Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 8
8 C ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hækkun lánshlutfalls í húsbréfakerfinu Markaðurinn Umsvif á fasteignamarkaði hafa ekki veríð eins mikil og ráð var fyrir gert, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Svigrúm var því fyrir hendi til að hækka lánshlutfallið hjá hluta kaupenda og byggjenda. LÁNSHLUTFALLIÐ í húsbréfa- kerfinu hefur verið hækkað úr 65% í 70% af matsverði íbúðar, þegar um fyrstu íbúðakaupendur eða húsbyggjendur er að ræða. Þeir umsækjendur um hús- bréfalán, sem hafa ekki átt íbúð eða hluta úr íbúð síðastliðin 3 ár, teljast vera að kaupa eða byggja sína fyrstu íbúð. Oski þeir eftir hærra húsbréfaláni en sem nemur 65% af matsverði íbúðar verða þeir að leggja fram staðfestingu frá skattyfirvöldum um að hafa ekki átt íbúð eða hluta úr íbúð síðastliðin 3 ár á sértöku íbúðar- vottorði. Eingöngu fyrstu íbúðakaupendur eða húsbyggjendur Reglugerð um hækkun láns- hlutfallsins í húsbréfakerfinu tók gildi 23. júní síðastliðinn. Hækk- unin á eingöngu við um þá íbúða- kaupendur og húsbyggjendur sem sækja um húsbréfalán eftir þann tíma, ef ráð er fyrir því gert í kauptilboði og umsókn að láns- hlutfallið sé hærra en 65% og ef umsækjandi telst ekki hafa átt íbúð eða hluta úr íbúð síðastliðin 3 ár. Nokkuð hefur verið um það að kaupendur sem keyptu íbúðir stuttu fyrir gildistöku reglu- gerðarinnar-um hækkun lánshlut- fallsins hafí spurst fyrir um hvort þeir geti fengið hækkun á því húsbréfaláni sem þeir þá fengu. Svo er ekki. Það sama á við um þá sem eiga í raun ekkert í íbúðum sínum vegna skulda og vilja skipta um húsnæði. Þeir teljast ekki vera að eignast síná fyrstu íbúð þó svo að eignarhlutur þeirra sé enginn og eiga því ekki rétt á hærra láns- hlutfallinu. Útgáfa húsbréfa Ákvörðun um hækkun lánshlut- fallsins í húsbréfakerfinu byggist á því að umsvif á fasteignamark- aði hafa ekki verið eins mikil á þessu ári og ráð var fyrir gert. Það leit út fyrir að útgáfa hús- bréfa á árinu yrði lægri en áætlað er samkvæmt fjárlögum og láns- fjárlögum. Svigrúm var því fyrir hendi til að hækka lánshlutfallið hjá hluta kaupenda og byggjenda. Að öllu óbreyttu er gert ráð fyrir því að þær breytingar sem gerðar hafa verið muni rúmast innan áætlaðrar útgáfu húsbréfa á árinu. Breyting til bóta Það sem í raun gerðist með þeirri breytingu sem gerð hefur verið á húsbréfakerfinu er að veð- setningarmöguleikar þeirra, sem eru að festa kaupa á eða byggja sína fyrstu íbúð, hafa verið hækk- aðir í allt að 70% af matsverði íbúðar. Veðsetningarhlutfallið er hins vegar óbreytt, eða allt að 65% hjá öðrum. Þetta er ekki mikil breyting á húsbréfakerfinu, en breyting þó sem er til bóta. Sem dæmi má nefna kaup á 6 millj. kr. íbúð. Eftir