Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 B 23 eitthvað sem gerist og þú hefur ekki mikla stjórn á en auðvitað verð ég að takast á við það núna. Ég held að það sé samt betra að verða frægur svona en vegna ein- hvers „skandals" - þettaerþójá- kvæð frægð ef hægt er að komast svo að orði, segir Sandy og hlær. Ef þú hugsar til baka til þess tíma þegar þú komst til New York borgartil að heija leiklistarferil þinn. Finnst þér þú vera búin að ná því markmiði sem þú hafðir þá? Þetta var alltaf takmark mitt og það sem ég vann að, en hugsaðu þér, aðeins tvö prósent allra leikara geta gert það sem þeir vilja. Þetta er ekkert nema heppni og það eina sem stjórnar þessu eru peningar og hvað myndirnar taka inn í miða- sölu. Þegar ég fer í bíó hjálpa auð- vitað mínir sjö dollarar viðkomandi mynd, en er þetta ekki bara spurn- ing um smekk fólks? Oft hef ég heyrt fræga leikara segja að þeim hafi mætt gríðarleg mótspyma þegar þeir voru ungir. Leikstjórar og kennarar sögðu jafn- vel við viðkomandi að þeir myndu aldrei ná langt sem leikarar. Lentir þú í slíku? Hvort ég gerði. En veistu, það var bara olía á eldinn. Ef einhver segir við mig: „Þú geturþetta ekki,“ myndast einhver mótspyrna í mér o g ég reyni allt sem í mínu valdi stendur til að mér takist að leysa verkefnið. Ég sé þetta meira sem gjöf en galla. Auðvitað erþað sárt þegar ég hef farið í prufu fyr- ir eitthvert hlutverk og ekki fengið það, en eins ogég sagði, herðir það mig bara. Ég sanna svo bara fyrir þeim að þeir höfðu rangt fyr- ir sér og vinn harðar að markmiði minu. Guð einn veit að ég hef gert fimmtíu þúsund mistök á ævinni og kem áfram til með að gera mi- stök en þcið er bara hægt að læra af þeim. í þessum bransa kemur alltaf til með að vera fólk sem brýt- ur þig niður, dæmir þig harðlega og hefur enga trú á þér. Maður verður bara að finna sínar leiðir, ég legst í sælgæti og skyndibita- mat þegar illa gengur, loka mig inni og horfi á lélegar bíómyndir. (Hlær hátt og hugsar svo), það má eiginlega segja að ég hlaði batteríin þannig. Peningar ráða ekki vali á verkefnum Ertu ánægð með það sem þú ert að gera? Ég er mjög ánægð með það að þær fáu myndir sem mig langar að gera, get ég gert. Á hverjum degi kem ég á tökustað með fimm- tíu nýjar hugmyndir sem mig lang- ar að reyna. Ég verð að vinna með leikstjóra sem ég get treyst. Það gerir mig ánægða. Ert þú að segja að peningar skipti engu máli? Segjum svo að ég væri ungur bráðefnilegur kvik- myndagerðarmaður með handrit í höndunum sem þér fyndist spenn- andi en gæfi lítið í aðra hönd. Myndir þú slá til? Ég hef verið heppin með að hafa haft sama fólkið í kringum mig frá upphafi. Það sem ég hef alltaf vilj- að sem listamaður er auðvitað góð hlutverk og ég vil síður en svo spá í peningahliðina: Éghef það sem reglu að vilja ekki vita um fjár- magnið á bak við viðkomandi hand- rit, ég les handritið og ef mér líkar það slæ ég til. Öll önnur fram- kvæmd er ekki í mínum höndum. Ég treysti mínu fólki og vinum mínum til að sjá um það. Svo pen- ingar hafa ekki neitt með val mitt á verkefnum að gera. Aldrei. Þér hefur m.a. verið líkt við Judy Holliday. Hvað finnst þér um að vera líkt við stórstjörnur hvíta tjaldsins? Ég held að það sé eðlilegt að fólk geri samanburð á nýjum og eldri leikurum. Ef einhver spyr, hvernig er þessi, þá er auðvelt að líkja viðkomandi við persónu sem allir þekkja. Auðvitað er það upp- örvandi þegar einhver Iíkir manni við stórstjörnur á borð við Judy Holliday. Hún og aðrar samtíma- leikkonur hennar voru sterkar kon- ur sem gáfu karlmönnunum ekkert eftir. Handritin á þeim tíma voru líka dálítið öðruvísi en nú, þar stóð konan oftast jafnfætis karlinum. Mér líkar það þegar karlmaðurinn á fullt í fangi með konuna og að sambandið nánast gengur ekki upp vegna endalausra árekstra. Þá er hiti í kolunum og fyndin atvik eiga sér stað. Manni verður auðvitað að líka vel við mótleikarann til að sam- vinnan verði góð. Mér finnst það vera mjög mikilvægt og því set ég það sem skilyrði að kynnast mót- leikara mínum vel áður en kvik- myndataka myndarinnar hefst, æfa með honum og finna eitthvað sem við eigum sameiginlegt. Sama skopskyn er t.d. mjög mikilvægt. Það er eitthvað sem ekki er hægt að kaupa eða búa til. Það er bara. Ferðast mikið Ég verð auðvitað að spyija þig hvort þú hafir nokkurn tíma komið til íslands? Nei, ég hef aldrei komið til ís- lands. Reyndar hef ég ferðast mjög mikið tvö síðastliðin