Morgunblaðið - 11.07.1995, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ
14 C ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995
FASTEIGNASALA
SKÚLAVÖRÐUSTtG 38A
FAX 552-9078
OPIÐ VIRKA DAGA
9-18.
Viðar Friðriksson jp
Löggiltur fasteignasali II
552-9077
Einbýlis- og raðhús
Raðh. um 200 fm með 4 svefnherb. og
garðstofu. Fallegt útsýni. Arinn. Verð
12,9 millj.
Heiðargerði. Fallegt einbhús 120
fm ásamt 32 fm bílsk. Húsið er mikið
endurn. m. 3 rúmg. svefnherb., stofu
og garðstofu, nýtt eldh., suðurverönd.
Verð 12,7 millj.
Asgarður. Raðh. kj. og tvær hæðir
alls 178 fm ásamt 28 fm bilsk. Sérib. í kj.
3 svefnherb. á efri hæð. Áhv. 6,4 millj.
húsbr. og Irfeyrissj. Verð 12,5 millj.
Ásbúð - Gbæ. Timburh. á einni
hæð 156 fm ásamt 44 fm bilsk. 4 svefn-
herb. (mögul. á 5). 25 fm garðskáli. Stór
falleg lóð. Skipti mögul. á 3ja herb. Ib. í
vesturbæ. Verð 13,4 millj.
Flókagata
Parh. tvær hæðir og kj. alls 168 fm. Á
hæðinni eru tvær stofur, eldh. og suð-
ursv. Á 2. fiæð eru 3 svefnherb. og
baðh. í kj. er séríb., þvottaherb. og
geymsla. Verð 11,2 millj.
Birkigrund - Kóp. Einb. 265 fm
með innb. 50 fm bílsk. Séríb. eða
vinnuaðst á neðri hæð. 3-4 svefnherb.
á efri hæð. Verð 15,9 millj.
Fáfnisnes. Einb. 350 fm ásamt 48
fm bílsk. 5 svefnherb. Tvær stofur. Ar-
inn. 40 fm sólstofa. Verð 19,8 millj.
Kambasel. Endaraðh. á tveimur
hæðum með innb. bllsk. alls 180 fm. 4
svefnherb. Suðursv. Húsið nýmálað.
Verð 12,5 millj.
Sæviðarsund. Fallegt raðh. með
innb. bílsk. 184 fm. 3 svefnherb., arin-
stofa og setustofa. 60 fm sólstofa.
Verð 13,7 millj.
Vesturberg. Parh. 144 fm ásamt
32 fm bílsk. með 4 svefnherb., stofu
með arni. Suðurgarður. Verð 11,9 millj.
Völvufell. Glæsil. raðh. 120 fm
ásamt 25 fm bílsk. 3 rúmg. svefnherb.,
stór stofa, eldh. m. nýrri innr. og þvhúsi
innaf. Fallegur garður m. suðurverönd.
Verð 11,5 millj.
Lækjarhjalli. Parh. 186 fm. Einnig
bílsk. I húsinu er i dag sénb. á neðri hæð.
Áhv. húsbr. 6,0 millj. Verð 12,9 millj.
Birkigrund. Endaraðh. um 200 fm
m. 4 svefnherb., gufubaði, Iftilli séríb. I
kj. 28 fm bllsk. Skipti mögul. á 3ja-4ra
herb. íb. Verð 13,5 millj.
I smíðum
Fjallalind. Glæsil. parhús 184 fm
m. innb. bílsk. 4 rúmg. svefnherb. á efri
hæð. Suðurlóð. Húsið skilast fokh. inn-
an en fullfrág. að utan. Verð 8,7 millj.
Laufrimi. Raöhús 182 fm m. innb.
bílsk. Húsin skilast fokh., fullfrág. að
utan. Verð frá 7,6 millj.
Foldasmári. 190 fm raðhús á
tveimur hæðum með innb. bílsk. Góð
teíkn. Gert ráð fyrir 5 herb. ( húsinu.
Áhv. 4,5 millj. Verð 8,5 millj.
Birkihvammur. Parh. iso fm.
Gert ráð fyrir 4 svefnherb. Húsið er vel
staðsett í grónu hverfi. Til afh. nú þegar
fokh. fullfrág. að utan. Áhv. húsbr. 6,3
millj. Verð 8,5 millj.
Hæðir og sérhæðir
Kvisthagi. Falleg sérh. á 1. hæð í
þríbýli með tveimur stofum, 3 svefn-
herb. og sjónvarpsherb., einnig íbherb.
í kj. alls 151 fm. Verð 12 millj.
