Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Breska rokksveitin Pink Floyd stendur nú á hátindi ferils síns eftir 30 * ára starf. Arni Matthíasson rekur sögu hljómsveitarinnar og segir frá átökunum sem einkennt hafa hana. BRESKA rokksveitin Pink Floyd lagði sitt af mörkum til þeirrar bylt- ingar sem varð í rokk- inu á áttunda áratugnum, þegar einfalt form varð uppskrúfað og skrautlegt með ljósaflúr, sér- kennilegan klæðnað og framúr- stefnuhljóma. Pink Floyd ferðast nú um heiminn með tugi tonna af tólum og fyllir hvern leikvang- inn af öðrum af ólmum ungmenn- um, sem fæst voru fædd þegar hljómsveitin byijaði. Þrátt fyrir mannabreytingar og harðar deilur er Pink Floyd á hátindi ferils síns eftir 30 ára starf. Pink Floyd stofnuðu Syd Bar- rett og Roger Waters snemma árs 1965. Þeir Barrett og Waters ól- ust upp í sama bænum og þekkt- ust þaðan og því leitaði Waters til Syds og bauð honum í blús- sveit sína The Tea Set, en með honum í sveitinni voru Richard Wright og Nick Mason. Eitt fyrsta framlag Barretts var nafnið, því þegar hljómsveitin átti eitt sinn að leika með annarri Tea Set stakk Barrett upp á nafninu Pink Floyd Sound eftir blússöngvurun- um Pink Anderson og Floyd Co- uncil. Hann lagði hljómsveitinni einn- ig til stefnu, sem byggði á sér- kennilegri samsuðu af bamavís- um, blús og framúrstefnurokki, sem síðar kallaðist skynvillutón- list. Barrett og Wright voru tón- listarstjórar sveitarinnar, enda kunnu hinir lítt til verka, og Barr- ett varð hugmyndafræðingurinn. Fyrstu stórtónleikar Pink Floyd voru í Alexandra Palace 1967 fyrir neðanjarðarblaðið Intemati- onal Times, en þá var virkur í Lundúnum allstór menningarkimi sem gerði tilraunir á sjálfum sér með ýmiskonar fíkniefni; alsiða var að við inngang skemmtistaða sem héldu skynvilluhátíðir væru skálar með pillusafni sem menn völdu úr af handahófi og vissu ekki hvort þeir væm á leiðinni upp eða niður, hvort þeir hefðu neytt örvandi eða róandi lyíja. Pink Floyd féll vel að þeirri líf- speki sem gegnsýrði þátttakendur í slíkri tilraunastarfsemi; Syd Barrett var andlit sveitarinnar, hálf geggjaður spámaður sem klæddi sig afkáralega og samdi tónlist og texta sem vom á mörk- um hins skiljanlega. Þegar svo við bættist að hljómsveitin var braut- ryðjandi í notkun ljósa og glæra sem varpað var á hljómsveitina á sviðinu, vom vinsældirnar tryggð- ar. Fyrsta smáskífan var Arnold Layne, sem sagði frá klæðskipt- ingi og var bönnuð hjá BBC, sem ýtti vitanlega undir áhuga manna að hlusta. Fyrsta breiðskífan, The Piper at the Gates of Dawn, þótti mikið meistaraverk, eða þá að menn fundu henni flest til foráttu eftir hvort þeir kunnu að meta Barrett eða ekki. LSD í miklum mæli Eins og áður segir þótti Barr- ett sérlundaður og ekki hjálpaði að hann neytti LSD í miklum mæli. Með tímanum fannst félög- um hans æ erfiðara að vinna með honum, enda átti hann til að detta út á miðjum tónleikum og hljóð- versvinna fór oft í það að bíða eftir því að hann kæmist í sam- band nógu lengi til að syngja eða spila sinn hluta. Félagar hans fengu því til liðs við sig gítarleik- arann David Gilmore, æskufélaga Barretts, til að hlaupa í skarðið. Á endanum varð ekki hjá því kom- ist að leggja Barrett inn og hefur lítið til hans spurst síðan, utan hann sendi frá sér sérkennilegar