Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 D 31 skjölum fást yfirleitt hjá við- komandi fógetaembætti. ■ TEIKNINGAR - Leggja þarf fram samþykktar teikning- ar af eigninni. Hér er um að ræða svokallaðar byggingar- nefndarteikningar. Vanti þær má fá ljósrit af þeim hjá bygg- ingarfulltrúa. ■ FASTEIGNASALAR - í mörgum tilvikum mun fast- eignasalinn geta veitt aðstoð við útvegun þeirra skjala, sem að framan greinir. Fyrir þá þjón- ustu þarf þá að greiða sam- kvæmt Viðmiðunargjaldskrá Félags fasteignasala auk beins útlagðs kostnaðar fasteignasal- ans við útvegun skjalanna. KAUPEIMDUR ■ ÞINGLÝSING - Nauðsyn- legt er að þinglýsa kaupsamn- ingi strax hjá viðkomandi sýslu- mannsembætti. Það er mikil- vægt öryggisatriði. Á kaup- samninga v/eigna í Hafnarfirði þarf áritun bæjaryfirvalda áður en þeim er þinglýst. ■ GREIÐSLUR - Inna skal allar greiðslur af hendi á gjald- daga. Seljanda er heimilt að reikna dráttarvexti strax frá gjalddaga. Hér gildir ekki 15 daga greiðslufrestur. ■ LÁNAYFIRTAKA - Til- kynna ber lánveitendum um yfirtöku lána. Éf Byggingar- sjóðslán er yfirtekið, skal greiðá fyrstu afborgun hjá Veðdeild Landsbanka íslands, Suður- landsbraut 24, Reykjavík ogtil- kynna skuldaraskipti um leið. ■ LÁNTÖKUR - Skynsam- legt er að gefa sér góðan tíma fyrir lántökur. Það getur verið tímafrekt að afla tilskilinna gagna s. s. veðbókarvottorðs, brunabótsmats og veðleyfa. ■ AFSAL - Tilkynning um eigendaskipti frá Fasteignamati ríkisins verður að fylgja afsali, sem fer í þinglýsingu. Ef skjöl, sem þinglýsa á, hafa verið und- irrituð samkvæmt umboði, verð- ur umboðið einnig að fylgja með til þinglýsingar. Ef eign er háð ákvæðum laga um byggingars- amvinnufélög, þarf áritun bygg- ingarsamvinnufélagsins á afsal fyrir þinglýsingu þess og víða utan Reykjavíkur þarf áritun bæjar/sveitarfélags einnig á af- sal fyrir þinglýsingu þess. ■ SAMÞYKKIMAKA - Sam- þykki maka þinglýsts eiganda þarf fyrir sölu og veðsetningu fasteignar, ef fjölskyldan býr í eigninni. ■ GALLAR - Ef leyndir gall- ar á eigninni koma í ljós eftir afhendingu, ber að tilkynna selj- anda slíkt strax. Að öðrum kosti getur kaupandi fyrirgert hugs- anlegum bótarétti sakir tómlæt- is. GJALDTAKA ■ ÞINGLÝSING — Þinglýs- ingargjald hvers þinglýst skjals ernú 1.000 kr. ■ STIMPILGJALD - Það greiðir kaupandi af kaupsamn- ingum og afsölum um leið og þau eru lögð inn til þinglýsing- ar. Ef kaupsamningi er þing- lýst, þarf ekki að greiða stimpil- gjald af afsalinu. Stimpilgjald kaupsamnings eða afsals er 0,4% af fasteignamati húss og lóðar, þ. e. 4.000 kr. af hverri