Morgunblaðið - 11.11.1995, Side 6

Morgunblaðið - 11.11.1995, Side 6
6 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Björn Blöndal MARWAN Omat flugstjóri rétt fyrir brottför í gærmorgun. Astand sem allir flugstjórar óttast Keflavík - „Þetta var skelfilegt og örugglega ástand sem allir flugstjórar óttast, en þetta fór allt vel og ég er þakklátur öllum sem að málinu komu á íslandi," sagði Marwan Omat, flugstjóri jórdönsku breiðþotunnar, áður en hann hélttil Bandaríkjanna í gærmorgun. Marwan sagði að þegar svona ástand kæmi upp væri farið eftir ákveðnum reglum og þannig hefði viljað til að næsti flugvöllur þegar hótunin barst hefði verið í Keflavík. Sér hefði fundist að fagmannlega hefði verð staðið að málum og hann hefði yfir engu að kvarta í þeim efnum. Þetta hefði orðið til þess að kveikja áhuga sinn á íslandi og hann vonaðist til að géta heimsótt landið aftur við aðrar aðstæður. „Ég er vita- skuld mjög ánægð með að þetta skyldi allt hafa farið vel, en nótt- in í flugstöðinni var hræðileg. Við urðum flest að liggja á gólf- inu og mér varð ekki svefnsamt. Einnig fannst mér kalt,“ sagði Sandra Dabaja sem er bandarísk en gift Jórdana og var á heim- leið. „Þegar við lögðum af stað frá Amsterdam átti ég ekki von á því að hafa viðdvöl á íslandi og ég vissi og veit reyndar lítið sem ekkert um þessa eyju í norðri," sagði Mohammad Ishwait sem er frá Jórdaníu. „Þetta var neyð- arástand og nóttin hér í flugstöð- inni var ekki skemmtileg. Við reyndum þó að sjá björtu hliðarn- ar og ég held að við höfum bara verið heppin að lenda hér,“ sagði Mohammad Ishwait. Sprengjuhótun í jórdanskri breiðþotu Vildi afstýra heim- sókn tengdamóður Bandarísk yfirvöld setja hjón í gæsluvarðhald fyrir gabb JÓRDANSKA breiðþotan, sem lenti á Keflavíkurflugvelli á fimmtudags- kvöld eftir að tilkynning barst um sprengju um borð, hélt af landi brott í gærmorgun ásamt áhöfn og öllum farþegum. Tilkynningin reyndist gabb. Samkvæmt upplýsingum flug- félagsins, Royal Jordanian Airlines (RJA), var þama að verki kona í Chicago, sem ekki vildi fá tengda- móður sína í heimsókn. Morgunblaðið aflaði sér þeirra upplýsinga frá Bandarísku alríkis- lögreglunni(FBI) í gær, að stofnun- inni hefði verið gerð grein fyrir málinu og búast mætti við því að kæra yrði lögð fram á konuna og hugsanlega mann hennar einnig, í næstu viku. Hussein Debbas, framkvæmda- stjóri jórdanska flugfélagsins í New York, sagði í gær að nokkur vissa hefði ríkt um að ekki væri sprengja I vélinni, en öruggara hefði verið talið að lenda á miðri leið. „í gær hringdi kona á skrifstofu okkar í Chicago og nafngreindi kvenmann um borð í flugi 263 frá Amsterdam til Chicago, sem væri með sprengju," sagði Debbas. „Þess- um skilaboðum var komið til stjórn- stöðvar okkar í Amman, sem lét kalla vélina upp yfir Atlantshafi. Flugstjórinn fór og talaði við konuna og samferðafólk hennar og fannst eftir það augljóst að um gabb væri að ræða. Hins vegar var ekki hægt að virða þetta að vettugi og því varð að lenda vélinni." Að sögn Debbas barst önnur upp- hringing síðar í gær og var þar kom- in systir tengdadótturinnar. Baðst afsökunar „Hún sagði að systir sín væri eyðilögð og bæðist afsökunar," sagði Debbas. „Hún hefði ekki viljað fá tengdamóður sína í heimsókn og gripið til þessa bragðs til að hefta för hennar." Að sögn Debbasar handtók bandaríska alríkislögreglan, FBI, konuna, sem tilkynnti að sprengja væri um borð í vélinni, í gærkvöldi. Hún væri enn í haldi FBI, sennilega ásamt manni sínum. Debbas