Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 B 11 inni við Spree, og að fólk er með á nótun- um um þá þróun og mannlífið jafnt í nútíð og fortíð. Menn kom- ast einfaldlega ekki frá fortíðinni við mót- un framtíðarinnar, því núið er einungis kraumandi iða þar á milli og þannig séð hið forgengilegasta af hvorutveggja. Þótt sýningin mikla á Sögusafninu í tilefni þess, að 50 ár eru liðin frá lokun heimsstyijaldar- innar hafi svo sem verið hrá, sönn firna áhrifamikil og rifíð í taugakerf- ið, var sýningin á verkum George Grosz enn hrifmeiri. Hún undirstrik- aði mannvonskuna, sem átti eftir að koma enn skýrar í ljós, hræsnina og fláttskapinn. Brá upp mynd af flestum þáttum þjóðfélagsgerðarinn- ar og var sem slík líkust, risavöxnu leikhúsi fáránleikans. Áréttaði að andlegur þroski hins viti boma manns er í engu samræmi við tækni- legar framfarir og hann sé sífellt meiri ógn sjálfum sér og umhverfi. Að siðmenningunni fylgir eigin- hyggja, græðgi, grimmd, uppdrátt- arsýki og úrkynjun og að tortíming- arhvötin sé ríkasti þáttur mannlegs eðlis. Sunnudagseftirmiðdaginn 2. apríl en það þótti ungri stúlku mjög áberandi við opnanir sýninga heima einn laugar- dagseftirmiðdag fyrir skömmu, en það var hennar frumraun á slík mannamót. Spurði móður sína um kvöldið, „af hverju" horfir fólkið svo lítið á verkin á sýningun- um! Halir og fljóð rýndu vel og lengi á hveija einstaka mynd, og þeim dvaldist dijúga stund á sýningunni og komu endurtekið á veitingabúð- ina ekki síður en ég. Minnisstæð er mér þybbin en ásjáleg dökkklædd hofróða sem bað um sæti við borðið mitt og sat þar lengi hugsi yfir kaffi- bolla og ávaxtatertu, og ég rakst svo endurtekið á inni á sýningunni. Ásjónur margra voru sem uppnumd- ar, og stúlka nokkur sendi mér ís- meygilegt bros er hún leit upp úr einni myndinni. Sýningin höfðaði auðsjáanlega fimasterkt til margra, hvorutveggja boðskapurinn og vinnubrögðin, enda hér í mörgum skilningi um að ræða sagnfræði sem rennur ljúflega niður og festist kyrfi- lega í heilakimunni, og er afdráttar- lausari og marktækari nokkmm fræðiritum. Og þó virðist listamaðurinn sjálfur CASPAR David Friedrich: Maður og kona við skoðun mánans, sirka 1824. Safn rómantískrar listar. hafði ég gengið um Unter den Lind- en og tekið þaðan lest að Potsdamer Platz. Veðrið var einstaklega grátt og í fullu samræmi við yfirþyrmandi óhijáleikann við brautarstöðina, þar sem síðustu leifar múrsins eins og æptu að gestum og gangandi. Tók stefnuna í átt að Kulturforum og Þjóðlistasafninu, og það var erfið ganga vegna vegaframkvæmda og tálmana, sandfoks úr rústunum og gapandi byggingagrunnum. Þetta var síðasti dagur minn í Berlín, og ég vildi eyða nokkrum klukkustundum á sýn- ingunni. Þreyttur eftir miklar göngur, þar sem rifbrotið sagði til sín, settist ég hvað eftir annað inn í veit- ingabúðina milli þess sem ég skoðaði sýn- inguna og kíkti á nú listaverkin á efri hæð, sem voru stór og hrif- mikil. Uppnumdar ásjónur Yfir kaffibolla eða rauðvínsglasi „fór ég yfir sýning- arskrár og upplýs- ingar sem ég hafði á milli handanna og leiddi hugan að sýningunni og viðburðum dagsins. Þetta var á framlengd- um opnunartíma svo minna var um fólk og betra næði við skoðun verkanna. Gafst mér mun betra tækifæri til að virða fyrir mér viðbrögð fólksins sem gekk um sali, en það þykir mér iðulega áhugavert jafnfjölskrúðugur hópur á öllum aldri og jafnaðarlega streymir á slíkar framkvæmdir. Þetta var vel að merkja ekki fólkið sem kemur á sýningar til að sýna sig og sjá aðra, STYTTA af guði frá því 3100 fyrir Krists burð. Egypska safnið. ekki hafa skynjað mikilvægi sitt og gerði jafnvel grín að sjálfum sér, eins og sést á klippimynd sem hann gerði ári fyrir andlát sitt. Þar er hann í afkáralegu gervi trúðs með myrka stórborg í baksýn, en viskí- flösku í hendi. Var oft harla ósann- færandi og léttvægur í myndum þeim sem hann gerði í Ameríku. Hann var út og í gegn maður síns tíma og þess umhverfis sem hann hrærðist í. Ég lenti í straumi fólks sem hélt á braut eftir lokun sýningar- innar. Áberandi var hve margir voru með hina miklu og níðþungu sýningarskrá í burð- arpoka, sælir og ánægðir á svipinn. Dökka þybbna ho- fróðan úr veitinga- búðinni birtist skyndilega við hlið mér á lítilli brú, herti gönguna, hægði svo á sér og tók svo stefnuna á stíginn Fögru- brekkubakka við síkið, leit um leið snöggt til mín með blik í auga. En tíminn var á þrotum og þótt þetta væri ein- mitt styttri leið- in á hótelið mitt, arkaði ég áfram Potsdamerstrasse í átt að að Kurfúrst- enstrasse. Á gatna- mótunum blasti við mér ein ítur „belle de nuit“, hvítklædd frá hvirfli til ilja og var það mikil lifun í gráma og rökkri aftansins. Þröng aðskorin leðurstíg- vél náðu upp undir klof, voru mjall- hvít og minntu helst á mjúkan mylgring úr himinhæðum eða hina syndlausu eilífð, æsti og magnaði myndrænt alkort kvöldsins. áður 65.000,- nú 45.500,- Kristianstad 2 sæta áður 53.800 nú 37.800 stóll áður 39.000 nú 27.500 4 litir | áður 85.900,- nú 59.900 3 Anneberg 2 sæta áður 68.900 nú 48.500 áður 67.000,- nú 46.900 1 áður 82.200,- nú 62.20Ír Halland 2 sæta áður 69.900 nú 48.900 stóll áður 56.700 nú 39.700 5 litir áður 75.900,- nú 53.200,- Tulka 2 sæta áður 59.000 nú 39.900 áður 79.500,- nú 55.500,- Knihult 2 sæta áður 69.500 nú 48.700 stóll áður 42.500 nú 29.900 -fyrir fólkit) í Itindinu Holtagörðum við Holtaveg Póstkröfusími 800 6850

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.