milljón. ■ SKULDABRÉF - Stimpil- gjald skuldabréfa er 1,5% af höfuðstóli (heildarupphæð) bréfanna eða 1.500 kr. af hveij- um 100.000 kr. Kaupandi greið- ir þinglýsingar- og stimpilgjald útgefinna skuldabréfa vegna kaupanna, en seljandi lætur þinglýsa bréfunum. ■ STIMPILSEKTIR - Stimp- ilskyld skjöl, sem ekki eru stimpluð innan 2ja mánaða frá útgáfudegi, fá á sig stimpilsekt. Hún er 10% af stimpilgjaldi fyr- ir hveija byijaða viku. Sektin fer þó aldrei yfir 50%. ■ SKIPULAGSGJALD - Skipulagsgjald er greitt af ný- reistum húsum. Af hverri bygg- ingu, sem reist er, skal greiða 3 %o (þijú pro mille) í eitt sinn af brunabótavirðingu hverrar húseignar. Nýbyggingtelst hvert nýreist hús, sem virt er til brunabóta svo óg viðbygging- ar við eldri hús, ef virðingarverð hinnar nýju viðbyggingar nem- ur 1/5 af verði eldra hússins. Þetta á einnig við um endurbæt- ur, sem hækka brunabótavirð- ingu um 1/5. HÚSBY GG JENDUR ■ LÓÐAUMSÓKN - Eftir birtingu auglýsingar um ný byggingarsvæði geta væntan- legir umsækjendur kynnt sér þau hverfi og lóðir sem til út- hlutunar eru á hveijum tíma . hjá byggingaryfirvöldum í við- komandi bæjar- eða sveitarfé- lögum - í Reykjavík á skrif- stofu borgarverkfræðings, Skúlagötu 2. Skilmálar eru þar afhentir gegn gjaldi, ef tilbúnir eru. Umsækjendur skulu fylla út nákvæmlega þar til gert eyðublað og senda aftur til við-. komandi skrifstofu. í stöku til- felli þarf í umsókn að gera til- lögu að húshönnuði en slíkra sérupplýsinga er þá getið í skipulagsskilmálum og á um- sóknareyðublöðum. ■ LÓÐAÚTHLUTUN - Þeim sem úthlutað er lóð, fá um það skriflega tilkynningu, úthlutun- arbréf og þar er þeim gefinn kostur á að staðfesta úthlutun- ina innan tilskilins tíma, sem venjulega er um 1 mánuður. Þar koma einnig fram upplýsingar um upphæðir gjalda o.fl. Skil- yrði þess að lóðaúthlutun taki gildi eru að áætluð gatnagerð- argjöld o.fl. séu greidd á réttum tíma. Við staðfestingu lóðaút- hlutunar fá lóðarhafar afhent nauðsynleg gögn, svo sem mæliblað í tvíriti, svo og hæðar- blað í tvíriti og skal annað þeirra fylgja leyfisumsókn til bygging- arnefndar, auk frekari gagna ef því er að skipta. ■ FRAMKVÆMDIR - Áður en unnt er að hefjast handa um framkvæmdir þarf fram- kvæmdaleyfi. I því felst bygg- ingaleyfi og til að fá það þurfa bygginganefndarteikningar að vera samþykktar og stimplaðar og eftirstöðvar gatnagerðar- gjalds ogönnur gjöld að vera greidd. Einnig þarf að liggja fyrir bréf um lóðarafhendingu, sem kemur þegar byggingar- leyfi er fengið og nauðsynlegum framkvæmdum sveitarfélags er lokið, svo sem gatna- og