breytingu eru veðsetningarmöguleikar þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð allt að 4,2 millj. kr., samanborið við 3,9 millj. kr. áður, sem eru veðsteningarmöguleikar þeirra sem teljast ekki vera að kaupa sína fyrstu íbúð. Hámarkslán í húsbréfakerfinu breytast hins vegar ekki með hækkun Iánshlutfallsins og er enn um 5,4 millj. kr. vegna notaðra íbúða og um 6,5 millj. kr. vegna nýrra íbúða. Sú breyting sem gerð hefur verið ætti ekki að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn þar sem um litla breytingu er að ræða, og er það að sjálfsögðu kostur. Aukin greiðslugeta Ein af forsendum íbúðarkaupa eða húsbyggingar er eigið fé kaup- andans eða byggjandans. Stór hluti kaupenda og byggjenda und- anfarinna ára hafa þurft að taka skammtímalán auk þeirra lang- tímalána sem í boði hafa verið í hinu opinbera húsnæðislánakerfí. Með hækkun lánshlutfallsins í húsbréfakerfinu lækkar greiðslu- byrði vegna íbúðarkaupa eða hús- byggingar um þá fjárhæð sem nemur mismuni á greiðslubyrði húsbréfaláns annars vegar og skammtímaláns hins vegar, að því gefnu að kaupandi eða byggjandi þurfi á slíku láni að halda og eigi möguleika á því. Þær breytingar sem gerðar hafa verið munu því væntanlega leiða til þess að eitthvað fleiri en ella munu geta fest kaup á eða byggt sína fyrstu íbúð. Jafnframt iriunu aðrir eiga möguleika á að festa kaup á eða byggja örítið dýrari íbúðir en annars. Heppilegast væri ef það gerðist hins vegar ekki heldur að þeir kaupendur sem fá hærra greiðslumat en áður, not- færi sér frekar nokkuð Iægri greiðslubyrði lána en ella. Það væri mesti ávinningurinn af hækk- un lánshlutfallsins í húsbréfakerf- inu. Annars leiðir hækkunin til aukinnar skuldasöfnunar heimil- anna. Magnús Laópoldsson, lögg. fasteignasalf. Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-18. ATHUGIÐ! Yfir 600 eignir á Reykjavíkursvœöinu á söluskrá FM. Einbýli MOSFELLSBÆR Glæsil. 260 fm einb. á fráb. útsýnisstað. Húsið stendur á u.þ.b. 2500 fm eignarlóð Gaðarlóð) í landi Reykja. Mjög áhugaverð eign. Skipti mögul. á minni eign. HÁVEGUR 7653 Til sölu eldra einb. 87,5 fm á einni hæð ásamt 57,5 fm bílsk. Húsið er forskalaö timburh. en bílskúr hlaðinn úr holsteini. Verð 7,1 millj. HLÍÐARTÚN - MOS. 7610 Skemmtil. staðsett 168 fm einb. auk 40 fm bílsk. og u.þ.b. 12 fm sólstofu. 5 svefn- herb. Mjög stór gróin lóð. Mikill trjágróð- ur. Áhugaverð eign. Verð: Tilboð. LOGAFOLD 7658 Mjög fallegt 176 fm einb. á einni hæð. Fullb. 'vandað hús að utan sem innan. Góður garður Verð 13,7 millj. NJÖRVASUND 7659 Til sölu 272 fm einb. á tveimur hæðum auk kj. sem mögul. væri á að innr. sem séríb. Góðar stofur. 