Morgunblaðið - 11.11.1995, Síða 9

Morgunblaðið - 11.11.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 9 FRÉTTIR Unnið að stofnun lýðskóla ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna félag um lýðskóla á íslandi og eru áform uppi um að hefja slíkt starf hið fyrsta, að sögn Odds Alberts- sonar sem er í forsvari fyrir hóp áhugamanna um þennan málstað. í tilraunaskyni á að efna til þriggja mánaða námskeiðs sem hefst í febr- úarmánuði nk. og segir Oddur að leitað verði eftir viðurkenningu menntamálaráðuneytisins á því. „Það er mikill hugur í mér og nokkrum tugum öðrum, sem vilja standa að stofnun lýðskóla. Fyrir mánuði var haldið málþing í Nor- ræna húsinu þar sem m.a. var boð- ið fulltrúum menntamálanefndar Alþingis, menntamálaráðuneytis- ins, atvinnumálaskrifstofu Reykja- víkur og samtaka á borð við Heim- ili og skóli. Fólk Prestur í Svíþjóð •SERA Þórhallur Heimisson var 6. nóvember sl. kosinn til prestþjónustu í Gryta pastorat í Uppsala stifti í Svíþjóð. Undanfarin ár hefur Þórhallur stundað fram- haldsnám í guð- fræði við Háskól- ann í Uppsölum, nánar tiltekið í almennum trúar- bragðafræðum. Samtímis námi hefur hann þjónað sem prestur í Sænsku kirkjunni í einum af nágrannabæjum Stokk- hólms, þar sem heitir í Marsta. Áður en sr. Þórhallur fór utan, starfaði hann sem framkvæmda- stjóri Æskulýðssambands kirkj- unnar í Reykjavíkurprófastsdæm- um, en prestvígslu hlaut hanii vorið 1989 til Langholtssafnaðar í Reykjavík, þar sem hann þjónaði í eitt ár í fjarveru sóknarprests. Hár- greiðslu- sýning á morgun SÝNING hárgreiðslumeistara í Int- er Coiffure-samtökunum verður á Hótel íslandi á morgun, sunnudag, en ekki í dag, eins og mishermt var í blaðinu í gær. Ágóði af aðgangseyri rennur til Barnaspítala Hringsins, en alls gefa tæplega 100 manns vinnu sína við sýninguna. Auk þess sem sýnd verður haust- og vetrartíska í hár- greiðslu, sýna fatahönnuðirnir Kristín Þórólfsdóttir og Margrét Þórðardóttir hönnun sína. Ennfrem- ur sýna Jón Pétur og Kara dans. Sýningin hefst kl. 16 og verða að- göngumiðar seldir í miðasölu Hót- els Islands á morgun, sunnudag. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. smáskór Fóðraðir barnaskór. Sutrðir 19-23, prír litir. VerS 3.790. Á þessu þingi voru lagðar fram allskýrar myndir af stöðu mála, þ.e. að ákveðinn hluti íslendinga getur ekki nýtt sér núverandi skóla- kerfi á sama tíma og á öðrum Norð- urlöndum er að finna starfsemi sem svarar þörfum þessa fólks að hluta eða öllu leyti,“ segir Oddur. Leitað til ÍTR Stefnt er að því að á fyrsta nám- skeiðinu verði leitast við að mæta þörfum atvinnulausra unglinga á aldrinum 16-19 ára. Gert er ráð fýrir að einn aðalkennari verði með hép þátttakenda en fái til liðs við sig ýmsa utanaðkomandi aðila til að fjalla um þau málefni sem á dagskrá verða. Leitað hefur verið á náðir íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborg- ÍSLENSKA sendiráðið í Washing- ton hefur ráðið sérstakan ráðgjafa um samskipti íslands og Bandaríkj- anna. Ráðgjafinn