Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGÚR 17. SEPTEMBER 1995 11
Ég fæ mótspyrnu, það
er eðlilegt. Mér finnst
þó að skilningur
manna á nauðsyn
breytts fyrirkomulags
í þessum efnum sé að
aukast með hverjum
deginum. Þeim mun
opnari sem umræð-
urnar verða um þörf-
ina á aukinni sérhæf-
ingu því opnari verða
menn fyrir þeim hug-
myndum.
riti undanfarna mánuði, ekki síst
meðal lækna. Hver er afstaða Ingi-
bjargar í því máli nú?
„Þegar ég tók við starfi var tilvís-
unarkerfíð allt „upp í loft“, og mikl-
ar deilur í gangi. Mitt fyrsta verk
var að fresta gildistöku tilvísunar-
kerfisins svonefnda. Á þeim tíma
sem síðane rliðinn hefur okkur hér
tekist að semja við sérfræðingana
og ná þannig hinu fjárhagslega
markmiði sem tilvísunarkerfinu var
beint að. Þessir samningar skila
sama sparnaði og tilvísunarkerfið
var ætlað að skila. Þá er eftir hitt
markmið þess, sem var að betrum-
bæta boðskiptin milli heilsugæsl-
unnar annars vegar og sérfræðinga
hins vegar. Báðir þessir aðilar þurfa
að hafa aðgang að öllum upplýsing-
um um viðkomandi sjúkling, sem
verið er að meðhöndla hvetju sinni.
Verið er að ljúka samningagerð í
því máli og er senn að vænta niður-
stöðu þar um. Náist sambærilegir
samningar um þetta faglega efni
og hinir fjárhagslegu, sem þegar
liggja fyrir, þá höfum við náð mark-
miðum tilvísunarkerfisins .
Samningar Tryggingastofnunar við
sérfræðinga
„Ég tel að engum árangri verði náð hvað
snertir forgangsröðun nema um hana verði
þjóðarsátt. Við erum svo fá hér og fylgjums
tsvo vel hver með öðru að annða væri útilok-
að. Forgangsröðun í framkvæmdum hefur
ávallt verið á valdi stjórnmálamanna, þeir
ákveða hvað er byggt og hvenær. En öðru
máli gegnir með forgangsröðun hvað snertir
þjónustu við sjúklinga. Þar er komið að lækn-
unum, þeir gera eðlilega faglegt mat í þessum
efnum. Við eigum núna fleiri sérfræðinga á
öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar en við
höfum nokkurn tíma átt. Ef allt værj gert á
þeim vettvangi sem
hægt væri, læknis-
fræðilega séð, þá veitti
ekki af a.m.k. 80 pró-
sent af fjárlögum ís-
lensku þjóðarinnar, sem
eru um 120 milljarðar
króna. Nú fara um 40
prósent til heilbirgðis-
og tryggingarmála. Það
gefur því auga leið að
það þarf að velja og
hafna þess vegna er
umræða um forgangs-
röðun í heilbrigðisþjón-
ustu mjög nauðsynleg.
Að þeirri umræðu þurfa
að koma fagfólk, sið-
fræðingar, stjórnmála-
menn og almenningur.
Þessi umræða þarf að
fara fram núna, tíminn
til stefnu er ekki lang-
ur, það þarf að ganga
frá stefnumótun í for-
gangsröðun innan árs.
Er þjóðaratkvæða-
greiðsla hugsanleg um
fyrirkomulag forgangs-
röðunar?
Ef að það kemur upp
mikil deila milli þeirra
aðila sem taka þátt í
umræðunni um forgangsröðun þá kynni þjóð-
aratkvæðagreiðsla að reynast nauðsynleg.
Um leið og fyrir liggja tillögur um forgangs-
röðun þá þarfa ð kynna þær um allt land
og það er nauðsynlegt að álit almennings
komi þá vel fram á þeim. Við erum að tala
um stórar upphæðir af skattfé almennings
og þjónustu sem skiptir hvern og einn miklu
máli. Ég vil taka það fram að þjónustan í
þessum efnum er mikil hér. Mun meiri en
til dæmis í Danmörku. Þar hika menn við
að gera hjartaaðgerðir á fólki sem komið er
yfir sjötugt. Hér þykir það svo sjálfsagt að
það et' frétt ef einhver á þeim aldri, sem er
á biðlista eftir aðgerð, deyr.
Almennt eru biðlistar í allar almennar
aðgerðir. Það þarf að tölvuvæða þessa bið-
lista og það er verið að vinna að því núna.
