Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ • SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 B 7 MANNLÍFSSTRAUMAR UMHVERFISIVIÁL7/ir//;;? á að skilgreina ogplantna? ______ heimkynni trjáa Um Umdnám trjáa og annars gróðurs YRKJA - afmælisrit forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, var gefið út í tilefni 60 ára afmælis hennar árið 1990. Þetta er vegleg bók sem hefur að geyma áhugaverðar greinar eftir valinkunna menn um málefni sem eru forsetanum hugleikin. Þar á meðal er fróðleg grein eftir Sigurð Blönd- al fyrrv. skógræktarstjóra sem heitir Landnám trjánna og hefst á þessum orðum: Tré eru merkilegar verur. Líf þeirra er fullt af andstæðum og í fari þeirra birtast andstæður. Að því leyti eru þau ekki'ólík mönn- um. Enda lífverur eins og þeir.“ Síðan lýsir hann eiginleikum trjánna - þau eru stór eða lítil - geta orðið stærst allra lífvera (90 m á hæð) og líka elst (4.000 ára). Hann segir frá ótrúlegu þolsviði þeirra og þolinmæði, en á bak við hana leyn- ist líka drottnunargirni. Trén íifa nefnilega oft í flóknu samfélagi sem við köllum vistkerfi og þar eru trén yfirstéttin. Þau eiga líka í harðri baráttu hvert við annað þótt menn greini hana varla vegna þess að tímarás tijáa er hægari en manna og dýra. Barátta tijánna stendur líka við höfuðskepnumar, umhverfið. í lífi þeirra skiptast á skin og skúrir, ekki síst þegar litið er á hina löngu sögu tijánna sem nær yfir a.m.k. 400 miljón ár. ... Trén þekkja ekki landamæri ríkja heldur marka lífsskilyrði þeim landamæri, einkanlega loftslag og jarðvegur. Stundum verða höf og fjöll á vegi þeirra svo þau ná ekki til svæða sem eiginlega byðu þeim góð lífsskilyrði..." Sigurður gerir grein fýrir ofur- litlu broti úr sögunni um landnám tijáa, einkum á norðurslóðum eftir fimbulveturinn (ísaldirnar), og síð- an þeim þætti sem hófst þegar menn fóru að ferðast um heiminn fjarri heimkynnum sínum. Þá sáu þeir margt í náttúrunnar ríki, m.a. plöntur sem ekki uxu heima. Afleiðing þessa varð sú að allar helstu nytjaplöntur sem mannkyn hefur sér til viðurværis eru að veru- legu leyti ræktaðar utan náttúru- legra heimkynna. Þetta á við um allar korntegundir, baðmull, kart- öflur, te og kaffi svo nokkuð sé nefnt. Sama á við um blóm, runna og tré. Því er í raun erfitt að skil- greina hvaða plöntur séu uppruna- legar og hveijar ekki. Sigurður segir að líklega hafi Evrópumenn verið brautryðjendur í plöntuflutningum. Rómveijar voru t.d. mikilvirkir á sínum tíma en á endurreisnartímanum hófust plöntu- flutningar til Evrópu fýrir alvöru frá fjörrum löndum einkum Asíu sunn- an- og austanverðri. Þá urðu Bretar hvað mikilvirkastir að þvi er varðaði tijátegundir vegna þess að skógarf- uru þeirra sem kennd er við Kaledo- níu (upprunalegt nafn Skotlands) eftir Huldu Voltýsdóttur hafði nærri verið útrýmt.. Það var í byijun 16. aldar. Með landafundun- um miklu laukst upp hinn ótrúlegi lífheimur Ameríku og þar með óþekktir möguleikar til að safna nýjum tijátegundum. Sigurður rekur söguna nánar um landnám plantna með hjálp mannsins og segir í kafla um aðfluttar tijátegundir í heims- skógræktinni að af starfi tijásafnara hafí tiltölulega fátæklegri tijáflóru Evrópu bæst óteljandi tijátegundir frá Asíu en einkum þó frá nýja heim- inum, sem uxu ljómandi vel í nýjum heimkynnum og margar miklu betur en ýmsar sem fýrir voru. Hann rekur síðan sögu ýmissa þessarra tegunda í Evrópulöndum, s.s. sögu döglingsviðar, hvítfuru, japanlerkis, sitkagrenis frá Alaska, stafafuru frá Yukon í Kanada, geislafurunnar frá Kaliforníuströnd sem nú er mest ræktaða barrtré á suðurhveli jarðar. En sú tegund lauftijáa sem nú