Morgunblaðið - 11.11.1995, Side 10
10 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Glæsileg
sýning
TONLIST
íslcnska ópcran
MADAMA BUTTERFLY
Eftir Giacomo Puccini. Einsöngvarar
í aðalhlutverkum: Ólöf Kolbrún
Harðardóttir, Ólafur Árni Bjama-
son, Bergþór Pálsson, Rannveig
Fríða Bragadóttir, Sigurður Bjöm-
son. Leikstjóri: Halldór E. Laxness.
Hljómsveitarstjóri: Robin Stableton.
Föstudagiu-10. nóvember.
ÍTÖLSK óperusaga er merkileg,
allt frá því að vera alls ráðandi um
efni og tónstíl í nærri tvær aldir,
svo algerlega, að jafnvel Mozart,
með aðeins einni undantekningu,
byggði sínar óperur á hefðbundnu
ítölsku efni og tónstíl, sem stóð
mjög nærri ítalskri óperusmíð, þó
með þeim frávikum, að þær voru
betur gerðar en flestar þær ítölsku.
Meistari ítalskrar óperugerðar var
án efa Verdi og það var býsna erf-
itt að hugsa sér einhvetja þróun eða
framhald af listsköpun þessa mikla
meistara.
Sú hugmyndafræði sem nefnd
er „Verismo" og byggðist á því að
taka til meðferðar samtíðarefni, var
mikið til umræðu nokkru fyrir alda-
mótin 1900 og eru óperumar Caval-
leria rusticana og Pagliacci besta
dæmi slíkrar raunsæisstefnu í
ópemgerð. Þessi hugmyndafræði
hafði áhrif á tónskáld eins og Verdi
og þá ekki síður á Puccini, í verkum
eins og Bohéme og Maddama Butt-
erfly. Puccini leitaði sér fyrirmynda
í tónstíl Debussys og frá Wagner
notaði hann þá aðferð að láta
ákveðin stef, persónutengd, birtast
og einnig til að gefa tónlistinni
ákveðna heildarskipan notar hann
japönsk stef, sem hann mun hafa
aflað sér með því að hlusta á vest-
rænar upptökur af japanskri tón-
list. Þá þykir hann hafa haft sér-
lega sterka tilfinningu fyrir því leik-
ræna og náði oft í tónsköpun sinni
að skapa áhrifamikil og tilfinninga-
þmngin augnablik. Þetta á ekki
hvað síst við ópemna Maddama
Butterfly, sem er sérkennileg túlk-
un á þeirri tilfinningalegu sam-
tvennd, sem er tryggð og sviksemi.
Óperan Madama Butterfly er í
raun verk um eina persónu, geiss-
una Cio-Cio-San og þarf afburða
söngkonu til að túlka þessa ógæfu-
sömu en tryggu persónu, sem allt
verkið snýst um. Ólöf Kolbrún
Harðardóttir bætir þama heldur
betur við sinn glæsilega feril sem
ópemsöngkona og nær að túlka í
söng og leik þessa hrekklausu og
tryggu persónu og náði túlkun
hennar og söngur hvað hæst í ar-
íunni Un bel di vedremo, sem er
frægasta aría verksins. Ólafur Árni
Bjamason syngur hlutverk Pinkert-
ons mjög vel og sérstaklega í ást-
ardúettinum 0 quanto occhi fisi,
sem hann og Ólöf syngja af glæsi-
brag. Þeman Suzuki er sungin af
Rannveigu Fríðu Bragadóttur, sem
á sitt besta í blómadúettinum en
Morgunblaðið/Kristinn
ÓLAFUR Árni Bjarnason sem Pinkerton og Ólöf Kolbrún Harðardóttir sem Cio-Cio-San.
einnig í þriðja þætti í samskiptum
sínum við konsúlinn Sharpless, sem
Bergþór Pálsson túlkar af einstakri
næmi, sérstaklega þegar yfirlæti
hans breytist í djúpstæða samúð
með Butterfly og syni hennar, eftir
að hafa reynt að segja henni sann-
leikann um Pinkerton og lesa henni
bréf sem hann ritaði honum.
Hjúskaparmiðlarinn er sunginn
af Sigurði Bjömssyni og nær hann
að gæða hlutverkið gamansemi,
sem þó hefði mátt vera svolítið
grimmara, til að hægt væri að trúa
á sterk viðbrögð Butterfly, er hún
hótar að drepa hann. Loftur Erl-
ingsson syngur Prinz Yamadori
mjög vel, en þetta kátlega hlutverk
er ekki viðamikið, svo lítið reyndi
á þennan efnilega söngvara. Ásrún
Davíðsdóttir er í hlutverki eigin-
konu Pinkertons og Sigurður Skag-
fjörð Steingrímsson fer með hlut-
verk prestsins Bonze er þylur Butt-
erfly bölbænir fyrir að hafna trú
forfeðranna. Eiður Á Gunnarsson
leikur keisarlegan fulltúa, er les upp
giftingarskilmálann og löggildir
giftingu Butterfly og Pinkertons.
