Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 D 17 ÞESSI mynd er tekin á byggingarstað við Melahvarf 8 i Kópavogi. Talið frá vinstri: Sigurður Svav- arsson, Þórlaug Hildibrandsdóttir, Jacques Belleau og kona hans, Rebecca, Gísli H. Guðlaugsson og Kristófer Magnússon. MEIRI hluti allra íbúðarhúsa, sem nú eru byggð í Kanada og Bandaríkjunum, eru með burðargrind úr stáli. miklu meira en verð á stáli og í heild er timbrið orðið mun dýrara. Því hefur stálgrindin sótt svo á í Kanada eins og raun ber vitni. Ekkert efni fer til spillis I Kanada eru miklar víðáttur og í norðurhéruðunum er oft langt á milli staða. Stálgrindarhúsin, sem Belleau byggir þar eru yfirleitt á bilinu 100-150 fermetrar og henta mjög vel fyrir fjarlæga staði. — Með þeim tækjum, sem við höfum, er hægt að saga stálið í þær stærðir, sem þarf og senda efnið þannig tilsniðið á byggingastað, þar sem grindin er svo sett saman, seg- ir Belleau. — Efnið er snið- ið nákvæmlega í þær stærðir, sem þarf frá upphafi. Með því sparast vinna og það fer ekkert efni til spill- is. Timbur er aftur á móti keypt í stöðluðum lengd- um og síðan sagað í sundur í minni stærðir, eftir notk- un hverju sinni. Það vill því fara talsvert af því í súginn, þar sem lítið er hægt að gera við afgangana. — En þetta skiptir engu máli, hvað kostnað varðar, fyrir frá- gang hússins að utan né innan, heldur einungis að því er snertir burðargrindina, segir Jacques Belleau að lokum. — Það er þar, sem sparnaðurinn næst. En við kostnaðarmat má ekki gleyma þeim mikla ávinningi, sem felst í því, að það tekur innan við viku að reisa stálgrind í myndarlegt einbýlishús og byggingartíminn í heild verður því afar skammur, kannski tveir mánuðir frá því að byijað var að reisa húsið. I I > f ) > > I p I * p » á sama hátt og timbur. Grindin aflagast því ekki. Húsin eru því sterkari en timburhús og standa betur. Að sögn Gísla er hönnun stál- grindarhúsa í engu frábrugðin hefð- bundnum timburhúsum. — Það er helzt, að möguleikarnir eru meiri, hvað arkitektúr snertir, þegar notuð er stálgrind, segir hann. — Það er hægt að leika sér meira með form- ið. Hús frá Garðasmiðjunni má fá í öllum stærðum og gerðum. Þau eru ekki flutt inn eða smíðuð í stöðl- uðum einingum. Fyrirtækið getur því mætt óskum fólks um mismun- andi byggingarlag. Sveigjanlegt byggingarefni — Stál er mjög sveigjanlegt byggingarefni, heldur Gísli áfram. — Hús byggð með þessari aðferð hafa því mikið viðnámsþol gegn jarðskjálftum. Burðarbitar úr stáli eru einnig mjög auðveldir í með- förum og spara mönnum þungan burð. Gíslr fór í fyrra á sýningu í Bandaríkjunum til þess að kynna mér þessa aðferð, en þar var verið að sýna einbýlishús, raðhús og fjöl- býlishús byggð úr stáli. — Ég fékk þá mikinn áhuga á að byggja með þessri aðferð hér heima, segir Gísli. — Dóttir mín, Þórlaug og Sigurður Svavarsson maður hennar, voru í byggingarhugleiðingum og fengu mikinn áhuga á þessari húsagerð, þegar þau fengu að vita um kosti hennar og ákváðu að byggja svona hús. Húsið er allt hannað í tölvum, bæði útreikningar og útlit. — Húsið var teiknað hér heima og hannað sem timburhús, segir Gísli. — Síðan voru teikningarnar sendar til Kanada og þær umreiknaðar yfir í