sagði að Royal Jordanian hygðist ákæra og fara fram á þyngstu refsingu. Hann kvað tjón flugfélagsins mikið. Kostnaður væri af því að þurfa að lenda á miðri leið og einnig hefði þetta komið illa niður á farþegum. Debbas sagði að RJA legði mikla áherslu á öryggisgæslu og allur far- angur væri rækilega skoðaður. „Við vissum að ekki væri sprengja í vél- inni, en tókum enga áhættu," sagði Debbas. Þetta var í annað skipti á tveimur dögum, sem lenda varð vél frá RJA vegna sprengjutilkynningar. Á þriðjudag var vél á leið frá Amster- dam til Amman lent í Vínarborg. Debbas sagði að þessir atburðir kæmu sér illa. Öryggisgæsla hefði verið hert hjá flugfélaginu og allt væri gert til þess að tryggja öryggi. Þorgeir Þorsteinsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, sagði að hringt hefði verið á flugvöllinn í Chicago síðdegis í gær, nafngreindir þrír far- þegar Lockheed Tristar-breiðþotu konunglega jórdanska flugfélagsins og sagt að þeir væru með sprengju um borð. „Flugmaður breiðþotunnar ákvað að lenda á næsta flugvelli, sem var Keflavíkurflugvöllur. Við yfirheyrðum farþegana þtjá, sem voru ung hjón í brúðkaupsferð og móðir brúðarinnar, en þetta fólk var nú síst líklegt til illvirkja. Það kom enda í ljós að fólkið var alsaklaust, en einhver hefur viljað baka því og öðrum farþegum þotunnar vandræði með tilkynningunni. Fólkið sagði hins vegar að það vissi ekki til að það ætti neina óvildarmenn." Leituðu af sér allan grun Þorgeir sagði að lögreglan hefði leitað af sér allan grun í þotunni og farangur allra farþega verið skoðað- ur nákvæmlega. „Eftir svo ítarlega leit voru menn vissir um að engin sprengja leyndist í þotunni og því hélt hún af landi brott um kl. 9.30 á föstudagsmorgun. Allir farþegar voru um borð, en töfin hafði að sjálf- sögðu bakað þeim ómæld óþægindi. Þá hefur gabb af þessu tagi mikinn kostnað í för með sér, til dæmis fyrir flugfélagið sjálft, embætti sýslrmannsins á Keflavíkurflugvelli og fleiri sem að því koma,“ sagði Þorgeir Þorsteinsson. Vélin, sem lenti á Keflavíkurflug- velli, tekur 240 farþega. Um borð voru 203. Flugfélagið er með 18 farþegavélar og flýgur til 50 staða um allan heim. Stól kastað af svölum á Hótel íslandi í höfuð stúlku á dansgólfinu Alblóðug á skammri stundu Morgunblaðið/Ásdís ÁGÚSTA Björk Haarde var að jafna sig í gær eftir höfuðhöggið á fimmtudagskvöld. RLR óskar eftir þinghaldi fyrir luktum dyrum „ÉG FÉKK allt í einu mjög þungt högg á höfuðið. Svo sá ég stólinn skella á dansgólfinu. Ég lyfti hendi upp að höfði og þegar ég leit á hana var hún blóðug. Það blæddi svo mik- ið að ég varð öll alblóðug á skammri stundu. Ég varð fljótt svo máttfarin að það leið tvisvar sinnum yfir mig á meðan ég beið eftir sjúkrabílnum,“ segir Ágústa Björk Haarde, 17 ára menntaskólanemi. Hún fékk stól í höfuðið á balli Menntaskólans í Reykjavík á Hótel íslandi á flmmtu- dagskvöld. Stólnum kastaði piltur ofan af svölum. Hálftíma síðar kastaði pilt- urinn öðrum stól og lenti hann á annarri stúlku, sem slasaðist minna. Ágústa Björk fékk sex sentimetra skurð á höfuðið eftir stólinn. Höggið var þungt, því stóllinn vegur 5-6 kíló og hann féll 5-6 metra niður á gólf- ið. „Það fossblæddi og kunningjar mínir þekktu mig ekki, því það sá ekki í mig fyrir blóði,“ segir Ágústa Björk. „Eg var rosalega hrædd, því ég vissi ekki hvað meiðslin voru mik- il.“ Á Borgarspítalanum kom í ljós að slagæð í höfði Ágústu Bjarkar hafði farið í sundur við höggið. „Skurðinum var lokað með tíu spor- um og ég fékk að fara heim snemma um morguninn. Ég er ekki búin að jafna mig til fulls, til dæmis leið yfir mig eftir að ég kom heim.