sólóskífur snemma á áttunda ára- tugnum með aðstoð Gilmores. Waters tekur við Þegar hér var komið sögu hafði Waters tekið við stjórninni í hljóm- sveitinni og á annarri breiðskífu hennar, A Saucerful of Secrets, á hann flest lögin og Barrett aðeins eitt. Waters stýrði hljómsveitinni, en hann vildi þróa hana i átt að því að leika heilsteypt verk og flétta saman hljóðum úr ýmsum áttum og tónlist. Dæmi um þá þróun má heyra á tvöföldu plöt- unni Ummagumma, sem var sam- ansafn af tónleikaupptökum, til- raunum og lögum eftir hvern liðs- mann sveitarinnar sem þeir tóku upp mestmegnis á eigin spýtur. Næsta plata, Atom Heart Mother, var unnin að hluta með rafeinda- tónsmiðnum Ron Geesin og hann kenndi sveitinni sitthvað í upp- tökutækni sem átti eftir að nýtast vel síðar, þar á meðal að nota mörg segulbönd samtímis til að ná meiri dýpt í upptökuna. Á fimmtu hljóðversplötunni, Meddle, má heyra að hljómsveitin hefur náð tökum á því sem hún ætlaði sér og hvarvetna eru dæmi um það sem koma átti; listileg sam- suða af framúrstefnu, rafeinda- tónlist og hljóðum héðan og það- an. Dark Side of the Moon kom út tveimur árum síðar og margir telja hana helsta verk Pink Floyd og með helstu plötum áttunda áratugarins. Textar Waters eru hnitmiðaðir og beittir og tónlistin er samfellt verk ólíkra þátta. Hljómsveitin samdi verkið og kall- aði Eclipse, æfði það vandlega og flutti nokkrum sinnum á tónleik- um áður en hún hélt í hljóðver. Fyrir vikið gengu upptökur vel þó þær tækju langan tíma og hljómsveitarmeðlimir gjörþekktu verkið. Waters var enn leiðtoginn og dró upp skýringarmyndir að því hvemig hann vildi hafa verkið og hvernig það yrði samsett, en nokkuð var farið að bera á spennu milli hans og Gilmores; Waters vildi leggja æ meir áherslu á inni- hald texta en Gilmore á tónlist- ina, enda var hann rokkari í eðli sínu. Metsala Dark Side of the Moon seldist í bílförmum og smáskífa af plöt- unni, Money, varð geysivinsæl um heim allan. Platan setti met á Billboard-Iistanum bandaríska, sat þar í nokkur ár, en alls seld- ust af henni tæp 30 milljón ein- tök. Skyndiléga var Pink Floyd orðin helsta rokksveit heims og þó frægð og fé hafi eflaust verið kærkomið átti Roger Waters erf- itt með að sætta sig við það að vera poppstjarna en ekki alvarleg- ur listamaður. Það gerðu allir sér grein fyrir því að erfítt yrði að fylgja eftir Dark Side of the Moon, en eftir þrotlausar æfingar lungann af 1974 setti sveitin saman næstu breiðskífu, Wish You Were Here, sem kom út 1975, og lagði drög að næstu þar á eftir. Wish You Were Here, sem er ólík Dark Side of the Moon að mörgu leyti; hefur öllu léttara og opnara yfirbragð, er lítt síðri plata, en líklega síð- asta eiginlega hljómsveitarplata Pink Floyd. 1977 kom Animals, sem hafði orðið til að mestu 1974, en þá var tónlistin nánast öll í höndum Gilmores og Waters sá um texta og ímynd. Framlag Ric- hards Wrights var þá orðið harla lítið; hann átti í erfíðleikum heima fyrir og ekki bætti úr skák að Waters og hann töluðust vart við, enda hafði þeim illa lynt 'saman alla tíð. Nick Mason var einnig farinn að vera hljómsveitinni fjöt- ur um fót, því hann var einfald- lega ekki nógu góður trommuleik- ari til að halda í við hátækni- vædda félaga sína. Vinslit 1978 töpuðu þéir Pink Floyd- liðar