stálhús. Að því búnu var leitað að framleiðanda fyrir stálgrindina og komumst við þá í samband við Kanadamanninn Jacques Belleau, sem hefur afar mikla reynslu í smíði þessara húsa. — Opinberir aðilar hér á landi hafa tekið þessum byggingaráform- um Garðasmiðjunnar afar vel og sýnt þeim mikinn áhuga, bæði byggingaryfirvöld í Kópavogi og Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins, segir Gísli ennfremur. — Mestu munar þó um viðurkenningu Húsnæðisstofnunar rikisins, en Garðasmiðjan hlaut 600.000 kr. styrk frá henni sl. vor til rannsókn- arverkefnis á þessu sviði og íbúðar- húsið að Melahvarfi 8 er lokastig þess. Efni og þekking fyrir þetta hús hefur verið flutt inn frá Kanada, en Garðasmiðjan stefnir að því að kaupa tækjabúnað og heija fram- leiðslu á burðarbitum úr stáli fyrir hús af þessu tagi hér á landi innan skamms. Gísli kveðst ekki vera í nokkrum vafa um, að þessi aðferð eigi eftir að breiðast út hér á landi eins og hún hefur gert í Kanada og Banda- ríkjunum. — Þar er talið, að um 80% af þeim íbúðarhúsum, sem byggð verða á næstu öld, verði byggð með þessum hætti, segir hann. — Þar vjð bætist, að á næstu árum á verð á stáli eftir að verða miklu hagtæðara en á timbri. Verð á tifnbri fer nú ört hækkandi í heim- inum en timburgæði fara versn- andi. Því tel ég, að í stálgrindum felist framtíðar byggingarmáti fyrir einbýlishús hér á landi og jafnvel fyrir stærri hús. Þegar Garðasmiðjan hefur fengið nauðsynleg tæki hingað til lands, verður stálið flutt inn sem hráefni og stálgrindurnar framleiddar hér heima. — Með því yrði verðið enn lægra, segir Gísli H. Guðlaugsson að lokum. — í sjálfu sér er burðar- grindin þó aðeins lítill hluti af kostn- aðarverði nýs húss, kannski um 5%, þannig að sparnaðurinn þar vegur ef til vill ekki mjög mikið miðað við verð hússins í heild. Það sem mestu máli skiptir er byggingarhraðinn, en hann verður miklu meiri. Þar næst því fram mikill fjármagns- kostnaður auk þægindanna af því fyrir kaupandann að fá húsið fyrr en ella. Útbreidd aðferð í Kanada Framkvæmdastjóri Frobuild, Jacques Belleau, kom fyrir skömmu til Islands ásamt Rebeccu, konu sinni. Þau hafa aðstoðað við upp- setningu hússins við Melahvarf 8 í Kópavogi. Þar unnu þau með þrem- ur mönnum frá Garðasmiðjunni að því að koma húsinu upp og þessi mannskapur reisti grindina í húsið á 5 dögum. Belleau hefur yfir 20 ára reynslu af þessari byggingarað- ferð í norðurhéruðum Kanada, þar sem veðurskilyrði eru mun erfið- ari en hér. Belleau og kona hans, sem er innuiti, búa austarlega í norðurhluta Kanada á svipaðri breiddargráðu og ísland og þar rekur hann sitt eigið byggingafyr- irtæki. Frost fer þar ekki úr jörðu allt árið, en aðal atvinnuvegir eru fiskveiðar, námugröftur, verzlun og þjónusta. — Þessi aðferð er notuð í nær 90% húsa í norðurbyggðum Kanada nú, segir Belleau. — Þar sem við búum fer frostið niður í allt að 45 gráður á Celsíus á veturna og yfir- leitt ekki upp fyrir 15 stiga hita á sumrin. Að auki er þarna mjög vindasamt, bæði á veturna og á sumrin. Þess vegna þurfum við vel einangruð hús. Við höfum ekki heitt vatn í jörðu, eins og þið. Hvert hús hefur sinn ofn, sem framleiðir heitt vatn og hita fyrir húsið og til þess er yfirleitt notuð olía. — Þið notið miklu meiri steypu en við, heldur Belleau áfram. — Áður notuðum við fyrst og fremst timbur, en notum nú stál í sívax- andi mæli. Verð á timbri sveiflast GARÐUR 562-1200 562-1201 Skipholti 5 2ja herb. Gnoðarvogur. 