Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Málsvari tóbaksiðnaðarins snýr við blaðinu Flett ofan af áróðurs- starfi tóbaksframleiðenda ÞEGAR Bill Clinton B andaríkj aforseti kynnti áætlaðar að- gerðir sínar til að stemma stigu við reykingum ungmenna í Bandaríkjunum fyrir mánuði og réðst þar með til at- lögu gegn hinum öfluga þrýsti- hópi tóbaksframleiðenda, naut hann á fréttamannafundi full- tingis Victors nokkurs Craw- fords, sem beindi orðum sínum í beinni útsendingu til bandarískr- ar æsku og sagði: „Nokkrir af slyngustu mönnum Bandaríkj- anna helga alla sína starfskrafta aðeins einu verkefni - að finna leiðir til að fá ykkur til að reykja." Victor L. Crawford vissi hvað hann var að segja. Hann eyddi sex árum ævi sinnar sem fær og þekktur lögmaður í Maryland- ríki í ötúlt starf í þágu tóbaks- framleiðenda með því að beijast gegn tilraunum heilbrigðisyfir- valda til að setja reykingum -auknar skorður. Nú hefur Craw- ford skipt um herbúðir. Hann er 63 ára að aldri og á nú skammt eftir óiifað sökum krabbameins í hálsi af völdum áratuga reyk- inga. Árið 1991 fann Crawford fyrir sársauka í hálsi, sem í fyrstu var sjúkdómsgreint sem æðabólga, en brátt kom í ljós, að um var að ræða „skólabókardæmi um krabbamein orsakað af reyking- um,“ eins og læknir hans orðaði það. Árjð 1993 uppgötvaðist meinvarp í lungum, lifur og mjaðmarbeini Crawfords. Hann gekkst undir marga uppskurði og hefðbundnar krabbameinsmeð- ferðir. Nýlega uppgötvuðust fleiri skemmdir vefir í lungum hans og undirgengst hann nú lyfjameð- ferð. Crawford hóf reykingar 13 ára gamall. Fyrst reykti hann sígar- ettur en skipti yfir í pípu og vindla þegar hann var kominn hátt á fertugsaldur. Nú er hann 63 ára gamall og verður ekki mikið eldri. Eftir að Crawford varð þetta ljóst, hóf hann snemma árs 1994 fyrir milligöngu lögfræðings, sem hann þekkti hjá tóbaksvamarfélagi nokkru í Washington, að afla - nafnlaust - blaðamanni hjá The New York Times Magazine innan- búðarupplýsinga um starf hinna launuðu fulltrúa þrýstihópsins, í þessu tilfelli „tóbakslobbýista". Fyrsti „lobbýistinn“ sem „kemur út úr skápnum“ Blaðamaðurinn fékk Crawford til að „koma út úr skápnum" og lýsa sjálfur opinberlega _______ þeim aðferðum sem tóbaksframleiðendur beita til að veija hags- muni sína. Þetta er í fyrsta sinn sem maður, sem hefur starfað í innsta hring þeirra, sem stjórna stefnu og áróðri tóbaksiðnaðarins í Banda- ríkjunum, stígur fram fyrir skjöldu og opinberar reynslu sína. Vitnisburður hans hefur í milli- tíðinni m.a. leitt til þess, að í Maryland-ríki hafa nú verið sett ströngustu reykingavarnarlög í Bandaríkjunum. Ein alvarlegasta skráveifan, sem hann hefur gert fyrrverandi umbjóðendum sínum, er að hafa hjálpað til við að hrinda tilraunum þeirra til að hindra ný lög í Flórída, sem eiga að gera stjómum einstakra ríkja TÓBAKSFRAMLEIÐENDUR í Bandaríkjunum eiga mikið undir sér. »RAgcw.n oAKSVIÐ Bandarískur lögmaður, sem gætti hags- muna tóbaksframleiðenda um árabil en er nú dauðvona af völdum krabbameins hefur vakið athygli vestra fyrir uppljóstr- anir sínar um áróðurshætti fyrrverandi ______umbjóðenda sinna. Auðunn______ Amórsson kynnti sér það nýjasta af tóbaksvígstöðvunum. Bótakröfum myndi rigna yfir auðveldara að sækja tóbaksfram- leiðendur til saka til að fá þá til að bera hluta þess kostnaðar, sem opinberir aðilar hafa þurft að eyða í meðferð sjúkdóma, sem reykingar hafa valdið. Ný dómsmál þjarma að tóbaksframleiðendum Fjöldi