Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 26
26 D FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ + ^HÁTÚN ■nhn i ■ i ■ ■■ ■ ■ m ■! i SUÐURLANDSBRAUT 10 51M1: 568 7808 FAX: 568 6747 '%3®í Ert þú að kaupa - selja? jk •*" Áratuga reynsla segir okkur að nú sé góður sölutími framundan. np Hafðu samband við okkur sem fyrst. I I Skoðum og verðmetum samdægurs. Ekkert skoðunargjald. 2ja herb. KRUMMAHÓLAR Falleg 2ja herb. íb. í góöu fjölbh. Þvottah. m. þurrkara á hæðinni. Gott verð. EFSTASUND 2ja herb. 48 fm íb. í kj. í tvíb. Sérinng. Snyrtil. hús. Góöur garður. Verð 3,5 m. ESKIHLÍÐ Vorum aö fá í sölu góða 2ja herb. 72 fm íb. í kj. Sérinng. V. 5 m. VÍKURÁS Falleg 2ja herb. 56 fm íb. á 3. hæð Verð aðeins 4,3 millj. JÖRFABAKKI Glæsil. 2ja herb. 65 fm íb. á 2. hæð. Parket. Nýtt eldh. Suöursvalir. Einstak- lega falleg eign. • V. 5 m. 3ja herb. VANTAR Unga Reykjavíkurmey vantar 2ja* 3ja herb. Ib. I Hlíðunum. Bein sala, góðu útb. t Sérhæðir SAFAMYRI Mjög glæsil. ca 140 fm neðri sérh. ásamt bílsk. Parket og flísar. Góð eign. Fráb. staðs. HOLTAGERÐI Til sölu góð 114 fm efri sérhæð í tvíb- húsi. 34 fm bílsk. Laus. LAUGARNESVEGUR Til sölu neðri sérh. ásamt kj. samt. 125 fm. 3-4 svefnherb. Mikið endurn. eign. Bílskúr. V. 8,5 m. Einbýli — raðhús VANTAR Höfum mjög fjársterkan kaup- anda að raðhúsi i Kringlu, Safa- mýrí, Álftamýrí eða Háaleitis- braut. NÆFURÁS Glæsil. 94 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð í litlu fjölb. Parket og flísar á gólfum. Skipti mögul. á stærri íb. í sama hverfi. KJARRHÓLMI - KÓP. Nýkomin í sölu vel innr. 75 fm íb. á 1. hæð. Verð 6,6 millj. ÁLFHOLT - HF. Til sölu 93 fm íb. á jarðh. í þessu nýj- asta hverfi Hafnarfj. Innr. eftir vali kaup- enda. Er þetta eitthvað fyrir þig? HJALLABREKKA - KÓP. Mjög glæsil. ca 90 fm 3ja herb. íb. í fallegu tvíbh. Parket og flísar. ÍRABAKKI Góð 3ja herb. 65 fm íb. í mjög góðu fjölbh. Fallegar innr. Það er þess viröi aö skoða þessa. Góð lán áhv. m.a. góður byggsj. BÁRUGATA Mjög góö 3ja herb. 75 fm íb. í kj. Nýtt baðherb. Parket á stofu. V. 4,7 m. LJÓSHEIMAR Mjög góö 3ja herb. 85 fm íb. á jarð- hæð. Góö suöurverönd. AUSTURSTRÖND Falleg rúmgóð 3ja herb íb. á 4. hæð í lyftuhúsi. Stofa, hol, 2 svefnherb. o.fl. Stórar suðursvalir. Bílskýli. RÁNARGATA Ágæt 3ja-4ra herb. risíb. V. 5,5 m. Áhv. 2,5 m. frá Húsnm.stjórn. 4ra—6 herb. HÁVALLAGATA Mjög falleg sérstaklega vönduð 4ra herb. 94 fm íb. á jarðh. i glæsil. þríb. Parket og flísar. Fallegur gróinn garður. STELKSHÓLAR - GOTT VERÐ Til sölu mjög snotur 4ra herb. 93 fm íb. Tilvalin f. ungt fólk sem þarf stóra ib. á góðu verði.. STÓR OG GÓÐ EN ÓDÝR Til sölu við Seljabraut mjög góð 170 fm íbúð á tveimur hæðum. 5 svefnherb. Bílskýli. Mjög hagst. verð. BRYNJAR FRANSSON lögg.fosl. áAAAáá LAKU$H BAKKASEL Til sölu mjög fallegt ca 240 fm raðh. ásamt bílsk. á þessum eftirsótta stað í Seljahverfi. 