6,9 millj.
Sogavegur. Efri sérh. ( þribýli 160
fm ásamt 28 fm bílsk. 5 svefnherb. Sér-
þvottah., gestasnyrting og baðherb.
Suðursv. Verð 12,5 millj.
Hátröð - Kóp. Neðri hæð í tvíbýli
ásamt vandaðri sólstofu alls 90 fm. 2
svefnherb. Einnig 71 fm bflsk. sem er
hentugur fyrir atvinnustarfsemi. Verð
8,5 millj.
4-5 herb. íbúðir
Berjarimi. Glæsileg 4ra herb. ib. á _
2. hæð 118 fm ásamt stæði í bllskýli. 3 I
svefnherb. Sérvþottah. Parket. Flisal. I
bað. Áhv. húsbr. 5,2 millj. Verð 8,8
millj.
Reykás. 4ra-5 herb. endaíb. á 3. og
4. hæð alls 153 fm auk 26 fm bilsk.
Parket á neðri hæð. Sérþvottah. Suður-
sv. Skipti mögul. á 3ja-4ra herb. ib.
Verð 10,5 milij.
Álagrandi. Stórglæsil. 4ra herb. íb.
á 3. hæð ( nýju húsi 110 fm með 3
svefnherb., sérþvottah., vönduðum innr
og parket á gólfum. Rétt hjá þjónustu-
miðst. aldraðra. Laus strax. Lyklar á
skrifst. Verð 11 millj.
Jörfabakki. Falleg 4ra herb. 96 fm
(b. á 1. hæð. Sérþvhús. Parket. Áhv.
4,0 millj. húsbr. Skipti mögul. á minni
ib. eða bil. Verð 7,2 millj.
Blikahólar. 4ra herb. ib. á 2. hæð I
þriggja hæða blokk ásamt 25 fm bílsk.
3 svefnherb. Tengt fyrir þvottav. á baði.
Suðursv. Verð 8,3 millj.
Hraunbær. 4ra herb. ib. á 1. hæð
með 3 svefnherb., rúmg. stofu og suð-
ursv. Verð 6,9 millj.
Eyjabakki. Falleg, björt 4ra herb.
íb. á 3. hæð. Flísal. bað. 3 svefnherb.
Áhv. 2,4 millj. Verð 6,9 millj.
Öldugata. 4ra herb. íb. á 2. hæð i
fallegu steinhúsi. Tvær stofur. Suður-
svalir. 2 svefnherb. Áhv. byggsj. o.fl.
4,8 millj. Verð 7,2 millj.
3ja herb. íbúðir
Þórsgata. 3ja-4ra herb. 90 fm íb. á
1. hæð I steinh. Tvær skiptanl. stofur
og svefnherb. Einnig forstofuherb.
Parket. Stór sérgeymsla. Áhv. 2 millj.
byggsj. Verð 6,5 millj.
Bústaðavegur. 3ja herb. Ib. á 1.
hæð i tvíbýli 83 fm. 2 svefnherb., sjón-
varpshol og stofa. Laus nú þegar. Verð
6,8 millj.
Furugerði. 3ja herb. íb. á jarðhæð
m. stórum sérgarði. 2 rúmg. svefn-
herb., stofa m. parketi. Suðurverönd.
Verð 6,9 millj.
Kjarrhólmi. Falleg 3ja herb. íb. á
2. hæð um 80 fm meö tveimur svefn-
herb., sérþvottaherb. Suðursv. Áhv.
byggsj. og húsbr. 3,7 millj. Verð 6,5
millj.
Njálsgata. 3ja herb. Ib. á 1. hæð
ásamt bílsk. og garðstofu alls 92 fm. ib.
er laus nú þegar. Lyklar á skrifst. Verð
5.7 millj.
Hátröð. Glæsil. 3ja herb. risíb. með
bílsk. 2 góð svefnherb. og vinnuherb.
Áhv. 3,8 millj. hagst. lán. Verð aðeins
6.7 mlllj.
Álfhólsvegur. 3ja herb. Ib. á 2.
hæð i fjórb. m. sérþvhúsi í ib. Fallegt
útsýni til norðurs. Einnig stórt fbherb. í
kj. m. aðgangi að snyrtingu og stór sér-
geymsla. Verð 6,6 millj. Laus strax.
Snorrabraut. 3ja herb. íb. á 3.
hæð 70 fm. Endurn. baðherb. Nýtt
eldh. Nýtt rafm. Áhv. byggsj. 2,3 millj.
til 40 ára. Verð 5,9 millj.
Grettisgata - útb. 2 millj.