Oft bíða menn lengi eftir aðgerð sem fram-
kvæma má að öðru sjúkrahúsi þar sem færri
eru á biðlista. Þarna þarf samræmis við.
Hvaða sjónarmið eiga ráða ferðinni hvað
snertir forgangsröðun?
„Við þurfum að horfa gagnrýnin á það sem
við erum að gera. Sjá út hvað þjónar sjúkl-
ingnum best og er hagkvæmast. Markmiðið
er að veita sjúklingum þá þjónustu sem þeir
þurfa á að halda eins hratt og mögulegt er.
Tilvísunarkerfið
Tilvísunarkerfið sem fyrri stjórnvöld vildu
koma á hefur verið til umfjöllunar í ræðu sem
Tryggingastofnunin hefur sett
„þak“ á magn þjónustu sérfræðinga
í læknastétt. Ungir læknar telja að þetta
bitni á þeim, hvað segir ráðherann um þau
orð?
„Það hefur verið þannig að um leið og
læknar hafa fengið sérfræðingsleyfi þá gátu
þeir komist á samning við Tryggingastofnun,
burtséð frá þörfinni. Ég tel þó alvarlegt ef
ungir sérfræðingar, sem beðið er eftir að
komi til starfa, konýst ekki á samning við
Tryggingarstofnun. Á hinn bóginn tel ég
ekki slæmt þótt viss samkeppni myndist milli
sérfræðinga, það ætti að tryggja enn betri
þjónustu þeirra. Tryggingastofnun er kaup-
Hlutur heilbrigðismála á fjárlögum hefur
heldur vaxið. Veitir þetta aukið svigrúm?
„Þótt á fjárlögum næsta árs verði þremur
milljörðum króna meira varið til heilbrigðis-
mála en var á fjárlögum síðasta árs þá hafa
kauphækkanir til fólks í heilbrigðisstéttum
orðið töluverðar. Þær skila okkur vonandi
ánægðari starfsfólki en jafnframt leggur það
okkur á herðar að reyna að halda utan um
þennsluna í þessum málaflokk, svo hún verði
ekki óviðráðanleg. í þá veru erum við að
skoða ýmis atriði. Eitt þeirra snertir svokall-
aðar fjármagnstekjur. Éf aldraður maður eða
öryrki á 100 kindur og hefur af þeim arð
þá hefur það áhrif á lífeyrisbætur hans. Ef
sami maður selur kindur sínar og leggur
peningana í verðbréf þá hafa tekjurnar af
peningunum, þ.e. vextirnir, ekki áhrifa á líf-
eyrisrétt. Þetta teljum við að þurfi að sam-
ræma. Við viljum koma því þannig fyrir að
þeir sem helst þurfa á lífeyristryggingum að
halda fái helst notið þeirra.
Nýjar álögur á sjúklinga
Hvað um auknar álögur á sjúklinga í formi
nýrra greiðslna fyrir aðgerðir?
„Nú er það svo að tvennskonar reglur gilda
um greiðslur fyrir ýmsar aðgerðir eftir því
hvort sjúklingar eru lagðir inn á sjúkrahús
til lengri tíma en eins sólarhrings eða ekki.
Fyrir vissa aðgerð greiðir t.d. sjúklingur 20
þúsund krónur á stofu hjá sérfræðingi,
göngudeild eða í sólarhrings innlögn á sjúkra-
húsi. Sé sjúklingur lagður inn á sjúkrahús
til lengri tíma greiðir hann ekki neitt fyrir
sömu aðgerð. Þetta er ósamræmi. Verið er
að skoða hvernig má samræma þetta, en
ekki er enn ljóst hvað út úr því kemur.
Líklegra má þó óneitanlega telja, að sá
sem lagður er inn til lengri tíma þurfi að
greiða eitthvað fyrir sína aðgerð, heldur en
að þeir, sem samskonar aðgerð er gerð á við
hinar kringumstæðurnar, þurfi ekki að greiða
neitt. Undir öllum kringumstæðum munum
við þó gæta þess að ekki komi til að fjárvana
fólk geti ekki fengið þá heilbrigðisþjónustu
sem nauðsyn krefur.
í þessu sambandi vil ég geta þess að við
ar ögrandi starf og vissulega er þetta bar-
dagi, alveg frá morngi til kvölds.
Barnafólkinu ber að sinna
Hveijum ber helst að leggja lið í þessum
bardaga og hvernig er velferðarkerfið statt?