2ja herb. íb. í kj. Mjög góð eign. Skipti á minni eign kem ur til greina. BÚLAND Til sölu mjög fallegt ca 200 fm endar- aðh. ásamt 25 fm sérb. bílsk. Verð 13,5 millj. FROSTASKJÓL Glæsil. ca 280 fm endaraðh. ásamt bílsk. í þessu eftirsótta hverfi. Þetta er tvímælalaust eitt glæsilegasta rað- hús bæjarins, skipti á minni eign í vesturbæ koma til greina. EIÐISMÝRI Fallegt ca 200 fm raðh. í byggingu. Góð staðs. Stutt í skóla og aðra þjónustu. Hægt að kaupa húsið á ýmsum bygg- stigum. BAKKASMÁRI - KÓP. Gott 140 fm parh. i byggingu á ainni hæð á þessum fallega stað. Góður 30 fm bílsk. Útbyggður eldhúsgluggi. Sjón er sögu ríkari. KASTALAGERÐI Vorum að fá í sölu 137 fm einb. á einni hæð ásamt 28 fm bflsk. 3 svefnherb., tvær stbfur. Vel ræktuð og falleg lóð. V. 13 m. HÁBÆR Til sölu gott 147 fm einbhús ásamt 32 fm bílsk. 4 svefnh. Góður garður. V. 12,5 m. ÁLFAHEIÐI - KÓP. Vorum að fá i sölu í klasabygg- ingu fallegt einb. ásamt bflsk. samt. 113 fm. 3 svefnherb. V. 10,6 m. STAÐARBAKKI Mjög gott raðhús m. áföstum bflsk. Samtals 162 fm. Vandað og vel umgengið hús. V. 12,5 m. FAGRIHJALLI Nýl. raðhús á tveimur hæðum m. áföst- um bílsk. Samtals 170 fm. 3 svefnherb. Gegnheilt parket á gólfum. GRASARIMI Til sölu glæsil. endaraðh. 197 fm m. innb. bílsk. 4 svefnherb. Mjög skemmt- il. hannað hús. Laust fljótl. V. 13,0 m. soli, HILMAR VALDIMARSSON LÁRUSSON Byggingarlykill Hannarrs á Alnetinu BYGGINGARLYKILL Hann- arrs er nú kominn á Alnetið (Intemetið). Þar má nú fletta upp á einum stað, það er heimasíðu Hannarrs og fá þar upplýsingar um þau útboð, sem í gangi eru á hverjum tíma og auglýst hafa ver- ið á almennum markaði. Jafnframt er hægt að fletta þar upp í þjónustuskrá Byggingarlyk- ilsins og fá upplýsingar um aðila, sem geta tekið að sér mismunandi verkefni í byggingariðnaðinum eða útvegað efni til byggingar- framkvæmda. Á heimasíðunni má sjá, hvenær upplýsingar voru síðast endurnýj- aðar og þar má ennfremur senda Hannarri á einfaldan hátt beiðni um birtingu útboðs með tilheyr- andi upplýsingum. Þar má líka senda fyrirspurnir eða orðsendingar til Hannarrs og einnig panta Byggingarlykil Hannarrs, verklýsingar og annað, sem Hannarr gefur út og varðar byggingariðnaðinn. — Varðandi útboðin er lögð áherzla á, að því megi treysta, að á heimasíðu Hannarrs sé hægt að fletta upp öllum verkum, sem boð- in eru út á almennum markaði og að þær upplýsingar séu ávallt þær nýjustu, sagði Sigurður Ingólfs- son, framkvæmdastjóri Hannarrs. Netfang Hannarrs er http://www.spornet.is/hann- arr/hannarr.htm HÉR er blásið lífi í eldinn. HAMRA skal járnið meðan heitt er. Járnsmíði Smiðjan Við þurfum að hafa í heiðri gamlar verk- greinar eins og eldsmíðina, segir Bjami Ólafsson. Hún hefur fylgt þjóðinni frá upphafí enda sígild. FYRIR nokkrum árum ritaði ég smiðjugrein hér í blaðið sem var um garðhlið við Sólvallagötuna í Reykjavík. Þetta er einn þáttur iðngreinar sem hefur að mestu lagst af hér á landi, eldsmíði. Fyrr á öldum voru til smiðjur á mörgum býlum landsins þar sem smíðaðir voru margir hlutir til dag- legrar notkunar, svo sem skeifur, lamir, lásar, ljáir, smíðaáhöld, hníf- ar, ýmsir hlutir til flutninga á hest- um og til margs konar nota inni á bæjunum. Til eru gömul og