Allir gerðu sínu góð skil og sömu-
leiðis kór ættmenna og vina og var
innkoma geisanna t.d. mjög falleg.
Uppfærslan í heild er glæsileg
og mikil sigur fyrir íslensku óper-
una og sérstaklega fyrir leikstjór-
ann, Halldór E. Laxness, sem í
fyrsta skipti stjórnar uppsetningu á
ópem hjá ísl. óperunni. Leikræn
skipan er að mörgu leyti sannfær-
andi nema ef væri síðustu augna-
blik ópemnnar, en þar er gert ráð
fyrir að Pinkerton komi inn og
kijúpi grátandi við dánarbeð Butt-
erfly en Sharpless leiði drenginn
burtu. Að láta Butterfly liggja eina
og drenginn ekki virða hana viðlits,
er að mati undirritaðs svolítið veik-
ur endir. Um þetta atriði má deila,
en samt sem áður var niðurlag óper-
unnar mjög áhrifamikið. Sviðsmynd
(J. Michael Deegan og Sarah G.
Conly) og búningar (Hulda Kristín
Magnúsdóttir) og lýsing (J.M. De-
egan) fellur allt vel að. sýningunni,
sem auðvitað byggist fyrst og síð-
ast á flutningi tónlistarinnar, söng
og ekki síst leik hljómsveitarinnar,
sem var framfærður af öryggi und-
ir stjórn Robins Stabletons.
Uppfærsla íslensku ópemnnar á
Madcina Butterfly er stór sigur
fyrir Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur
og af öðrum ólöstuðum var Bergþór
Pálsson sérlega trúverðugur sem
Sharpless konsúll.
Jón Ásgeirsson
Dropinn sem
fyllir mælinn
Morgunblaðið/Kristinn
ARNAR Jónsson og Guðrún S. Gísladóttir í hlutverkum sinum.
lÆIKUSI
Þ jóðleikhúsið
GLERBROT
Höfundur: Arthur Miller. Þýðing: Birgir Sig-
urðssön. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir.
Leikmynd og búningan Sigmjón Jóhannsson.
Lýsing: Páll Ragnarsson. Tónar og hljóð:
Hjálmar H. Ragnarsson og Sveinn Kjartans-
son. Leikarar: Amar Jónsson, Guðrún S. Gísla-
dóttir, Helgi Skúlason, Li(ja Guðrún Þorvalds-
dóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigurður
Siguijónsson. Föstudagur 10. nóvember.
í GÆRKVÖLD var fmmsýnt í Þjóðleikhús-
inu nýtt verk eftir bandaríska leikritahöfund-
inn Árthur Miller. Það hlýtur að teljast til
tíðinda að höfundur sem samdi sín mestu
stórvirki á áratugnum eftir síðari heimsstyij-
öldina skuli enn vera jafn fijór og skyldi. í
þessu verki veltir Miller fyrir sér ýmsum
spumingum tengdum því hvaða mynd ein-
staklingurinn gerir sér af sjálfum sér auk
pælinga um sjálfskennd hópsins. Þótt þessum
spurningum sé ekki endilega svarað - enda
ekki auðhlaupið að slíku - þá eru þessar
vangaveltur fagmannlega skrifaðar inn í ein-
falda föflu verksins. Verkið er hefðbundið
að formi og sú saga sem er sögð á sviðinu
gengur meistaralega upp.
Þótt höfundur sæki efni sitt aftur í milli-
stríðsárin er leikritið alls ekki gamaldags.
Þessar spumingar, þótt þær séu í leikritinu
einskorðaðar við ákveðna stund og stað í
sögunni, eiga mikið erindi við okkur í dag.
Ástæða þess að Miller velur sér þetta ákveðna
sögusvið er án efa það að auk þess að gjör-
þekkja það sjálfur þá getur hann gengið út
frá því að áhorfendur viti hvernig sögunni
vatt fram og hvort áhyggjur aðalpersónunnar
séu ástæðulausar eða ekki.
Auk þessa er söguþráðurinn nátengdur
ákveðnum atriðum sem hafa verið mikið til
umræðu á nýliðnum árum; þ.e. kúgun og
ofbeldi innan hjónabands. Það er ekkert eins-
dæmi að höfundar noti ótvíræðan kunnug-
leika áhorfenda á þessu umræðuefni til að
varpa nýju Ijósi á leikverk sem á að gerast
fyrr á tímum. Nærtækt dæmi er leikritið
„Þrek og tár“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu
um þessar mundir.
Verk sem þetta, þar sem spunnið er úr
hárfínum þráðum, þarf viðeigandi umgjörð.
