Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 52
varða víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykjavík © 550 7472 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NfTTFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Frystitogarinn Haraldur Kristjánsson kominn úr Smugunni Metverð- mæti í einni veiöiierð FRYSTITOGARINN Haraldur Kristjánsson HF-2, sem er í eign Sjólastöðvarinnar hf., kom til Hafnarfjarðar seint í fyrrakvöld úr Smugunni með um 400 tonn af flökum. Aætlað verðmæti afl- ans er um 100 milljónir króna, að sögn Guðmundar Jónssonar, framkvæmdastjóra Sjólastöðvar- Togarinn kom úr Smugunni með togarann Eyvind Vopna í togi til Vopnafjarðar en vél hans bilaði þar sem skipið var að veið- um í Smugunni. Björgunarlaun Morgunblaðið/Árni Sæberg vegna dráttaraðstoðarinnar nema um 5,5 milljónum króna að sögn Guðmundar og nema því heildar- tekjur skipsins eftir Smuguferð- ina um 106 millj. kr. Eru það meiri verðmæti en dæmi eru um eftir eina veiðiferð íslensks fiski- skips, skv. upplýsingum Guð- mundar. 27 manns eru í áhöfn Haraldar Kristjánssonar og er hásetahluturinn eftir veiðiferðina rúmlega ein milljón króna. Islenskar rann- sóknir styrkja fyrri kenningu ÍSLENSKIR vísindamenn hafa feng- ið birtar niðurstöður sínar um bijóstakrabbamein í körlum í einu virtasta læknatímariti heims The Lancet. Rannsóknir hafa staðið yfir í IV2 ár en að undanförnu hefur verið lögð áhersla á að kanna fylgni milli gensins BRCA2 og bijósta- krabbameins í körlum. „Þetta er fyrsta rannsóknin sem styrkir þá kenningu að genið tengist bijóstakrabbameini í körlurn," sagði Jórunn Erla Eyíjörð, erfðafræðingur hjá Krabbameinsfélagi íslands, þar sem rannsóknirnar fara fram. Brjóstakrabbamein í körlum er sjaldgæft og aðeins 1% af öllum krabbameinsæxlum sem finnst hjá þeim. Er tíðnin sambærileg við það sem gerist erlendis. Aftur á móti greinast um 100 konur á ári með bijóstakrabbamein hér á landi og er það langalgengasta krabbamein kvenna. ■ Brjóstakrabbamein/10 mm ■ Leikið í lóni SUMARIÐ hefur verið sérstak- lega hagstætt Austfirðingum og ekki hefur haustið verið síðra. Drengirnir á Borgarfirði eystra hafa svo sannarlega notið blíðunn- ar við hefðbundna sumarleiki. En brátt tekur Vetur konungur völd- ~ ^jn og þá taka við annars konar ^^eikir hjá drengjunum. ♦ ♦ ♦----- Með fíkniefni útiág'ötu FJÓRIR menn á þrítugsaldri voru handteknir á götu á ísafirði í fyrri- nótt með fíkniefni í fórum sínum. A mönnunum, sem áður hafa kom- ið við sögu lögreglunnar á ísafirði vegna fíkniefnamála, fundust hass «^og amfetamín, um það bil gramm af hvoru, svo og tæki til fíkniefna- neyslu, þar á meðal sprautur. Mennirnir voru færðir í fanga- geymslur lögreglunnar. Meðan á aðgerðum lögreglunnar í málinu stóð var fimmti maðurinn handtekinn. Hann var að sögn lög- reglu áhorfandi og málinu óviðkom- x andi en sparkaði í lögreglubílinn þannig að hurð hans beyglaðist. Morgunblaðið/RAX Illa gengur að selja nýjar íbúðir og margir iðnaðarmenn hafa flutt til útlanda Miklu atvinnuleysi spáð í byggingaiðnaði í vetur TALSMENN samtaka í byggingaiðnaði segja harðan vetur framundan í þeirri atvinnugrein. „Iðnaðarmenn flýja land og það verður nánast engin nýliðun í stéttinni. Það gengur ekkert að selja íbúðir," sagði Atli Ólafsson, framkvæmda- stjóri Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði, í samtali við Morgunblaðið. Spáð er miklu atvinnu- leysi í greinni í vetur. Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðn- aðarins, sagði að byggingaiðnaðurinn geti því aðeins tekið við sér, að reglum um lánskjör og lánshlutfall við kaup á íbúðum verði breytt. „Veturinn verður skelfilegur," sagði Atli Ólafs- son. „Nú hefur hið opinbera tilkynnt að það ætli að draga saman seglin í framkvæmdum eins og hægt er, til dæmis hefur heilbrigðisráðherra hætt við ýmsar byggingar. Það væri nær að ríkið héldi uppi framkvæmdum þegar einkageirinn dregst svona saman, enda gæti ríkið gert góða samninga nú, þegar hart er í ári. Þess í stað heldur ríkisvaldið að sér höndum og þegar einkageirinn tekur við sér fylgir það í kjölfar- ið og skapar þannig samkeppni um vinnuaflið.“ Atli sagði að iðnaðarmenn væru að flýja land og fyrstu tvo daga þessarar viku hefðu tveir hringt til Meistarafélagsins til að afla sér upplýsinga um hvernig þeir ættu að bera sig að við slíka flutninga. „Ef tekin verður ákvörðun um stórframkvæmd, til dæmis stækkun álversins, þá gæti skapast vandræðaástand, því við töpum fagmönnum og þekkingu." íbúðarhús standa auð eins og draugaborgir Atli sagði að lítið væri um stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu nú. „Stærsta framkvæmdin er fyrirhuguð bygging fjölbrautaskóla í Garðabæ, í Hafnarfirði er lítið að gerast í einkageiranum og nánast ekkert á vegum sveitarfélagsins. Mesta uppbyggingin í íbúðarhúsnæði er í Kópavogi, en hvernig gengur að selja þær íbúðir er annað mál. Þrátt fyrir að lánshlutfall hafi verið hækkað í 70% hjá þeim sem eru að kaupa fyrstu íbúð hefur það ekki skilað sér með kipp í sölu. í Grafarvogi standa auðar blokkir, til dæmis í Rimahverfi, þar sem heilu blokkirnar hafa staðið eins og draugaborgir í 2-3 ár. Loks má svo nefna að viss tregða er að myndast í félagslega kerfinu. í Hafnarfirði hafa verið byggðar 30-40 félagsleg- ar íbúðir á ári, en nú virðist einhver mettun þar. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði virðast því orð- um auknir og mér skilst að sama sé uppi á teningn- um á Akureyri, svo dæmi sé nefnt.“ Daprasti þáttur atvinnulífsins Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðn- aðarins, sagði að ástandið í byggingaiðnaði væri daprasti þáttur atvinnulífsins og hann gæti ekki séð að birti til á næstu mánuðum. „Það er kannski ekki hægt að benda á eina ástæðu annarri fremur. Efnahagsástandið almennt leiðir til þessa og ákveðinn ótti almennings um vinnu og afkomu. Sérstaklega skortir þó á að stjórnvöld hafi bætt aðstöðu lántakenda til að kaupa íbúðir. Hækkun lánshlutfalls til þeirra, sem eru að kaupa í fyrsta sinn, var ekki nægjanleg. Það þarf að bæta kjör á þessum lánum og hækka lánshlutfallið." Haraldur sagði að afskaplega illa gengi að selja nýjar íbúðir. „Hjá byggingamönnum er alvarlegt atvinnuleysi og á enn eftir að versna, því vetrar- mánuðirnir eru alltaf verstir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.