Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 16
16 D FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg BURÐARGRINDIN er öll úr stáli. Notaðar eru sniðgrindur (prófílar) úr stáli bæði í sperrur og grind hússins. Sniðgrindurnar eru fluttar tilbúnar á bygg- ingarstað, þannig að ekki þarf annað en að raða þeim upp eins og mekkanói. Fasteignamiðlun Siguröur óskarsson lögg.fasteigna- og skipasali Suöurlandsbraut 16,108 Reykjavik SÍMAR 588-0150 OG 588-0140 Fax 588-0140 félagÍFasteignasala Einbýli - raðhús - parhús Víkurbakki - Prestbakki - Staðarbakki. Úrval vandaðra rað- húsa m. innb. bílskúrum. Verð frá kr. 11,5 millj. Skipti á minni eignum koma til greina. Kópavogur - Austurbær. Fal- legt og vel byggt einbýlishús á útsýnis- stað við rólega lokaða götu. Nýr 34 fm bflskúr. Ákv. sala. Skipti á minni eign koma til greina. Uppl. á skrifstofu. Kársnesbraut - Kóp. Glæsil. 165 fm einb. með 43 fm bílsk. Vandaðar innr. Sólhýsi. Útsýni. Skipti á minna sérbýli eða sérhæð í Kópavogi eða Garðabæ. Brekkusel. Stórt vel byggt 239 fm endaraðhús með bílskúr á frábærum stað. Fallegur garður. Upphituð plön og stéttar. Áhv. byggsj. og húsbr. 5,2 millj. Verð 12,9 millj. Sérhæðir Öldugata - Laus. 66 fm risíb. í fjórbýli. Suðursvalir. Útsýni. Byggsjlán 3,1 millj. Verð 5,2 millj. 4ra-5 herb. Fiskakvisl. Vel byggð 129 fm íb. á 2. hæð í vönduðu fjölb. Austur- og vestursv. Útsýni yfir borgina. Frábær sameign. Skipti á stærra sérbýli. Áhv. byggsj. 1,6 millj. Verð 10,7 millj. Háaleitisbraut. Falleg 106 fm íb. á 4. hæð. Útsýni. Bílskúr. Öll blokkin nýyfirfarin. Skipti á minni eign. Verð 8,5 millj. Veghús - Grafarvogi. Rúmgóð 112 fm fb. á 2. hæð í vönduðu fjöl- býli. Áhv. húsbr. 3,9 millj. Verð 8,9 millj. Seljabraut.Tii söiu 101 fm íb. á 2. hæð í endurn. fjölb. innangengt í bíla- geymslu. Verð 7,5 millj. 3ja-4ra herb. Engjasel. Glæsil. 99 fm útsýnisíb. á 2. hæð. Nýtt parket. Bílageymsla. Laus fljótl. Áhv. 4,8 millj. Verð 8,2 millj. Ránargata. 58 fm íb. á 1. hæð. Áhv. 2,5 millj. Verð 5,7 millj. Blikahólar. Frábær 163 fm (b. á 1. hæð ívönduðufjölb. Stór innb. bílsk. Útsýni. Verð 9 millj. 2ja herb. Sólvallargata. Fráb. 53 fm íb. á 2. hæð. Sérinng. Laus strax. Verð aðeins 5,4 millj. Hringbraut - háskólasvæðið. Til sölu 62 fm íb. á 2. hæð á frábærum stað m. aukaherb. og snyrt. á rishæð. Laus strax. Áhv. byggsj. 2,7 millj. Verð 5 millj. Rofabær. Til sölu frábær 53 fm íb. á 1. hæð f mjög góðu fjölb. Áhv. byggsj. og húsbr. 2,8 millj. Verð 4,9 millj. Sörlaskjól. Frábær59fm nýendurn. íb. á jarðh. Parket. IMýmáluð. Laus strax. Verð 5,7 millj. Skipasund. 67 fm íb. á neðri hæð í tvíb. Áhv. hagstæð lán 2,8 millj. Verð 5,6 millj. Seltjarnarnes - Austurströnd. Glæsil. 66,5 fm útsýnisíb. á 4. hæð f lyftuhúsi. Stæði í bílageymslu. Áhv. 3,8 millj. Verð 6,5 millj. Vallarás. Skemmtil. og velbúin 54 fm suðuríb. á 5. hæð í lyftuhúsi. Park- et. Áhv. húsbr. 2,4 millj. Verð 5,0 millj. Hamraborg. 52 fm íb. á 2. hæð f lyftublokk. Innangengt í bílageymslu. Útsýni. Verð 4,9 millj. Atvinnuhúsnæði Iðnaðarhúsnæði - Ártúns- höfði. Til sölu á Ártúnshöða upp- steypt iðnaðarhúsn. 360 fm gólfflötur, 5 m dyrahæð, mögul. á 120 fm kj. eða samt. 480 fm. Teikn. og uppl. á fast- eignasölunni. Suðurlandsbraut. Vandað 40 fm skrífstofuhúsnæði á 2. hæð í fyrsta flokks húsi. Góð áhv. lán. Verð 2,7 millj. IMýbyggingar Klukkurimi. Glæsil. 