2ja herb. 56 fm íb. á 3. hæð Mjög góð íb. m.a. nýl. fallegt eldhús. Laus. Verð 4,8 millj. Njálsgata. ósamþ. einstakl.íb. í steinhúsi. Laus. Verð 1,7 millj. Austurströnd. 2ja herb. 51,5 fm mjög góð íb. á 2. hæö i blokk. Stæði í bílag. fylgir. Fallegt útsýni. Verð 5,9 millj. Grettisgata. 2ja-3ja herb. 68,5 fm kj.íb. í húsi byggðu 1976. Parket. Mjög góð, ódýr íb. Verð 3,5 millj. Víðimelur - skólafólk. 2ja herb. mjög snotur kj.íb. á besta stað f. t.d. háskólafólk. Laus. Auðbrekka. 2ja herb. mjög snotur 50 fm íb. á 2. hæð. Góðar svalir. Sér- inng. Verð 4,9 millj. Nýlendugata. Einbhús 2ja herb. 47 fm íb. á tveimur hæð- um. Mjög snoturt hús, talsv. endurn. Verð 4,3 millj. Góð lán. Leifsgata - bfll. 2ja herb. 45,4 fm mjög snotur kjfb. í góðu steinhúsi. Nýl. eldhús. íb. fyrir t.d. skólafólk. Mögul. að taka bíl uppí. Nökkvavogur. 2ja herb. 66,3 fm mjög góð kjib. Góður garður. Góður staður. Áhv. byggsj. Verð 5,3 millj. Hraunbær. 2ja herb. 54,4 fm ib. á 2. hæð í góðri blokk. Suðuríb. m. góðu útsýni. Blokkin viðg. Laus. V. 4,9 m. Kaplaskjólsvegur. 2ja herb. 55,3 fm íb. á 1. hæð f blokk. Mjög góður staður. Verð 4,9 millj. Aðalstræti. tíi söiu 2ja herb. gullfallegarfullb. íb. ivand- aðri nýbyggingu. Stærð frá 61,9 fm. Lyfta. Einstakt tækifæri til að eignast nýja íb. í hjarta borg- arinnar. fb. er til afh. strax. Reykjavíkurvegur Hf. 3ja herb. 102 fm íb. á jarðh. ( gengið beint inn) í steinh. Nýlegar góðar innr. Flísal. gólf. Laus. Áhv. gömlu, góðu byggsj. lánin 3,6 millj. Kjarrhólmi. 3ja herb. 75,1 fm íb. á 3. hæð í blokk. Þvottah. í íb. Stórar suðursv. Mjög góð aðstaða fyrir börn. Verð 6,5 millj. Hjallavegur. 3ja herb. 74,8 fm íb. á 1. hæð í steinh. 90 fm bílsk. (hæð og kj.) fylgir. Góð íb. á rólegum stað. Verð 7,8 millj. Lokastígur. 3ja-4ra herb. 65,4 fm íb. á 1. hæð í steinhúsi. 34,5 fm vinnu- skúr fylgir. Góður kostur fyrir lista- /handverksfólk. Verð 6,2 millj. Hringbraut. 3ja herb. 69,6 fm ib. á 2. hæð í blokk. Furugrund. 3ja herb. 85,1 fm ib. á 1. hæð í blokk. Laus. V. 6,7 m. Kaplaskjólsvegur. 3ja herb. 72,2 fm íb. á 4. hæð. Góð íb. Mikið útsýni. Góður staður. Verð 6,3 millj. Æsufell. 3ja herb. 86,7 fm íb. á 5. hæð. Góð aðkoma. Mikil sameign, m.a. frystihólf. Laus. Verð 6,2 millj. Garðhús. 3ja herb. 99,1 fm gullfal- leg endafb. Innb. bílskúr. Mjög hag- stæð lán. Verð 8,9 millj. 4ra herb. og stærra Alftahólar / bflskúr. Mjög ógð 5 herb. endaíb. á 3. hæð i fallegri blokk. 26,3 fm bilskúr. Laus. Verð 8,7 millj. Hjallabraut. 5 herb. 139,6fmGóð endaíb. á 1. hæð, 4 svefnherb. Þvotta- herb. (íb. Stórar svalir. Laus. Grettisgata. 4ra herb. 73,6 fm mjög notaleg og talsv. endurn. fb. á 1. hæð í steinh, Verð aðeins 5,5 millj. Suðurvangur. 4ra herb. endaib. 103,5 fm á 3. hæð, efstu. Snotur ib. á góðum stað. Verð 6,9 millj. Kleppsvegur. 4ra herb. rúmg. íb. á 1. hæð i góðri blokk. (b. i ágætu ástandi. Snýr öll frá Kleppsvegi. Laus. Verð 7,0 millj. Engjasel. 2ja-3ja herb. 64 fm ib. á efstu hæð ( blokk. Bilastæði í bila- húsi fylgir. 