Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ í KOFANUM FRAMMI VIÐ ÁNA Þegar ekið er vestur Mýramar liggur þjóðbrautin yfír Hítará á brú. Á klettunum þar fyrir neðan stendur reisulegt hvítt steinhús. Lundur. Hús þetta reisti sá frægi maður Jóhannes á Borg á ijórða áratugnum. Húsið vekur athygli vegfarenda vegna reisnar sinnar og staðsetningar. Guðmundur Guðjónsson blaðamaður og Ragnar Axelsson ljósmyndari litu þar við á dögunum. Eldri myndir eru úr safni Svövu Björgólfs fósturdóttur Jóhannesar. JÓHANNES á Borg var mik- ill íþróttakappi og auðgað- ist hann á íþrótt sinni er- lendis. Eftir að hafa staðið fyrir sögulegri sýningu á íslenskri glímu á Olympíuleikunum í Lund- únum 1908, er íslenska keppnislið- ið gekk inn á íþróttaleikvanginn undir bláhvíta fánanum gamla, í raun sem sérstök þjóð, við litla hrifningu Dana, sýndi Jóhannes bæði íslenska og japanska glímu í flestum löndum Evrópu. Síðan var hann um nokkurt árabil í Banda- ríkjunum og keppti í fjölbragða- glímu. Hann kom heim árið 1927 og hafði þá komist í álnir, því hann reisti skjótt glæsibyggingu í mið- borg Reykjavíkur, Hótel Borg. Var hann síðan kenndur við húsið til dauðadags. Reisir „kærleikans hús“ Kristján heitinn Fjeldsted í Feiju- koti kynnti Jóhannes fyrir töfrum stangaveiðinnar um og upp úr 1930 og gagntók íþróttin svo Jóhannes að hann fór að stunda hana af mikl- um krafti. Hann lét sér ekki nægja að fara í veiði hingað og þangað, heldur leigði júní hér, júlí þar og ágúst annars staðar. Hann var að veiðum allt sumarið. Fljótlega tók hann þó sérstöku ástfóstri við Hítará og reisti þá veiðihúsið Lund. Fyrst var húsið lítið, en síðan hefur tvívegis verið bætt við það. Jóhannes hafði gengið að eiga Brynhildi Sigurðardóttur og var hún önnur kona hans. Miklir kær- leikar voru með þeim sem sést ef til vill best á ljóðlínum sem Jóhann- es orti til Brynhildar á gamals aldri. Við leyfum okkur að birta tvö fyrstu erindin: Er fyllt var að barmi mín kvalanna krús, sem kynngin og erillinn lána. Þá byggði ég hvíldar og kærleikans hús, á klettunum frammi við ána. Vinirnir famir og ferillinn minn, farið að styttast í ljána. Eftir er konan með kærleikann sinn, í kofanum frammi við ána. Umgjörðin sem Jóhannes og Brynhildur reistu í kring um sig í Lundi var með eindæmum. Jóhann- es var haldinn söfnunaráráttu og meðal annarra hluta sankaði hann að sér feikilegu safni uppstoppaðra fugla. Haft er fyrir satt að hann hafi átt allar tegundir íslenskra fugla og margar erlendar að auki, eða alls 176 fugla. Meðal annars er að finna í safninu haförn, snæ- uglu, hvítfálka og haftyrðil. Til að fullkomna safnið fékk Jó- hannes Kristján Geirmundsson hamskera á Akureyri og síðar í Reykjavík, til að setja saman fyrir sig „geirfugl" og var hann smíðaður úr 30 mismunandi fuglum. Er „geir- fuglinn" furðu raunverulegur. Fuglasafnið er enn í Lundi og vekur furðu og hrifningu þeirra sem það líta. Fuglarnir, innréttingarnar og margt af húsgögnunum, veiði- stangasafn og skrautmunir margir hveijir minna fremur á gamalt breskt óðalssetur heldur en íslenskt veiðihús frá fjórða áratugrium. Sjón er sögu ríkari og vonandi kemst eitthvað af því til skila á síðum þessum. Ómur úr fortíðinni Ef klettarnir sem Lundur stendur á gætu talað, myndu þeir eflaust bergmála margra ára gleði Jóhannesar og fjölskyldu hans við ána. Fyrst með Brynhildi og Svövu dóttur hennar, síðar kom til skjalanna Ingimundur K. Helgason, eiginmaður Svövu, og enn síðar börn þeirra þijú, dæturnar Brynhildur og Ragna og síðan sonurinn Jóhannes, sem Jóhannesi eldri þótti ekki amalegt að fá, að sögn Svövu Björgólfs, dóttur Brynhildar sem minnist undangenginna ára í Lundi með gleði og þakklæti í huga. „Þetta voru góð og ógleymanleg ár, svo mjög að við Ingimundur höfum varla getað hugsað okkur að fara aftur til veiða í Hítará. En við höfum alltaf fylgst vel með henni,“ segir Svava. Og Svava segir að Jóhannes hafi um margt verið óvenjulegur: „Hann var skemmtilegur og sagði vel frá. Hann var líka dulur og talaði t.d. aldrei um dagana í Ameríku nema að hann væri spurður. Það var eins og hann vildi alveg draga dulu yfir þann kafla ævinnar. Hann var og mikill - gleðimaður og skemmtilega uppátækjasamur og gestrisinn. Hann hélt t.d. tvær veislur á hveiju sumri, fyrst eigin afmælisveislu 28. júlí en þá var boðið vinum og .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.