Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fasteigna- salan Hátún skiptir um eigendur EIGEINDASKIPTI hafa orðið á fasteignasölunni Hátúni í Reykja- vík en í síðasta mánuði keypti hana Lárus H. Lárusson. Lárus hefur starfað við fasteignasölu undanfar- in ár og situr nú námskeið til að öðlast löggildingu til að annast fasteigna- og skipasölu. Fasteignasalan Hátún stendur á gömlum merg, var stofnuð 14. júlí 1966 af þeim Hilmari Valdimars- syni og Jóni Bjarnasyni hrl. Fast- eignasalan var lengi til húsa við Hátún 4A en fyrir um það bil ára- tug flutti hún sig um set og er nú staðsett að Suðurlandsbraut 10 í Reykjavík, sama húsi og Blóma- stofa Friðfmns. Auk Lárusar starfa við söluna þeir Brynjar Fransson löggiltur fasteignasali og Hilmar, fyrrverandi eigandi sem starfað hefur að fasteignaviðskiptum í 35 ár. Lárus segist stefna að því í framtíðinni að allir sölumenn séu jafnan löggildir fasteignasalar, enda sé best að sami aðili geti annast viðskiptavininn frá upphafi til enda. Undanfarið hefur verið unnið að breytingum á Hátúni, tölvukostur endurbættur og hannað nýtt útlit auglýsinga. Lárus segist bjartsýnn á framtíðina, hann taki við góðu búi af Hilmari. Hann ætlar þó að auka umsvif fyrirtækisins nokkuð en segist vanta eignir á skrá en það komi auðvitað með tímanum. NÝR eigandi fasteignasölunn- ar Hátúns er Lárus H. Lárus- son en samstarfsmenn hans eru Hilmar Valdimarsson fyrri eigandi sem starfað hef- ur að fasteignasölu i áratugi og Brynjar Fransson iöggiltur fasteignasali. MorgunDiaoio/Ain vigiusson GAMLA verbúðin og verslunarhúsið á leið suður í Reykjahverfi. Húsá Laxamýri. Morgunbiaðið. Gamalt hús var flutt í heilu lagi frá Húsavík og suður í Reykjahverfi með gámaflutningabíl frá Skipaaf- greiðslu Húsavíkur um helgina sem getur talist nýtískuleg tækni við flutninga sem þessa. Þar var húsið sett á nýjan grunn í landi Stekkjar- holts sem er 21 ha lands út úr jörð- inni Heiðarbót. Það voru Örlygur Hnefill Jónsson lögfræðingur og kona hans Valgerð- ur Gunnarsdóttir sem stóðu að þess- um flutningum en þau hafa fest kaup á jarðarpartinum sem áður var eign Reykjahrepps. Þar hyggjast þau hafa sumarbúsetu auk þess að stunda skógrækt o.fl. Húsið er upprunnið í Flatey á Skjálfanda, en þar var það reist sem verslunarhús 1904 á vegum 0rum og Wulff fyrir frumkvæði Jónasar Jónssonar oddvita í Útbæ, sem var langafi Örlygs. Afí hans, Siguijón Jónsson, tók við verslunarstjórn 1920 og varð þá húsið eign Guðjohnsensverslunar um tima eða þar til 1937 að Sigur- jón keypti húsið. Tók hann húsið niður og flutti hann það með sér til Húsavíkur 1944 og notaði sem ver- búð um árabil. Fyrir tveimur árum keypti Örlyg- ur húsið með það að markmiði að bjarga því frá glötun. Saga þess er að mörgu leyti merkileg og nú bíða þess nýir tímar í allt öðru umhverfí en Flatey og Húsavík forðum. faraldsfæti HÚSIÐ komið á áfangastað. Örlygur Hnefill með syni sína Gunnar Hnefil t.v. og Orlyg Hnefil t.h. Einbýlishús við Nýiendugötu TIL SÖLU er hjá fasteignasölunni Hóli húseignin Nýlendugata 45 í Reykjavík. Húsið er timburhús, byggt 1938 og stendur á steypt- um kjallara. Að sögn Ásmundar Skeggjasonar hjá Hóli skiptist einbýlishús þetta í kjallara, hséð og ris. „Húsið er 