Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ • KÍNA Á TÍMAMÓTUM SKÝJAKLJÚFAR spretta upp úr lágreistri gömlu byggðinni. AHRAÐFERÐINN ÍMARKAÐS- VÆDDA FRAMTÍÐ TÍMINN, hann er fugl sem flýgur hratt, sagði skáldið og það hefur sannarlega átt við um þær tvær vikur sem for- lögin hafa skammtað mér til minnar fyrstu ferðar til Kína. Svo margt hefur borið fyrir augu og eyru, að erfitt er að segja hvað eftirminni- legast er eða verður þegar fram líða stundir. Sögulegar minjar stórkost- legar, sem ég hef aðeins séð smá- brot af, munu freista til nýrrar ferð- ar austur þangað þegar aðstæður- leyfa en líka til að fylgjast með því hvort takast muni sú merkilega til- raun, sem verið er að gera til þess að markaðsvæða hið sósíalistíska þjóðfélag án þess að upplausn fylgi í kjölfarið og þjóðfélagshræringar leiði til stjórnskipulegs hruns eins og gerðist þar sem áður hét Sovét- ríkin. Þess sjást glögg merki í höfuð- borginni Peking að Kínveijar eru á hraðferð inn í markaðsvædda fram- tíð. Fyrir aðeins fáeinum árum var Peking-gistihúsið hæsta bygging borgarinnar, en það mun vera eitt- hvað nálægt 20 hæðum. Síðan hafa skýjakljúfar sprottið upp eins og sveppir úr lágvöxnum húsagróðri borgarinnar, sumir glæsilega hann- aðar byggingar, skreyttar gullnu kínversku letri og lituðu gleri en líka aðrar dapurlegri; einkum eru mörg hverfí hárra sambýlishúsa lítt spenn- andi, eins og víða annars staðar. Peking er mikið flæmi, tekur yfir nær 17 þúsund ferkílómetra og skiptist í átján borgarhverfi. Hún er næststærsta borg Kína, íbúar 11 milljónir og slagar því hátt upp í þá fjölmennustu, Shanghai, þar sem búa 13 milljónir manna. Mikill munur er á gömlu borgarhverfun- Fyrir 15 árum tók kommúnistaflokkurinn í Kína þá stefnu að opna landið fyrir umheim- inum og leyfa erlendar fjárfestingar. Sérstök svæði voru skipulögð í þessu skyni. Margrét Heinreksdóttir lögfræðingur fjallar um þessa þróun. Höfuð Yangtze-drekans Sjáist uppgangurinn í efnahagslíf- inu í Peking er hann nánast yfir- þyrmandi í Shanghai. Sögulega er hún borga vestrænust i Kína en líka ein af stærstu miðstöðvum sem opn- aðar hafa verið og skipulagðar til að taka á móti erlendri fjárfestingu. í hinni opinberu heimsókn forseta íslands, sem undirrituð fylgdist með að ósk Morgunblaðsins, var heim- sótt nýtt 350 ferkílómetra þróunar- svæði í Shanghai sem neftiist Pu- dong. Þetta svæði er hugsað sem einskonar drekahöfuð sem gleypi í sig fjárfestingu og fyrirtæki, er veiti síðan lífi, annarsvegar til borga og bæja sem skipulagðir eru eins og drekabúkur uppeftir dalnum með- fram Yangtze fljóti - hinsvegar verði Pudong einskonar aflstöð sem geri Shanghai að alþjóðlegri við- skipta- og fjármálamiðstöð. Það eru ekki nema fimm ár síðan ríkisráðið í Peking samþykkti aðalskipulag fyrir Pudong-svæðið og ári síðar hófst uppbyggingin. Hún hefur gengið ótrúlega hratt fyrir sig. Hátt á þriðja þúsund erlendra fyrirtækja hafa komið sér þar fyrir og fjárfest- ing nemur þegar yfír tíu milljörðum dollara. En Pudong er aðeins eitt svæði af fjölmörgum. Þegar árið 1984 höfðu ijórtan hafnarborgir í landinu verið opnaðar fyrir erlendri fjárfest- ingu, árið 1992 voru opnaðar höfuð- borgir allra sjálfsstjórnarsvæðanna og nokkrar landamæraborgir auk 13 fríverslunarsvæða og tuga ann- arra þróunarsvæða. Þá eru ótalin stóru efnahagsþróunarsvæðin í suð- austurhluta landsins. Upptalningin gæti orðið býsna löng og því skal staðar numið, en þegar kortlagning þessara svæða er skoðuð verður ekki hjá því komist að dást að því hversu skynsamlega þau eru skipu- lögð með tilliti til markmiðsins, sem Kínveijar segja vera að veita af- rakstrinum af þessari uppbyggingu til landsins alls, til sveitanna með það fyrir augum að halda þeim í byggð, koma í veg fyrir fólkstreymi þaðan til borganna og draga eftir megni úr misskiptingu auðs, - sem þeir'telja þó augljóst að ekki verði hjá komist að einhveiju leyti. Mönn- um blöskrar þó hve mikill launa- munurinn er orðinn, sumir