Á þessu er brotalöm. Hveiju atriði er markað
rými af stórum og hvössum glerbrotum og
leikaramir neyðast til að basla með.plastskil-
rúmin þegar færa á þau til. Skilrúmin gegna
einnig vissu hlutverki sem speglar en spegil-
myndimar orka tvímælis þar sem þær hljóta
að draga athygli áhorfenda frá því sem fram
fer fremst á sviðinu.
í texta verksins er sífellt vísað til þeirra
atburða sem nafn leikritsins er dregið af.og
skil milli atriða eru mörkuð með viðeigandi
áhrifshljóðum og frekar illa hljóðrituðu semb-
aispili. Það er því óþarfí að minna áhorfand-
ann sífellt á þetta atriði með þessari ágengu
sviðsmynd. Vera má að hugmyndin sé komin
frá höfundi, en þá ber að athuga að nákvæm-
ar sviðslýsingar hans eru einungis ætlaðar
sem leiðbeiningar við uppsetningu en á ekki
að taka sem fyrirskipanir.
Annað atriði sem hefði mátt athuga betur
eru húsgögnin sem valin voru. Það er ekki
nokkur leið að leggja á það trúnað að rúmið
sem gegnir svona stóru hlutverki hafi verið
í notkun í tuttugu og fimm ár. Hiri húsgögn-
in eru kostulegur samtíningur sem eru í
æpandi ósamræmi við þá natni sem lögð er
í búningaval og -hönnun. Ljósin gegndu
ágætlega því hlutverki að afmarka rými. Þau
fylgdu leikurum vel eftir og studdu rás at-
burða og skil.
Það sem gerir þessa sýningu jafn góða og
raun ber vitni er leikurinn. Það er mikið gleði-
efni að sjá þennan hóp leikara vera að kom-
ast á miðjan aldur og til fulls þroska sem
listamenn. Guðrún Gísladóttir er frábær í
hlutverki Sylvíu. Það skiptir varla máli hvar
borið er niður; framsögn, hreyfingar, augna-
tillit, það er unun að horfa á slíkan leik.
Arnar Jónsson á einnig stórleik sem Hy-
man læknir. Textameðferð er öguð og sviðs-
framkoma glæsileg. Ragnheiður Steindórs-
dóttir nær að skapa mjög skemmtilega pers-
ónu úr læknisfrúnni, sem er algjör andstæða
flestra hinna persónanna, blátt áfram og líf-
leg. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir málar systur
Sylvíu skírum og einföldum dráttum og nær
með hnitmiðaðri tímasetningu að skapa hlát-
ur þegar við á án þess að það komi niður á
merkingu textans. Ákaflega vel unnið hlut-
verk.
Sigurður Siguijónsson átti í smávægileg-
um erfiðleikum við að ná utan um textann,
sem á stundum hljómar alltof bóklegur. Hann
átti til að slá á léttari strengi i túlkun hlut-
verksins en ástæða var til, en auðvitað áttu
viðbrögð áhorfenda nokkra sök. á þessu. En
eftir því sem leið á sýninguna sótti hann í
sig veðrið og er ekki að efa að þessir vankant-
ar slípast af á nokkrum sýningum. Áreynslu-
leysi Helga Skúlasonar var í nokkurri and-
stöðu við leikmáta hinna leikaranna en varla
er hægt að setja út á einstök atriði í leik hans.
Þá staðreynd að leikurinn er jafn heild-
stæður og góður og raun ber vitni hlýtur að
bera að þakka leikstjóranum, Þórhildi Þor-
leifsdóttur. Vissulega eru hnökrar á vissum
staðsetningum, t.d. að leikurum sé gert að
híma bakatil á meðan leikritinu vindur fram
nær áhorfendum.
Leikrit þetta er í uppsetningu Þórhildar
Þorleifsdóttur stöðug glíma við andstæður.
Leikarar sem eru rúmfastir eða sitjandi bak
við skrifborð eiga andhverfu sína í þeim er
hafa fótaferð, svartklæddir við skrautklædda,
gyðingakona við ljóshærða miðvesturríkjadís,
gáfuð kona við einfalda, og svo mætti enda-
laust upp telja.
Mesta mótsögnin er falin í því sem til
einkalífsins heyrir annars vegar og hins veg-
ar opinberir pólitískir atburðir handan hafs-
ins. Þau orsakatengsl sem valda því að hið
opinbera veldur straumhvörfum í einkalífi
aðalpersónanna reynist einungis vera dropinn
sem fyllir mælinn. Ég hvet leikhúsáhugafólk
endilega til þess að láta þessa einstöku sýn-
ingu ekki fram hjá sér fara. Það gæti liðið
langur tíma þar til að jafn merkt leikverk
verður frumsýnt hér á landi.
Sveinn Haraldsson