5 svefnherb. Eignin þarfnast standsetn. Verð 13,5 millj. MOSFELLSDALUR 7638 Tll sölu þetta áhugaverða hús í Mosfells- dal. Um er að ræða einbhús úr timbri ásamt stórum bílsk. Stærð samtals um 190 fm. 80 fm sólpallur. Húsinu fylgir um 1,5 ha eignarland. Frábær staðs. ASLAND - MOS. 7503 Glæsil. 247 fm einb. á tveimur hæðum m. innb. 40 fm bílsk. Parket á stofum. Mjög gott útsýni. Áhugaverð eign. NJARÐARHOLT 7646 Til sölu einbhús á einni hæð, stærð 110 fm auk 30 fm sólstofu og 45 fm bílsk. 3 svefnh. Rúmg. baðherb., stofa, borðstofa og sólstofa. Góð staðs. Verð aðeins 10,7 millj. Raðhús/parhús LEIRUTANGI - MOS. 6440 ÚTSÝNI - JAÐARLÓÐ. Til sölu glæsil. parhús á besta stað í Mosfbæ. Stærð 166,7 fm. Húsið er á tveimur hæðum. Góður innb. bílsk. Góðar suðursv. Stutt í fráb. gönguleiðir, hesthús, golfvöll o.fl. Áhugav. eign. KAMBASEL 6392 Til sölu skemmtil. 180 fm endaraðh. Hús- ið er á tveimur hæðum. Innb. 27 fm bílsk. Skemmtil. staðsetn. Verð 12 millj. SUÐURGATA - HF. 6402 Gott 163 fm parhús m. innb. bílsk. Fallegt útsýni yfir höfnina. Verð 10,9 millj. Áhv. 6,2 millj. húsbr. Laust. STAPASEL 5343 Góð 121 fm neðri sérh. í vönduðu tvíb. 3 svefnh. Góð stofa. Sérlóð í enda á byggð. Gott útsýni til suðurs. Áhv. 5,4 millj. Verð 8,7 millj. FLÓKAGATA 5353 Vorum að fá í sölu 172,4 fm hæð, þ.m.t. innb. bílsk. Um er að ræða íb. á 2. hæö í húsí byggðu ’63. Þvottahús í íb. Stórar svalfr. 4 svefnh. Áhugaverð íb. EFSTASUND 5322 Til sölu efri sérhæð 91,2 fm í tvíb. ásamt 36 fm bílsk. Eigninni fylgja 2 herb. í risi sem mögul. væri að stækka. Ýmsir mögu- leikar. íb. þarfn. viðhalds. Laus. Lyklar á skrifst. Verð 7 millj. LINDARBR. - SELTJ. 5348 Vorum að fá í sölu 122 fm neðri sérh. í þríb. ásamt 35 fm bílsk. 3 svefnh., stórar stofur. Gott útsýni. Laus. Lyklar á skrifst. Áhv. 3,4 millj. Verð 10,4 millj. HREFNUGATA 5355 Falleg 112 fm efri hæð í góðu þríb. 2 stór- ar stofur, 4 svefnherb., geymsluloft yfir íb. Laus fljótl. Áhv. 3,5 millj. byggsj. Verð 8,4 millj. ENGIHLÍÐ 5352 Falleg 85 fm neðri hæð í góðu fjórb. Mik- iö endurn. íb. m.a.i;eldh., baðherb., gólf- efni o.fl. Laus. Lyklar á skrifst. V. 7,6 m. 4ra herb. og stærri. VESTURBÆR 3621 Glæsil. 4ra herb. 115 fm íb. á 3. hæð. Innr. allar vandaðar frá Brúnás. Stór stofa m. fráb. útsýni yfir sjóinn. Svalir úr hjóna- herb. í suðvestur. Áhv. húsbr. og byggsj. 5,7 millj. Verð 9,2 millj. RAUÐHAMRAR 4137/4138 Ný glæsil. innr. 180 fm íb. á tveimur hæðum. Á neðri hæð (120 fm) eru saml. stofur með suðursv. 2 svefnherb. þvhús, eldhús og bað. Parket. Uppi er 60 fm loft þar sem gera mætti 2-3 herb. Bílsk. Frá- bært útsýni. íb. er til afh. strax. BÁRUGATA 3613 Vorum að fá í sölu góða 85,9 fm 4ra herb. íb. í vel byggðu fjórbhúsi. Verð 6,8 millj. VESTURGATA 3587 Glæsil. 