“ 18 ára piltur játaði verknaðinn Þegar Ágústa Björk varð fyrir stólnum sást ekki hver hafði kastað honum, en hálftíma síðar var öðrum stól kastað niður á dansgólflð. Hann skall á ungri stúlku og fékk hún einn- ig skurð á höfuð. Meiðsli hennar voru þó minni en Ágústu Bjarkar og fékk hún að fara heim af slysadeild eftir að gert hafði verið að meiðslum hennar. Þegar lögregla kom á staðinn í síðara skipti var henni bent á 18 ára ölvaðan pilt, en vitni kváðust hafa séð hann kasta stólnum og eitt þeirra kvaðst hafa séð hann kasta stólnum fyrr um kvöldið. Pilturinn, sem ekki er nemandi í MR, var fluttur á lögreglustöðina, þar sem hann svaf úr sér. Við yfir- heyrslur í gær viðurkenndi hann verknaðinn, en sagði að vegna ölvun- ar hefði hann ekki gert sér grein fyrir alvöru málsins. Áfengisbann á skólaböllum Ágústa Björk segir að þessi at- burður sé ekki til marks um almenna hegðun á menntaskólaböllum. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfírlög- regluþjónn, segir að skilyrði fyrir slíku balli sé m.a. áfengisbann, ströng gæsla með því að áfengi sé ekki haft um hönd og loks sé ætlast til að aðeins nemendum skólans séu seldir miðar. „Ég hef ekki séð skýrslu eftirlitsmanns um þennan dansleik, en þó er ljóst að talsverð ölvun var á staðnum." í ERINDI Rannsóknarlögreglu ríkis- ins til Héraðsdóms Reykjavíkur, um að tekin verði skýrsla af Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgun- blaðsins, vegna greinaflokks sem hún skrifaði í mars sl. um málefni Sam- bandsins, er þess óskað að þinghald- ið verði haldið fyrir luktum dyrum. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., sem ritstjórn Morgunblaðsins hefur falið að gæta hagsmuna sinna í þessu máli, segist ekki sjá neina ástæðu til þess að þinghaldið verði haldið fyrir luktum dyrum. „ÉG TEK eindregið undir það með Þórði Friðjónssyni, forstjóra Þjóð- hagsstofnunar, að stækkun álvers gerir meiri kröfur til okkar í ríkis- fjármálunum en ella. Ef til vill þarf að binda fastari hnúta til þess að markmiðið rakni ekki upp,“ segir Friðrik Sophusson íjármálaráðherra. „Frá mínum sjónarhóli séð er bráðnauðsynlegt að ná hallanum niður, þegar nú liggur fyrir spá um að hagvöxtur hér á landi verði 3% þijú ár í röð,“ segir Friðrik og bend- „Meginregla laganna um meðferð opinberra mála, er sú að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði, og það þurfa auðvitað að vera gild rök og skýr lagaheimild til þess að frá þeirri meginreglu sé vikið. Ákvæðið sem rannsóknarlögreglustjóri vitnar í kveður á um að dómari megi ákveða að dómþing skuli haldið fyrir luktum dyrum, til hlífðar vitnum, brotaþolum eða öðrum sem málið varðar, og ég fæ ekki með nokkru móti séð að þetta ákvæði réttlæti lokun á þessu þinghaldi," sagði Jón Steinar. ir jafnframt á að menn megi ekki gleyma því að í þjóðhagsspá fyrir næsta ár, sé byggt á nokkuð veikum forsendum varðandi áfrámhald Smuguveiðanna. „Mér fínnst einnig koma til greina að það verði kannað sérstaklega hvort hægt sé að fresta framkvæmd- um opinberra aðila til áranna 1998 og 1999, til þess að ekki komi fram óæskilegur slaki þegar framkvæmd- um við álver og tilheyrandi virkjanir lýkur,“ segir fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra um áhrif stækkunar álvers Frestun opin- berra framkvæmda verði könnuð t l l X X \ \ i L 1 I I I l : I I í I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.