ár. Síðasta sumar var ég mikið í Evrópu og heimsótti marga staði. í sumar ætla ég að fara til Ástralíu og Afríku og njóta þess að fara á sjó- skíði og í útilegur. Þú sérð að líf mitt er mjög erfitt. (Hlær) Og með hveijum ferðast þú? Ég hef ferðast mikið með Sam- önthu vinkonu minni. (Samantha Mathis er leikkona og lék meðal annars með Söndru í kvikmyndinni „A Thing Called Love“ ásamt Ri- ver Phoenix). Okkur fínnst mjög gaman að ferðast saman. Við höf- um líkan smekk og getum notað sömu fötin. Við fórum til Hawaii um áramótin síðustu og hún kom með mér til Evrópu síðasta sumar. Einhvern veginn hefur það þróast þannig að við erum alltaf í fríum á sama tíma. Hún er æðislega skemmtileg og góður vinur, reynd- ar eina vinkona mín sem er líka leikkona. Skemmtilegast að dansa salsa ERLEWT Ljósaflóð í Bretlandi London. Reuter. STÓR loftsteinn lýsti upp himininn yfir Bretlandi í nótt er leið og sást hann í Aberdeen í Skotlandi til Lundúna. Var um að ræða mikla ljósasýningu að sögn. „Við litum til himins og sáum bjarta ljósrák, næstum eins og flóð- lýsingu, sem hvarf síðan skyndi- lega,“ sagði Neil Smith, sem býr á Norður-Englandi, í viðtali við breska sjónvarpsstöð. Starfsmenn veðurstofunnar í London segja, að líklega hafi steinn- inn brunnið að mestu upp í gufu- hvolfinu en hugsanlegt sé, að ein- hveijir hlutar úr honum hafi komið niður í A-Englandi eða Norðursjó. -----♦ ♦ ♦---- Ástralir höfða mál Sydney. Reuter. LÍKLEGT er, að ástralska ríkis- stjórnin muni höfða mál fyrir Al- þjóðadómstólnum í Haag vegna fyr- irhugaðra kjarnorkutilrauna franska hersins í Suður-Kyrrahafi. Dagblaðið Sydney Morning Her- ald sagði, að ráðgjafar Pauls Keat- ings, forsætisráðherra Ástralíu, hefðu tjáð honum, að unnt væri að fá málið tekið fyrir í dómstólnum í október nk. en stjórnin hefur haldið því fram, að málshöfðun myndi engu breyta um áform Frakka þar sem þeir viðurkenndu ekki lögsögu Alþjóðadómstólsins á þessu sviði. Málshöfðun myndi þó koma sé illa fyrir frönsku stjórnina. STÓRÚTSALA Herradeild Áður Nú Sumarblússur 10.500.- 4.900.- Buxur 6.500,- 2.900.- Skyrtur 3.300.- 1.900.- Bindi 1.190,- 750.- Hálferma skyrtur 2.950.- 1.500.- Peysur 4.900.- 1.500.- Pólóbolir 1.475.- 990.- Undirföt 790,- 290.- Velúrsloppar 6.500.- 3.900.- Sokkar 3 pör 570,- 390.- Síðar nærbuxur 1.390,- 890.- Dömudeild Kjólaefni metravara Verð 250 - 500 - 600 - 900 kr./m. Allt selt fyrir ótrúlega lágt verð. Egill Jakobsen Austurstræti 9 Sími 551 1116 og 551 1117 Þú býrð í Los Angeles er það ekki? Jú, ég bý í Los Angeles en ætla mér að flytja til New York fljót- lega. Reyndar, á leiðinni út á flug- völl eftir þetta viðtal, ætla ég mér að líta á óuppgerða hæð í gömlu húsi hérna á Manhattan. Egelska að gera upp gamla hluti og gera þá að mínum. Ég er voðalega lítið fyrir nýtískulega hluti. Fæ þetta sennilega frá pabba mínum, hann gerir mikið af því að gera gamlá hluti upp. Á tímabili þegar ég var nýbúin að leika í „Speed“ og var að bíða eftir að hún kæmi út var ég atvinnulaus í átta mánuði og notaði tímann til þess að gera upp húsið mitt í L. A. Mér fínnst að þar sem þú býrð verðir þú að hafa þín sérkenni eða hluta af þér í umhverf- inu, ekki ósvipað klæðaskápnum, því þú ert í raun það sem þú klæðist. Að lokum, Sandy, hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Það er sennilega að dansa salsa. Ég held að það sé ekkert skemmti- legra í þessari veröld. Það er í eina skiptið sem ég er algjörlega af- slöppuð með sjálfa mig. Salsa er í raun tómstundagaman mitt, rétt eins og fólk spilar golf. Ég get verið örþreytt eftir tólf tíma erfiðan vinnudag, farið heim skellt mér í sturtu og kjól og farið út með vin- um mínum og dansað stanslaust næstu fjóra tímana. Það losnar um óþarfa spennu og ég slappa mjög vel áf. Það er ekkert betra en góð- ur dansfélagi og þar er samvinnan ekki síður mikilvæg. Það færist stórt bros yfir andlit- ið. Skemmtileg stelpa, þessi Sandy, og í raun ekkert skrítið hvers vegna myndirnar hennar hafa orðið svona vinsælar. Hún er laus við alla Holly- wood-stæla og gerir mest grín að sjálfri sér. Greinilega með báða fætur á jörðinni. Á leiðinni út verður mér litið inn í lítið hliðarherbergi á svítunni og þar sé ég hlaupabretti _með blautu handklæði hangandi. Ég hugsa með mér Toblerone og hlaupa- bretti? En þetta er einmitt Sandra Bullock - kærulaus en ákveðin. Höfundur er lcikari í New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.