117 fm 4. herb. íb. á tveimur hæðum í nýl. fjölb. Mjög stórar suðursv. Áhv. 5 millj. byggsj. Verð 9,9 millj. HRÍSMÓAR 3615 Vorum að fé í sölu fallega 128 fm 4ja-5 herb. „penthouse"-íb. á 4. og 5. hæð í góðu lyftuhúsi. Vandaðar innr., 45 fm svalir með sólstofu. Laus. Lyklar á skrifst. Áhv. 1,8 millj. byggsj. Verð 9,7 millj. ENGIHJALLI 3509 Góð 93 fm 4ra herb. íb. á 5. hæð í lyftu- húsi. Stórar suðursvalir. Parket á gólfum. Verð 6,6 millj. ASPARFELL 3586 Til sölu 4ra herb. ib. 106 fm á 5. hæð í lyftuh. Sérsvefnherbálma. Góðir skápar. Parket á herb. og svefnherbholi. Áhv. veðd. og byggsj. 3,8 millj. Verð 6,9 millj. HÁALEITISBRAUT 3566 Góð 102 fm 4ra herb. íb. á 4. hæð í góðu fjölb. 23 fm bílsk. iylgir. Frábært útsýni. Laus. Verð 8,2 millj. KEILUGRANDI 3606 Falleg 114 fm 4ra herb. íb. á tveimur hæðum í góðu fjölb. Stæði i bílskýli. Fráb. útsýni. Suðursv. Falleg lóð með leiktækj- um. Skipti möguleg á minna. Áhv. 3,2 m. VESTURGATA 3621 Falleg 116 fm íb. á 3. hæð í nýl. húsi ásamt 15 fm aukaherb. í kj. 3 stór svefn- herb. Vandaðar harðviðarinnr. Parket og flísar. Frábært útsýni yfir sjóinn. Áhv. 5,8 millj. Verð 9,2 millj. LEIRUBAKKI 3585 Falleg 4ra herb. 96 fm íb. á 2. hæð í góðu fjölb. Vandaðar innr. Baðherb. ný- standsett. Parket, flísar. Fráb. útsýni til suðurs. Verð 7 millj. 3ja herb. íb. VEGHUS 2767 Falleg 105 fm íb. á 1. hæð ásamt 21 fm bílsk. í nýl. fjölb. Vandaðar innr. Laus. Lyklar á skrifst. Áhv. 4 millj. Verð 8,7 millj. SELTJARNARNES — 2732 GLÆSILEGT ÚTSÝNI Mjög glæsil. 3ja herb. íb. á 3. hæð i vönd- uðu fjölb. Allar innr. úr mahoní sem gefa íb. fallegan heildarsvip. Gólfefni: Parket og marmari. Sjón er sögu ríkari. SÖRLASKJÓL 2611 Til sölu ágæt 52 fm 3ja herb. kjib. í þríb. Góð staðsetn. Parket á gólfum. V. 3,9 m. RAUÐÁS 2685 Glæsil. 77 fm 3ja herb. íb. é 1. hæð með sérgarði. Parket og flísar. Áhv. 2,2 millj. Verð 6,5 millj. ORRAHÓLAR 2822 Vorum að fá í sölu rúmg. 3ja herb. 88 fm íb. á 2. hæð. Stórar svalir. Gott útsýni. Góð sameign. Húsvörður. Lyfta. Áhv. 2,4 millj. byggsj. Verð 6,5 millj. VIÐ SJÓMANNASK. 2818 Björt og rúmg. ca 90 fm 3ja herb. lítið niðurgr. íb. m. sérinng. Áhv. 2,4 millj. Verð 6,7 millj. MIÐBÆR 2815 Björt og góð 3ja herb. lítiö niðurgr. 55 fm íb. Gengið inn frá Gunnar^braut. Stórt þvhús, 2 geymslur, sérhiti og sérinng. Parket. Áhv. 2,8 millj. hagst. byggsjlán. Gott verð 4,9 millj. FRÓÐENGI 2743 87 fm 3ja herb. íb. í nýju fjölb. á fráb. útsýnisstað. íb. skilast tilb. til innr. Verð 6,3 millj. BORGARHOLTSBR. 2675 Til sölu 3ja herb. efri hæð í tvíb. Nýl. eld- hús, 2 svefnherb. íb. er öll nýmáluð. Ný teppi á stigagangi. Stór og góð lóð. Áhv. húsnlán 3 millj. Verð 5,8 millj. 