falleg garðhlið, eins og ég nefndi hér í upphafí, einnig eru víða fallega smíðuð handrið úr járni, sem eru fagurlega sveigð með mismunandi skraut- verki. Þegar ég var unglingur og var nemandi í húsasmíði var ég oft sendur í smiðju með verkfæri sem þurfti að laga. Það þurfti t.d. að slá fram spíssbora og jafnframt að herða odd þeirra í smiðjunni. Það er mikið nákvæmnis- og vandaverk að herða stál hæfilega. T.d. ef oddur á spíssbor var hertur of mikið þá brotnaði strax framan af oddinum þegar farið var að nota hann í stein eða múrhögg. Kúbein, öðru nafni klaufjárn, brotnuðu stundum um beygjuna ofanvið klaufina, þegar mikið reyndi á eða ef slegið var á þau með hamri. Þegar það kom fyrir var farið með hið brotna klaufjárn í smiðju og járnsmiður beðinn um að slá það fram og setja á það nýja klauf. „Hamra skal járnið meðan heitt er“ Til eru nokkur gömul orðtök sem tengjast smiðjum og jámsmíði, þetta sem hér stendur er eitt þeirra: „Hamra skal járnið meðan heitt er.“ Það er einkum notað um málafylgju, ef einhver er að vinna máii sínu fylgi, að fá annan til þess að samþykkja eða að gefa jáyrði sitt um að fram skuli ganga áhugamál flytjandans. Upphaflega merkingu orðtaksins þarf varla að skíra. Það er þegar smiðurinn tek- ur jám hvít-glóandi úr eldinum má ekki leggja það frá sér og fara að sinna einhverju öðru, heldur er um að gjöra að slá glóandi járnið til og forma það í æskilegt form, á meðan það er vel heitt. Eldurinn dauður Eitt af því sem eldsmiðir þurftu að kunna lag á var „að fela eld- inn“ í aflinum. Síðar, þegar aftur var tekið til við smíðina var „blás- ið lífi í eldinn“. Fyrir um það bil fimmtíu árum, eða upp úr því að íslendingar urðu sjálfstæð lýðræð- isþjóð, slokknaði eldurinn að fullu í æ fleiri smiðjum. Varla er hægt beinlínis að tala um það í sam- bandi við lýðveldisstofnunina. Það mun fremur vera afleiðing svokall- aðrar bættrar tækni og framfara í málmsmíði. Á þeim árum varð æ algengara að útihandrið og hliðgrindur væru smíðuð úr járnrörum sem voru annaðhvort logsoðin eða rafsoðin saman. Þannig fór að jafnvel sálu- hlið og grindur garðhliða voru ekki lengur smíðuð úr öðru en vatnsrör- um. Ekki slokknaði eldurinn þó alveg því smiðjan var stundum ómissandi og enn eru til nokkrir eldsmiðir. Þó eru fáir nú eftir, sem orð hefur farið af sem sérlega góðum lista- smiðum, sakir kunnáttu og langrar starfsreynslu. Lífi blásið í eldinn Nú er aðeins að birta á þessu sviði í iðnsögu okkar því tekið er til við „að blása í glæðurnar". Þess eru örfá dæmi að iðnsvein- ar hafi lokið prófi í eldsmíði hér- lendis á síðustu árum og áhugi á þessari listaiðju „er að glæðast". Mér e_r kunnugt um að Kennarahá- skóli íslands var búinn fyrir u.