hol- ræsaframkvæmdum. í þriðja lagi þarf að liggja fyrir stað- setningarmæling bygginga á lóð en þá þarf einnig byggingar- leyfi að liggja fyrir, lóðaraf- hending að hafa farið fram og meistarar að hafa skrifað upp á teikningar hjá byggingarfull- trúa. Fylla þarf út umsókn um vinnuheimtaugarleyfi til raf- magnsveitu og með þeirri um- sókn þarf að fylgja byggingar- leyfi, afstöðumynd sem fylgir byggingarnefndarteikningu og umsókn um raforku með undir- skrift rafverktaka og húsbyggj- anda. Umsækjanda er tilkynnt hvort hann uppfyllir skilyrði rafmagnsveitu og staðfestir þá leyfið með því að greiða heim- taugargjald. Fljótlega þarf að leggja fram sökklateikningar hjá byggingarfulltrúa og fá þær stimplaðar en að því búnu geta framkvæmdir við sökkla hafist. Þá þarf úttektir á ýmsym stig- um framkvæmda og sjá meist- arar um að fá byggingafulltrúa til að framkvæma þær. m FASTEICNAMIÐSTOÐINP M ' SKIPHOLTI SOB • SÍMI562 20 30 ■ FAX 562 22 90 Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali. Opið virka daga frá ki. 9-12 og 13-18. ATHUGIÐ! Yfir 600 eignir á Reykjavíkursvæðinu á söluskrá FM. Einbýlí LOGAFOLD 7658 Mjög fallegt 176 fm einb. á einni hæð. Fullb. vandað hús að utan sem innan. Góöur garður. Verð 13,7 millj. NJÖRVASUND 7659 Til sölu 272 fm einb. á tveimur hæðum auk kj. sem mögul. er að innr. sem séríb. Auk þess góður tvöf. bílsk. Góðar stofur. 5 svefnherb. Eignin þarfnast standsetn. Verð 13,5 millj. HÁVEGUR 7653 Til sölu eldra einb. 87,5 fm á einni hæð ásamt 57,5 fm bílsk. Húsið er forskalað timburh. en bílsk. hlaðinn úr holsteini. Verð 7,1 millj. NJARÐARHOLT 7646 Til sölu einbhús á einni hæð, stærð 110 fm auk 30 fm sólstofu og 45 fm bílsk. 3 svefnh. Rúmg. baðherb., stofa, borðst. og sólst. Góð staðs. Verð aðeins 10,7 m. Raðhús/parhús FROSTASJÓL 6456 Vorum að fá i sölu mjög vandað raðhús á þessum eftirsótta stað i vesturbæ. Húsið er byggt 1982, 265 fm m. innb. 20 fm bílskúr. 4 svefnherb. Stutt í skóla og versianir. Áhugaverð eign. Áhv. 6,5 millj. Skipti mögul. á minni eign á sama svæði. HJARÐARLAND — MOS. 6408 Fallegt 189 fm parhús á tveimur hæðum með innb. 31 fm bílsk. Góðar suðursv. Mikið útsýni. 5 svefnh. Skipti mögul. á minni eign. Áhv. 3,7 millj. Verð 12,5 m. ESJUGRUND 6463 Vorum að fá í sölu fullbúið mjög snyrtllegt nýl. 84 fm raðhús. Beykl- innrétting Irá Húsasmiðjunni. Kjör- ið tækifæri fyrir þá sem vilja eign- ast lítið sérbýli. Áhv. húsbr. um 5 millj. Verð aðeins 6,9 millj. KAMBASEL 6392 Til sölu skemmtil. 