, segir Sigurð- ur Sigurgeirsson að lokum. — Bæjaryfirvöld hafa stutt afar vel við bakið á okkur og maður mætir þar meiri vinsemd og liðsinni en hjá borginni eða öðmm bæjarfélög- , um á höfuðborgarsvæðinu. verða reynslu af byggingum, þegar við hófum sjálfir byggingastarf- semi. Við byijuðum á því að byggja nokkur minni hús, en byggðum jafnframt myndarlegt hús við Engjateig fyrir Kiwanishreyfing- una. I febrúar í fyrra tókum við til við að byggja 24 íbúða blokk við Arnarsmára, sem nú er lokið að kalla. Við skiluðum sex fyrstu íbúðunum þar í október, níu íbúð- um í febrúar á þessu ári og síð- ustu íbúðunum skilum við nú í maí. Sjónsteypa með lituðum múr Húsið við Gullsmára verður sjónsteypt eins og kallað er, en með sjónlistum á gluggum og hornum. Þegar húsið er uppsteypt, er það háþrýstiþvegið, en við það tætist allt það grófa utan af steyp- unni. Síðan er sett utan á húsið svonefnt Betokerfi, en það er litað- ur múr, sem er smurður utan á steypuna sem hlíf og síðan er málað yfir. Að innan verður húsið jafnframt einangrað á hefðbundinn hátt. - Þessi litaði múr er mjög góð vörn gegn allri veðuráraun, sem eins og allir vita er mjög mik- il hér á landi, segir Sigurður. Sigurður kvað samkeppnina á nýbyggingamarkaðnum hafa auk- izt mjög, en margir ungir bygg- ingameistarar hafa verið að hasla sér þar völl að undanförnu. — Þessi samkeppni skilar sér í betri verðum til kaupenda, en nýjar íbúðir hafa verið að lækka, segir hann. — Við hjá Jámbendingu höfum ekki bara brugðizt við harðnandi samkeppni með lægra verði, heldur markaðs- sett íbúðir okkar á nokkuð sér- stæðan hátt. Auk lágs verðs gefum við kaupendum okkar kleift að taka þátt í vali innréttinga. Við seljum íbúðirnar miðað við ákveðn- ar innréttingar, en fólk getur samt breytt þeim, ef það viff, með því að borga mismuninn. Hann er hlut- fallslega lítill, gjarnan vel innan við 100.000 kr. Þar sem allar inn- réttingarnar eru keyptar hjá BYKO, getur fólkið snúið sér beint þangað með breytingar í huga. Þetta fyrirkomulag hefur mælzt mjög vel fyrir. Á þennan hátt getur fólk valið nánast' allt. Ef það vill breyta blöndunartækjum, þá er það hægt og sama máli gegnir um rafmagns- tæki t. d. bökunarofna. Eins er með litaval á íbúðunum. Við höfum skilað öllum íbúðum okkar hvít- máluðum, en gegn vægu gjaldi getur fólk valið annan lit, ef það vill það heldur. Mörgum kaupendum finnst þetta mikill kostur. Með því að geta valið í samræmi við eigin ósk- ir, fínnst þeim eins og þeir séu nánast að byggja sjálfir. Það er ekki búið að taka af þeim ráðin og ákveða allt fyrir þá, þó að þeir kaupi íbúðirnar fullbúnar. Sumir hafa stækkað innréttingamar, aðr- ir breytt litum á sumum veggjum og lit á fataskápum, breytt baðinn- réttingum og kannski fengið öðru vísi salerni. Sigurður telur, að þessar íbúðir gætu vel verið eftirsóknarverðar fyrir eldra fólk, þó að þær séu ekki smíðaðar sérstaklega með þarfir þess fyrir augum. — Kópa- vogsbær er að byggja stóra þjón- ustmiðstöð fyrir eldri borgara þarna í næsta nágrenni, segir hann. — Eldra fólk gæti þá farið þangað fótgangandi, þegar því hentar. Þessi félagsmiðstöð er nú fokheld og verður væntanlega tek- in í notkun vorið 1996 á svipuðum tíma og við skilum af okkur íbúðum okkar. Margt eldra fólk vill búa í blönduðu fjölbýli og vera ekki ein- Plannja úíi Þak- & veggklæðningar Plannja hefur verið á íslenskum markaði í 25 ár. 10 ára ábyrgð. Söluaðili á Akureyri: KEA byggingavörur DENNUD OG ÞÖK HF Skeiðarási 14, 210 Garðabae, sími 565 9200, fax 565 9201.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.