rúmum 200 milljónum króna í misheppnuðum fjárfestingum og fjárhagslegur þrýstingur bættist við annað sem hijáðir sveitina. Roger Waters hafði þá samið verkið The Wall og hélt félögum sínum í einskonar gíslingu, því þó textarnir hafí verið sterkir og hugmyndin fullmótuð, var tónlist- in hálfkarað klúður. Wright hafði misst tökin á hljómborðunum og á endanum má segja að honum hafi verið ýtt út í kuldann. Áður en yfir lauk heimtaði Waters síðan að Mason yrði rekinn úr sveitinni og hótaði að hverfa á brott með upptökumar á verkinu, sem hann átti, og skilja félaga sína eftir gjaldþrota ef þeir létu ekki undan. Þá voru þeir eftir Gilmore og Waters, og þó þeir væru ekki perluvinir, tókst þeim að gera The Wall að metsöluplötu sem tryggði fjárhag sveitarmanna á ný. Eftir þessar hremmingar lá. sveitinni ekki á að taka upp aðra plötu, Gilmore segist ekki hafa verið ýkja spenntur fyrir því að fara að vinna með Waters aftur. Á endanum lét hann til leíðast og sem tvíeykið Pink Floyd gengu þeir frá The Final Cut, en obbinn af þeirri plötu var lög sem þóttu ekki nógu góð fyrir The Wall. Að sögn Gilmores deildu þeir félagar hart um lagavalið á þeirri for- sendu að lögin hefðu ekki batnað við geymsluna, en Waters hafði sitt fram á endanum. Platan var og gölluð og svo virtist sem há- tæknipopp Pinks Floyds væri komið í blindgötu; andinn hefði sigrað efnið. Framhald Eftir að The Final Cut kom út leysti Waters upp sveitina; fannst hann enda eiga hana, en Gilmore var ekki á sama máli. Hann vildi taka upp þráðinn án Waters, fá þá Mason og Wright inn í sveitina að nýju. Eftir lagastapp og harka- legar deilur höfðu Gilmore og fé- lagar sigur og Pink Floyd hélt áfram. Waters hélt og áfram einn síns liðs, en plötur hans hafa ekki selst ýkja vel. Fyrsta Pink Floyd platan án Waters var A Momentary Lapse of Reason, sem þótti ekki góð, og þeir Pink Floyd-félagar viður- kenna það fúslega, því það hafí tekið sinn tíma að koma öllum á sporið að nýju. Næst á eftir kom út tónleikaskífa, en fyrir tveimur árum kpm svo út' The Divison ‘ Bell, sem fór beint á toppinn í Bretlandi og sat þar vikum sam- an. Á þeirri plötu má heyra að Pink Flóyd er aftur orðirt hljóm- sveit og að sögn Gilmores náðu þeir félagar svo vel saman þegar þeir æfðu saman fyrir plötuna að þeir gátu valið úr 40 lögum. í takt við metsöluna var tón- leikaferðin sem fylgdi í kjölfarið ein mesta tónleikaferð rokksög- unnar og þrátt fyrir dapra tíma í tónleikahaldi vestan hafs var uppsélt á alla tónleika þar margá' mánuði fram í tímann og eina vandamálið var að finna nógu stóra tónleikastaði. Afrakstur þeirrar ferða um heiminn kom síðan út fyrir skemmstu undir nafninu Pulse, tvöfaldur diskur í eftirminnilega sérkennilegri pakkningu með blikkljósi og til- heyrandi. Þrátt fyrir að um tón- leikaupptöku sé að ræða fór plat- an beint á toppinn í Bretlandi og sat þar uns Michael Jackson og Björk Guðmundsdóttir veltu henni í þriðja sætið. Á Pulse fer hljómsveitin um víðan völl, en einna mesta athygli vekur að á öðrum disknum flytur hún Dark Side of the Moon sem eitt samhangandi verk og fer eins nærri upprunalegri útgáfu og unnt er á tónleikum; sönnun þess að þó Pink Floyd eigi eftir að halda áfram lengi enn, nær hún aldrei hærra en þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.