Morgunblaðið - 06.10.1995, Síða 16

Morgunblaðið - 06.10.1995, Síða 16
16 D FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ármannsfell hf. afhendir 100. Permaform-íbúðina NÆSTA byggingasvæði Armannsfells hf. er við Berjarima í Grafarvogi. Framkvæmdir hafnar við nýjan áfanga í Grafarvogi B k YGGINGAFYRIRTÆKIÐ Ármannsfell hf. í Reykja- vík afhenti fyrir viku eitt hundruðustu Perma- form-íbúðina og hafa þessar 100 íbúðir verið byggðar og afhentar á liðlega tveimur árum. Þá eru að hefjast framkvæmdir við smíði þriggja húsa með átta íbúðum hvert á lóð sem fyrirtækið hefur nýlega fengið við Beijarima í Grafarvogi og framkvæmdir standa nú sem hæst við 20 íbúðir við Lækjarsmára í Kópavogi. Permaform íbúðimar eru byggðar eftir norskri hugmynd, steyptar upp í sérstökum mótum sem eru látin standa áfram og er þessi byggingaraðferð mun fljót- Iegri en hefðbundin aðferð og þar sem yfírleitt eru reistar margar íbúðir á sama svæði hefur tekist að ná hagstæðu verði á aðföngum með magnkaupum bæði hérlendis og erlendis. Haukur Magnússon framkvæmdastjóri Ármannsfells skýrir hér á eftir frá helstu áföngum í starfí fyrirtækisins að undanfömu og er hann fyrst spurður um hag- kvæmni þess að reisa svo margar íbúðir eftir sömu hugmyndinni og á sama svæðinu. „Það er alltaf hagkvæmt að geta byggt margar íbúðir á sama bygg- ingasvæðinu burtséð frá aðferðum sem beitt er. Þá er verktakinn með tæki sín og mannskap á sama stað í nokkum tíma, getur staðlað vinnu- brögð og starfsmenn verktakans og undirverktaka verða öllum hnút- um kunnugir og ekkert kemur á óvart. Þess vegna höfum við jafnan óskað eftir að fá að reisa sem flest- ar íbúðir í einu á sama bygginga- svæði, við sömu götu eða hverfi og hafa borgaryfirvöld sýnt þeirri hug- mynd okkar góðan skilning enda er það einn þáttur í því að geta lækkað byggingarkostnað." Fjögurra til fímm mánaða byggingatími „Permaform-húsin sem við höf- um reist síðustu tvö árin hafa verið nokkuð ódýrari í byggingu en það sem aðrir hafa getað boðið. Það byggist meðal annars á aðferðinni við uppsteypu húsanna og því að geta hannað og undirbúið stóra Armannsfell hf. afhenti í síðustu viku 100. Permaform-íbúðina en þær eru byggðar eft- ir norskri aðferð og hafa veríð á hagstæðu verði. Jóhannes Tómasson ræddi við Hauk Magnússon framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins en framkvæmdir eru þegar hafnar við næsta byggingaráfanga, 24 íbúðir í þremur húsum við Berjarima í Grafarvogi UNNIÐ við lökkun. Platan kemur þurr út úr lakkvélinni eftir örfáar sekúndur. áfanga þegar við byggjum kannski 20 til 30 íbúðir í senn. Við notum sérstök PVC-mót sem er fljótlegt að reisa og er hver hæð steypt upp eins og við hefðbundna aðferð. Mótin standa síðan áfram, útveg- girnir tilbúnir ep að innan er ein- angrað með ste.inull og síðan klætt með tilbúnum og máluðum plötum. Þannig sparast veruleg vinna við múrhúðun og málningu og um leið fé og tími við það að einstakir verk- þættir verða þannig bæði færri og fljótlegri. Við kaupum tilbúna og gleijaða glugga frá Noregi rétt eins og mótin og en síðan eru notuð innlend aðföng eins og hægt er ef verð og gæði eru sambærileg við það sem gerist erlendis. Við smíðum allar innréttingar á verkstæði okkar og afhendum íbúðirnar fullbúnar með gólfefnum og tækjum og allt þetta er keypt og unnið i það miklu magni að við náum yfirleitt hag- stæðu verði. Við erum að jafnaði Qóra til fimm mánuði með hvert hús í byggingu og ef til vill heldur lengur yfír veturinn." Hvað þarf að reisa mörg hús á sama stað til að ná verði niður? „Okkur þætti best að fá úthlutað lóð fyrir 50-100 íbúðir í senn því þá er hægt að koma við þessari hagræðingu til hins ítrasta fyrir utan það að geta skipulagt vinnuna nokkuð fram í tímann byggt og selt eins og markaðurinn leyfír á hveijum tíma. Því miður hafa þess- ar úthlutanir farið heldur minnk- andi. Fyrst vorum við með 50 íbúð- ir í byggingu á sama svæðinu við Hrís- og Rósarima, 32 í Laufrima, 28 í-Vallengi og nú 24 íbúðir í Beijarima. Við getum hins vegar alveg komið við þessari hagræðingu við 15 til 30 íbúða áfanga og það sem ræður stærð áfanganna er auðvitað bæði sú úthlutun sem við fáum og eftirspurnin - við byggjum ekki nema að íbúðirnar seljist." 