„Ég tel að það hafi verið þrengt nokkuð
að barnafólki á íslandi að undanförnu. Að
mínu mati verðum við að láta það fólk njóta
þess svigrúms sem við fáum. Þegar settur
verður fjármagnstekjuskattur þá fínnst mér
eðlilegt að við skoðum hveijir eigi að njóta
þeirra peninga, að mínu mati hefur barna-
fólk tekið nokkra skerðingu á sig. Ég tel líka
alvarlegt hvað öryrkjum hefur fjölgað hér.
Sú fjölgun sýnist haldast í hendur við slæmt
atvinnuástand. Atvinnuleysi er oft undirrót
sjúkdóma, það hefur verið sýnt fram á fylgni
milli þessara tveggja þátta. Það er því hluti
af velferðarkerfinu að reyna að minnka at-
vinnuleysi sem mest. Hins vegar eru aukin
lán ekki lykill að velferð, það kemur alltaf
að skuldadögum. Það verður að vera jafn-
vægi af milli þess sem við öflum og þess em
við getum veitt.
Mér finnst þegar hafa verið gengið nærri
velferðarkerfinu. Við þurfum að ná meiri
jöfnuði á lífskjörum manna hér. Stundum er
talað um að þeir sem eigi peninga eigi að fá
að greiða fyrir sínar aðgerðir og komast
þannig framhjá öllum sjúklingabiðlistum. Ég
er algerlega á móti þessu. Þar með er við
að skapa tvær fylkingar sjúklinga, þá sem
ganga fyrir í þjónustu í skjóli peningaeignar
og svo hina sem ekki geta greitt og lenda
því æ aftar á biðlistunum. Ég vil að sá sem
mest þarf á þjónustunni að halda fái hana
faglegt mat ráði þar um.“
.. Morgunblaðið/Árni Sæberg
INGIBJORG og Haraldur með Haraldi, yngsta syni sínum af fjórum.
andi að þjónustu sérfræðinganna og því þarf
að líta á þá þjónustu með gagnrýnu hugarfari.
Það, að ekki allir sérfræðingar komast á
samning við Tryggingarstofnun, þrýstir á þá
sem samningum ná að vinna sín störf eins
og vel og kostur er og ætla hveijum og ein-
um sjúklingi hæfilega langan tíma. Það hefur
borið á því hjá einstökum sérfræðingum að
þeir sinni það mörgum sjúklinguin á það
skömmum tíma, að grunsemdir vakna um
að þjónustan sé ef til vill ekki sem skyldi.
Við teljum þetta „þak“ á magni keyptrar
þjónustu sérfræðinga því þjóna ákveðnum
tilgangi. Hitt er svo annað mál að hugsan-
lega mun verða sú breyting á að Trygingar-
stofnun kaupi ekki þjónustu af sérfræðingum
sem náð hafa 75 ára aldri. í læknalögum
hefur verið opin leið fyrir lækna að halda
áfram störfum á stofum eftir að þeim aldri
er náð. Það geta þeir auðvitað gert áfram -
en spurning hvort þeir eigi að geta selt þjón-
ustu sína Tryggingarstofnun. Þeir hafa getað
það hingað til en mér finnst ekki óeðlilegt
að þetta yrði endurskoðað til samræmis við
það sem gildir um opinþera starfsmenn yfir-
leitt.
Yrði þessi breyting gerð gæti hún hugsan-
lega leitt til þess að yngri læknar kæmu frem-
ur sinni þjónustu á framfæri við Tryggingar-
stofnun. Þetta hefur lítið verið rætt enn sem
komið er.
reynum auðvitað eftir föngum að spara þann-
ig að það komi sem minnst niður á sjúkling-
um. Stundum heppnast það vonum framar.
Sem dæmi má nefna reglugerðarbreytingu
sem leiddi til þess að í lyfjabúðum er nú
skylt að kynna sjúklingum hvaða lyf sé ódýr-
ast af sambærilegum lyfjum. Þetta hefur leitt
til þess að lyfjakostnaður marga hefur lækk-
að til muna.
Viðkvæmur mólaflokkur
Hvernig hefur Ingibjörgu gengið að kynna
sér og „ná utan um“ þá viðamiklu starfsemi
sem tilheyrir ráðuneytum hennar?
„Þegar ég kom til starfa hér í ráðuneyt-
ingu var mér fljótt ljóst að fjárlög fyrir árið
1995 voru óraunhæf, þannig að milljarð vant-
aði innan árs til að endar næðu saman. Við
þennan milljarð er ég að glíma og sparnaðar-
liugmyndir mínar, sem ég lýsti hér fyrst,
eiga að höggva skarð í hann. Heilbrigðismál-
in eru afskaplega viðkvæmur málaflokkur.