180 fm endaraðh. Hús- ið er á tveimur hæðum. Innb. 27 fm bilskt Skemmtil. staðsetn. Verð 12 millj. SUÐURGATA — HF. 6402 Gott 163 fm parhús m. innb. bilsk. Fallegt útsýni yfir höfnina. Verð 10,9 millj. Áhv. 6,2 millj. húsbr. Laust. GRÆNAHLÍÐ 5366 Vorum að fá í sölu mjög góða 121 fm hæð á þessum eftirsótta stað. Sérinng. og biiskréttur. ib. er mikið endurn. SKERJAFJÖRÐUR 5346 Vorum að fá í einkasölu stórglæsil. 107 fm neðri hæð í tvib. Allt sér. Auk þess 51 fm bílskúr. 3 svefnherb. Skólabíll. Áhugaverð eign í góðu standi. Áhv. 2,4 millj. Verð 9,9 millj. KVISTHAGI 5365 Vorum að fá i einkasölu stórgl. efri hæð á þessum eftirsótta stað, stærð 102 fm, auk 30 fm bílsk. Mikiö endurn. og vel við- haldið hús. Parket á stofum og holi. HÆÐARGARÐUR 5351 Glæsil. 142 fm 5-6 herb. efri sérh. m. hækkuðu risi f góðu fjórb. Miklð endurn. m.a. eidhús, baðherb., þak, rafm., Danfoss, gólfefnl o.fl. Parket og flísar. Verð 11,4 millj. FLÓKAGATA 5363 Vorum að fá (sölu 172,4 fm hæð, þ.m.t. innb. bílsk. Um er að ræða íb. á 2. hæð í húsi byggðu ’63. Þvottahús í ib. Stórar svallr. 4 svefnh. Ábugaverð íb. KAMBSVEGUR 5336 Rúmg. íb. á 2. hæð. Ibúðin er 116,8 fm auk þess 35,5 fm bílskúr. Skipti mögul. á stærri eign eða minni e. atvikum. STAPASEL 5343 Góð 121 fm neðri sérh. í vönduðu tvib. 3 svefnh. Góð stofa. Sérlóð í enda á byggð. Gott útsýni til suöurs. Áhv. 5,4 millj. ENGIHLÍÐ 5352 Falleg 85 fm neðr^i hæð í góðu fjórb. Mik- ið endurn. íb. m.a. eldh., baðherb., gólf- efni o.fl. Laus. Lyklar á skrifst. V. 7,6 m. 4ra herb. og stærri. AUSTURSTRÖND4146 „PENTHOUSE“ - ÚTSÝNI Vorum að fá í sölu glæsil. 118 fm 4ra herb. íb. á efstu hæð í góðu fjölb. 3-4 svefnherb. Parket, korkur og dúkur. Góð- ar svalir. Bílgeymsla. Útsýni yfir Esjuna og Sundin. Áhv. 2,8 millj. Verð 9,5 millj. HVASSALEITI 4145 Vorum að fá í sölu 126,3 fm, 5-6 herb. mjög fallega og einstakl. vel m. farna endaíb. Aukaherb. í kj. auk þess 20,7 fm góður bílskúr. íb. er laus fljótl. Mjög áhugaverð eign. MARÍUBAKKI 3454 Vorum að fá í sölu mjög falféga og snyrt- il. 4ra herb. endaíb. 87,6 fm á 2. hæð. Parket. Sérþvottah. í íb. Suðursv. Áhv. byggsj. 2,3 millj. verð 6,9 millj. ÁLFHEIMAR ÚTSÝNI 3623 Óvenju glæsil. 3ja-4ra herb. ib. 107 fm í fallegu fjölb. Ib. er öll tekln í gegn með fallegu parketi é gólfum og mjög rúmg. herb. Hús nýl. tekiö í gegn og sameign mjög snyrtil. Verð 8,7 millj. VEGHÚS 3684 Fullbúin 4ra herb. íb. á 2. hæð í góðu fjölb. Vandaöar innr. Mikiö áhv. GAUTLAND 3622 Vorum að fá i sölu mjög góða 4ra herb. íb. i litlu fjölb. í Fossvogi. Tvennar svalir. Góðar innr. Stórt baöherb. með þvað- stöðu. Parket á holi og eldhúsi. V. 7,5 m. VESTURBÆR 3621 Glæsil. 