163,2 fermetrar auk tuttugu fermetra bílskúrs, sem er nýbyggður," sagði Ásmundur. „Sérinngangur er í kjallarann og mætti þar útbúa þriggja her- bergja íbúð. Gengt er á milli hæða og eru í kjallaranum þijú svefnherbergi, stórt baðherbergi, forstofa og hol. Á aðalhæðinni er flísalögð forstofa, hol, snyrting, stofa, borðstofa og eldhús. Timb- urverönd mót suðri í fallega rækt- uðum garði er út af stofu. í risi eru þijú svefnherbergi í dag og möguleiki er á fjórða svefnher- berginu. Hús þetta er allt endurnýjað, m.a. er nýleg klæðning úr báru- járni utan á því. Nýtt gler og nýir gluggar hafa verið sett í húsið, einnig er búið að endurnýja raflagnir og pípulagnir. Stofurnar á aðalhæðinni eru með parketi á gólfum og klæddar panelvið á veggjum og lofti. Lóðin fyrir utan húsið er afgirt, hellulögð inn- keyrslan er með hitalögnum. Hús þetta var flutt á Nýlendu- götuna árið 1938, áður stóð það niðri í Daníelsslipp við Bakkastíg. Það var upphaflega ein hæð, en skipstjórinn sem flutti húsið á Nýlendugötuna lét steypa undir það kjallara, hækka risið og byggja við húsið. Vélsmiðjan Héð- inn átti húsið um tíma en seldi það Valdemar Eiríkssyni árið 1983. Valdemar klæddi húsið og einangraði það utan og setti nýja klæðningu að innan. Auk þess lét hann setja kvist á risið og byggði bílskúr. Arkitekt þessara breyt- inga er Leifur Blumenstein húsa- fræðingur.“ VIÐ NÝLENDUGÖTU er til sölu endurnýjað 163 fermetra timburhús á steyptum kjallara. Húsnæðisstofnun Erindi um aðgerðir í húsnæðis- málumá ársfundi ÁRSFUNDUR Húsnæðisstofnun- ar ríkisins verður haldinn í Reykjavík næstkomandi þriðju- dag Í0. október og þar mun Há- kon Hákonarson formaður stjórn- arinnar í upphafi segja frá mark- miðum og sýn nýrrar stjórnar stofnunarinnar. Þá mun Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra gera grein fyrir stefnu og væntanleg- um aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum á komandi vetri. Ársfundurinn hefst kl. 15 og verður haldinn að Hótel Loftleið- um, í efri þingsal og er gert ráð fyrir að honum ljúki nokkru eftir klukkan 18. Auk fyrrgreindra erinda mun Sigurður E. Guð- mundsson framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar fara yfir rekstur stofnunarinnar síðasta ár og horfur framundan. Stefán Thors skipulagsstjóri ríkisins greinir frá framtíðaráætlun í skipulagsmálum. Fundinum lýkur síðan með frumsýningu nýrrar myndar um húsnæðismál á íslandi. Nefnist myndin „Húsnæðisbyltingin" og er framleidd í tilefni af 40 ára afmæli stofnunarinnar 20. maí sl. Fasteigna- sölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bls. 4 Almenna fasteignasalan bls. 17 Ás bls. 27 Ásbyrgi bls. 25 Berg bis 24 Bifröst bis.26 Borgareign bls 13 Borgir bls. 5 Brú bls. 5 Eignamiðlun bls. 12 og 13 Eignasalan bls. 9 og 7 Fasteignamarkaður bls 11 Fasteignamiðlun bls. 28 Fasteignamiðstöðin bls. 7 Finnbogi Kristjánss. bls- 7 Fjárfesting bls. 20 Fold Éi bls. 21 Framtíðin bls. 6 Gimli bl 19 Hátún bls. 5 Hóll bls. 8 og 9 Hraunhamar bls. 18 Húsakaup bls 22 Húsvangur bls. 15 Kjöreign bls. 10 Kjörbýli bls. 9 Laufás •' í bls. 28 Óðal bls. 4 Sef bls. 1 7 Skeifan bls. 14 Valhús bis. 6 Valhöll bls. 23 Þingholt bls. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.