einstaklinga, sem hafa sýkzt af sjúkdómum orsökuðum af reykingum, hefur reynt að fá tóbaksframleiðendur dregna til ábyrgðar fyrir dómi á afleiðing- um tóbaksneyzlu, en í fjörutíu ________ ár hafa framleiðendur farið með sigur af hólmi í hveiju einasta siíku dómsmáli. Nú skýtur hins vegar svo við, að ríki eru farin að draga tóbaksframleiðendur fyrir rétt. í Louisiana var fyrsta málinu af þessu tagi hleypt af stað, og Flórída-ríki freistar þess nú að fá tóbaksframleiðendur til að greiða „milljarða dollara“ fyr- ir kostnað sem ríkið hefur þurft að bera af meðferð sjúkdóma, sem orsakaðir eru af reykingum. Fleiri slík mál eru í uppsiglingu, en niðurstaða ekki fengin enn. Ef tóbaksframleiðandi yrði dæmdur á þessum forsendum skapaði slíkur dómur fordæmi, sem gæti haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fýrir tóbaksiðnaðinn. Bótakröfum myndi rigna yfir hann. Einstaklingar, sem eiga um sárt að binda af völdum reyk- inga, eygja líka sterkari von nú en áður til að takast muni að fá tóbaksframleiðendur dregna til ábyrgðar á skaðsemi framleiðslu sinnar. David Kessler, yfírmaður FDA, matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, hefur barizt fyrir því að fá tóbak flokkað sem lyf, sem verði þar af leiðandi að hlíta reglum sem slíkt. Tillögur Clint- ons forseta ganga út ___________ frá þessari flokkun tób- aks. Hún byggist á gögnum úr rannsókn- um tóbaksframleiðenda sjálfra, þar sem fram "" kemur, að þeir stilli níkotínmagn í sígarettum til þess að halda neytendum þeirra háðum þeim. Níkotínið í tóbaki sé vanabind- andi lyf sem réttlæti að sölu og meðferð tóbaks.séu settar sam- bærilegar reglur og gilda um lyf almennt. Tóbaksiðnaðurinn hefur alla tíð byggt málsvörn sína á því að reykingar séu ekki fíknivaldandi, heldur kjósi fólk hvort það reyki eða ekki af fijálsum vilja. Nú binda Kessler og samheijar hans vonir við að hægt verði í kom- andi dómsmálum að hnekkja Krabbamein af völdum- reykinga þessum rökum og takast muni að fá það staðfest af dómi að þegar um fíknivaldandi neyzlu- vöru sé að ræða sé ekki hægt að tala um fijálst val. Þegar verð- ur hægt að sanna fyrir dómi að tóbaksframleiðendur miði mark- aðssetningu framleiðslu sinnar við það að byggja vísvitandi upp fíkn hjá neytandanum, án þess að viðurkenna opinberlega hinn fíknivaldandi eiginleika, verði hægt að draga framleiðendur til ábyrgðar fyrir skaðlegar afleið- ingar tóbaksneyzlu. Tóbaksfram- leiðendur álíta Kessler vegna þessarar baráttu sinnar vera einn höfuðóvin sinn. „Snjallasta og harðsnúnasta lið sem völ er á“ Crawford hefur komið fram í mörgum viðtöium, í tímaritum, útvarpi og sjónvarpi, m.a. í hinum kunna þætti „60 minutes“, sem vakti mikla athygli. I viðtali, sem birtist nýlega í heilbrigðistímaritinu JAMA í Bandaríkjunum, lýsir hann fjálg- lega hörkunni og klókindunum, sem „tóbakslobbýistarnir“ beita. Þar nefnir hann meðal annars að miklir peningar fljóti frá tób- aksframleiðendum í hluti, sem virðist ekki, við fyrstu sýn, tengj- ast hagsmunum þeirra. Þessu til skýringar segir hann eftirfarandi dæmisögu: Tóbaksframleiðendur styrkja baráttusamtök alnæmis- sjúklinga þegar þeir sjá sér lag á því að espa þau til fjandskapar við fyrmefndan „höfuðóvin“ sinn, yfirmann FDA, David Kessler, á grundvelli þess að hann hafi ekki sett rannsóknir á nýjum eyðnilyfjum í forgang, unz alnæmissjúklingarnir krefjast þess að hann fari frá. Þannig eru tóbaksframleiðendur sem þrýsti- hópur ekki sýnilegur, en fá með þessum aðferðum einn óþægileg- asta þyrninn í auga sínu rutt úr vegi. Crawford segir ennfremur í viðtalinu, að iðnaður, sem skilar yfir 100 milljörðum Bandaríkja- dala hagnaði á ári, hafí efni á að halda úti hagsmunabaráttu á bókstaflega öllum vígstöðvum, ekki sízt fyrir kosningar, þegar „ýmis sambönd þurfa á smum- ingi að halda“. Þar sem „The Tobacco Instit- ute“ er, segir Crawford, sé við „snjallasta, harðsnúnasta og klókasta hóp fólks [að etja], sem þú hefur nokkru sinni fyrir hitt.