segja hundraðfaldur, aðrir að hann geti verið miklu meiri. Viðmælendur mínir voru yfirleitt ekkert að breiða yfir að ýmis vanda- mál væri við að etja, laun væru mun hærri í borgum en sveitum, verð- hækkanir hefðu orðið of miklar, verðbólga væri of mikil, grundvöllur landbúnaðarframleiðslunnar of veik- ur og náttúruhamfarir settu þar allt- af stórt strik í reikninginn og þótt miklar breytingar hefðu orðið á rekstri, verðlagningu og markaðs- setningu í landbúnaðarhéruðunum væri mismunur tekna og lífsskilyrða orðinn hættulega mikill. Mér var hvað eftir annað tjáð að í næstu fimm ára áætlun yrði lögð höfuð- áhersla á að bæta úr þessu, því að mikið væri í húfi, sjálfur stöðugleik- inn, sem væri grundvallarforsenda fyrir því að þessi tilraun tækist. Lög og samningar Það er nokkuð fróðlegt að sjá með hveijum hætti þessi þróun hef- ur verið byggð upp, stig af stigi. ____________ Sú stefna að leiða landið Mismunur yfir á braut markaðs- að finna í hinum stóru og fögru görðum borgarinnar, en því miður vannst ekki tími til annars en rétt að tylla tánum niður í Drekagarðin- um svonefnda. Vegalengdir eru ótrúlegar. Sam- kvæmt korti af borginni átti gisti- húsið þar sem ég dvaldist að vera aðeins steinsnar frá Tiananmen torgi, en þegar til kom reyndist þangað 15 mínútna akstur í leigu- bifreið. Frá gistihúsinu að ráð- stefnumiðstöðinni var um hálftíma akstur þegar umferðin var greið- ust. Eins gott að leigubílar eru ódýr- ir á okkar mælikvarða og ástæða til að geta þess að leigubílstjórar í Peking eru sennilega flinkustu öku- menn sem ég hef komist í kynni við. Umferðin er þung og mikil ör- tröð reiðhjóla, ekki auðvelt að sjá hvaða reglur gilda en einkenn- andi á öllum æðruleysi og vark- árni. Það er ekkert verið að æpa eða steyta hnefana þar á bæ. Hagvanir íslendingar _________________ sögðust hinsvegar hvergi tekna hættu- hySSu °S °Pna það um- hafa þurft að vera eins heiminum var opinberlega frekir í umferðinni og í lega mlKm Peking, því að þar svínaði EIN AF hallarbyggingunum í forboðnu borginni. um þar sem götur eru þröngar og byggðin lágvaxin og þétt og hinum nýrri, þar sem hús njóta sín vel, götur eru breiðar og nægilegt svig- rúm fyrir umferð bæði gangandi manna, hjólandi og akandi. Aðal- götur borgarinnar eru greinilega til þess hannaðar að um þær geti far- ið fjölmennar göngur og á Tiananm- en torgi, hinu stærsta í heimi, gæti íslenska þjóðin öll staðið samtímis. Tuttugasta öldin mætir miðöldum norðan torgsins þar sem er For- boðna borgin með höllum 24 kon- unga Ming- og Qing-ættanna, sem ríktu frá 1368 til 1911. Þrátt fyrir nokkurn fjölda ferðamanna var þar griðastaður frá borgarskarkalan- um. Svo var einnig í hinum mikla garði umhverfis Hof himinsins þar sem keisararnir báðu fyrir góðri uppskeru. Enn meiri friðarreiti mun hver á öðrum sem mest hann mætti. Umhverfis borgina hafa verið skipulagðir fimm umferðarhringir og lá leið mín oftast eftir hring nr. 2, sem er þriggja reina í hvora átt. Var mér sagt, að borgaryfirvöld hefðu verið harðlega gagnrýnd af borgarbúum fyrir að hafa þann hring ekki breiðari, - á sama tíma hefði verið lagður fimm reina hring- ur umhverfis þriðju stærstu borg landsins Tianjin - og óspart verið skorað á þá sem réðu breiddinni í Peking að finna sér aðra vinnu sem hentaði þeim betur en skipulagning akbrauta. ______ mörkuð f árslok 1978 en þá voru nýlega ráðin úrslit valdabaráttunnar í kjölfar menn- ingarbyltingarinnar sem árum sam- an hafði leitt yfir þjóðina miklar hremmingar. Gert var ráð fyrir að þróunin yrði í þremur þrepum, í fyrsta lagi að bæta úr skorti á brýn- ustu lífsnauðsynuum, í öðru lagi að stefna að 8-9% árlegum hag- vexti fram til aldamóta og stefna að þolanlegu lífi fyrir landsmenn, og í þriðja lagi að ná hagvexti sam- bærilegum við meðalhagvöxt þró- aðra ríkja. Eins og horfir virðist ekkert því til fyrirstöðu að þessi markmið náist öll. Árið 1982 var landinu sett ný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.