Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • SfaivtitilMbi^ Prentsmlðja Morgunblaðsln Föstudagur 1. september 1995 Blað D Eldsmíði er listgrein ÞAÐ er allt annað handverk að smíða járn en logsjóða eða rafsjóða. Slík smíði getur aldrei litið svipað út. I þættin- um Smiðjan fjallar Bjarni Ólafsson um eldsmíði, sem á sér mikla hefð hér./ 26 ? Fallegt umhverfi ER líður á sumarið, skarta fallegir garðar og lóðir sínu fegursta. I blaðinu í dag er fjallað um götur, garða og lóðir í Kópavogi, Seltjarnar- nesi og Hveragerði, sem við- urkenningu hlutu í ár. / 28 I Víð Melahvarf í Kópavogi er að rísa íbúðarhús, sem er sérstætt að því leyti, að burðarvirki þess er allt úr stáli, bæði stoðir og sperrur. Þar er að verki Garðasmiðjan í Garðabæ. Húsið á að taka í notkun um áramót, en byrjað var á smíði þess um miðjan ágúst. Garðasmiðjan hefur að baki sér mikla hefð í smíði stálgrind- arhúsa fyrir margs konar at- vinnustarfsemi. — Nú ætlum við að stíga stórt skref inn í framtíðina og hefja smíði á burðarvirlgum í einbýlishús, segir Gísli H. Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Garða- smiðjunnar í viðtali hér í blað- inu í dag. — Þessi aðferð er vel þekkt í Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Ójöfn skipting á nýjum íbúðum milli landshluta ÁTÍMABILINU1988-1994 varlok- ið við smíði nær 12.000 íbúða áland- inu öllu. Á sama tíma fjölgaði lands- mönnum um 15.000 manns. Þessar nýju íbúðir skiptast ójafnt á milli landshluta, ef tekið er tillit til íbúafj ölda. Þannig var hlutur höfuð- borgarsvæðisins 70% af öllum ný- byggingum á þessu tímabili, en meðal hlutfall höfuðborgarsvæðis- ins í íbúafjölda landsins á þessum tíma var 57,5%. Minnstur var hlutur Vestfjarða og Norðurlands vestra í nýbygging- unum, úm 1,5% í hvoru tilviki. í hvoru kjördæminu búa hins vegar um 4% af íbúum landsins. Af öðrum landsvæðum en höfuð- borgarsvæðinu var það einungis á Norðurlandi eystra, að fjölgun íbúða varð álíka mikil og samsvarar hlut- falli kjördæmisins af íbúafjölda í landinu. Þessi samanburður er þó ekki ein- hlitur, þvíaðnauðsynlegteraðtaka tillit til mismunandi fólksfjölgunar eftir landshlutum. Mannfjölgun á tímabilinu átti sér nær eingöngu stað á höfuðborgarsvæðinu. Þar bættust við 14.600 manns, en íbúa- fjölgun á öllu landinu var um 15.000 manns. Árlega hefur hér verið lokið við 1600-1800 íbúðir á undanförnum árum. Athyglisvert er, hve breyt- ingin á milli ára er lítil. Aðeins á ár- inu 1988 voru þær fleiri, en þá voru þær 1841. Meðaltal tímabilsins er 1684 íbúðir. Að baki þróuninni í nýbygging- um á þessu tímabili liggja margar orsakir. Þær helztu eru all stöðug fólksfjölgun, auknir fólksflutningar milli landshluta, aukning félags- legra íbúðabygginga og vaxandi stöðugleiki í húsnæðislánakerfinu. Fullgerðar íbúðir 1988-1994 HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ \?5,4% 730% NORÐURL. 12,0% 1,4% 66,0% VESTFIRÐIgL '88 ' '90 ' '92 "94 - 5,1% 88 ' '90 ' '92 ' '94 '88 '90 '92 '94 ---^^ VESTURUND 3,0% .3,6%. NORÐttRL .r' "f EYSTRA § E 5 AUSTURLAND '90-92 '94 SUÐURNES 5,2% { SUÐURLAND 3,4% I* ¦ "í' ¦¦ i ¦ ¦ i i i i 88 '90 '92 '94 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 Garðasmiðjan hlaut 600.000 kr. styrk frá Húsnæðisstofnun ríkisins sl. vor til rannsóknar- verkefnis á þessu sviði og íbúð- arhúsið við Melahvarf er loka- stig þess. Starfsmenn Garða- smiðjunnar vinna að því að að- laga þessa byggingaraðferð ís- lenzkum aðstæðum og fyrir- tækið hefur fengið til sam- starfs við sig kanadíska bygg- ingafyrirtækið Frobuild Con- structíon Ltd. _ Framkvæmdas^iöri Fro- build, Jacques Belleau, kom fyrir skömmu til íslands og hef- ur aðstoðað við uppsetningu hússins við Melahvarf, en grindin í það var reist á 5 dög- um. / 16 ? Nýjung: Tryggingavernd fyrir sjóðfélaga Nú er kominn út nýr bæklingur um ALVÍB meö góðum fréttum um lífevrismál. í honum er að finna upplýsingar um hvernig tryggja má fjárhagslegt öryggi alla ævina með því að greiða í ALVÍB. Bæklingurinn liggur frammi í afgreiðslum VlB, Tryggingamiðstöðvarinnar og Sjóvá-Almennra. FORYSTAIFJARMALUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. i» Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.