heitir Stephen J. Boynton og er lögfræðingur í Was- hington. Einar Benediktsson, sendiherra íslands í Bandaríkjunum, sagði al- gengt að sendiráð notuðu ráðgjafa, en kvaðst ekki vita til þess að ís- lenska sendiráðið hefði áður keypt sér ráðgjöf af þessu tagi og það hefði ekki verið gert þau tvö ár, sem hann hefði verið sendiherra. Óákveðið um áframhald Hann sagði að Boynton hefði verið ráðinn í haust. „Það hefur ekkert verið ákveðið um það hvort hann verði áfram,“ bætti Einar við. Hann kvað ekki hafa verið leitað til Boyntons til að hafa áhrif eða gefa ráð í einstökum málaflokkum, heldur væri þáttur hans almenns eðlis. ar um fjárhagslegan stuðning við rekstur og launakostnað við nám- skeiðið, að sögn Odds. Hann segir fulltrúa ÍTR jákvæða. og að þeir muni kynna hugmyndir um lýðskóla fyrir stjómendum borgarinnar. Verði af stuðningi fái lýðskólinn aðsetur i Norræna húsinu næsta vor en hann geri sér síðan vonir um eig- ið húsnæði í kjölfarið. Til að kynna fyrirhugaða stofnun félags um lýðskóla verður efnt til dagskrár í Norræna húsinu í dag, laugardag kl. 13,30, þar sem m.a. fyrirlesarar og tónlistarmenn koma fram. Oddur segir það markmið aðstandenda að um 100 ungmenni á aldrinum 16-25 ára komi til skrafs og skemmtunar um helgina. Stofn- fundur lýðskólans verður í Norræna húsinu kl. 13,30 sunnudag. Það er alsiða að sendiráð og þrýstihópar í Washington, höfuð- borg Bandaríkjanna, ráði sér ráð- gjafa til þess að hafa áhrif og þrýsta á bandarísk stjórnvöld og þing. Sem dæmi má taka að stjórn Kúveit leitaði til ráðgjafarfyrirtæk- is til þess að telja Bandaríkjastjórn á að hrekja íraka brott frá Kúveit og Jonas Savimbi, leiðtogi skærul- iðahreyfingarinnar UNITA í An- góla, átti ekki upp á pallborðið hjá ráðamönnum í Washington fyrr en hann hafði ráðið virt kynningarfyr- irtæki, sem tryggði honum áheyrn Bandaríkjaforseta. Bandarísk lög kveða á um birt- ingu þess hver rekur erindi hvers í Washington og samkvæmt til- kynningu var Boynton skráður 10. október og fær eitt þúsund Banda- ríkjadollara (um 65 þúsund krónur) greidda mánaðarlega og útlagðan kostnað að auki. Sendiráðið í Washing- ton ræður ráðgjafa ULY CF FRANCg3 Satín-brjóstahaldarar á kr. 1.650. Litir: Hvítt, svart og Ivory. Stœrðir: 34—42 B, C, D og DD. Buxur í stíl kr. 595. Fallegar gjafapakkningar efóskað er. SHauýKZvep/Z, ó/Zt/■J- JZ //Z? Næring og heilsa David Calvillo gefur viðskiptavinum góð ráð um vítamín og notkun lækningajurta laugardag og sunnudag ____MaxMara Glœsilegur vetrarfatnaður Opið í dagfrá kl.12-15 ____Mari_ Hverfisgötu 52-101 Reykjavík - s. 562-2862. Nýjar húsgagnasendingar Nýkomin eldhúsborö og stólar. Mikiö úrval. Borö og 4 stólar Pisa-borð 120x80 stækkun 2x30 Aðeins kr. 29.900 allt settið. Teg. Star Teg. Vega Teg. Optima Stgr. 3.980 Stgr. 7.400 Stgr. 13.900 Mikið úrval af skrifborðsstólum. Margir litir. Ath. mikið úrval af hjólaborðum. Opið í dag til kl. 16 - sunnudag kl. 14-16 W 36 mán. □□□□□□ HUSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.