Glæsil. 3ja herb. ib. á 3. hæð (efstu) f
nýju húsi. Parket. Suðursv. Sérbílast. á
baklóð. Áhv. byggsj. til 40 ára 5,3
millj. Verð 7,5 millj.
Álagrandi. Falleg 3ja herb. ib. á 1.
hæð. 2 svefnherb. Ágæt stofa. Sér- I
garður. Áhv. byggsj. o.fl. 3 millj. Verð I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Lherb. og sjónvarpsherb., einnig íbherb.
i kj. alls 151 fm. Verð 12 millj. Inu Verð 3 mlN<
2ja herb. íbúðir
Klapparstígur. Glæsil. 2ja herb.
íb. á 5. hæð 60 fm ásamt stæði f bil-
skýli með fallegum innr. Laus nú þegar.
Fífurimi - sérh. 2ja herb. 70 fm
ib. á 1. hæð í fjórbýli. 1-2 svefnherb.
Sérþvottah. Laus nú þegar. Áhv. hús-
br. um 5 millj. Verð 5,7 millj.
Laugavegur. 2ja-3ja herb. íb. á 3.
hæð í góðu steinh. 59 fm. Tvær stofur,
rúmg. svefnherb. Verð 4,4 millj.
Eldri borgarar. 2ja herb. giæsii.
íb. á 8. hæð við Gullsmára i Kópavogi.
Ib. afh. fullgerð fljótl. Verð 6 millj.
Sumarbústaðir
Silungatjörn. 60 fm sumarbú-
staður á hálfum ha eignarlands I landi
Miðdals. Stendur við veiðivatn, góð sii-
ungsveiði. 20 mín akstur frá Reykjavik.
Miðfellsland. 45 fm bústaöur (5
ára) með tveimur svefnherb., svefnlofti
og ágætri stofu. Vel staðsettur á svæð-
inu. Verð 3 millj.
I
I
■I B i
■1 I ■ i ■
-7 í.'f/. e ii-.;^ ISívJ
VIÐ FÍFULIND 2-4 hefur Bygging hf. hafið smíði á 14 íbúða fjölbýlishúsi. íbúðirnar verða afhentar í
febrúar-marz á næsta ári. Þær verða með stórum suðursvölum og afhendast fullbúnar án gólfefna og
með sameign fullfrágenginni. Ibúðirnar á efstu hæð eru með sérstöku risrými, sem verður afhent tilbúið
til innréttinga. Þesssar íbúðir eru til sölu hjá fasteignamiðlun Sverris Kristjánssonar.
Kópavogur
IMý byggð að
mótast austan
Reykjanesbrautar
Uppbyggingin á hinu nýja byggingarsvæði
austan Reykjanesbrautar í Kópavogi stendur
nú sem hæst. Hér fjallar Magnús Sigurðs-
son um þetta svæði og ræðir m. a. við eig-
endur Byggingar hf., sem haslað hafa sér
þar völl með smíði fjölbýlishúss og raðhúsa.
Morgunblaðið/Sverrir
EIGENDUR Byggingar hf. þeir Hafsteinn Sigurðsson, Helgi
Sigurðsson og Jón Ingvi Björnsson.
ER LÓÐAÚTHLUTUN fór
fram á nýja byggingar-
svæðinu í Kópavogi aust-
an Reykjabrautar í fyrra,
var eftirspurn það mikil, að nær öll-
um lóðunum var úthlutað á ör-
skömmum tíma og það áður en
gatnagerð hófst. Landkostir eru líka
miklir. Víða er gott útsýni út á Kópa-
voginn og í átt að Snæfellsjökli, því
að svæðinu hallar til norðurs, þar
sem Esjan blasir við. Þá skiptir lega
svæðisins ekki litlu máli, en segja
má með nokkrum sanni, að þar sé
miðja höfuðborgarsvæðisins.
Að mati kunnugra er þetta .mjög
gott byggingarland. Ofan til í hlíð-
inni er einn til einn og hálfur metri
ofan á fast en eitthvað meira, þegar
neðar kemur í dalinn. Skipulag
svæðisins tekur öðru framar mið af
Reykjanesbrautinni, en í heild af-
markast svæðið af Reykjanesbraut
að norðvestan, félagssvæði Gusts og
hesthúsabyggð að vestan, Fífu-
hvammsvegi að norðaustan, fyrir-
huguðum Arnarnesvegi að sunnan
og Hádegishólum að suðaustan.