170 fm steypt einbýli m. innb. bílskúrum. Frábær staðsetning. Hagstæð kjör. Uppl. og teikn. á skrifstofu. Starengi. Vandað, fokhelt einbýlis- hús. Frábær teikning. Allt fullfrágengið að utan og grófjöfnuð lóð. Verð 8,6 millj. Hús með stálgrind eiga mikla framtíð fyrir sér hér á landi Við Melahvarf í Kópavogi er Garðasmiðjan að reisa íbúðarhús með burðarvirki úr stáli. Hér ræðir Magnús Signrðsson við þá Gísla H. Guðlaugsson, framkvæmdastjóra Garða- smiðjunnar og Kanadamanninn Jacques Belleau, sem aðstoðar við smíði hússins. Ú ER óspart leitað nýrra leiða í húsasmíði. Markmiðið er að ná niður byggingarkostnaði og stytta bygg- ingartímann. Við Melahvarf í Kópa- vogi er að rísa íbúðarhús, sem er sérstætt að því leyti, að burðarvirki þess er allt úr stáli, bæði stoðir og sperrur. Þar er að verki Garðasmiðj- an í Garðabæ. Húsið á að taka í notkun um áramót, en byijað var á smíði þess um miðjan ágúst. Húsið er á tveimur hæðum og alls um 150 ferm. Veggir verða klæddir með timburklæðningu en þak með stálklæðningu. Allt húsið verður klætt að innan með gipsplöt- um. Stálið verður því hvergi bert, heldur hulið með gipsi og steinullar- einangrun. Húsið er hannað af Sig- urði Sigurðssyni arkitekt. Stálgrindur sem burðarvirki í hús eru alls ekki ný byggingaraðferð hér á landi. Stálgrindarhús hafa verið byggð fyrir ýmsan atvinnu- rekstur, eins og fiskvinnslu og margs konar iðnað en einnig sem vöruskemmur. Þau hafa líka verið byggð sem íþróttahús og samkomu- hús. í rauninni eru því lítil takmörk sett, í hvaða tilgangi nota má stál- grindarhús. Sums staðar erlendis eru þau notuð sem kirkjur. Hagkvæm og ódýr lausn Stálgrindarhús eru að mörgu leyti hagkvæm og ódýr lausn og þar ræður skammur uppsetningar- tími miklu. Eftir að sökkullinn hef- ur verið steyptur, felst smíðavinnan aðailega í því að skrúfa og negla húsið saman. Það hefur hins vegar gjarnan verið fundið stálgrindar- húsum til foráttu hér á landi, að þau þoli illa íslenzka veðráttu. Þessi tortryggni er þó varla á rökum reist. Stálgrindarhús hafa verið notuð í langan tíma hér á landi og mikil og góð reynsla fengizt af þeim. Stálgrindarhús eru einföld í smíð- um og það svo að oft getur hús- byggjandinn unnið taisvert við þau sjálfur og náð þannig kostnaðinum niður. Þegar grunnurinn er kominn, tekur'ekki nema nokkra daga að koma stálgrindinni upp, því að ekki þarf að slá upp fyrir mótum. Síðan þurfa ekki að líða nema 5-6 vikur, þangað til að húsið er orðið fokhelt með öllum gluggum og hurðum í og síðan tekur 2-3 vikur að klæða húsið og ganga frá öllu að innan, ef sæmilega rösklega er að verki staðið. Garðasmiðjan í Garðabæ hefur að baki sér mikla hefð í smíði stál- grindarhúsa. Fyrirtækið var stofn- að fyrir aldarfjórðungi og aðal verk- efni þess hefur verið smíði á stál- grindarhúsum, einkum skemmum fyrir atvinnustarfsemi, en einnig margvísleg járnsmíðaverkefni í íbúðarhúsum eins og stiga- og handriðasmíði. Fyrirtækið hefur aðsetur að Lyngási 15 í Garðabæ. Nú starfa 13 manns hjá fyrirtækinu og í fyrra var velta þess um 70 millj. kr. — Nú ætlum við að stíga stórt skref inn í framtíðina og hefja smíði á burðarvirkjum í einbýlishús, segir Gísli H. Guðlaugsson, fram- kvæmdastjóri Garðasmiðjunnar. — Þessi aðferð er vel þekkt í Banda- ríkjunum, Kanada og víðar. Nú vinna starfsmenn Garðasmiðjunnar að því að aðlaga þessa byggingar- aðferð íslenzkum aðstæðum og við höfum fengið til samstarfs við okk- ur kanadíska byggingafyrirtækið Frobuild Construction Ltd.. — Stálið hefur margvíslega kosti, segir Gísli ennfremur. — Stál- grindarhús fúna ekki og ending þeirra er betri, en þegar notuð er hefðbundin byggingarefni eins og timbur og steinsteypa. Þannig hefur raki og frost t. d. ekki áhrif á stál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.