Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 B 31 FRÉTTIR Ljósleiðarinn yfir Atlantshaf bilar enn Aftur í gagn- ið eftir viðgerð Ljósleiðarinn yfir Atlantshaf komst í gagnið aftur undir lok síð- ustu viku, eftir að hafa verið bilaður frá^. ágúst. Að sögn Jóns Þórodds Jónssonar, yfirverkfræðings Pósts og síma, olli bilunin ekki útfalli á umferð. Bilunin varð 22 kílómetra austur af tengingunni suður af Vest- mannaeyjum. Jón sagðist vona að langt væri í næstu bilun. „Sá fjöldi bilana sem komið hefur upp í strengnum á þessu ári getur ekki talist eðlilegur, þó alltaf þurfi að reikna með einhveij- um bilunum þegar verið er að taka kerfi í notkun,“ sagði hann. Jón Þóroddur sagði að bilunin hafi orðið á um 1.700 metra dýpi. „Það er ómögulegt að segja hvort þessi galli hafi verið í strengnum frá upphafi, hvort hann hafi skemmst við lagningu eða hvort grjót á hafs- botni hafi valdið biluninni," sagði Jón. „Hins vegar er þama um svo mikið dýpi að ræða að útilokað er að bilunin hafi orðið af völdum fiski- skipa, enda lítil umferð þeirra á þessu svæði.“ -----» ....-. Boðið í söltunarhús TILBOÐ bárust í tvö söltunarhús sem augiýst voru til sölu á Borgar- firði eystra. Bæði tilboðin voru frá heimamönnum og segir Magnús Þorsteinsson oddviti að sér lítist vel á þau. Hlutafélag í eigu Borgarfjarðar- hrepps keypti frystihús Kaupfélags Héraðsbúa í vetur en frystihúsið var lagt niður haustið 1991. Eini tilgang- ur hreppsins var að reyna að koma af stað starfsemi í þessum eignum, ekki að hagnast á viðskiptunum. Stjóm félagsins á eftir að fjalla um tilboðin en Magnús segir að vel líti út með sölu á söltunarhúsunum. Ekki hafi komið tilboð í frystihúsið, enda varla verið við því að búast nú. 8 vikna fitubrennslunámskeið hefjast 4. sept. n.k. Nýtt efni sem skilar góðum árangri. Boðið verður upp á morgun-, dag- og kvöldtíma alla daga vikunnar. Skráning er hafin í síma 565 2212. Takmarkaður fjöldi á hverju námskeiði. Frí barnagæsla á staðnum. LÍKAMSkÆKT OG LJÓS BÆJARHRAUN! 4/VIÐ KEFLAVÍKURVEGINN/SÍMI 565 2212 '96 ÁRGERÐIN AF AUDI A4 ER EINSTAKLEGA GLÆSILEG. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. HEKLA VERIÐ VELKOMIN A KYNNINGU A 96 ÁRGERÐINNI AF AUDI A4 I HEKLUHUSINU LAUGARDAG KL. 12-17 OG SUNNUDAG KL. 13-17. EINNIG ER TIL SÝNIS EIN GLÆSILEGASTA BIFREIÐ SEM KOMIÐ HEFUR TIL ÍSLANDS, ÁLBÍLLINN AUDI A8, PLÚSVINNINGUR HAPPADRÆTTIS HÁSKÓLA ISLANDS í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.