1.000 til 2.000 íbúðir árlega Er ennþá mikil þörf á nýjum íbúð- um á hveiju ári á höfuðborgarsvæð- inu? „Já, þörfín er fyrir hendi og þessi árin eru byggðar kringum þúsund nýjar íbúðir á landinu en talið er að þörfin sé jafnvel allt að tvö þús- und íbúðir á ári. Við erum ennþá með töluvert fleiri íbúa í hverri íbúð en er til dæmis á öðrum Norðurlönd- um þótt íbúðir hér kunni að vera eitthvað stærri að flatarmáli. En ég er ekki hræddur um að þörfín minnki. Við gerum ráð fyrir að reisa og selja þessar 24 íbúðir við Beija- rima í vetur og því verki lýkur trú- lega með vorinu. Þess vegna erum við strax farin að huga að næsta byggingasvæði sem gæti okkar vegna orðið nánast hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu." Verð á tveggja herbergja 66 fer- metra Permaform-íbúð segir Hauk- ur vera kr. 5.780.000 og þriggja herbergja 86 fermetra íbúð kostar 6.780.000. Húsin eru yfirleitt tvær hæðir og hefur hver íbúð sér inn- gang. íbúðunum á efri hæð fylgja 7,5 fermetra svalir og íbúðimar á neðri hæðinni hafa sér garð sem nær í allt að fímm metra frá hús- inu. Hver íbúð hefur eigið þvotta- hús. íbúðirnar eru afhentar fullbún- ar með gólfefni, innréttingum og tækjum. Á gólfum em teppi og dúkar en kjósi kaupendur annað efni er yfírleitt hægt að verða við því og greiða þeir mismuninn ef gólfefnið er dýrara. Fyrsta húsið við Beijarima verður tilbúið í febrú- ar-mars á næsta ári og er ráðgert að öllum framkvæmdum þar verði lokið í maí. Hér má skjóta inn að snemma á þessu ári gerði Rannsóknastofnun byggingaiðnaðarins ársúttekt á húsunum við Hrísrima 2 og 4 í Grafarvogi. Vom húsið skoðuð og rætt við íbúa og segir m.a. svo í niðurstöðunum: „Allir íbúar sem náðist til gáfu húsunum góð með- mæli og höfðu ekki yfír neinu að kvarta. Spurt var sérstaklega eftir hljóðeinangrun, þéttleika, hitunar- kostnaði og fleiri þáttum. Svör vom óvenjulega jákvæð miðað við að um nýbyggingar væri að ræða enda vitnuðu íbúar til þess að verktakinn lagfærði smáatriði sem upp koma eins og t.d. stíflur í vatnslásum og þess háttar. Við skoðuðum þakrým- ið í öðru húsinu sem reyndist þurrt og engin lekamerki voru sjáanleg." Síðar í niðurstöðum þeirra segir að verktakinn og byggingaraðferðin hafí staðist væntingar en leggja verði áherslu á að aðferðin sé við- kvæm og krefjist góðs fram- kvæmdaeftirlits. í dag em starfsmenn Ármanns- fells hf. kringum 120, helmingur þeirra iðnaðarmenn, einkum tré- smiðir en aðrir iðnaðarmenn eru einkum ráðnir til starfa á vegum verktaka í einstökum verkþáttum, síðan ófaglærðir aðstoðarmenn, verkfræðingar, tæknifræðingar og fleiri. Um 20 manns starfa við inn- réttingasmíði sem bæði framleiðir innréttingar í íbúðir sem Ármanns- fell hf. smíðar og til almennrar sölu og rekur fyrirtækið sérstaka deild í aðalstöðvunum við Funahöfða, „Eldhús og bað“ sem annast sölu innréttinganna. Fyrirtækið annast sjálft sölu allra íbúðanna. Haukur segir að langflestir íjármagni íbúð- arkaup sín með húsbréfum auk eig- in framlags en Ármannsfell getur einnig haft milligöngu um útvegun allt að einnar milljón krónu láns til 20 ára. Segir Haukur að algeng mánaðarleg greiðsla af lánunum sé kringum 30 þúsund krónur, hærri eða lægri eftir íbúðaverði og hve mikilla vaxtabóta menn njóti. Mögulegt með samhentu starfsliði Ármannsfell hefur haft fleiri jám í eldinum en byggingu íbúðarhús- næðis og er t.d. um þessar mundir að reisa hús Hæstaréttar við Lind- argötu í Reykjavík. Þá var Islensk- um sjávarafurðum afhent í síðustu viku 2.500 fermetra skrifstofuhús- næði á tveimur hæðum auk kjallara við Sigtún. Framkvæmdir við það hús hófust í apríl síðastliðnum og er byggingatíminn því rúmir fímm mánuðir. „Þetta er náttúrlega að- eins mögulegt með samhentu starfsliði okkar sem er með langa reynslu í byggingastarfsemi og samskiptum við undirverktaka sem við höfum góða reynslu af. I þessum efnum er líka aðalatriðið að und- irbúa verkið almennilega, það ræð- ur úrslitum um allan gang þess. Fyrirtækið varð 30 ára á þessu ári og má kannski segja að þetta hús hafi verið nærri 30 ár í undirbún- ingi þótt það hafí verið reist á að- eins fimm mánuðum!" Haukur segir að Ármannsfell hafi undanfarin tvö ár tekið þátt í gæðaátaki undir stjórn norsku byggingarannsóknastofnunarinnar ásamt þremur öðrum íslenskum fyrirtækjum. „Þetta hefur verið lærdómsríkt. Þarna er farið yfir alla verkþætti og vinnubrögð og skrifuð gæðahandbók sem notuð verður sem eitt aðalstjórntæki fyrir- tækisins. Á fundunum skiptumst við á reynslu og miðlum hver öðrum eftir því sem okkur hefur lærst að opna okkur og hætta að líta á þá sem eru með manni sem hreina samkeppnisaðila. Það hefur mynd- ' ast eins konar keppnisandi um að standa sig í þessu verkefni, menn koma vel undirbúnir og ég held að allir læri /beilmikið á þessu og það er alltaf gott að taka tíma til að meta og skoða hlutina uppá nýtt til að bæta vinnubrögð og skipu- lag.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.