Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 24
24 D FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Gríptu daginn Töluverðrar fjölbreytni gætir hér í útliti og innréttingum veitingstaða og ekki síður í heitum þeirra. Bjami Olafsson lýsir hér í máli og myndum veitinga- staðnum „Carpe Diem“, sem líkist leik- myndaf gamalli smiðju. VEITINGASTÖÐUM hefur fjölg- að ótrúlega mikið í Reykjavík á seinni árum. Ekki verður rekstur þeirra allra langlífur en segja má að mikil hreyfing sé í þessari at- vinnugrein og í^'ölbreytni. Enda þótt veitingastað sé lokað um sinn er algengt að þar sé opnaður veit- ingastaður fljótlega aftur á sama stað en þá undir nýju nafni og útliti. Af þessum ástæðum koma sífellt fram ný heiti veitingastaða »*auk töluverðrar fjölbreytni í útliti og innréttingum. Nýlega rakst ég inn á veitingastað við Rauðarár- stíg í Reykjavík, sem hefur nú fengið nýtt útlit og nýtt nafn. Veitingastaður þessi stendur á horni Grettisgötu og Rauðarár- stígs og heitir nú „CARPE DIEM“. Útlagt: Gríptu daginn. Frágangur inni í salnum á Carpe diem líkist dálítið leikmynd af gamalli smiðju. Veggimir hafa verið málaðir með fremur dökkum litum og safnað hefur verið gömlu járnadóti og vélahlutum svo sem tannhjólum, reimskífum o.fl. sem hengt hefur verið af smekkvísi upp á veggi f salarins. Ég spurði hver hefði hannað útlit veitingastaðarins og var sagt að það væri Sigríður Guðnadóttir leikmyndahönnuður. Mér finnst henni hafa tekist vel. Hvernig er staðurinn? Þegar fólk fer út að borða velur það veitingastað við sitt hæfí. Það er misjafnt hvernig áhrif veitinga- staðirnir hafa á viðskiptavinina. Margir fara út að borða til þess að gera sér dagamun og vilja vera fallega og vel klæddir og vel snyrt- ir. Það er líka meira en helmingur ánægjunnar fyrir karlmanninn ef hann er í fylgd konnunnar sem hann ber virðingu fyrir og dáir. Eins og ég gat um hér að framan er „Carpe diem“ settur í sérstakan stíl sem minnir á leikmynd af gam- alli jám- og vélsmiðju. Sú mynd er heilsteypt og fylgir hugmynd- ihni eftir í smáatriðum. Til hliðar við miðju gólfsins stendur allmik- ill sívalur turn svipaður gufukatli og er hann hólfaður niður í lítil hólf allt í kring. í hólfunum liggja fjölmargar tegundir rauðvíns og hvítvíns. Veggir salarins eru mál- aðir með okkur-gulum lit og eru myndskreyttir með mismunandi stórum járnstykkjum er öll hafa verið sýruborin svo að þau hafa jafnan og fallegan ryðbrúnan lit sem fer vel við okkur-gula vegg- ina. Mikið af þessari veggskreyt- ingu eru plötur skornar úr þykku plötustáli, sumar eru þær ílangar, aðrar ferningar eða misbreiðar ferhyrndar plötur. Misstór tann- hjól eru í veggskreytingunni, stáldiskar og reimhjól. Víntunnur og kertastjakar Út við einn vegginn standa tvær víntunnur á súlum sem búnar hafa verið til úr gildum járnrörum en í annarri tunnunni er rauðvín og hvítvín í hinni. Þ.e. „vín hússins". Á borðunum í veitingasalnum eru öskubakkar úr þykku járni með sama lit og aðrar skreytingar og hið sama er að segja um kertastj- aka sem á borðunum eru. Þegar komið er að salardyrunum á leið VEGGSKREYTING og tvær tunnur. Veggir salarins eru málað- ir með okkur-gulum lit og eru myndskreyttir með mismunandi stórum járnstykkjum, sem hafa jafnan og fallegan ryðbrúnan lit sem fer vel við veggina. TIL hliðar við miðju gólfsins stendur allmikill sívalur turn svip- aður gufukatli og er hann hólfaður niður í lítil hólf allt í kring. í hólfunum liggja fjölmargar tegundir rauðvíns og hvítvíns. BÚNINGAR þjónanna eru samsettir úr svörtum síðbuxum og víðri skyrtu úr grófu efni ljósgráu er klæðist utanyfir buxurnar. inn rekur maður augun í að dy- raumbúnaður er einnig úr dökku járni og er hurðin einnig smíðuð úr járni og er öll mynstruð með götum. Sömu sögu er að segja af spegilramma frammi í anddyrinu og fatahengið. Allt er þetta smíðað úr járni, enda þótt sumt sé svart og misdökkt, þ.e. ekki allt ryð- brúnt. Þjónar og stólar Ekki lætur hönnuðurinn