4ra herb. 115 fm ib. á 3. hæð. Innr. allar vandaðar frá Brúnás. Stór stofa m. fráb. útsýni yfir sjóinn. Svalir úr hjóna- herb. i suövestur. Áhv. húsbr. og byggsj. 5,7 millj. Verð 9,2 millj. HRÍSMÓAR 3615 Vorum að fá í sölu fallega 128 fm 4ja-5 herb. „penthouse“-íb. á 4. og 5. hæð í góðu lyftuhúsi. Vandaðar innr., 45 fm svalir með sólstofu. Laus. Lyklar á skrifst. Áhv. 1,8 millj. byggsj. Verð 9,7 millj. ENGIHJALLI 3509 Góð 93 fm 4ra herb. íb. á 5. hæð í lyfti/- húsi. Stórar suöursvalir. Parket á gólfum. Verð 6,6 millj. HÁALEITISBRAUT 3566 Góð 102 fm 4ra herb. íb. á 4. hæð í góðu fjölb. 23 fm bílsk. fylgir. Frábært útsýni. Laus. Verð 8,2 millj. 3ja herb. íb. SELTJNES - GLÆSI- LEGT ÚTSÝNI 2732 Mjög glæsil. 3ja herb. íb. á 3. hæð í vönduðú fjölb. v. Elðistorg. Allar innr. úr Mahogany sem gefur ib. faliegan heildarsvlp. Gólfefni: Park- et og marmari. Sjön er sögurikari. KÓPAVOGUR 2847 Til sölu glæsil. íb. á góðu verði. Um er að ræða 3ja herb. íb. m. óvenju glæsil. innr., öll tekin í gegn. Glæsil. útsýni. Áhv. 3,4 millj. byggsj. og veðd. Verð 7,2 millj. LUNDARBREKKA - KÓP.2796 Falleg 3ja herb. 88 fm íb. á 3. hæð í góðu fjölb. Sérinng. af svölum. Suðursv. Mikið útsýni. GRANASKJÓL 2792 Mjög góð 3ja herb. íb. á þessum eftir- sótta stað í fallegu þribhúsi. ib. er 64,5 fm á jarðh. m. sérinng. Verð 6,0 millj. SÖRLASKJÓL 2611 Til sölu ágæt 52 fm 3ja herb. kjíb. í þríb. Góð staðsetn. Parket á gólfum. V. 3,9 m. BARMAHLÍÐ 2844 Vorum að fá í sölu fallega 61 fm kjíb. f góðu fjórbhúsi. Fallegur garður. Róleg gata. Falleg staðsetn. RAUÐÁS 2685 Glæsil. 77 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð með sérgaröi. Parket og flísar. Áhv. 2,2 millj. Verð 6,5 millj. VEGHÚS 2767 Falleg 105 fm íb. á 1. hæö ásamt 21 fm bílsk. í nýi. fjölb. Vandaðar innr. Laus. Lyklar á skrifst. Áhv. 4 millj. Verð 8,7 millj. ORRAHÓLAR 2822 Til söiu rúmg. 3ja herb. 88 fm ib. á 2. hæð. Stórar svalir. Gott útsýni. Góð sam- eign. Húsvörður. Lyfta. Áhv. 2,4 millj. byggsj. Verð 6,5 millj. VIÐ SJÓMANNASK. 2818 Björt og rúmg. ca 90 fm 3ja herb. lítið niðurgr. íb. m. sérinng. Áhv. 2,4 millj. Verð 6,7 millj. FRÓÐENGI 2743 87 fm 3ja herb. íb. í nýju fjölb. á fráb. útsýnisstaö. íb. skilast tilb. til innr. Verð 6,3 millj. BORGARHOLTSBR. 2675 Til sölu 3ja herb. efri hæð í tvíb. Nýl. eld- hús, 2 svefnherb. íb. er öll nýmáluð. Ný teppi á stigagangi. Stór og góð lóð. Áhv. húsnlán 3 millj. Verð 5,8 millj. 2ja herb. íb. VEGHÚS — HAGST. LÁN 1614 Vorum að fá í sölu fallega 60,4 fm 2ja herb. íb. í góðu fjölbýli. Parket og flísar. Góðar innr. og tæki. Áhv. um 4,8 millj. byggsj. með 4,9% vöxtum. FREYJUGATA 1566 Góð 60 fm 2ja herb. íb. á jarðhæð í góðu steinh. Skemmtil. staðsetn. Verð 4,8 m. BALDURSGATA 1681 Snyrtil. 