geysist fram í skógrækt heittempraða beltisins, á heimkynni í Ástralíu. Það er Euk- alyptus sem nefnt hefur verið trölla- tré á íslensku. Hún telur hvorki meira né minna en 600 tegundir. Þar við bætir Sigurður að þessir tveir landnemar sem síðast voru taldir eigi eftir að valda byltingu í skógrækt heimsins og eru sterkasta vörn skógræktarmanna gegn hinni geigvænlegu eyðingu skóga svo- nefndra þróunarlanda. I lokakaflanum segir frá landn- ámi tijátegunda á Islandi. Hann minnir á að gróðurríki íslands sé ákaflega fáskrúðugt af svonefndum æðri plöntum eða um 600 teg. sem er aðeins þriðjungur þess sem er við svipuð loftslagsskilyrði í Skand- inavíu. Af þeim er talið að 90 hafí borist til landsins vegna búsetu. Landið er því kjörið dæmi um hvernig úthaf lokar leið plantna að landsvæði þar sem þær gætu vaxið. Um síðustu aldamót fóru danskir menn aða reyna ýmsar tijátegundir hér. Þá hafði danska Heiðarfélagið beitt sér fýrir skógrækt á jósku heiðunum sem áður höfðu verið skógi vaxnar en menn höfðu eytt. Sú uppgræðsla hófst um 1866. Tilraunir Dana með innfluttar tijátegundir hér tókust ekki nema að litlu leyti. Þó standa enn af þeim litlar þyrpingar og einstaka tré sem eru ómetanlegur vegvísir um hvaða innflytjendur gætu þrifíst hér. Sú viðleitni koðnaði niður um 20 ára skeið. En þá kom til sögunnar fyrsti háskólalærði íslenski skógræktar- maðurinn Hákon Bjarnason. Hann hófst handa af tvíefldum krafti við innflutning tijátegunda víðs vegar af norðurhveli jarðar, fór sjálfur til Alaska og snéri heim hlaðinn fræj- ‘um' af ýmsum tegundum tijáa og jurta. Hann leitaði líka í austurveg og fékk þaðan fræ af rússalerki og síberíulerki. Síðan segir Sigurður: „Hákon var vel menntur og víðsýnn náttúru- fræðingur sem vissi að gróðurríki íslands gaf aðeins takmarkaða hug- mynd um lífsskilyrði fýrir plöntur. Hann vissi að það þurfti að hjálpa þeim yfir hið mikla úthaf sem um- lykur landið. Árangurinn blasir við. Yfir 100 tijátegundir víðs vegar að úr heiminum hafa fengið að spreyta sig hér. Um 10 þeirra hafa numið land og eru orðnar hluti af gróður- ríki íslands. Margar eiga eftir að gera það. Þar hefur náttúran stað- fest enn einu sinni að landamæri þjóðríkja eru ekki landamæri tijáa. íslendingar hafa tekið þessari hegðun tijánna vel eins og gestrisn- um húsráðanda sæmir þegar ókunnuga ber að garði. Þeir ætla fleiri og fleiri að opna lendur sínar fyrir gestunum. Þeir ætla að láta draum sinn rætast um margan grænan lund og fjölskrúðugan í landinu nakta. Og spuija ekki um ætt og uppruna tijánna - bara hvort þau vaxi og þrífist." ANDREW ✓ Úrval fylgihluta fyrir ESm farsíma ✓ Hraðhleðsla í bílinn - Rafhlöður - Ýmsir gagnlegir aukahlutir ✓ Gæðavara á góðu verði J. RSTVRIDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjavík. sími 552 3580 NECTAR náttúrulegar snyrtivörur Dregið hefur verið í boðsmiðanúmcrum NECTAR. Upp koma númerin 3695 7301 og 10963 Handhafar boðsmiða með þessum númerum geta vitjað vöruútekta í versluninni. NECTAR, snyrtivööruverlsun, Skólavörðustíg 3 Frábærar sólarvörur Sigurður E. Þorvaldsson, lýtalæknir, Læknastöðinni, ÁKheimum 74, verður f jarverandi frá 7. júlí til 15. október. Rosenthal ^f>úve • Brúðkaupsgjafir siöf • Tímamótagjafir Hönnun Og gcOÖÍ l sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244. VIRKA MÖRKINNI 3 (VII) SUIHIRl.ANDSBRAUT), SÍMl 56» 7477 Bútasaumsefní Bútasaumsvörur, nýjar bækur, ný föndursniö, nýjar smávörur fyrir bútasaum. -fös. KL. Sólgleraugu með styrkleika Lausn í sólinni fyrir þá sem nota gleraugu. Verð frá 8.950 kr. ö LINSATM Aðalstræti 9. sími 551 5055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.