staðar numið við hið harða járn. Borðdúk- ar eru valdir við það sem komið er í salinn og litur þeirra fer vel við aðra liti. Yfir stólana hefur verið saumað laust áklæði úr þunnum striga sem grisjar í gegnum. Þarna virðist hönnuðurinn lifa sig inn í leikmyndina, að verkamenn vél- smiðjunnar breiði strigapoka á stólana til þess að óhreinka þá ekki. Um salinn ganga þjónar sem láta sér annt um að þóknast gest- unum með lipurð og elskulegu við- móti. Búningur þjónanna mun lík- lega eiga að minna á vinnuföt mannanna er störfuðu í smiðj- unni. Þeir eru samsettir úr svört- um síðbuxum og víðri skyrtu úr grófu efni ljósgráu er klæðist ut- anyfir buxurnar. Þetta er í sjálfu sér klæðilegur búningur en minnir helst á klæðnað alþýðufólks í Asíu- löndum. Ekki á vinnuföt járnsmiða eða vélsmiða í smiðju. Það hefði hæft betur að búningar þjónanna væru líkari samfestingum. Hefði t.d. ekki farið illa að hafa stuttan aðskorinn jakka er félli vel að buxum í sama lit, úr bómullar- efni, þunnu og léttu. Góð hugmynd Hugmyndin að baki því yfir- bragði sem þarna er skapað er góð og skemmtileg. Ég var þarna gest- ur stutta kvöldstund og vakti þessi hönnun áhuga minn og athygli. Mér finnst hönnunin þess virði að vekja athygli á henni. Þarna inni var fjöldi prúðbúinna kvenna sem greinilega héldu upp á daginn með því að fá sér gott að borða. Það var skemmtilegt að virða fyrir sér silkikjóla, perlufestar, silfur- og gullskartgripi inni í þessum fallega og merkilega sal. Allt klæddi það hvað annað ágætiega. Mér hefði að vísu þótt huggulegra að sjá mýkra yfirdekk á stólunum. Góð þjónusta Stundum er talað um góða stemmningu. Á þessum stað, Carpe diem, er góð stemmning þar sem gott er að koma. Á matseðlin- um er fjöldi girnilegra rétta sem eru fallega fram reiddir og hægt er að velja um hvorki meira né minna en 69 tegundir af rauðvíni til þess að skola niður með matn- um. Mestu máli skiptir þó að gest- um líði vel í salnum og kunni vel við þjónustu og umhverfi. Eins og ég hefi áður nefnt er nafn staðar- ins útlagt á íslensku: „Gríptu dag- inn“. Það minnir á orðtakið „gríptu gæsina á meðan hún gefst“. Eins mætti líka segja „notaðu daginn“. Vandratað um sum- arhúsahverfi vegna lélegra merkinga í SÍÐASTA laugardagsblaði Morgunblaðsins var auglýsing frá Rafmagnsveitum ríkisins þar sem sumarbústaðaeigendur eru hvattir til að merkja betur sum- arhús sín. Samkvæmt upplýsing- um Stefáns Amgrímssonar hjá RARIK var þessi auglýsing birt vegna þess að sumarbústöðum hefur fjölgað mjög á undanförn- um árum. Á síðustu þremur árum hafa t.d. bæst við á annað þús- und bústaðir. „Það sem hefur ekki alveg fylgt eftir eru merkingar í þess- um nýju sumarhúsahverfum," sagði Stefán.„Það er orðið mjög vandratað i ýmsum af þessum hverfum. Sums staðar eru götur í sumarhúsabyggð, en þær eru oft ómerktar og húsin sömuleið- is. Þetta er mjög bagalegt, bæði fyrir 'okkur vegna álestra og einnig ef eitthvað bilai hjá sum- arbústaðaeigendum og þeir kalla út vakthafandi mann frá RARIK. Það getur orðið mjög erfitt fyrir hann að finna viðkomandi hús ef það er ómerkt. Þessi aug- lýsing er tilkomin vegna sam- vinnu okkar við Félag sumarbú- staðaeiganda. Það á í baksi við skipulagsyfirvöld á ýmsum stöðum vegna merkinga sumar- húsa. Menn greinir á um hvaða skyldur hvíla á sveitarfélöggum hvað snertir þessar merkingar. í þéttbýli eru það viðkomandi bæj- aryfirvöld og skipulagsyfirvöld sem annast merkingar á götum og kveða á um hvernig eigi að merkja húsin. Þetta er hins vegar ekki nægilegt skýrt, hvað snertir sumarbústaðabyggð. Þegar merkingum er ábóta- vant í'sumarbústaðabyggð þýðir það aukinn kostnað við álestur fyrir okkur og aukna fyrirhöfn fyrir okkar menn, en jafnframt dregur þetta úr öryggi okkar við- skiptavina. Það er erfitt að koma viðskiptavinum til hjálpar sem við finnum ekki. Þess vegna þarf að gera bragarbót í þessum mál- um sem fyrst,“ sagði Stefán Ás- grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.