2ja herb. fb. é 1. hæð í 6 íb. 8teinhúsi. (b. er um 45 fm. Park- et á stofu og forstofu. Geymslur i kjallara ásamt útlgeymslu í sam- eign. Hagstætt verð. KÓPAVOGSBRAUT 1467 Til sölu falleg, 2ja herb. 53 fm ib. m. sér- inng. á jarðh. í góðu fjórb. Mikiö endurn. eign., m.a. innr. og gólfefni. Verð aðeins 4,6 mitij. Áhv. 2 milij. Nýbyggingar SUÐURÁS 6422 Glæsil. raðh. á einni hæð með innb. bílsk. samt. 137,5 fm. Húsinu skilað fullb. að utan með grófjafnaðri lóð en fokh. að inn- an. Traustur seljandi. Afh. strax. Hag- stætt verð 7,8 millj. EIÐISMÝRI 6421 Nýtt glæsil. 200 fm raðhús m. innb. bílsk. á eftirsóttum stað á Seltjn. Hægt að fá húsið afh. á ýmsum byggstigum. Teikn. á skrifst. Til afh. strax. Atvinnuhúsnæði o.fl. BRAUTARHOLT 9250 Til sölu atvinnuhúsnæði sem er í leigu til 3ja ára. Kjörin fjárfesting. Nánari uppl. á skrifst. FM. GRENSÁSVEGUR 9162 Til sölu um 1025 fm skrifstofu- og iönaðar- húsn. á 2. hæð í vel staðsettu húsi. Eign- in þarfn. lagfæringar en gefur mikla mögu- leika. Mögul. að kaupa eignina í minni einingum. Innkeyrsludyr. Teikn., lyklar og nánari uppl. á skrifst. SMIÐJUVEGUR 9232 Til sölu 106 fm atvinnuhúsn. sem gæti nýst fyrir ýmsan iðnað. Mögul. á inn- keyrsludyrum. Laust. Lyklar á skrifst. Verð 2,8 millj. * Bújarðir o.fl FÍFILBREKKA 10377 •4 Til sölu garðyrkjubýlið Fífilbrekka v. Vest- urlandsveg. Um er að ræða myndarl. íbúð- arhús ásamt plast-gróðurhúsum. Land- stærð tæpur 1 ha. Góðir mögul. á útirækt- un. Frábær staðsetn. Myndir og nánari uppl. á skrifst. FM. Eignir útí á land HELLA 14176 Til sölu 142 fm einb. m. 53 fm tvöf. bil- skúr. Þarfn. nokkurrar lagfæringar. Áhv. 1,3 millj. Hagsteett verð. EYRARBAKKI 14181 Vorum að fá í sölu 130 fm parhús úr timbri byggt 1973. 4 svefnherb. Parket og dúkar. Áhv. 2,4 millj. SELFOSS 14178 Vorum að fá í sölu fallegt 110 fm einbýlis- hús með 45,8 fm bilskúr með gryfju. 3 svherb. og góð stofa. Fallegur garður. Gott verð ef samið er strax. Sumarbústaðir ELLIÐAVATNSBLETTUR 13272 Til sölu glæsil. sumarhús/heilsárshús á fallegum stað v. Elliðavatn. Mikill trjágróð- ur. Einstök eign. Verðhugm. 12 millj. Nánari uppl. gefur Magnús á skrifst. FM. KJÓS - HAGSTÆTT VERÐ 13247 Skemmtii. 40 fm sumarhús, auk þess 15 fm svefnloft. Húsið er I landi Möðruvalla, stutt frá Meöalfellsvatni. Verð aöeins 2,2 millj. ATHUGIÐ! Á söluskrá FM er mikill fjöldi sumarhúsa og bújarða og annarra eigna úti á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.