2ja herb. íb. FREYJUGATA 1566 Góð 60 fm 2ja herb, íb. á jarðhæð I góðu steinh. Skemmtil. staðsetn. Verð 4,8 m. GAUKSHÓLAR i607 Góð 2ja herb. íb. á 1. hæð í snyrtil. fjölb. Þvhús á hæöinni. Mjög snyrtil. íb. Ágætar innr. Verð aðeins 4,7 millj. HRAUNBÆR i6io Til sölu 57 fm 2ja herb. íb. á 1. hæð í góðu fjölb. Áhv. 2,3 millj. Verð 4,4 millj. KÓPAVOGSBRAUT 1467 Til sölu falleg, 2ja herb. 53 fm íb. m. sér- inng. á jarðh. í góðu fjórb. Mikið endurn. eign., m.a. innr. og gólfefni. Verð 4,7 millj. Áhv. 2 mlllj. •Mýbyggingar EIÐISMÝRI 6451 Vorum að fá í sölu 201 fm endaraðh. sem er í byggingu á þessum vinsæla stað. 30 fm innb. bílsk. 3-4 svefnherb. Húsið skil- ast fullb. að utan, fokh. að innan. Verð aðeins 8,9 millj. SUÐURÁS 6422 Glæsil. raðh. á einni hæð meö innb. bílsk. samt. 137,5 fm. Húsinu skilað fullb. að utan með grófjafnaðri lóö en fokh. að inn- an. Traustur seljandi. Afh. 1.5.’95. Hag- stætt verð 7,8 millj. EIÐISMÝRI 6421 Nýtt glæsil. 200 fm raðhús m. innb. bílsk. á eftirsóttum stað á Seltjn. Hægt að fá húsið afh. á ýmsum byggstigum. Teikn. á skrifst. Til afh. strax. Atvinnuhúsnæði o.fl. GRENSÁSVEGUR 9162 Til sölu um 1025 fm skrifstofu- og iðnaðar- húsn. á 2. hæð í vei staðsettu húsi. Eign- in þarfn. lagfæringar en gefur mikla mögu- leika. Mögul. að kaupa eignina i minni einingum. Innkeyrsludyr. Teikn., lyklar og nánari uppl. á skrifst. Til söiu 106 fm atvinnuhúsn. sem gæti nýst fyrir ýmsan iðnað. Mögul. á inn- keyrsludyrum. Laust. Lyklar á skrifst. Verð 2,8 millj. Eignir úti á land HVERAGERÐI 14166 Fallegt 132 fm steypt einb. á einni hæð ásamt 40 fm bílsk. m. öllu. 4 svefnherb., góð stofa. Laust. Verð 8,2 millj. DALASÝSLA 14171 Til sölu mjög gott hús á Skarðströnd sem bæði gæti verið sumarhús eða heilsárs- hús. Um er að ræða 127 fm timburhús á einni hæð byggt 1984. Nánari uppl. á skrifstofu FM. Bújarðir o.fl SKARÐSA 10047 Til sölu smábýlið Skarðsá í Dalasýslu. Gott íbúðarhús um 140 fm úr steini, allt á einni hæð, auk vélageymslu og íleiri bygginga. Landstærð er ca 4,5 ha. Stutt í hafnaraöstöðu. Verð 5,0 millj. ÆSMSTAÐIR 10367 Til sölu íbúðarhús ásamt gróðurhúsi og 3,3 ha eignarlandi. Myndir á skrifst. FM. Verðhugmynd 12,0 millj. BREIÐAFJ. — EYJAR 10365 Til sölu eyjarnar Grímsey, Grímseyjar- hólmi, Úlfkellsey og Úlfkellseyjarhólmar. Eyjar þessar eru í svonefndu Hrafnseyjar- landi. Einstök náttúrufegurð. Myndir á skrifstofu FM. Verð 2,5 millj. KNARRARNES 10025 Til sölu Stóra Knarrarnes (austurbær). Um er að ræða eldra íbúðarhús auk við- byggingarfrá 1960, alls um 100fm. Einn- ig hlaða sem nýtt er sem hesthús. Land- stærð u.þ.b. 40 ha. Landið liggur að hluta til að sjó. Nánari uppl. á skrifst. FM Sumarbústaðir SUMARHÚS — 15 HA 13270 Vorum að fá í sölu nýtt sumarhús'sem stendur á 15 hektara eignarlandi i Austur- Landeyjum. Verð 5,3 mílfj. ATHUGIÐ! Á söluskrá FM er mikíll fjöldi sumarhúsa og bújarða og annarra eigna úti á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.