3ja herb. Lyngmóar Gbæ. 3ja herb. ib. á 3. hæð (efstu) í blokk. Björt ib. nýtt parket. innb. bílskúr. Verð 7,9 millj. Eyjabakki. 3ja herb. endaíb. á 1. hæð i blokk. Góð ib. Áhv. húsbr. 3,2 millj. Þinghólsbraut. Vorum að fá i sölu mjög glæsil. 282,2 fm tvíl. einb. á eftirsóttum stað. Á efri hæð eru fal- legar stofur, eldh., snyrting, forstofa og tvöf. bílsk. Á neðri hæð eru 3 svefn- herb. (geta verið 4), glæsil. baðherb. og fataherb. innaf hjónaherb. einnig baðherb. á svefnherb. gangi, fallegt fjölskherb. og úr því er gengið út í garð. I garðinum er garðhús, mikið útsýni. Mjög skjólgóður staður. Verð 21 millj. Kópavogur - austurbær. Vorum að fá ( sölu einb., hæð, ris og kj. Húsið er mjög vel staðsett i Suð- urhl. Kópavogs. Hæð og ris eru 5-6 herb. íb. ( kj. er Ktil séríb. Bílsk. Stórglæsil. garður. Háagerði - endaraðh. Guiifai- leg mikið endurn. íb. Sólstofa. Fallegur garður. Verð 11,9 millj. Nesbali - Seltj. Raðhús tvKyft, 202 fm m. innb. bílskúr. 5-6 herb. íb m. 4 svefnherb. Gott hús. á eftirsóttum stað. Verð 14,2 millj. Markholt - Mos. Einb. ein hæð, 110 fm, 50 fm bflskúr. Fallegur garð- ur. Verð 8,8 millj. Klukkuberg. Parh. tvær hæðir, innb. bilsk. 4 góð svefnherb. Nýl. mjög fallegt hús á miklum útsýnisstað. Laust fljóti. Verð 15,5 millj. Krókabyggð - Mos. Raðhús sem sk. i stofu, 2 svefnherb., eldh., baðherb. og forstofu. Milliloft: gott sjónvarpsherb. Laust. Áhv. 5 millj. byggsj. Verð 8,4 millj. Giljasel. Einbhús m. innb. tvöf. bilsk. samtals 254,1 fm. Fallegt vel staðs. hús í góðu hverfi. Verð 14,9 millj. Sunnuflöt. Einb. m. aukaíb. á jarðh. Aðalíb. 180fm.Tvöf. 49fm bitsk. Laust. Sérl. góð staðs. Vesturberg. Endaraðhús, 1 hæð ásamt bílsk. Mjög góð eign. Fallegur garður. Skipti mögul. Mjög gott verð. Vesturhús. Efri hæð 118,7 fm ásamt 45,6 fm bílsk. í tvíb. Ófullg. eign. Tilvalin fyrir smið eða lagtækt fólk. Mikið útsýni. Góð staðsetn. Barmahlíð. 4ra herb. 94,5 fm gull- falleg uppgerð kjíb. m.a. nýtt í eld- húsi. Mjög góður staður. Suðurbraut Hf. 4ra herb. 112,3 fm endaíb. á 4. hæð í blokk. Mjög mikið útsýni. Áhv. 3,2 millj. byggsj. Verð 7,6 millj. Laus. Raðhús - einbýlishús Barðaströnd - Seltj. vorum að fá f einkasölu 221,2 fm raðh. á tveimur hæðum. Á efri hæð eru tvær fallegar stofur, eldh. og snyrting. Á neðri hæð eru 3-4 svefnherb., bað- herb., forstofa, geymslur og bílsk. Tvennar mjög stórar svalir. Fráb. út- sýni út á Sundin. Mögul. að taka góða 3ja-4ra herb. ib. uppí kaupverð. Verð 14,9 millj. I smíðum Einbýlishúsalóðir. Höfum tii sölu örfáar mjög góðar lóðir fyrir einb- hús á fráb. stað á Seltjnesi. Fróðengi. 5 herb. 145 fm íb. á 2 hæðum (efstu) í litilli blokk. ib. selst tilb. til innr. Til afh. strax. Stæði i bíla- húsi á jarðh. fylgir. Svalir á báðum hæðum. Frábært útsýni. Mjög gott verö 7,6 millj. Lindasmári. Raðhús ein hæð 169,4 fm m. innb. bilsí. Selst tilb. til. innr. Til afh. strax. Verð 10,8 millj. Alfholt - Hafnarfj. Hæð og rls ca 142 fm. Tilb. til innréttingar. Til afh. strax. Skemmtil. hönnuð ibúð. Verð 8,9 millj. Kári Fanndal Guðbrandsson. Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali Axel Kristjánsson hrl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.