þ.b. 14 árum að láta teikna nýbyggingu fyrir handlistagreinar sem kenndar eru við skólann, þar sem gert var ráð fyrir eldsmiðju. Því miður hef- ur það hús ekki ennþá verið byggt. Myndlista- og handíðaskólinn hefur sett fram áform um járn- smíðakennslu með fyrirhugaðri stofnun listaháskóla. En fleiri neistar fljúga frá steðjanum. Síð- ustu vikur hefur dvalið hér í Reykjavík danskur kennari við Slöjdhöjskolen í Esbjerg, Thomas Nörgaard heitir hann og kennir eldsmíði. Ungur listasmiður að nafni Bjarni Þór Kristjánsson hefur haft forgöngu um að standa fyrir og auglýsa 6 daga námskeið í eld- smíði, þar sem Thomas Nörgaard hefur staðið sem kennari í þeirri grein. Námskeið þessi hafa verið vel sótt af áhugasömu fólki sem greiðir sjálft kostnað efnis og laun en Bjarni sagðist vona til að KHÍ greiði ferðir kennarans. Á einu vikulöngu námskeiði annaðist ung- ur íslenskur smiður kennsluna, hann heitir Sveinn Jóhannsson. Góðir gripir Ég ræddi við Thomas Nörgaard um kennslu hans, verkefni og um hvort hann teldi að þessi grein járnsmíðinnar geti hentað sem við- fangsefni í skólum unglinga. Hann var ekki í nokkrum vafa um að svo væri. Einkum hefur hann orðið þess var að eldsmíði höfðar til nemenda sem hafa misst áhugann á almennu skólanámi um sinn, eru eirðarlausir og nenna engu. Sagð- ist Thomas nú hafa kennt þessa grein í mörg ár og reynslan væri sú að nemendur breyttust oft á skömmum tíma við að smíða járn. Þeim þykir þetta vera alvörunám, það reynir á kraftana og er afar spennandi að taka til við að forma þetta harða og sterka efni með þessum hætti og gera efnið sér undirgefið. Þannig hafi hann í fjölmörgum tilvikum orðið vitni að því að ung- ir piltar og ungar stúlkur hafa aftur unnið upp glatað sjálfstraust og fundið til sín sem skapandi ein- staklingar. Einnig sagði Thomas Nörgaard mér að verkefni sem hann notaði mest væru tengd fornum gripum sem fundist hafa. Hann sýndi mér m.a. margar gerðir hnífa sem voru fagurlega smíðaðir og formaðir í mjúkum bogalínum. Þess konar verkefni væru hentug til kennslu- æfinga, bæði til að æfa sig í að slá stál og inn í hnífablöð, forma og herða stálið. Ymis önnur verk- færi voru smíðuð á námskeiðunum. Einnig ræddi ég við suma af þeim er voru þarna sem nemendur og létu þeir í ljós áhuga og lýstu því hve skemmtilegt væri að smíða járn á steðja, hitað í eldi. í hús og garða Margir fagurkerar sækjast ein- mitt eftir að láta smíða úr járni handrið og grindur ýmiss konar í og við hús sín. Ég bendi þeim sem áhuga hafa á að skoða þess konar smíði að ganga Sólvallagötuna frá Hólatorgi og gamla kirkjugarðin- um vestureftir. Á þeirri göngu má sjá mörg garðhlið og einnig sums staðar handrið smíðuð úr járni sem eru á útitröppum eða svölum. Mér finnst það vera sannkallað augna- yndi. Það er allt annað handverk að smíða járn eða logsuðu eða að raf- sjóða saman og getur slík smíði aldrei litið svipað út og við þurfum að hafa í heiðri gamlar verkgreinar sem eru sígildar, eins og eldsmíðin sem hefur fylgt þjóð okkar frá upphafi. Lesendur þessarar smiðjugreinar munu veita athygli að ég hefí sett nokkrar setningar innan gæsalappa hér á undan. Það hefi ég gert til þess að vekja athygli á að við eigum allmikið af orðum og orðtökum sem tekin eru úr þessari iðju. Þannig segjum við líka: „Ég fór í smiðju til Jóns“, til að fá að vita merkingu þessara orða, o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.