“ Aðspurður hvort hann hafí haft nokkra bakþanka með- an hann var sjálfur fé- lagi þessa harðsnúna liðs, segir hann: „Ég er lögmaður. . . . Ég vissi innra með mér að reykingar væm vont mál, en ég hélt alltaf að það [krabbamein] myndi aldrei henda mig. Það sem ég ekki vissi var hvers konar kval- ir þær valda í raun, og enginn gerir sér grein fyrir því fýrr en hann gengur í gegn um afleiðing- amar sjálfur. ' . . [Og] kval- imar sem þeir [sem beijast fyrir reykingum] valda eru meiri en orð fá lýst.“ Heimildir: JAMA (Journal of The American Medical Associati- on), Reuter. Kosningar í Hong Kong FYRSTU og líklega síðustu lýðræð- islegu kosningarnar í Hong Kong fara fram í dag, sunnudag, þegar kjörið verður nýtt þing sem Kínveij- ar segjast ætla að leysa upp þegar þeir taka við bresku nýlendunni eftir tæp tvö ár. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að Demókratar, undir for- ystu lögfræðingsins Martins Lee, verði stærsti flokkurinn eftir kosn- ingamar en nái ekki meirihluta. Lýðræðisbandalagið, sem styður Kínastjórn, er næststærsti flokkur- inn, ef marka má kannanirnar. Kínverska verslunarráðið í Hong Kong birti í gær heilsíðuauglýsingar í dagblöðum þar sem kjósendur voru hvattir til að kjósa frambjóð- endur sem „elska Kína og elska Hong Kong“. Þá voru starfsmenn fyrirtækja, sem Kínveijar hafa fjár- magnað, hvattir til að kjósa stuðn- ingsmenn Kínastjórnar með loforð- um um aukafrídag. Samþykki NAFO fagnað EVRÓPUSAMBANDIÐ og stjórn Kanada fögnuðu á föstudag þeirri ákvörðun embættismanna Norð- vestur-Atlantshafsfiskveiðinefnd- arinnar (NAFO) að samþykkja sam- komulagið sem batt enda á deiluna um grálúðuveiðar skipa ESB skammt utan við landhelgi Kanada. Evrópusambandið fékk rúm 55% grálúðukvótans á miðunum og Kanada 15%. Bítlarnir enn tekjuhæstir BÍTLARNIR eru enn tekjuhæsta hljómsveitin í Bandaríkjunum, 25 árum eftir að hún leystist upp, sam- kvæmt tímaritinu Forbes. Tekjurn- ar af plötum þeirra og geisladiskum nema sem svarar 8,5 milljörðum króna í fyrra og í ár. Bítlarnir eru í þriðja sæti á lista Forbes yfir auðkýfinga sem tímarit- ið flokkar sem skemmtikrafta. Kvikmyndajöfurinn Steven Spiel- berg er þar efstur, með 18,8 millj- arða í tekjur, og sjónvarpskonan Oprah Winfrey er í öðru sæti. 16 ára stúlka dæmd til dauða FILIPPSEYINGAR urðu í gær ókvæða við ákvörðun dómstóls í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um um að dæma 16 ára filippeyska stúlku til dauða. Stúlkan var vinnu- kona manns sem hún myrti með 34 hnífstungum. Hún hafði haldið því fram að maðurinn hefði nauðg- að henni. Verkfall í Bangladesh NÁNAST allt atvinnulífið í Bangla- desh lamaðist í gær vegna þriggja daga verkfalls sem stjórnarandstað- an stendur fyrir til að knýja fram kosningar. Ferðir strætisvagna og lesta lögðust niður og flugfélög af- lýstu flugferðum. Stjórnarandstað- an krefst þess að Begum Khaleda Zhia forsætisráðherra segi af sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.