Alls er svæðið rúml. 32 ha. að
stærð. Þar af eru tæpir 5 ha ætlað-
ir fyrir verzlun og þjónustu, um 6,5
ha fyrir iðnað og liðlega 14 ha fyrir
íbúðarbyggð ásamt leikskóla, gæzlu-
velli og sparkvelli. Á þessu nýja
svæði er gert ráð fyrir 280 íbúðum
í einbýlishúsum, raðhúsum, parhús-
um og síðast en ekki sízt fjölbýlis-
húsum. Gert er ráð fyrir, að íbúarn-
ir verði nær eitt þúsund, þegar svæð-
ið er fullbyggt.
í ágúst verður svo væntanlega
hafin lóðaúthlutun á nýju svæði
norðan við þetta svæði en suðvestan
við Seljahverfi í Reykjavík. Saman
munu þessi tvö svæði mynda eitt
skólahverfi með einum grunnskóla,
tveimur leikskólum og 2-3 gæzlu-
völlum.
Vegur undir Reykjanesbraut
Allri gatnagerð er að kalla lokið á
svæðinu nema eftir er að setja slitlag
á götumar. Nú eru veitustofanimar
að leggja í hverfið, það er rafmagn-
veita, hitaveita og sími og reiknað
með, að því verði lokið á þessu ári.
Á næsta ári verður hafizt handa við
vegtengingu undir Reykjanesbraut.
Hún verður framhald af Fífu-
hvammsveginura og mun liggja upp
í dalinn. Núverandi vegur, sem liggur
fyrir ofan hesthúsin hjá Gusti, er því
eingöngu til bráðabirgða.
Góð þjónusta og félagsleg aðstaða
verður þarna fyrir hendi. Fyrirhugað
er að reisa heilsugæzlustöð og mikl-
ar verzlunarmiðstöðvar rétt fyrir
vestan Reykjanesbraut. Auk grunn-
skóla á að rísa framhaldsskóli í
hverfinu og stutt verður í öllu helztu
íþróttamannvirki Kópavogsbæjar í
Kópavogsdal.
Bygging hf. er eitt þeirra bygg-
ingafyrirtækja, sem haslað hafa sér
völl á þessu svæði. Fyrirtækið hefur
nú hafið smíði á 14 íbúða fjölbýlis-
húsi við Fífulind 2-4. Þetta er stein-
steypt hús, einangrað á hefðbundinn
máta, en allir innveggir hlaðnir úr
vikursteini og múraðir jafnt sem
útveggir. íbúðirnar verða afhentar
fullbúnar án gólfefna, baðherbergi
flísalögð og sameign fullfrágengin
en risrými tilbúið til innréttinga.
Stórar suðursvalir eru á öllum íbúð-
unum og sér þvottahús í hverri íbúð,
en húsið er hannað hjá teiknistof-
unni Torgið.
íbúðirnar eru misjafnar að stærð
og verðið að sama skapi mismun-
andi. Á jarðhæð eru tvær 4ra herb.
íbúðir með sérgarði, hvor um 103
ferm. Verð á þessum íbúðum er
7.990.000 kr. Á þessari hæð er einn-
ig inngangur, anddyri, hjóla- og
vagnageymslur, sorpgeymslur og
sér geymslur, sem fylgja hverri íbúð.
Á 1. og 2. hæð eru tvær 4ra herb.
íbúðir á hvorri hæð, sem einnig eru
103 ferm. og tvær 3ja herb. íbúðir,
sem eru 83 ferm. Verð á stærri íbúð-
unum er 7.990.000 kr. kr. en á þeim
minni 7.390.000 kr. Á 3. hæð eru
svo tvær 4ra herb. íbúðir með risi,
sem eru 155 ferm. og tvær 3ja herb.
íbúðir með risi, 128 ferm. hvor. Þær
stærri kosta 8.590.000 kr. og þær
minni 7.890.000 kr. Risin eru með
fullri lofthæð og með gluggum á
móti suðri og afhent einangruð og
múrhúðuð að innan en óinnréttuð.
Þau ættu því að gefa mikla mögu-
leika á innréttingum að eigin vild.
íbúðirnar verða afhentar í febrúar-
marz á næsta ári.
Eigendur Byggingar hf. eru Jón
Ingvi Björnsson og bræðurnir Helgi
og Hafsteinn Sigurðssynir. — Við
byrjuðum í laxeldinu, segja þeir fé-
lagar. — Við settum upp kerin fyrir
íslandslax, Lindarlax og ísþór sem
undirverktakar hjá Byggingariðj-
unni. Síðan tókum við þátt í því að
byggja Foldaskóla, en árið 1988
snerum við okkur að íbúðarbygging-