Allar tegundir af mannlegum vandamálum
koma inn á mitt borð, ef svo má taka til
orða. Ég hef hins vegar haft gott fólk í kring-
um mig og ég finn að það hefur viljað leggja
mér lið. Að svona málum vinnur enginn einn.
Með hjálp góðra manna hefur mér allténd
tekist að lifa þetta af. Grínlaust þá gengur
þetta en ég viðurkenni að þetta eru afskap-
lega flókin mál og tilfinningaþrungin. Þetta
er líka fjárfrekt ráðuneyti. Þetta er hins veg-
Mikils skilnings er þörf
Hefur ráðherradómurinn breytt miklu í lífí
Ingibjargar Pálmadóttur og fjölskyldu henn-
ar?
„Það sem hefur aðallega breyst í þeim
efnum er það hvað ég kem sjaldan heim til
mín, ég reyni þó að sofa heima á Akranesi
eins og oft og ég get, en það er algengt að
ég geti ekki eytt helgunum heima vegna
anna,“ segir Ingibjörg. Hún er gift Haraldi
Sturlaugssyni útgerðarmanni og fram-
kvæmdastjóra. Hún er hjúkrunarfræðingur
að mennt og hefur lengst af unnið utan
heimilis og var m.a. um árabil í bæjar-
stjórn Akraness, þar sem hún og maður
hennar hafa jafnan búið og gera enn. Þau
eiga fjóra syni á aldrinum 6 til 22 ára. „Ég
neita því ekki að ég sakna „kallanna"
minna. En svona er þetta, það krefst mik-
illar vinnu að sinna ráðherrastörfum. Ég
og maðurinn minn tókum þá ákvörðun
saman að ég skyldi taka við þessu emb-
ætti. Hann tók á sig að sinna meira heim-
ili og börnum en hann hafði áður gert og
hefur sannarlega staðið við það, þótt hann
hafi nóg á sinni könnu sem framkvæmda-
stjóri umsvifamikils útgerðarfyrirtækis.
Það hjálpar mikið að við höfum notið góðr-
ar aðstoðar stúlku sem kemur á heimilið
dag hvern og sinnir yngsta drengnum og
vinnur heimilisstörf. Ámma og frænkur eru
í nágrenninu. Þetta bjargast því allt saman.
Eru svona miklar fjarvistir ekki erfiðar
fyrir hjónabandið?
„Svona spurningu fengi enginn karlmað-
ur. En svarið við þessari spurningu er að
það þarf mikinn skilning á báða bóga til
þess að halda þetta út,“ segir Ingibjörg.
„Það er ekki aðeins að maður sé mikið
fjarverandi heldur er maður líka stundum
fjarverandi í huganum þegar heim er kom-
ið,“ bætir hún við. „Áður fyrr var ekki um
annað meira rætt á okkar heimili en útgerðar-
mál og ég lifði mig mikið inn í þau mál. Nú
hefur dæmið snúist við, aðal umræðuefnið
er heilbrigðismál. Ég held að ef fólk nýtur
ekki fulls skilnings á heimili sínu þá geti það
gleymt því að taka svona starf að sér.
. Hvað snertir félagslega stöðu mína að
öðru leyti þá hefur hún breyst að því leyti
að ég get mjög lítið umgengist það vinafólk
sem ég áður hitti. Ég fin þó ekki að viðhorf
þess til mín hafi breyst. Auðvitað heyrir
maður einstaka sinnum utan að sér einhveij-
ar slúðursögur en það fylgir því að taka þátt
í opinberu lífi svo ég tek það ekki nærri
mér. Að öllu samanlögðu er þetta allt saman
bærilegt. Ég get þó ekki varist því hugsa
stöku sinnum til orða kunningjakonu minnar,
sem ég liitti á götu á Skaganum rétt eftir
að ég var tekin við ráðherraembætti. „Óskap-
lega ertu áhyggjufull,“ sagði hún. „Finnst
þér það,“ sagði ég. „Hafðu ekki áhyggjur
af þessu, þetta verður aldrei verra en djöful-
legt,“ sagði hún. Mér hefur oft verið hugsað
til þessara orða. En þrátt fyrir að ég leyni
því ekki að þetta et' erfitt þá eru jákvæðu
hliðarnar margar. íslendingar eiga mjög
hæfa einstaklinga sem sinna heilbrigðisþjón-
ustunni og þrátt fyrir allt þá bjóðum við upp
á meira öryggi í þessum málaflokki en flest-
ar aðrar þjóðir."